föstudagur, maí 13, 2005

jeppabrjálæðingar

Ég var að keyra um daginn úti á Nesi og allt í einu tekur risastór jeppi fram úr mér, sem er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað um leið og hann er kominn fram fyrir mig þá snarstoppar hann og beygir til vinstri. Ég sé nákvæmlega engan tilgang í þessu hjá honum, nema ef hann hefur langað til að lenda í árekstri, hver er tilgangurinn með því að svína fyrir annan bíl og snarstoppa síðan?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í að keyra nálægt fólki sem heldur að það eigi heiminn af því að það á jeppa. Ég var einu sinni með systur minn í bíl, það var engin umferð á Nesveginum, enda snemma morguns og hún gaf stefnuljós til að beygja inn á bílastæðið hjá blokkinni. Um leið og hún snýr stýrinu til að beygja, kemur jeppi á fullri ferð æðandi fram úr okkur. Það munaði hársbreidd að við keyrðum inn í hliðina á honum.

Auðvitað eru margir þeirra sem eiga jeppa hinir fínustu bílstjórar en inn á milli eru hálfvitar sem halda að þeir hafi keypt vegina með jeppunum. Enda eru þeir ekki í mikill hættu því ef það verður árekstur á milli jeppa á fólksbíls, farþegar hvors eiga þá eftir að meiða sig meira?