þriðjudagur, júlí 08, 2008

heima, um heiman, að heiman, frá heiman

Jæja, þá er komið að lokum þessa ævintýris. Þrír dagar eftir í Íþöku áður en ég legg af stað heim (eða að heiman - erfitt að ákveða hvað er hvað). Einhverra hluta vegna hefur dótið mitt vaxið svo að það hefur verið basl að pakka, en það mun hafast á endanum (sérstaklega ef ég sendi þær bækur sem ég ætla að eiga í pósti). Annars er ég á fullu að kveðja vini og kunningja og það er mjög skrýtið til þess að hugsa að flesta mun ég líklega aldrei hitta aftur. En ég á fullt af góðum minningum um þetta ár hér og eru góðar minningar ekki það sem skiptir mestu?

Þrátt fyrir tregann sem fylgir því að flytja þá hlakka ég óneitanlega til að koma heim og hitta alla sem ég þekki þar :o) (hlakka ekki jafnmikið til atvinnuleitar og ritgerðaskrifa en það reddast vonandi allt).

(Og titill færslunnar er úr stuttmynd um seinheppna bófa sem ég sá fyrir löngu síðan)