miðvikudagur, júní 22, 2016

Miðnæturfjöruferð

Miðnæturfjöruferð á sumarsólstöðum. Stórstraumsfjara og gengt á sandi sem oftast er í felum langt undir sjávarmáli. Sólin að síga bak við fjöll út við sjóndeildarhringinn og litar himininn rauðan og skýin fjólublá. Æðarfuglar og ungar þeirra láta sólroðnar öldurnar vagga sér í svefn, nokkrir tjaldar rífast heiftarlega í fjöruborðinu og kríurnar sem aldrei unna sér hvíldar þjóta um án þess að gefa okkur nokkurn gaum. Auðvelt að snúa baki í borgina og finnast maður vera kominn langt út í buskann, þar sem ekkert er nema sandur, sól, sjór og skrækjandi fuglar.