En þar sem leikarnir eru núna í Aþenu hef ég líka reynt að vera svolítið heimspekileg og fór að hugsa um allt sem hefur gerst síðan á síðustu ólympíuleikum – og þar sem ég er dulítið sjálfhverf þá hef ég bara horft til hvað hefur breyst hjá mér. Þegar ólympíuleikarnir í Sydney voru, var ég nýútskrifuð úr Menntaskólanum og nýbyrjuð í Háskólanum, þekkti engan og var alveg viss um að þetta væru stór og mikil mistök. Fjórum árum seinna er ég enn í Háskólanum, þekki fullt af fólki sem ég hef kynnst þar, en flest af því er reyndar hætt námi í bili, svo ég er að mestu ein og held nú bara í þá von að þetta nám hafi ekki verið nein mistök. Svo kannski hefur ekkert breyst nema hvað ég hef elst og þroskast um fjögur ár (og það er kannski bara heilmikið).
En aftur til raunveruleikans, ég skemmti mér vel í gærkvöldi – fór fyrst til Örnu, þar sem ég hitti Úllu, Dóru og Regínu og síðan fórum við til Hebu, sem var að halda upp á afmælið sitt (sem er í dag) og þar var fullt af gestum, þar á meðal Inga Þóra. Þessar samkomur voru stórskemmtilegar (þrátt fyrir smá rauðvínsslys) og frábært að hitta alla aftur og ég hef það á tilfinningunni að ég hafi kannski talað aðeins of mikið. Skemmtilegheitin dvínuðu hins vegar fljótt þegar við fórum niður í bæ því þar var allt troðfullt og stappað og sást ekki á fólki að þetta væri síðasta helgi mánaðarins, leit frekar út fyrir að allir væru nýbúnir að fá útborgað. Ég og Úlla gáfumst fljótlega upp á troðningnum og flúðum heim.
En í tilefni þess að ég hef ekki tekið próf lengi tók ég þetta próf (veit ekki af hverju ég þarf alltaf tilefni) og þetta er niðurstaðan ...
You're Red!
Rate a 5 to see a picture of a hot
guy... Send me a message!
What is your color? (girls only... great anime pics)
brought to you by Quizilla
Engin ummæli:
Skrifa ummæli