*Athugið að tímasetningin á blogginu mínu er á íslenskum tíma og því fimm tímum á undan sjálfri mér ;o)
sunnudagur, janúar 20, 2008
hmmm....
Nú hef ég málað mig út í horn, alveg óvart hafa tvær síðust færslur tengst stórafmælum - fimmtugs og sextugs. Til að halda mynstrinu áfram þyrfti sjötugsafmæli að koma við sögu í þessari færslu. Því miður veit ég ekki um neinn sem fæddist þann 19. janúar* 1938 né man eftir nokkru merkilegu við þá dagsetningu - það næsta sem ég hef komist er að Janis Joplin hefði orðið 65 ára í dag hefði hún lifað. Hún var ekki nema 27 ára þegar hún dó, líkt og tónlistarmennirnir Jim Morrison, Kurt Cobain og Jimi Hendrix - eins og einn skólabróðir minn hérna og jafnaldri benti mér á þegar ég náði þeim glæsilega aldri í því skyni að sýna mér hversu litlu við hefðum áorkað á frægðarferli okkar í samanburði við þau. Ég gaf nú reyndar lítið fyrir það og sagðist frekar kjósa að verða gömul og ófræg en deyja ung og verða goðsögn.
*Athugið að tímasetningin á blogginu mínu er á íslenskum tíma og því fimm tímum á undan sjálfri mér ;o)
*Athugið að tímasetningin á blogginu mínu er á íslenskum tíma og því fimm tímum á undan sjálfri mér ;o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvað með 75, Jón og Jón Orri saman.
Jón Orri 19. jan og gamli 25. jan.
Kveðja úr Langagerðinu
Það er svona þegar maður fer að leita langt yfir skammt ;o)
Skrifa ummæli