föstudagur, júlí 23, 2004

Fór til Lübeck í gaer med Catharinu og Ann og loksins, í fyrsta skipti var alvöru sumarvedur. Vid fórum um alla borgina og skodudum um tad bil sjö kirkjur - ég veit ekki hversu margar kirkjur eru í Lübeck í heildina en tad er stutt á milli teirra og taer eru flestar byggdar á midöldum. Lübeck er nefnilega mjög fallegur baer, ástaedan líklega sú, ad tar sem Raudi krossinn hafdi tar adsetur á strídsárunum var mjög lítid um loftárásir tar. Svona liti Kíl örugglega út, hefdi ekki verid kafbátaverksmidja hér og tví talin naudsyn ad sprengja alla borgina.

En nóg um stríd - vid eyddum saman stórskemmtilegum degi og tad eina sem skyggdi á ad tetta var í sídasta skipti sem vid hittumst allar trjár saman, Ann fer nefnilega heim á midvikudaginn og pabbi hennar kemur eftir helgi til ad hjálpa henni med farangurinn heim. Reyndar er mjög gaman ad sjá hvernig fólk kemst heim - sumir fara med ferju, adrir med flugi, enn adrir med lestum og rútum. Best tótti mér samt tegar ég var ad tala vid eina af dönsku stelpunum, hvernig hún faeri heim - pabbi hennar og mamma koma keyrandi ad saekja hana, enda tekur tad ferdalag bara tvo tíma hvora leid.

Skodadi mbl.is og verd ad segja ad Davíd faer aldrei tessu vant alla mína samúd - ég veit alveg hvad tad er vont ad fá svona gallblödrukast. En tad sem mér fannst merkilegast var ad hann turfti ekki ad bída neitt. Laeknarnir svindludu mér inn, en ég turfti samt ad bída í tvo sólarhringa á spítalanum ádur en haegt var ad gera nokkud og eilífar tafir á öllu - en teir tóku ljótu, ótekku gallblödruna í burtu. En amma mín lenti í tví sama og turfti ad bída heillengi á bidlista eftir ad komast í adgerd. En Davíd maetir veikur á svaedid og er skorinn upp samdaegurs. Tad er greinilega ekki tad sama ad vera Jón eda séra Jón.

Engin ummæli: