föstudagur, desember 24, 2004

Jól jól jól

Og það eru að koma jól með öllu því sem þeim fylgja. Ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera fyrir jólin þrátt fyrir frost og kulda, nema hvað ég fattaði það í tiltektinni í gær að ég hafði gleymt að senda jólakortin. Svo ég vil hér með óska öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott um jólin og njótið þeirra þótt þau séu stutt þetta árið.


Silent Night
You are 'Silent Night'! You really enjoy
Christmas, and you like your Christmases
conventional. For you, Christmas is about
family and traditions, and you rather enjoy the
rituals of going to church at midnight and
turning off the lights before flaming the plum
pudding. Although you find Christmas shopping
frustrating, you like the excitement of
wrapping and hiding presents, and opening a
single door on the Advent Calendar each day.
You like the traditional carols, and probably
teach the children to sing along to them. More
than anyone else, you will probably actually
have a merry Christmas.


What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, desember 16, 2004

Duglegheitin að drepa mig...

...eða þannig. Ég er núna að reyna að klára það sem þarf að klára fyrir jól. Gefa krakkagríslingunum mínum einkunnir og klára að fara yfir próf og ritgerðir. Mér til mikillar gleði virðist enginn ætla að falla en hitt er verra mál að ég á eftir að sakna krakkagreyjanna, vildi að sumu leyti óska að ég héldi áfram að kenna þeim eftir jól. Ég er farin að halda að örlög mín séu ráðin.

Annars er búið að vera mikið gaman að fara yfir prófin, því það eru alltaf einhverjir inn á milli sem gera skemmtilegar villur - ég er svo sannarlega farin að skilja gamla íslenskukennarann minn sem lofaði okkur plús ef við gerðum skemmtilegar (og nýjar) villur.

Til dæmis var ein spurningin í prófinu að þau áttu að greina frá boðskap bókar og rökstyðja með vísunum í hana. Margir spurðu í fúlustu alvöru hvort ætti með því að vitna í vísurnar í bókinni (var held ég ein í allri bókinni) og einn spurði hvort vísan sem hann ætti að semja um bókina þyrfti að vera rímuð.

Önnur skemmtileg dæmi koma úr málsögunni - til dæmis var spurt um nokkur tökuorð og átti að segja hvaðan og hvenær þau hefðu komið inn í málið. Eitt þessara orða var bíll sem réttilega kom fram hjá flestum að væri tökuorð úr dönsku - nema hvað margir töldu að það orð hefði komið inn í íslenskuna einhvern tímann á bilinu 1550-1800. Danska hafði sannarlega mikil áhrif á þeim tíma, en ég er ekki jafnviss um að bílar hafi verið til þá.

Uppáhaldssvarið mitt er þó við spurningu um hvenær hljóðvörp og klofning hefðu virkað á málið og hvað málstigið hefði kallast eftir það. Einn sagði að þau hefðu virkað 1550 og það kölluðum við siðaskipti.

Svona aukreitis verð ég líka að lauma því að hvað ég var ánægð þegar ég var að ganga á milli prófstofa í gær til að aðstoða krakkana þá lenti ég tvisvar í því að yfirsetufólk réðst að mér og skipaði mér að koma mér aftur inn í stofuna, ég ætti sko ekki að vera að þvælast á göngunum eftirlitslaus á meðan ég væri í prófi.

En nú þegar ég lýk við að skila þessu af mér þá get ég farið að undirbúa jólin því samkvæmt Fréttablaðinu koma þau eftir átta daga - ég hélt að það væri miklu lengra í þau. En jólaundirbúningur hefst formlega á morgun með bökunardegi hjá Heklu - hvað kemur út úr því verður bara að koma í ljós, en við eigum allaveganna uppskriftir og jólalög.