miðvikudagur, mars 31, 2004

Haldid ekki ad eg hafi gleymt ad gera svona prof - en her kemur tad og eg sem tekki enga straka sem eru ljon (allaveganna enga sem eg man eftir) svo ef tid tekkid einhverja ta gaetu teir verid sa eini retti fyrir mig (ja - teir gaetu verid sa eini - einmitt, tölfraedin er e-d ad rugla mig ;)

Athugid bara ad tad er heilt bref nedar a sidunni.

Leo
You should be dating a Leo.

hae hae

Ef einhver draumfrodur er hinum megin vid skjainn, ta dreymdi mig ad eg aetti afmaeli og fengi sex rosir, fjorar raudar og tvaer svartar - mer fannst tessi svarti litur ekki godur, svo ef e-r veit e-d um merkingu drauma ....

I dag aetladi eg upphaflega ad fara til Hamborgar med nokkrum amerikönum, en svo skildist mer ad eg tyrfti ad tala vid ta kennara sem eiga ad hjalpa mer ad akveda hvad eg a ad laera og akvad ad haetta vid, en svo eru tessir kennarar enn i frii og koma ekki fyrr en a morgun, tegar kennsla hefst.

Svo eg for i kynningarrölt med teim sem eru ad byrja i nordistik, vid vorum fimm auk stelpunnar sem leiddi hopinn. Vid forum um allt haskolasvaedid, eg hafdi sed töluvert af tvi adur en tetta var miklu rolegra andrumsloft og eg fekk ad sja serbokasafn deildarinnar. Auk tess kynntist eg hinum tatttakendunum agaetlega og er meira ad segja ad fara med einni stelpunni a islandshestasyningu a laugardaginn. Hvad er tad eiginlega med mig og tessa hesta???

Sidan hitti eg tvo adra utlendinga i Mensunni (stori matsalurinn) og vid bordudum saman, önnur er russnesk en hin finnsk og otrulega erfitt ad skilja hana tar sem hun talar tysku med tilbrigdalausri finnskri rödd - svipad og professor Hämalainen (og undarlegt en satt ta skil eg hana betur en flestir svo kannski er e-d til i teirri sögu).

A eftir aetla eg ad athuga med reidhjol og kaupa mer solaburd, tvi tad er sol og hiti her i dag og allur grodur ad springa ut. Tetta er indaelis stadur ad byrjunarördugleikum yfirstignum.

Eg get alltaf farid til Hamborgar og kannski betra ad eg fari ein og skodi tad sem eg vil heldur en med storum hopi folks tar sem teir frekustu fa ad rada öllu.

En svona ad lokum nokkrar stadreyndir um Tjodverja og Tyskaland:
*Tyskar konur eru mjög havaxnar, eg hef bara sed örfaar sem eru laegri en eg - tyskir karlar eru flestir havaxnir, en margir eru to minni en konurnar teirra.
*Maturinn herna er mjög skrytinn, pulsurnar eru ekkert godar og bordadar i runnstykkjum og eg fann skyr sem e-m snillingnum hafdi dottid i hug ad blanda surum gurkum uti !!! og tetta eta teir. En maturinn i Mensunni er agaetur.
*Folk talar mjög hratt - hradar en Danir, en hreimurinn er svipadur teim islenska og tvi finnst mer folk alltaf vera ad tala islensku tegar eg heyri ekki ordaskil.
*Tad er mikid um Tjodverja af asiskum uppruna, sem samt hafa buid her alla aevi.
*Öfugt vid tad sem eg helt ta eru Tjodverjar alika stundvisir og Islendingar, sem hentar mer vel tvi eg er alltaf fimm minutum of sein, hvert sem eg fer og eg missi ekki af neinu. Allir eru lika voda afslappadir og folk a skrifstofum her hlaer bara ef e-d er ad og reynir ad redda hlutunum.
*Her segir madur Hallo og Tsjüß i stadin fyrir hae og bae.
*Tad eru engar algengar bjortegundir her, eg hef til daemis ekki rekist a neina tegund sem eg hef adur sed og eg hef gert margar tilraunir i rikinu heima.

Vona bara ad allir hafi tad rosagott tarna heima a klakanum og skrifid mer endilega komment eda bref c,")

þriðjudagur, mars 30, 2004

Hae hae - eg er a haskolabokasafninu en tölvurnar tar syna bloggid mitt i skrytnu ljosi.
Eg er virkilega fegin ad tad eru engir Islendingar her - tvi a hverjum degi verd eg ad tja mig a tremur malum og er ordin algjörlega ruglud. Eg tala ensku vid medleigjendur mina og flesta tjodverja, tysku vid flesta utlendingana og dönsku vid danina og nordmennina.

Tessa sidustu daga hafa verid utlendingadagar her og eg hef kynnst mörgum, en halla mer adallega ad hinum nordurlandabuunum, tar sem enginn annar kemur einn fra sinu landi tala allir adallega saman a sinum tungumalum - og tar sem eg skil dönsku er tad gott :) Eda kannski er tad ekki gott tar sem eg ruglast enn meir a dönsku og tysku :(

I gaer var kvöldverdur fyrir alla utlendinga a svaedinu og eg byrjadi a ad sitja vid bord med afgangstjodunum, Brasiliu, finnlandi, Italiu og Kina. Og olikt öllum ödrum sem ad spyrja mig bara um islenska hesta spurdi Kinverjinn hvort eg tekkti fotboltamanninn Gudjohnsen - og audvitad gerdi eg tad og var svo anaegd ad e-r vissi tetta um Island.

Svo flutti eg mig yfir a Skandinavabordid og taladi dönsku tad sem eftir lifdi kvölds, nema vid finnana, teir vilja bara tala tysku - ekki saensku. Tad er otrulega mikid her af frökkum, dönum og bandarikjamönnum.
Eg vek oftast athygli tegar eg segist koma fra Islandi (margir halda reyndar ad eg komi fra Eistlandi) og allir vilja vita e-d um landid og fa sma afall tegar teir heyra ad her bui bara 280.000 og spyrja hvort eg hafi ekki gleymt ad segja einhverjar milljonir med. Annars er folk otrulega fafrott um Island veit ekki hvort vid eigum reidhjol, halda ad vid buum i snjohusum og ad enska se modurmal okkar.

En tetta party var mjög skemmtilegt og allt sem vid höfum verid ad gera undanfarna daga midast ad tvi ad vid kynnumst og haettum ad vera bara med folki sem vid turfum ekki ad tala tysku vid. Folkid sem ser um utlendingana er mjög skemmtilegt og almennilegt.

Sidasta laugardag for eg i party med Joönnu sem er studybuddyinn minn (to svo ad hun laeri liffraedi og vid getum voda litid hjalpad hvor annarri). Fyrst vorum vid heima hja henni - fimm manns og drukkum vin og sungum og einn strakurinn spiladi a kassagitar. Fyrst var vodamikid af tyskum slögurum en svo fekk eg ad velja lag og ta komu Bitlarnir sterkir inn. Svo forum vid i partyid sem i voru u.t.b. 50 manns og tad var vodafjör. Allir tilbunir til ad tala vid mig og eg vakti mikla athygli, verandi fra Islandi. Reyndar var e-r kona sem kroadi mig af og taladi heillengi um islenska hesta og tad var ekkert gaman, en allir adrir voru mjög skemmtilegir. Allir vildu tala ensku vid mig og mer til undrunar ta var kominn franskur hreimur (eda e-d tviumlikt) a enskuna mina - eg held ad malstödvarnar fari bradum i verkfall.

Svo fyrir utan hestatal er eg vid hestaheilsu (hahaha) - en tad er reyndar islenskrahestafelag her sem heitir Joreykur. Svo hafid tad gott og eg skrifa bradum aftur (vonandi)

laugardagur, mars 27, 2004

Ekkert mikid hefur gerst sidan sidast, nema hvad mer tokst ad tala tysku i tvo tima i gaer - en adan var allt fallid i dönsku gildruna aftur. For i gönguferd og endadi her - fer i party i kvöld ad tala meiri tysku - jey. Og bara svona til ad letta a deginum:

HASH(0x88f5e64)
You are Sylvia Plath! She committed suicide by
shoving her head in a gas oven.
Congratulations! She was mentally troubled
throughout her life, and toyed with the idea of
suicide many times. She wrote brilliant and
insightful poetry, although it was all
autobiographical; poor sylvia had a hard time
getting outside herself, and her connections
with members of the opposite sex were troubled
at best. She has been picked up since her
death in the early sixties as a champion of the
feminist cause.


Which famous poet are you? (pictures and many outcomes)
brought to you by Quizilla

föstudagur, mars 26, 2004

Eg fann annad netkaffihus jibbi og tad er vist haegt ad nota tölvur a haskolabokasafninu sem er nyfundid - tad var ad fela sig bak vid tre hinum megin vid götuna, gegnt husinu sem eg by i.
Eg tarf vist ekki ad skra mig i neitt, bara skra mig i skolann og svo maeti eg bara i tima og eitthvad - tad er ofbod litid skipulag hja teim, midad vid ad eg var ad skra mig nuna fyrir allan naesta vetur heima og allir voda stressadir tar.

Hins vegar hefur mer sidustu tvo daga lidid soldid eins og Astriki og Steinriki i eydubladaleit i Trautunum tolf, nema hvad allt starfsfolk hefur verid almennilegt. Mig langar hinsvegar ad myrda tann sem samdi leidbeiningabrefid sem eg hafdi - i fyrsta lagi ad numera stadi sem tarf ad fara a i bandvitlausri röd, i ödru lagi ad gefa vitavonlausar leidbeiningar. Daemi: fra radhusinu er stutt ad fara ad utlendingaeftirlitinu, tu ferd bara a Hafenstraße og tadan a Fabridstraße - en tad sem gleymdist ad segja var ad til tess turfti ad fara yfir radhustorgid og yfir eina götu og tessar tvaer götur voru svo litlar ad taer voru ekki a kortinu, eg snerist i marga hringi adur en allt gekk upp.

Svo for eg i dag ad lata skra mig og hitti fullt af utlendingum og tad var svo gott - ad sja fullt af folki a svipudum stad og eg. Eg taladi bara vid eina stelpu fra Danmörku og getid hvad gerdist tegar eg aetladi ad tala dönsku vid hana, eitt tvö ord og svo allt a tysku. Mig langar virkilega ad vita hvad er ad gerast i malstödvum heilans - aetli tak se rad ad reyna ad tala dönsku vid tjodverja og tysku vid dani?

Annars hef eg verid ad aefa mig i ad villast um Kiel - mjög gaman og mjög audvelt - eg legg af stad e-t og enda kannski tar kannski ekki. Malid er nebbla tad ad eg er veik fyrir hlidargötum og skrytnum leidum og enda tvi oft med ad fara allt adra leid en eg aetladi i upphafi - en tannig kynnist eg borginni vel og tvi midur er hun ekki staerri en svo ad villastmöguleikarnir eru ad verda bunir :(

Svo med tvi ad fara svona sjaldan i tölvu se eg hvad eg fae mikid af gagnlausum posti - tuttugu bref um e-d sem mer kemur ekkert vid.

Jaeja tetta er nog i bili. En svona til ad enda tetta ta er eg haett ad leika heimska utlendinginn, eg er heimski utlendingurinn sem kinka bara kolli og brosi vid hverju sem er :(

miðvikudagur, mars 24, 2004

Ta er eg loksins buin ad finna nettengda tölvu sem eg get notad og tad a kaffihusi lengst lengst i burtu (eftir ad hafa fundid tad a gulu sidunum i simaskranni). Tad er tvennt sem er hryllilega erfitt ad finna her i Kiel - nettölvur og stilabaekur, og tetta a ad heita haskolabaer, en hins vegar uir og gruir af bakarium og bokabudum (freistingar freistingar). Eg held reyndar ad tad seu e-r tölvur i haskolanum, en mer tokst ekki ad finna taer, tratt fyrir leidbeiningar.

En allt folkid herna i Kiel er svaka almennilegt - allir tilbunir til ad hjalpa litla aumingjans mallausa utlendingnum. Nuna veit eg akkurru allir utlendingar sem eg tekki a Islandi brosa svona mikid, andlitid a mer er bokstaflega ad rifna nuna :( Eg er kannski ekki alveg mallaus, skil flest sem er ekki sagt a milljon, en tegar eg aetla ad segja e-d koma tvö, trju ord a tysku og svo restin a dönsku.

Eg er fegin ad hafa tekid rutu fra Köben til Hamborgar, tvi tott tad hafi tekid alla nottina var tad miklu töfratrungnara en flug - tad er e-d vid tad ad keyra i kolnidamyrkri. Reyndar var vond lykt i rutunni og eg vard smabilveik, en tad lagadist a ferjunni, tar sem eg stod ein a tilfarinu og horfdi a stjörnurnar - reyndar vard eg sjoveik af tvi, en tad reddadist allt saman.
Svo tok eg lest fra Hamborg til Kielar klukkan sex um morgun og var komin tangad klukkan atta - eyddi sma tima i staerstu skaldsagnabokabud sem eg hef lengi sed - og getid hvada bok er i 4. saeti metsölulistans: Todes hauchte (eda e-d soleidis) eftir Indridason. Mer fannst tad oneitanlega skondid.

Sidan var komid ad adalskemmtun dagsins, ad fa herbergid mitt - fyrst med tvi ad drusla farangrinum i skolann og finna skrifstofu sem enginn vissi hvar var og borga stadfestingargjald - svo turfti eg ad fara med straeto hinum megin i baeinn til ad undirrita leigusamning - sem betur fer fekk eg ad geyma farangurinn a fyrri stadnum - en tetta er samt eins og ad lata utlending koma hingad, borga e-d i nemendaskra og fara svo upp i breidholt ad skrifa undir e-d og sidan aftur a gamla gard.

En eftir ad eg hafdi svo loksins fundid husvördinn og fengid herbergid, kom i ljos ad eg by i litilli ibud med tremur tjodverjum, tveimur stelpum og einum strak. Tau eru fin, en tad er bara ofbodslega hljodbaert og tar sem herbergid mitt snyr ad eldhusinu heyri eg allt sem sagt er tar. Stelpurnar eru bunar ad vera mjög almennilegar, syna mer budina og fleira - svo eg held ad eg se frekar heppin med tad.

Eg svaf i gaer og for svo i Ikea og aetladi ad skra mig alls stadar i dag, en nei a midvikudögum eru allar skrifstofur lokadar (og hina dagana opnar til 12 - eg held ad tetta yrdi ekki vinsaelt heima) svo dagurinn hefur farid i ad villast um borgina - sem er ofbod gaman :)
I gaer villtist eg lika og endadi i Ikea og keypti eldhusdot og kodda - i Ikea er saenskt horn tar sem haegt er ad kaupa baekur eftir Astrid Lindgren, saenskan mat og VODKA - tetta var svo oikealegt ad eg missti nanast andann, vodka i ikea !!!!

A morgun og hinn verd eg ad skra mig ut um allt og fer svo og hitti stelpu sem er buin ad bjodast til ad vera Study Buddy med mer - hun er tysk og ahugamal hennar eru brimreidar, hestar og party - min voru baekur og kvikmyndir - svo hvernig tessi pörun for fram er mer hulid - en eg hlakka til ad hitta hana.

Svo tetta er nog i bili, reyni ad skrifa aftur fljott og takk fyrir öll kommentin.
Eg er reyndar farin ad halda ad quizilla se ad reyna ad segja mer e-d!!

Gay Bear
Gay Bear


Which Dysfunctional Care Bear Are You?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, mars 21, 2004

Þá er næstum komið að því og ég á allt eftir - veit ekki lengur hverju ég á að pakka (ef ég vissi það einhvern tímann), á eftir að gera skattaskýrslu, finna út í hvaða kúrsum ég ætla að vera, hvaða eyðublöð ég þarf að taka með mér, skila bókum á bókhlöðu og bara allt - ef ég væri Andrés önd myndi ég svo sannarlega skrækja arg... og það oftar en einu sinni.

Þetta er alltof erfitt - ég vildi að ég gæti bara spólað fram á þriðjudag, þá verð ég búin að skrá mig í skólann, fá herbergi og allt verður komið á hreint - djöfull hvað ég hlakka til þá.

Gallinn við að pakka er ekki hvað ég eigi að taka með, heldur hvað ég eigi eftir að skilja eftir heima og það er flókið - eins og kunningi minn sem var ekkert mjög góður í að pakka sagði: Ég er búinn að pakka öllu nema eldhúsvaskinum og það er bara út af því að ég get ekki losað hann!

Ég hitti Úllu og Örnu á Sólon í dag og svo rákumst við á Árna í Kolaportinu - þau enduðu öll með að kaupa sér páskaegg, stútfull af nammi og ætla sér að geyma þau í þrjár vikur - ég fékk ekkert páskaegg, enda ekki sniðugt að setja það í ferðatösku (ekki heldur eins og það myndi komast þar fyrir eða haldast heilt og óbráðið). En mamma og pabbi keyptu víst í gær páskaegg og í fyrramálið munum við leika páska fyrir mig (það er við gerum ekkert af viti og étum páskaegg saman).

Heba kom í smá heimsókn og svo komu afi, amma, Unna og Ingi í mat - svona í tilefni af því að Gunnhildur átti afmæli fyrir viku og ég er að fara. Afmælisbarnið síðveislaða var reyndar óforvarandis að vinna svo við vorum bara sjö í matnum. Yndislegt kvöld - ég skemmti mér vel og vona að aðrir hafi gert það líka (og svo fékk ég líka pakka þó að ég ætti ekki afmæli - nema hálfsársafmæli, en það telst varla með)

En ég man hinsvegar eftir einu sem ég gleymdi (vissi að það væri eitthvað) - ég ætlaði alltaf að heimsækja Heklu og Níls og sjá nýju íbúðina þeirra, en það verður víst að bíða haustsins .

Og mamma fær stórt knús fyrir að hafa lagað fötin mín - ég hefði gert það sjálf ef ég væri ekki með saumavélafóbíu :D

Og af því að ég hef svo mikið að gera, eða eins og Jeremy Hilary Boo myndi orða það: Svo lítill tími svo mikið að gera (So little time so much to do), þá ákvað ég að eyða tímanum í það að blogga og taka persónuleikapróf, ég held að gáfnavísitalan mín hljóti að vera himinhá eða hittþóheldur. (En aldrei þessu vant þykir mér lýsingin passa mér)

Marcie
You are Marcie!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla

föstudagur, mars 19, 2004

Mér þykir eitthvað svo vænt um svo marga í dag. Ótrúlegasta fólk hefur kvatt mig í dag og óskað mér góðs - sem verður til þess að litlu sálinni minni líður vel og brosir framan í heiminn. Svo núna er ég að hugsa fallega til margra og vona að það komist til skila.

Þetta er annars búinn að vera mjög viðburðaríkur dagur - klukkan 11:20 var ég búin að fara með mömmu upp í skóla og semja fyrirlestur, skila bók í Garðabæ, fara í verslunarleiðangur og var mætt (aðeins of seint) á fyrirlestur hjá Einari um finngálkn. Þetta var virkilega forvitnilegur fyrirlestur og gaman að heyra um allar hugmyndirnar á bak við þessar furðuskepnur.

Síðan fór ég í Ólympsgoð - sem eru yndislegir tímar, ég er svona damemennesket í hópnum, eina konan/stelpan í hópnum, sem er furðulegt því í þeim tímum sem ég er í er kvenþjóðin yfirleitt mun fjölmennari. En þessir tímar eru mjög notalegir, við erum að lesa Myndbreytingarnar eftir Óvíð (á latínu) og höldum svo fyrirlestra til skiptis um mismunandi goð - í dag fékk ég að tala um Apollon og Demeter. Alveg óvart skartaði ég latínubolnum mínum sem Gunnhildur bjó til handa mér - hann vakti smá kátínu, því ablatívusar eru virkilega allsstaðar (og þetta þarf maður að vera soldill nörd til að fatta)

Svo er ég að fara í leikhús í kvöld, að sjá Meistarann og Margarítu - hlakka til, hef heyrt að það sé gott - ég man reyndar ekkert eftir söguþræði bókarinnar enda liðin alveg heil þrjú og hálft ár síðan ég las hana (ég þarf sko að lesa hverja bók tvisvar til að muna söguþráðinn lengi)

Ó svo gleymi ég næstum að minnast á það að gamli skólinn minn tapaði í Gettu betur í gær - sannarlega söguleg stund - ég var samt svolítið fegin, einhvern tímann hlytu þeir að tapa og betra að þeir sem töpuðu hefðu unnið áður, heldur en að það væru einhverjir sem kepptu kannski bara einu sinni og yrði ætíð minnst fyrir að vera liðið sem tapaði. Reyndar var fólk í MR farið að vona að liðið færi nú að tapa þegar ég var í fimmta bekk, því spennan væri farin úr þessu - og það er langt síðan ég var í fimmta bekk, allaveganna fimm sigrar síðan.

fimmtudagur, mars 18, 2004

Ég held að ég verði að taka aftur það sem ég sagði um tæknifötlun mína - mér tókst að setja kommentakerfið inn alveg hjálparlaust (ég er svoooo dugleg ;).
Og til að skyggja ekki á þrekvirki mitt er fólk vinsamlegast beðið um að skrifa eitthvað fallegt í kommentakerfið - gaman að vita hvort einhver les þetta bull.

Furðulegt hvað hægt er að mikla alla hluti fyrir sér, við Júlía höfum lengi ætlað að skrifa einn tölvupóst vegna auglýsingar í Mími - og við höfum eytt heilmiklum tíma í að ákveða hvenær við ættum að skrifa hann og hvar og svo drifum við í því í dag og það tók fimm mínútur. Hver sá sem sagði: Hálfnað er verk þá hafið er, hefur verið hreinn snillingur því ég held að það sé varla hægt að finna sannara spakmæli.

Annars er ég núna að hnýta alla lausa enda fyrir sunnudaginn - klára vinnurnar mínar, semja fyrirlestra, reyna að kveðja alla sem ég þekki. Ég var í hljóðkerfisfræði áðan og allir þar voru að óska mér góðrar ferðar, ég á eftir að sakna þessara tíma - þó svo að ég sé ekki góð í hljóðkerfisfræði (aðallega vegna þess að ég á erfitt með að heyra mun á milli hljóðþátta) og samnemendurnir allir eldri en ég, þá hafa þetta verið stórskemmtilegir tímar og ég er sannarlega ánægð með að hafa valið þá. Í dag töluðum við um framgómun í bland við skólagjöld, enskumælandi kennara, herlögreglusérsveit BB og alræmd tálkvendi - segið svo að hljóðkerfisfræði sé ekki spennandi :D

Svo á ég að halda tvo fyrirlestra á morgun í Ólympsgoðum, um Apollon og Demeter - því miður virðast þau aldrei hafa hist, hvað þá meira, svo úr því verður lítið slúður. En í tilefni af því tók ég þetta próf á Quizillu, sem skýrir af hverju þetta gengur svona hægt hjá mér - fyrst ég er hvorki Apollon né Demeter (reyndar bauð prófið ekki upp á Demeter, svo það er smá afsökun).

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, mars 17, 2004

Jæja - bara til að sýna hversu innihaldsríku lífi ég lifi - þá er ég mætt aftur og ég sem hélt að ég myndi aldrei skrifa neitt hérna, en þetta er alveg óhugnanlega gaman að búa til stafi og sýna heiminum þá á fínu, fínu, grænu, vænu síðunni minni (sem ég held að enginn lesi þrátt fyrir ákafar auglýsingar mínar).

Mér til vorkunnar (og vonandi nokkurrar afsökunar) er ég uppi á Bókhlöðu vegna bilanna í tölvukerfi heimilisins og ég er búin að missa einbeitinguna í bili. Allt í kringum mig situr fólk sem er önnum kafið við eitthvað merkilegt - sem er svolítið pirrandi því að grásvört samviska mín yrði snöggtum skárri ef ég vissi að einhver væri meiri hangsari en ég.

En ég hef þó nóttina og eftir að ég uppgötvaði ofurmátt kaffis, þá verða það víst ég, kaffibrúsinn og mildison í nótt. Að því tilskildu reyndar að tölvan mín rati heim - en vegna vírusa og vesens er hún á sjúkrahúsi og líklega er nú búið að eyða öllu úr henni, meira að segja Alf Poier og Kazaa, svo ég þarf að bíða eftir að uppáhalds tölvufrændinn minn snúi aftur á klakann og reddi því fyrir mig. Ég er svo mikil hefðarfrú í neyð (damsel in distress) að mér dettur ekki hug að reyna neitt slíkt sjálf - enda eru samskipti mín við tölvur sem eru eitthvað bilaðar venjulega fólgnar í blíðyrðum, mútum og svo blótsyrðum ef ekkert annað gengur og hótunum ef allt bregst.


Mér leist ekki alveg á þessa kærustuvöntun svo ég fór og talaði aftur við quizillu og einhvern veginn held ég að ég eigi fyrr eftir að eignast kærustu en giftast þessum ... en það verður bara víst allt saman að koma í ljós.

Will Turner is the caring young man from pirates of the caribbean. he will adore you till the day that he dies
You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really hot(like sliding down stairs
on a shield shooting arrows or wearing pointy
ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla
Dagurinn í dag hefur verið fremur tilbreytingarsnauður - ég er búin að vera að fara yfir verkefni síðan klukkan níu í morgun og er loksins búin, en þar sem þetta er síðasti skammturinn læt ég mig hafa það.

Gærdagurinn var furðulegur og skemmtilegur í senn - þar sem netið virkaði ekki rétt sló ég öllu upp í kæruleysi og fór niður í bæ, gaf blóð, sótti síðast eyðublaðið sem ég þarf fyrir utanförina og keypti mér vetrarúlpu - reyndar á heitasta degi ársins hingað til - en hún var á útsölu svo það var allt í lagi. (Ég held að það hafi verið kominn tími á nýja úlpu, miðað við hvað fólk segir margt ljótt um fallegu, grænu úlpuna mína)
Síðan hitti ég Ingu Þóru á kaffihúsi og við töluðum alveg heillengi eins og venjulega og hlógum og hlógum og skemmtum okkur konunglega og tíminn hreinlega þaut burt.
Það er þetta sem ég á eftir að sakna í Þýskalandi - að hitta vini mína og hlæja með þeim :(
En það er of snemmt að örvænta - kannski eignast ég bara nýja vini, ef ekki er alltaf hægt að heita á heilagan MSN til að redda málunum.

Annars er ekki sniðugt að drekka mikið kaffi eftir að maður hefur gefið blóð - allaveganna gat ég ekkert sofið í nótt og var glaðvakandi fram undir morgun og vaknaði eldhress klukkan sjö ... svo að athuguðu máli er það kannski bara býsna sniðugt eftir allt saman c,")


Og quizilla heldur því fram að mig vanti kærustu ... jahá - ekki hefði mér dottið það í hug -kannski það væri barasta lausnin á öllum mínum vandamálum, einhver tilboð?

Scroll in your toga?
Estne volumen in toga, an solum tibi libet me
videre?
"Is that a scroll in your toga, or are you
just glad to see me?"
You're smooth, okay, but you also need a
girlfriend. Bad.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, mars 15, 2004

Jæja, mikið hlýtur mér að leiðast í dag - ég er alveg óhugnanlega dugleg að blogga. En netið er ennþá leiðinlegt og vill ekki hleypa mér inn á einu síðurnar sem ég ætlaði að nota í dag svo einhvers staðar verða vondir að vera.
En út af því vefsíðuleysi þá hef ég neyðst til að vera niðri á Þjóðdeild - sem er hryllingur þegar veðrið er svona gott, en þá er því verkefni lokið og ég get farið heim að fara yfir verkefni.
Voðalega er maður samt eitthvað varnarlaus þegar maður kemst ekki í póstinn sinn.

Og í óspurðum fréttum þá sá ég strákinn sem minnir mig á Oz áðan - hann var í Pink Floyd bol sem hæfir fyrirmyndinni og svo fattaði ég að rauðbröndótti kötturinn sem er alltaf að þvælast í anddyrinu á Bókhlöðunni minnir mig óneitanlega á Stalín (eða allaveganna eins og ég ímynda mér að Stalín hafi litið út), bara aðeins stærri - kæmist alveg örugglega ekki fyrir í vasa.
Ég skil ekki þessa nettengingu - hún vill bara opna sumar síður og aðrar ekki. Ágætt fyrir einbeitinguna að hún vilji ekki opna msn, en að hún neiti að opna síðuna sem ég þarf að nota til að vinna á - það er óþolandi. Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg í dag.

sunnudagur, mars 14, 2004

Ég elska svona próf. Sérstaklega þegar útkoman er svona yndisleg. Reyndar held ég að þetta lýsi persónuleika mínum ekkert sérstaklega vel - en tónlistin er það sem skiptir máli

The Sex Pistols
Old school punk! You just say what you have to say
regardless of what everyone else thinks!
You're one of my most favourite types of
music... You're raw and uncut! You're
surrounded by hype...just don't let it make you
go insane...


What genre of rock are you?
brought to you by Quizilla
Jahá - þá er ég komin með bloggsíðu. Það var nú ekkert sérstaklega flókið - en aðalflækjan er eftir, að skrifa eitthvað hérna með frekar reglulegu millibili og helst eitthvað sniðugt.
Verandi ein pennalatasta manneskja norðan Alpafjalla (og örugglega sunnan þeirra líka) verður þetta spennandi en endar vonandi ekki líkt og allar þær dagbækur sem ég hef reynt að skrifa í gegnum tíðina - tómar fyrir utan tvær til þrjár færslur.
En þetta er nóg sem fyrsta tilraun - ekki satt