föstudagur, júlí 22, 2005

sumarblogg

Svona til ad ad hressa ykkur vid a bloggleysi minu, ta er komid svona serstakt sumarblogg fyrir okkur Unu. Svo ef tid viljid lesa um svadilfarir og ævintyri í ókunnu landi, kíkid tá á kairo2005.blogdrive.com

föstudagur, maí 13, 2005

jeppabrjálæðingar

Ég var að keyra um daginn úti á Nesi og allt í einu tekur risastór jeppi fram úr mér, sem er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað um leið og hann er kominn fram fyrir mig þá snarstoppar hann og beygir til vinstri. Ég sé nákvæmlega engan tilgang í þessu hjá honum, nema ef hann hefur langað til að lenda í árekstri, hver er tilgangurinn með því að svína fyrir annan bíl og snarstoppa síðan?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í að keyra nálægt fólki sem heldur að það eigi heiminn af því að það á jeppa. Ég var einu sinni með systur minn í bíl, það var engin umferð á Nesveginum, enda snemma morguns og hún gaf stefnuljós til að beygja inn á bílastæðið hjá blokkinni. Um leið og hún snýr stýrinu til að beygja, kemur jeppi á fullri ferð æðandi fram úr okkur. Það munaði hársbreidd að við keyrðum inn í hliðina á honum.

Auðvitað eru margir þeirra sem eiga jeppa hinir fínustu bílstjórar en inn á milli eru hálfvitar sem halda að þeir hafi keypt vegina með jeppunum. Enda eru þeir ekki í mikill hættu því ef það verður árekstur á milli jeppa á fólksbíls, farþegar hvors eiga þá eftir að meiða sig meira?

mánudagur, apríl 25, 2005

Stundum er Mogginn fyndinn

Þetta er frétt sem ég sá á mbl.is í morgun og ég held að ég hafi aldrei hlegið svona mikið að einni frétt áður. Ef þið viljið fylgjast með sundafrekum hans, skoðið þá opera.com/swim/ þeir lofa því að það muni birtast myndir af þessu síðar í dag.

Tækni & vísindi | mbl.is | 25.4.2005 | 08:48
Jón S. von Tetzchner segist ætla að standa við heitið og synda til Ameríku

Jón Stephensson von Tetzchner, forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, segist ætla að reyna að standa við heit sem hann gaf í síðustu viku, en þá sagðist hann ætla að synda frá Noregi til Bandaríkjanna, með viðkomu hjá móður sinni á Íslandi, ef 1 milljón manna sæktu sér nýjan Opera netvafra á fyrstu fjórum dögunum eftir að vafrinn var gefinn út. Vel yfir milljón manns sótti vafrann á tímabilinu. Til stendur að Jón hefji sundið í dag.
„Ég vil þakka hverjum og einum þeirra rúmlega milljón einstaklinga, sem hafa halað niður Opera 8 netvafra á síðustu dögum. Ég er stoltur af því að þetta er besti árangur í 10 ára sögu Opera. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um helgina um það hvort ég ætli að standa við heit mitt. Þótt ég viðurkenni fúslega að loforð mitt var aðallega byggt á gleði og kappi en ekki á sundgetu minni og líkamlegu ástandi, þá mun ég gera mitt besta til að standa við það," segir Jón á heimasíðu Opera.
Á heimasíðunni er einnig birt skýrsla um stöðu mála. Segir þar að Jón hafi um helgina dvalið í nokkrar klukkustundir í Bislett Bad og synt til að undirbúa sig undir átökin framundan. Í gær hafi hann síðan legið í góðan hálftíma í baðkarinu heima hjá sér í frekar köldu vatni til að venja sig við kaldan sjóinn í Óslóarfirði.
„Ég tek þessa áskorun mjög alvarlega en eftir að hafa synt þrjár ferðir í Bislett Bad á laugardag blés ég eins og hvalur og komst að raun um að ég hefði líklega átt að byrja að þjálfa mig fyrr. Ég vona þó að nokkur aukakíló af fitu muni ríða baggamuninn og halda mér á floti og halda á mér hita."
Markaðsfulltrúi Opera mun róa við hlið Jóns í gúmbáti og er það sögð refsing hans fyrir að gera yfirlýsingu Jóns um sundið opinbera. Segir á heimasíðunni, að áhöfnin sé þessa stundinna á leið til ónefnds áfangastaðar í Óslófirði þaðan sem lagt verði upp í hina löngu ferð til Ameríku í kjölfar víkinganna.

mánudagur, apríl 18, 2005

heimspekipróf

You scored as Existentialism. Your life is guided by the concept of Existentialism: You choose the meaning and purpose of your life.



“Man is condemned to be free; because once thrown into the world, he is responsible for everything he does.”

“It is up to you to give [life] a meaning.”

--Jean-Paul Sartre



“It is man's natural sickness to believe that he possesses the Truth.”

--Blaise Pascal



More info at Arocoun's Wikipedia User Page...

Existentialism

85%

Hedonism

70%

Utilitarianism

60%

Apathy

55%

Strong Egoism

55%

Justice (Fairness)

55%

Kantianism

45%

Nihilism

30%

Divine Command

30%

What philosophy do you follow? (v1.03)
created with QuizFarm.com

laugardagur, apríl 16, 2005

Blöð

Undanfarna viku hefur DV borist heim án nokkurra skýringa, líklega áskriftarátak hjá þeim eða eitthvað svoleiðis. Þannig að núna hef ég aðgang að öllum þremur dagblöðum landsins og auðvitað kemst ég ekki yfir að lesa þau öll. En það sorglega er að það sem ég les þessa dagana er DV og teiknimyndasögur og slúður í Fréttablaðinu og Mogganum. Þannig að í augnablikinu veit ég lítið sem ekkert hvað er að gerast í heimsmálunum en mun betur hvað er á seiði í Júróvisjónundirbúningi. Hvort ætli þetta sé dæmi um veruleikaflótta eða menningarleysi?

miðvikudagur, mars 30, 2005

eitt ár liðið

Nú er ég búin að vera að þessu bloggveseni í rúmt ár og var að skoða færslurnar áðan. Ég veit ekki alveg hvað þær eru margar því að sjálfvirki teljarinn er búinn að vera fastur í 76 lengi. En það kom mér á óvart hvað ég hef gert mikið á þessu ári og hvað ég er miklu eldri og þroskaðri en í fyrra - eða ætti allaveganna að vera það svona eftir að hafa lesið þetta allt saman yfir.

En samt var náttúrulega skemmtilegasta tímabilið aflestrar þegar ég var úti í Þýskalandi og alveg ótrúlegt hvað ég gerði margt þar. Núna líkist bara hver dagur öðrum og ekkert spennandi virðist gerast. En samt gerist örugglega eitthvað á hverjum degi, kannski virkar það svona mikið minna spennandi af því að ég skrifa ekki um það.

Annars er fátt að frétta núna, ég var veik mestalla páskana og er núna búin að ná því mesta úr mér en ætla ekki út úr húsi fyrr en á morgun. Betra að vera einum degi of lengi heima en að slá niður. Verst með allt sem ég ætlaði að gera um helgina.

fimmtudagur, mars 17, 2005

blablabla

Hef voðalítið að segja, lífið gengur sinn vanagang þessa dagana - en bráðum koma víst páskar og eftir þá á ég að halda tvo fyrirlestra og skila tveimur ritgerðum í sömu vikunni. Hef ekki hugmynd um hvað ritgerðirnar eiga að vera og stóra ritgerðin gengur ekki neitt.

Hins vegar skil ég ekkert í útlendingum sem læra íslensku - vitiði hvað þetta mál er flókið? Ég er búin að vera í tímum um hvernig eigi að kenna íslensku sem erlent mál og það eru ekki til neinar algildar reglur fyrir neitt. Á þeim tíma sem venjulega tekur til að læra nóg til að geta stautað sig fram úr textum og rætt þá á nýja málinu, þá eru þau enn í fallbeygingu. Aumingja aumingja fólkið - við erum ekkert smá heppin að hafa lært þetta hryllilega tungumál óvart

You scored as Paganism. Your beliefs are most closely aligned with those of paganism, Wicca, or a similar earth-based religion. You may also follow a Native American religion.

Paganism

75%

agnosticism

67%

atheism

67%

Buddhism

58%

Satanism

54%

Judaism

50%

Christianity

50%

Islam

50%

Hinduism

33%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

miðvikudagur, mars 09, 2005

miðvikudagur til mæðu

Ég fór í Bónus í dag rétt fyrir lokun og það var frekar skrýtið umhorfs. Sumar vörutegundirnar voru bara alveg horfnar. Til dæmis var hvorki til kók né mjólk og einu merkin um að það hefði nokkurn tíma fyrirfundist voru verðmiðar með fáránlega lágum tölum og spjöld þar sem hömstrun var bönnuð.

Ég er að fara á námskeið á morgun sem fjallar um hvernig eigi að sækja um vinnu og fá hana. Örugglega gagnlegt þar sem ég ætla að verða vinnandi manneskja frá og með næsta hausti.

Annars sá ég dagskráauglýsingu á skjá einum frá rúv - til hvers þarf rúv að auglýsa sig á öðrum stöðvum? En það sem verið var að auglýsa var Örvæntingarfullar húsmæður - sem eru þættir sem ég hef heyrt að séu frábærir, enda virðast allir vera búnir að sjá þá á netinu nema ég sem er gamaldags og bíð eftir að horfa á þetta allt saman í hinum kassanum.

DHgabrielle
Congratulations! You are Gabrielle Solis, the
ex-model with everything she's every wanted a
rich husband, a big house and John, the
17-year-old gardener.


Which Desperate Housewife are you?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Survivor

Mér til mikillar gleði er Survivor byrjaður aftur og ég sé fram á margar gleðistundir á mánudögum næstu vikurnar. En samt fór fyrsti þátturinn svolítið í taugarnar á mér. Mér fannst alveg óþarfi að kjósa þannig í lið að tveir keppendanna dyttu strax út og voru í raun ekki með. Mér fannst það í raun andstyggilegt að hafa sagt fólki að það ætti að vera með í keppninni og senda það svo heim áður en hún byrjaði í raun og veru.

Ég er reyndar viss um að syngjandi enskukennarinn hefði orðið virkilega pirrandi ef hún hefði haldið áfram, en ég las viðtal við hana í gær, þar sem að hún var að segja frá hvernig það hefði verið draumur sinn í mörg ár að fá að vera með í survivor, að fá að vera hluti af ættflokki, taka þátt í þrautum og fara svo á ættflokkaþing. Þegar hún fékk að vita að hún yrði með að þessu sinni, ákvað hún að undirbúa sig eftir bestu getu - komst í gott líkamlegt form, lærði samtalstækni og stjórnunartækni, svo að allir yrðu vinir hennar og litu upp til hennar og svo áttu söngvarnir hennar að vera uppörvandi og skemmtilegir.

Eftir að hafa lesið þetta fannst mér þetta enn grimmilegra en fyrr og ætti bara að vera bannað að leyfa fólki að komast svona nálægt því að fá draum sinn uppfylltan en rífa það svo í burtu. Ég held að áhorfendum hafi ekki þótt þetta nógu skemmtilegt til þess að það væri réttlætanlegt - var spennuvaldur í 10 mínútur en svo búið. Núna vona ég bara að það verði eitthvað plott, sem leyfir þeim að koma aftur.

laugardagur, febrúar 12, 2005

hausinn á mér er stundum ekki í lagi

Ég er að þykjast að vera að byrja að skrifa ritgerðina mína. Lenti reyndar í því í gær að fara að leita að dulmáli og vonaðist til að finna dulin skilaboð frá höfundi Snorra-Eddu. Held svona einhvern veginn að ég hafi lesið yfir mig af dulmálslyklabókum, fyrst Dan Brown og svo núna síðast Belladonnaskjalið, sem einmitt fjallar um skrif lokaritgerðar í háskóla - held að mín verði aldrei svona spennandi. Kannski hér sé komin hin fullkomna afsökun til að skrifa ritgerðina aldrei, engin von um að ég lendi í jafnmiklum ævintýrum við það og skáldsagnapersónur.

Annars sjá kúrsarnir sem ég er í alveg um það að blekkja mig til að hugsa að það sé nóg að gera hjá mér. Hélt fyrirlestur í öðrum þeirra á fimmtudaginn, sem var útdráttur úr kafla í kennslubókinni og átti að nota powerpointglærur með. Ég samdi þriggja blaðsíðna fyrirlesturinn fyrst og ætlaði svo að búa til glærur, einhvern veginn tókst mér að víxla fyrstu og annarri blaðsíðu áður en ég gerði glærurnar og þannig hélt ég svo fyrirlesturinn án þess að fatta neitt. Fannst reyndar skipulagið hjá bókarhöfundinum ekki alveg nógu gott, fattaði svo þegar ég kom heim og fór að laga útdráttinn sem ég átti að skila með að skipulagið hjá honum var bara býsna gott - það var bara ég sem var að ruglast.


hippies
You are a Hippie. Wow.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Má þetta?

Ég fékk bréf í morgun frá rannsóknastöð Erfðagreiningar, þar sem mér var tjáð að búið væri að fara yfir spurningalista sem ég svaraði síðast þegar ég var í úrtaki hjá þeim. Samkvæmt svörum mínum þar væru líkur á að ég væri með e-n leiðindasjúkdóm sem svo skemmtilega vill til að þeir eru einmitt að fara að rannsaka.

Ég varð alveg skíthrædd fyrst þegar ég last þetta en las svo framhaldið og samkvæmt því þá á í mesta lagi eitt einkenni af fimm við mig, sem er mér töluverður léttir. En ég á hins vegar ekki eftir að þora öðru en að fara í rannsóknina - kannski það sé nýja aðferðin til að fá fólk í rannsóknir, að hræða það upp úr skónum. Svona þar sem ég þekki mjög fáa sem hafa aldrei tekið þátt í rannsókn og marga sem hafa verið í fleiri en einni og nenna kannski núorðið ekki að fara í fleiri.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Persónuleikapróf

Held að þetta sé það sem kallast fjölgreindarpróf eða áhugasviðspróf eða e-ð áþekkt. Skemmtilegar niðurstöður - og virðast passa ágætlega við það sem ég er að gera, spurning um hversu marktækt þetta er samt. Held að ef öll próf sem ég hef tekið eiga að sýna hvernig persónuleiki ég er þá sé ég býsna klofin :o)

You scored as Verbal/Linguistic. You have highly developed auditory skills, enjoy reading and writing and telling stories, and are good at getting your point across. You learn best by saying and hearing words. People like you include poets, authors, speakers, attorneys, politicians, lecturers and teachers.

Verbal/Linguistic

89%

Logical/Mathematical

64%

Interpersonal

61%

Intrapersonal

57%

Musical/Rhythmic

54%

Visual/Spatial

50%

Bodily/Kinesthetic

39%

The Rogers Indicator of Multiple Intelligences
created with QuizFarm.com

mánudagur, janúar 17, 2005

Nýtt ár

Jæja, þá er kannski við hæfi að óska öllum gleðilegs árs - segir kannski sitt um framtakssemi mína í upphafi nýs árs að það tók mig 17 daga að koma því í verk. Ég er byrjuð aftur í skólanum og önnin sem átti að fara bara í ritgerð er nú óðum að fyllast af kúrsum og öðrum verkefnum.

Ég held að ég geti ekki kennt bekkjarkerfinu lengur um, því nú er ég búin að vera í rúm fjögur ár í þessum skóla og ætti að vera búin að venja mig af þessum ósið. Reyndar er ég bara í fimmtán einingum í kúrsum og býst reyndar við að sleppa einum þessara áfanga. Svo að lífið brosir bara við ritgerðinni minni. Annars byrja ég þessa önn með áður óþekktu skipulagi og er búin að slá allar glósurnar mínar inn á tölvu - veit reyndar ekki hvaða gagni það á að þjóna en það lítur rosa vel út.

Annars gerist bara ekkert hjá mér sem mér finnst þess virði að blogga um - ég eldist reyndar með hverjum degi og fattaði það um daginn að í vor verð ég fimm ára júbilant, veit reyndar ekki hvort það er eitthvað til að halda upp á.