miðvikudagur, október 25, 2006

visa

Ég fékk vísareikning í dag - sem var nákvæmlega 0 krónur. Var mjög glöð að sjá svoleiðis reikning :o)

sunnudagur, október 22, 2006

Eg skil þetta ekki

Af hverju í ósköpunum er bækur Arnalds Indriðason svona vinsælar og nánast talað um hann sem rithöfund eins og hann sé næsta nóbelsskáld?

Ég hef lesið flestar bækurnar eftir hann og þær eru allt í lagi krimmar, en að mínu mati er hann langt frá því að vera besti krimmahöfundurinn á Íslandi - hvað þá að þetta sé samfélagsgagnrýni af bestu gerð eins og ég hef heyrt suma segja. Ég gef honum það að honum hefur farið gífurlega fram síðan hann skrifaði fyrstu bækurnar, en þeim er enn ábótavant til að geta staðið undir öllu þessu lofi sem hann fær.

Eða er allt þetta lof í kringum hann í raun vegna þess að hann er fyrsti afþreyingarhöfundurinn sem þykir virðulegt að lesa?

Og áður en einhver misskilur þetta þá er ég ekki að setja út á Arnald eða bækurnar hans í sjálfu sér (held að hann hafi aldrei þóst vera einhver tímamótarithöfundur) en er bara að velta fyrir mér af hverju margir láta með verk hans eins og þau séu ódauðleg listaverk.

þriðjudagur, október 03, 2006