sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ég hef horft töluvert á Ólympíuleikana í sjónvarpinu og dáðist svo að afrekunum þar að ég keypti mér líkamsræktarkort og er búin að fara einu sinni. Það eina sem fer í taugarnar á mér í sambandi við leikana, fyrir utan öskur lýsandanna sem ég ætla ekki að minnast á, þá er það hvernig alltaf er klippt á frjálsíþróttakeppnina á kvöldin til að koma fréttum að. Oft er eini möguleikinn til að sjá úrslitin að horfa á samantektir, en það er ekkert spennandi að sjá síðasta hálfa hringinn í hlaupunum, því það er ekki hann sem byggir upp spennu. Þetta finnst mér vera svipað og ef áhugafólki um formúlana yrði boðið upp á það að sjá fyrstu tuttugu hringina og svo væri útsendingunni hætt og hægt að sjá síðasta hringinn í fréttunum um kvöldið. Ég er líka hundfúl yfir því að maraþonhlaupin skuli ekki hafa verið sýnd (hins vegar var alltaf nógur tími fyrir strandblak og svoleiðis vitleysu).

En þar sem leikarnir eru núna í Aþenu hef ég líka reynt að vera svolítið heimspekileg og fór að hugsa um allt sem hefur gerst síðan á síðustu ólympíuleikum – og þar sem ég er dulítið sjálfhverf þá hef ég bara horft til hvað hefur breyst hjá mér. Þegar ólympíuleikarnir í Sydney voru, var ég nýútskrifuð úr Menntaskólanum og nýbyrjuð í Háskólanum, þekkti engan og var alveg viss um að þetta væru stór og mikil mistök. Fjórum árum seinna er ég enn í Háskólanum, þekki fullt af fólki sem ég hef kynnst þar, en flest af því er reyndar hætt námi í bili, svo ég er að mestu ein og held nú bara í þá von að þetta nám hafi ekki verið nein mistök. Svo kannski hefur ekkert breyst nema hvað ég hef elst og þroskast um fjögur ár (og það er kannski bara heilmikið).

En aftur til raunveruleikans, ég skemmti mér vel í gærkvöldi – fór fyrst til Örnu, þar sem ég hitti Úllu, Dóru og Regínu og síðan fórum við til Hebu, sem var að halda upp á afmælið sitt (sem er í dag) og þar var fullt af gestum, þar á meðal Inga Þóra. Þessar samkomur voru stórskemmtilegar (þrátt fyrir smá rauðvínsslys) og frábært að hitta alla aftur og ég hef það á tilfinningunni að ég hafi kannski talað aðeins of mikið. Skemmtilegheitin dvínuðu hins vegar fljótt þegar við fórum niður í bæ því þar var allt troðfullt og stappað og sást ekki á fólki að þetta væri síðasta helgi mánaðarins, leit frekar út fyrir að allir væru nýbúnir að fá útborgað. Ég og Úlla gáfumst fljótlega upp á troðningnum og flúðum heim.

En í tilefni þess að ég hef ekki tekið próf lengi tók ég þetta próf (veit ekki af hverju ég þarf alltaf tilefni) og þetta er niðurstaðan ...

You're Red
You're Red!
Rate a 5 to see a picture of a hot
guy... Send me a message!


What is your color? (girls only... great anime pics)
brought to you by Quizilla

mánudagur, ágúst 23, 2004

Þá virkar þetta aftur - ég hef ekkert getað skrifað hérna lengi vegna þess að blogspot tók aðgangsorðið mitt ekki gilt. En núna virkar þetta og eins og athugulir taka kannski eftir þá eru íslensku stafirnir komnir aftur svo að þar af leiðir að ég hlýt að vera komin heim (og að nota lyklaborðið og muna eftir þ&ð er virkilega erfitt eftir að hafa vanið mig á annað).

En ég kom á fimmtudagskvöldið, eftir að hafa burðast með 40 kíló af farangri inn og út úr lestum og strætóum og flugvélum, fyrst yfir Danmörku á landi og þaðan til Íslands í loftinu. Ég var reyndar hálfgrenjandi mest alla leiðina, því mig langaði ekkert að fara og saknaði allra sem ég hef kynnst þarna - en það er víst hluti af lífinu og ekkert við því að gera.

En ég hef alveg haft nóg að gera - Hekla frænka mín og Níls giftu sig nefnilega á laugardaginn og það var svo fallegt því þau skinu af hamingju allan daginn. Athöfnin fór fram í Krossinum og var mjög persónuleg og þrír vinir þeirra sungu lög á meðan athöfninni stóð. Síðan var veislan sjálf í Aratungu og allt fullt af kökum og góðgæti og fólki og frábært að hitta flesta ættingja mína á einu bretti. Ef ég væri nógu klár í þessum netheimi kæmi hérna mynd af brúðhjónunum. Til hamingju bæði tvö (og Hekla, þetta er alveg nóg til að komast á frænka mín er fræg skalann)

Svo hitti ég Úllu í gær og það var æðislegt, ég held að við höfum talað hátt í tíu klukkutíma - enda þurftum við að vinna upp langan hljóðlausan tíma. Ég á örugglega eftir að tala alveg helling næstu daga enda þarf ég að vinna upp mikinn tíma - vona samt að það endi ekki eins og þegar ég kom heim frá Englandi um árið, þegar ég talaði svo mikið að ég varð þegjandi hás í þrjá daga og reyndi samt að tala allan tímann.

En það sem ég gerði síðustu vikurnar í Þýskalandi var: Mamma kom í heimsókn og það var frábært að sýna henni alla staðina í Kiel og svo fórum við til Slésvíkur (gamall víkingabær) og Lübeck. Þegar hún kom ákvað veðrið að breytast, svo hún þyrfti ekki að nota regnfötin sem ég ráðlagði henni að koma með. Hitinn fór upp yfir 30 gráður og hélst svoleiðis eftir að hún fór og líf mitt varð þannig hlaup á milli skugga og þrá eftir rigningu sem ég hélt að myndi nú aldrei sakna (aldrei ánægð).

Svo fór ég til Rostock, sem er gamall háskólabær, þar sem fjöldamargir Íslendingar stunduðu nám fyrr á öldum, með Catharinu, fór í finnska veislu hjá henni og í kveðjugrillpartí með Tékkunum. Kvaddi Cristínu og hitti kærastann hennar sem var í heimsókn. Ég kvaddi líka sambýlingana mína og þær gáfu mér tösku sem þær höfðu skrifað á kveðjur frá Kiel. Ég reddaði svo öllum pappírum og fékk miklu fleiri einingar en ég bjóst við. (Og þetta er saga síðustu vikna í alveg örstysta máli).

En þrátt fyrir heimkomu og líklegt atburðaleysi, þá ætla ég að halda áfram að blogga, því að ég held að ég sé orðin fíkill. Svo ef einhverjir eru að lesa þetta (veit varla hvort það er, því ég fæ svo fá komment), þá heldur þetta bull eitthvað áfram fram eftir vetri, þar til ég finn mér eitthvað annað að gera sem er meira vanabindandi.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Loksins maett aftur á bloggid, reyndar hefur svo margt gerst sídan ég skrifadi sídast ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja og hverju ég á ad sleppa - skipti líklega frásögninni í tvennt. En kannski er best ad byrja á tví ad óska Ármanni innlega til hamingju med 13 ára afmaelid tann 27. júlí og ég vona ad afmaelisdagurinn hafi verid ánaegjulegur.

En svo ég byrji á byrjuninni, tá fórum ég og Cristína (frá Chile) ad leita ad Ölpunum í sídustu viku. Vid byrjudum ad fara til Hamborgar sem er naeststaersta borg Týskalands og ekki svo langt frá Kiel - tar skodudum vid borgina og til ad sjá hana almennilega ákvádum vid ad klifra upp í kirkjuturn med 544 tröppum. Til tess ad fá ad fara upp turftum vid ad skrifa undir ad vid faerum á eigin ábyrgd og áttum svo ad krossa vid nöfnin okkar ef vid kaemum nidur. Okkur brá svolítid vid tessa skilmála en ákvádum samt ad fara upp og sáum ekki eftir tví tví útsýnid var stórfenglegt en hins vegar vard nidurferdin ekki alveg jafnánaegjuleg. Kannski var tar um ad kenna ad vid vorum bádar svolítid lofthraeddar og tegar vid vorum hálfnadar nidur sló kirkjuklukkan svo allur turninn lék á reidiskjálfi. Reyndar tókst okkur ad komast ad klukkunum og horfa á taer slá.

Naest skodudum vid fleiri kirkjur og fórum svo á safn um sögu Hamborgar. Tar var feikimargt ad sjá og eiginlega meira en vid komumst yfir á tveimur tímum. Sídan fórum vid ad skoda spillinguna á Reeperbahn - reyndar held ég ad spillingin sjáist ekkert vodavel í dagsbirtu svo vid röltum bara um svaedid og átum ís. Sídan skodudum vid hafnarsvaedid og lékum okkur smá í lestunum en komumst svo ad teirri nidurstödu ad tad vaeri sorglega fátt ad sjá í borginni og ad tar vaeru engir Alpar, í raun varla nokkur mishaed. Svo vid fórum á lestarstödina og tókum naeturlest yfir endilangt Týskaland og vöknudum um morguninn í München (sem er tridja staersta borgin).

Í München tók Andrea, vinkona Cristínu, á móti okkur, en hún var svo almennileg ad leyfa okkur ad gista hjá sér. Hún dreif okkur fyrst heim í morgunmat og lánadi okkur svo kort til ad villast um borgina og merkti inn áhugaverda stadi fyrir okkur. Sjálf komst hún ekki med tví hún var ad laera undir próf. Vid reyndum ad nota kortid, en tad gekk ekkert alltof vel, en vid laerdum taeknina fljótt, bara ad draga upp kortid og vera voda rádvilltar á svipinn og tá kom alltaf einhver heimamadur og spurdi hvort hann gaeti hjálpad okkur eitthvad.

Med teirri adferd fundum vid midbaeinn og hér med útnefni ég München sem fallegustu borg sem ég hef séd. Byggingarstíllinn er allt ödruvísi en í nordrinu og á medan vid röltum um midbaeinn sáum vid alltaf ae fallegri byggingar og vorum uppnumdar af teim og öfugt vid Berlín tá var ekki búid ad byggja háar og ljótar glerbyggingar út um allt. Vid aetludum ad fara upp í kirkjuturn tar líka, en í teim sem okkur leist best á turfti bara ad príla 50 tröppur og taka svo lyftu og tad fannst okkur fyrir nedan okkar virdingu eftir trekraunina í Hamborg.

Reyndar var eini gallinn sá ad hitinn var yfir 30 grádum og vid sem komum úr tveggja mánada rigningatímabili toldum tad ekki svo vel, tannig ad vid fórum á eitthvad vísindasafn. Sem var mjög skemmtilegt, en alveg risastórt - vid vorum tarna í tvo tíma og nádum ad fara lauslega í gegnum tvaer deildir af tuttugu. Starfsfólkid var hins vegar frekar ókurteist, tegar kom tilkynning í kallkerfinu um ad nú vaeru fimmtán mínútur til lokunar, tá slökkti starfsfólkid öll ljós og byrjadi ad laesa öllum útgöngum, sama hvort fólk var inni eda ekki.

Vid fórum svo heim til Andreu og tadan í búd til ad kaupa nesti fyrir morgundaginn - sátum svo og smurdum nesti og kjöftudum. Vid töludum mikid um löndin okkar og vorum med tölfraedibók yfir lönd heimsins og teim tótti frábaert ad einungis 110 Íslendingar vaeru í fangelsi. Svo tegar taer sáu lífslíkurnar og ad laesi er 99% og ad faedingartídnin er miklu haerri en í Týskalandi og ég sagdi teim ad heima gaetu konur baedi átt börn og frama en tyrftu ekki ad velja, tá ákvádu taer ad Ísland vaeri draumaland. Tegar sólin var gengin undir, fórum vid aftur út og endudum á mexíkanskri krá med eldgleypum.

Daginn eftir raettust loks draumar okkar tví tá fengum vid ad sjá Alpana. Andrea hafdi skipulagt ferdalag tangad med nokkrum vinum sínum. Eftir klukkutíma lestarferd komum vid ad Tegernsee, sem er risastórt vatn og Alparnir voru allt í kring. Ég get ekki lýst tví hvernig tad var ad sjá loksins fjöll eftir rúma fjóra mánudi í flatlendi. En vid komum okkur fyrir á strönd vatnsins og dóludum tar allan daginn, lásum, spiludum, kjöftudum og átum. Tarna var allt svo fallegt og jafnvel húsin í litla baenum voru skreytt med rósum ad utan. Tegernsee er eins og paradís - trjáum taktir Alpar og vatn sem er haegt ad synda í í hitanum. Ég naut tessa dags svo sannarlega tó svo ad ég sólbrynni trátt fyrir ad hafa makad á mig sólarvörn númer 40 fimm sinnum yfir daginn.

Morguninn eftir fór ég snemma á faetur til ad fara á lestarstödina, tví til tess ad komast ódýrt til baka, turfti ég ad eyda 14 tímum í átta mistrodnum lestum í steikjandi hita. Cristína vard eftir tví ad kaerastinn hennar kom tveimur dögum seinna í heimsókn og hún vildi taka á móti honum í Frankfurt. En ég lifdi ferdina af og tar sem ég sá alltaf sama fólkid aftur og aftur tá var ég ekki sú eina sem var nógu vitlaus til ad ferdast á tennan hátt.

En mamma kom í heimsókn daginn eftir og um tad skrifa ég naest, tví tessi póstur er ordinn frekar langur.