miðvikudagur, mars 30, 2005

eitt ár liðið

Nú er ég búin að vera að þessu bloggveseni í rúmt ár og var að skoða færslurnar áðan. Ég veit ekki alveg hvað þær eru margar því að sjálfvirki teljarinn er búinn að vera fastur í 76 lengi. En það kom mér á óvart hvað ég hef gert mikið á þessu ári og hvað ég er miklu eldri og þroskaðri en í fyrra - eða ætti allaveganna að vera það svona eftir að hafa lesið þetta allt saman yfir.

En samt var náttúrulega skemmtilegasta tímabilið aflestrar þegar ég var úti í Þýskalandi og alveg ótrúlegt hvað ég gerði margt þar. Núna líkist bara hver dagur öðrum og ekkert spennandi virðist gerast. En samt gerist örugglega eitthvað á hverjum degi, kannski virkar það svona mikið minna spennandi af því að ég skrifa ekki um það.

Annars er fátt að frétta núna, ég var veik mestalla páskana og er núna búin að ná því mesta úr mér en ætla ekki út úr húsi fyrr en á morgun. Betra að vera einum degi of lengi heima en að slá niður. Verst með allt sem ég ætlaði að gera um helgina.

fimmtudagur, mars 17, 2005

blablabla

Hef voðalítið að segja, lífið gengur sinn vanagang þessa dagana - en bráðum koma víst páskar og eftir þá á ég að halda tvo fyrirlestra og skila tveimur ritgerðum í sömu vikunni. Hef ekki hugmynd um hvað ritgerðirnar eiga að vera og stóra ritgerðin gengur ekki neitt.

Hins vegar skil ég ekkert í útlendingum sem læra íslensku - vitiði hvað þetta mál er flókið? Ég er búin að vera í tímum um hvernig eigi að kenna íslensku sem erlent mál og það eru ekki til neinar algildar reglur fyrir neitt. Á þeim tíma sem venjulega tekur til að læra nóg til að geta stautað sig fram úr textum og rætt þá á nýja málinu, þá eru þau enn í fallbeygingu. Aumingja aumingja fólkið - við erum ekkert smá heppin að hafa lært þetta hryllilega tungumál óvart

You scored as Paganism. Your beliefs are most closely aligned with those of paganism, Wicca, or a similar earth-based religion. You may also follow a Native American religion.

Paganism

75%

agnosticism

67%

atheism

67%

Buddhism

58%

Satanism

54%

Judaism

50%

Christianity

50%

Islam

50%

Hinduism

33%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

miðvikudagur, mars 09, 2005

miðvikudagur til mæðu

Ég fór í Bónus í dag rétt fyrir lokun og það var frekar skrýtið umhorfs. Sumar vörutegundirnar voru bara alveg horfnar. Til dæmis var hvorki til kók né mjólk og einu merkin um að það hefði nokkurn tíma fyrirfundist voru verðmiðar með fáránlega lágum tölum og spjöld þar sem hömstrun var bönnuð.

Ég er að fara á námskeið á morgun sem fjallar um hvernig eigi að sækja um vinnu og fá hana. Örugglega gagnlegt þar sem ég ætla að verða vinnandi manneskja frá og með næsta hausti.

Annars sá ég dagskráauglýsingu á skjá einum frá rúv - til hvers þarf rúv að auglýsa sig á öðrum stöðvum? En það sem verið var að auglýsa var Örvæntingarfullar húsmæður - sem eru þættir sem ég hef heyrt að séu frábærir, enda virðast allir vera búnir að sjá þá á netinu nema ég sem er gamaldags og bíð eftir að horfa á þetta allt saman í hinum kassanum.

DHgabrielle
Congratulations! You are Gabrielle Solis, the
ex-model with everything she's every wanted a
rich husband, a big house and John, the
17-year-old gardener.


Which Desperate Housewife are you?
brought to you by Quizilla