föstudagur, desember 24, 2004

Jól jól jól

Og það eru að koma jól með öllu því sem þeim fylgja. Ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera fyrir jólin þrátt fyrir frost og kulda, nema hvað ég fattaði það í tiltektinni í gær að ég hafði gleymt að senda jólakortin. Svo ég vil hér með óska öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott um jólin og njótið þeirra þótt þau séu stutt þetta árið.


Silent Night
You are 'Silent Night'! You really enjoy
Christmas, and you like your Christmases
conventional. For you, Christmas is about
family and traditions, and you rather enjoy the
rituals of going to church at midnight and
turning off the lights before flaming the plum
pudding. Although you find Christmas shopping
frustrating, you like the excitement of
wrapping and hiding presents, and opening a
single door on the Advent Calendar each day.
You like the traditional carols, and probably
teach the children to sing along to them. More
than anyone else, you will probably actually
have a merry Christmas.


What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, desember 16, 2004

Duglegheitin að drepa mig...

...eða þannig. Ég er núna að reyna að klára það sem þarf að klára fyrir jól. Gefa krakkagríslingunum mínum einkunnir og klára að fara yfir próf og ritgerðir. Mér til mikillar gleði virðist enginn ætla að falla en hitt er verra mál að ég á eftir að sakna krakkagreyjanna, vildi að sumu leyti óska að ég héldi áfram að kenna þeim eftir jól. Ég er farin að halda að örlög mín séu ráðin.

Annars er búið að vera mikið gaman að fara yfir prófin, því það eru alltaf einhverjir inn á milli sem gera skemmtilegar villur - ég er svo sannarlega farin að skilja gamla íslenskukennarann minn sem lofaði okkur plús ef við gerðum skemmtilegar (og nýjar) villur.

Til dæmis var ein spurningin í prófinu að þau áttu að greina frá boðskap bókar og rökstyðja með vísunum í hana. Margir spurðu í fúlustu alvöru hvort ætti með því að vitna í vísurnar í bókinni (var held ég ein í allri bókinni) og einn spurði hvort vísan sem hann ætti að semja um bókina þyrfti að vera rímuð.

Önnur skemmtileg dæmi koma úr málsögunni - til dæmis var spurt um nokkur tökuorð og átti að segja hvaðan og hvenær þau hefðu komið inn í málið. Eitt þessara orða var bíll sem réttilega kom fram hjá flestum að væri tökuorð úr dönsku - nema hvað margir töldu að það orð hefði komið inn í íslenskuna einhvern tímann á bilinu 1550-1800. Danska hafði sannarlega mikil áhrif á þeim tíma, en ég er ekki jafnviss um að bílar hafi verið til þá.

Uppáhaldssvarið mitt er þó við spurningu um hvenær hljóðvörp og klofning hefðu virkað á málið og hvað málstigið hefði kallast eftir það. Einn sagði að þau hefðu virkað 1550 og það kölluðum við siðaskipti.

Svona aukreitis verð ég líka að lauma því að hvað ég var ánægð þegar ég var að ganga á milli prófstofa í gær til að aðstoða krakkana þá lenti ég tvisvar í því að yfirsetufólk réðst að mér og skipaði mér að koma mér aftur inn í stofuna, ég ætti sko ekki að vera að þvælast á göngunum eftirlitslaus á meðan ég væri í prófi.

En nú þegar ég lýk við að skila þessu af mér þá get ég farið að undirbúa jólin því samkvæmt Fréttablaðinu koma þau eftir átta daga - ég hélt að það væri miklu lengra í þau. En jólaundirbúningur hefst formlega á morgun með bökunardegi hjá Heklu - hvað kemur út úr því verður bara að koma í ljós, en við eigum allaveganna uppskriftir og jólalög.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Föstudagur til frægðar

Þá er kominn föstudagur og helgarfrí - jibbý!!!
Reyndar veit ég ekki hvort verður mikið um frí, en það er bara gamall og góður vani að fagna helgarkomu. En eftir viku get ég gert það með sanni, því þá verða allar vinnurnar mínar nánast búnar og þar sem ég gerðist aumingi og tók engan kúrs í Háskólanum á þessari önn get ég farið að jólast á fullu - í fyrsta sinn í 12 ár sem ég þarf ekki að fara í próf í desember.

Annars er mér farin að þykja kennslan skemmtileg - finnst ég vera komin upp á lag með þetta (er ekki viss um að nemendurnir séu sammála). Svo núna er ég að hugsa um að fara í kennslufræðina eftir svona þrjú til fjögur ár - held að ég hafi gott af að gera eitthvað sem tengist skólum ekkert í millitíðinni. Þannig að ég er allaveganna komin með áætlun að framtíðinni.

Í dag var óvenju gaman í strætó á leiðinni heim, því hann var troðfullur af krökkum úr FÁ sem voru að dimitera - í Skrekkbúningum. Þar hitti ég vinkonu systur minnar og vá hvað mér fannst ég vera orðin gömul að hún sem er alltaf svo lítil í hausnum á mér sé að fara að útskrifast úr menntaskóla um áramótin.

Svo verð ég auðvitað að tilkynna á síðunni að ein frænka mín gerðist svo fræg í gær að komast á forsíðu Séð og heyrt. Þar var hún með kærastanum sínum og þau voru að tala um samband sitt og fleira og flottar myndir af þeim innan í blaðinu. Það sorglega er samt að ég hafði ekki hugmynd um að hún ætti kærasta fyrr en ég sá Séð og heyrt í gær - og það segir sitt um fréttaflæðið í fjölskyldunni - samt hitti ég pabba hennar og bróður fyrir tveimur vikum og þeir minntust ekkert á þetta

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Blogggráða

Fann þetta á netinu og fannst það fyndið:

The University of Blogging

Presents to
bullumsullumrugl

An Honorary
Bachelor of
Community Promotion

Majoring in
Attention Seeking
Signed
Dr. GoQuiz.com
®

Username:


Blogging Degree
From Go-Quiz.com

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

brjálaði bormaðurinn

Stundum er barasta ekkert gaman að búa í blokk. Eins og til dæmis núna - þá er einhver að negla og bora og brjóta niður veggi og svona í einhverri nærliggjandi íbúð og það heyrist alltof vel. Svo á milli skorpnanna hjá honum heyrist ýmist í krakkagríslingnum sem er að æfa sig á píanó eða þeim sem er að læra á klarinett. Ég ákvað að taka þátt í keppninni og spila nú tónlist á hæsta af miklum móð - held reyndar að það hafi öfug áhrif því þá virðast keppinautar mínir um óró og ónæði færast allir í aukana og hávaðinn verður óumbærilegur.

Kennslan gengur ágætlega þessa dagana, ég er búin að fatta hvernig er best að láta þau vinna eitthvað í tímum. Annars kemst ég betur og betur að því hvað ég er mikill MR-ingur inn við beinið. Ég hélt nefnilega að mér hefði tekist að bæla það algjörlega niður undanfarin ár, en núna verð ég oft að bíta í tunguna til að koma ekki með athugasemdir á borð við - en ég gerði þetta í MR, þið ættuð að geta gert það líka. Ég skellti til dæmis 1. bekknum mínum í stafsetningarpróf í dag og hvað þau vældu - samt las ég bara upp tæpan helming af tiltölulega léttri æfingu. Auk þess að væla yfir erfiðleikastigi hennar, þá skrifaði helmingurinn af bekknum í hverja línu þótt ég margtæki það fram að þau ættu að skrifa í aðra hverja - þau þóttust ekki geta það.

Svo núna hatar allur 1. bekkurinn minn, mér er reyndar sama um það en er að velta þessu fyrir mér með hvort ég sé haldinn þessum skelfilega MR-hroka. Held reyndar að ástæðan sé sú að ég hef aldrei kennt í menntaskóla, bara verið nemandi í einum slíkum og miði því allt við það sem við vorum látin gera - nema náttúrulega að allt fari versnandi og þessi ´88 grey séu bara ekki á sama þroskastigi og '80 árgangurinn á sínum tíma.

Talandi um níunda áratuginn, þá verður svona '85 ball á morgun og búið að skreyta allan skólann og allir flestir eru í fötum frá þessu tímabili. Skil ekki hvernig tískan gat þróast svona, en þetta er gaman að sjá.

Annars er fullt af afmælum um þessar mundir, ber þar fyrsta að nefna skæruliðana tvo sem báðir eru nú orðnir sjö ára. Dagbjartur átti afmæli á laugardaginn og Gunnar Kristinn telst vera afmælisbarn dagsins í dag - til hamingju báðir tveir.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Bull á miðvikudagskvöldi

Ég sá áðan lokin á landsleik Íslands og Noregs og þegar Íslendingar minnkuðu muninn í 6-2, sagði annar lýsandinn að núna væri staða Íslendinga að vænkast - og það var eins og hann meinti það. En leikurinn endaði svo 7-2, þannig að þetta tap var mun vænna en 14-2.

Annars langar mig að prófa svona brjótasamandót sem Hagkaup er að auglýsa - það er svo fyndið að sjá hversu hratt þetta gengur í auglýsingunni, ef ég væri að gera þetta myndi ég beygja þetta í vitlausri röð, því þótt þetta virki einfalt er þetta örugglega ekki aulahelt.

Svo sá ég Bráðarvaktarauglýsingu áðan og Carter virðist vera kominn aftur - jibbý og svo var Rory loksins rekinn úr Survivor, æðislegt að sjá hvað hinir kallarnir voru fúlir í atriðum næsta þáttar. Ég held með Twilu en í augnablikinu er Ami sigurstranglegust - en allt getur nú breyst og ég fylgist spennt með því :o)

Og svo er svo langt síðan ég hef tekið svona próf...

You are Marilyn Monroe!
You're Marilyn Monroe!


What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla


mánudagur, nóvember 08, 2004

Ekki í góðu skapi

Núna er ég búin að kenna sex daga af 25 og ég er búin að ákveða að ég ætli ekki að fara í kennslufræðina - kemur ekki til mála að verða kennari.

Sex dagar og ég er búin að missa röddina gjörsamlega, krakkakvikindin geta ekki haldið sér saman nema í fimm mínútur í einu og skrópa svo í prófum og tímum og kenna misskilningi um og halda að þau eigi þá að fá mætingu - fífl!!!

Svo tekur þetta upp allan tímann að finna eitthvað til að láta þau gera, búa til verkefni og próf - og eru þau þakklát, ónei, þau reyna bara að sleppa eins auðveldlega frá öllu og mögulegt er. Ég er með einn bekk sem er í lagi en tvo sem eru hryllilegir, ef ég væri bara með bekki eins og þann fyrsta myndi ég íhuga kennarastarfið, en eftir hina tvo þá segi ég bara nei takk.

Nú sit ég með sáran háls, þreytt augu og búin að finna enn eitt starf sem mig langar ekki til að vinna við. Gott samt að hafa komist að því áður en ég fór í kennslufræðina. Bara 19 dagar eftir - get ekki beðið.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Er enn á lífi

Ég lifði fyrsta daginn minn sem kennari af (sem betur fer því ég verð að standa undir fínu nafngiftinni sem Ragnheiður gaf mér). Reyndar kenndi ég bara tvo tíma, en það var alveg nóg. Ég var búin að gleyma hversu leiðinlegir menntaskólanemar geta verið. Þarna var fólk að tala saman, hlusta á geislaspilara og reyna að trufla mig eins mikið og mögulegt er. Þau eru ekki þarna til að læra af sjálfsdáðun, það er alveg ljóst.

1. bekkurinn var allt í lagi - þau hlýddu öllu og dugði að vera svolítið leiðinleg við aðalkjaftaskana til að allt lagaðist. 2. bekkurinn var verri, þóttust aldrei hafa heyrt um bókina sem þau eiga að vera búin að lesa, nema kannski að kennarinn hafi sagt eitthvað um það í síðustu viku. Þegar ég benti þeim svo á að þau hefðu kennsluáætlun sem tæki það skýrt fram að þau ættu að vera búin að lesa þessa bók, hélt ein stelpan því fram að þau ættu ekki að þurfa að lesa kennsluáætlunina, kennarinn ætti að segja þeim allt sem þau þyrftu að vita!!!

Stjörnuspáin mín í mogganum fyrir laugardaginn var alveg furðulega rétt - í henni stóð eitthvað á þessa leið: Þú átt eftir að öðlast fjármuni í dag en þú verður að passa þig á eyðslunni. Og viti menn, áður en ég las stjörnuspána þá hafðí ég komist að því að ég var búin að fá útborgað fyrir október og af því tilefni pantað geisladiska með Travelling Wilburys í gegnum netið.

Ég held að ég ætti að fara að loka vísakortinu mínu - það er nefnilega alveg stórhættulegt að eiga svoleiðis og vera nettengd. Ég tók líka smá syrpu á Amazon fyrir helgi. Nú vona ég bara að ég lendi ekki í því að þurfa að borga mikla tolla af öllu nýja dótinu mínu og þá get ég bráðum farið að munda vísakortið aftur :o)

föstudagur, október 29, 2004

Kennsluógn

Og breytingarnar halda áfram, ég litaði á mér hárið í fyrsta skipti á þriðjudaginn (sést reyndar ekki mikill munur). Það heppnaðist framar vonum kannski út af því að litla systir hjálpaði mér fullt (lesist hún sá um það - ég er ekki fær um svona hluti) enda var hún að lita á sér hárið og ég fékk leifarnar af þeim háralit. Samt er hárið okkar ekki eins á litinn núna, enda hafði ég litinn ekki jafnlengi í og hún og setti auk þess ekki jafnmikinn lit í.

Á mánudaginn fer ég að þykjast vera kennari. Ég held að sá misskilningur hafi orðið að ég kynni að kenna (sem ég kann ekki og er ekki með próf upp á), en ég hef engar áhyggjur af því - það reddast. Það sem ég hef áhyggjur af er að ég hef ekki hugmynd um hvar þau eru nákvæmlega stödd, á hverju ég eigi að láta þau byrja í næsta tíma og svoleiðis. Við fórum á fund fyrir viku með kennaranum sem við erum að fara að leysa af, en ég var litlu nær eftir það - svo ég vona að hann svari tölvupóstinum sem ég sendi honum áðan.

En annars vona ég að krakkagreyin (verða örugglega orðin að skrýmslum eftir helgi) verði til friðs og leyfi mér að tala. Ef þau ætla að vera eitthvað óþekk, nota ég bara lyklakipputrixið sem ég lærði í fyrra (það borgaði sig sko að hanga með krökkunum sem voru í kennslufræðinni þá) en það felst í því að mæta með risastóra lyklakippu og fleygja henni í borðið, skv. the dummies guide to teaching á það að skila sér í óttablandinni virðingu nemenda sem á að endast önnina. Ég veit ekki hvort þetta virkar, en mér fannst þetta gagnlegra en allar ígrundanirnar sem þau þurftu að skrifa.

En eitt af því sem ég á að kenna er skáldsagan Óvinafagnaður sem gerist á Sturlungaöld og fjallar um baráttu Þórðar kakala við Kolbein unga. Til þess að fá bakgrunnsupplýsingar um kappana ákvað ég að lesa Þórðar sögu kakala - ég hætti á blaðsíðu 20 því mér ofbauð. Þessir karlar fóru um héruð og fóthuggu og drápu menn fyrir engar sakir, aðallega af því að þeim leiddist eða eitthvað. Og svo eru menn að kvarta yfir handrukkurum nútímans!!! Ekki það að þeir séu ekki slæmir, en að ímynda sér hvílíkan hrylling forfeður okkar sem voru almúgafólk hefur þurft að láta yfir sig ganga.

þriðjudagur, október 26, 2004

Breytingaskeið

Ég er öll í því að breyta öllu þessa dagana. Bloggsíðan er orðin græn (allt er vænt sem vel er grænt), því hún var fullmikið bleik. Svo skipti ég um hringitón á símanum mínum, sem leiðir til þess að hann getur hringt og hringt við hliðina á mér án þess að ég fatti að þetta er minn sími, svo skil ég ekkert í að það skuli vera svona mikið um missed calls. Er að hugsa um að endurráða Alf Poier, allaveganna fattaði ég alltaf að svara þegar hann hringdi.

Survivor fundurinn gekk vel fyrir utan það að Rory var ekki rekinn í burtu - ég er orðin svolítið pirruð á honum. En hins vegar verða liðþjálfinn og Twila svolítið skemmtilegt par :o)


Og svo fyrst ég veit ekki hvað ég er að gera, þá er ágætt að vita hvaðan ég kom

sky
You came from the sky. Your a daydreamer and prefer
to have a good look on situations.


Where did you come from?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, október 24, 2004

meira pláss

Sú stórskemmtilega breyting varð á hi-pósthólfinu mínu í síðustu viku að plássið í því jókst. Ég veit reyndar ekki alveg hvað gerðist, en á fimmtudagsmorguninn var pósthólfið mitt alveg stíflað svo ég henti öllum nýjum pósti og innihald pósthólfsins hrapaði niður í 44% og hefur haldið sér þar síðan. Ég hef ekki hugmynd um hvað gengur á en er bara ánægð, því venjulega er ég að berjast við að halda því undir 95%.

Annars hefur þessi helgi ekki staðið undir fögrum fyrirheitum um allt sem ég ætlaði að vera svo dugleg að gera :o( og sver sig þannig í ætt við aðrar helgar. Verkefnin sem ég ætla að fara yfir og þarf að skila á þriðjudaginn eru ekkert meira yfirfarin en á föstudaginn og verkefnið sem ég hefði eiginlega átt að skila á morgun (en fékk óvart frest með fram til 8. nóvember) jafnóskrifað.

En ég las þó Óvinafagnað og þó að bókin sé ágæt, hlýtur hún að vera martröð fyrir fólk sem veit ekkert um Sturlungaöldina - vona að fólkið sem ég ætla að pína í MS hafi lært eitthvað um Sturlunga, ef ekki þá erum við öll í djúpum skít (eða á betra máli, öll sokkin í svaðið). Er virkilega farin að hugsa um að mæta bara með Sturlungaspilið í tíma og láta alla spila smá, svona til að fá meiri tilfinningu fyrir persónum og staðarháttum.

Er reyndar í sjokki að vera að fara að þykjast vera kennari í tvo mánuði - en ég býst við að þetta sé bara að hrökkva eða stökkva, ágætt að prófa þetta í smá tíma áður en ég ákveð hvort ég eyði ári í kennslufræðina eður ei.

En á morgun er survivor fundur - og það er alltaf gaman að svoleiðis, ég held stundum að þetta fyrirtækjabrölt í okkur sé bara afsökun til að koma saman og horfa á Survivor :o) Ég vona að Rory verði rekinn burt næst og þá verður í mesta lagi ein stelpa rekin burt fyrir sameiningu og stelpurnar verða þá í meirihluta.

föstudagur, október 08, 2004

Góðu fréttirnar eru þær að nýja nettengingin er loksins komin í gang. Slæmu fréttirnar eru þær að þráðlausi hlutinn af þeirri tengingu er ekki kominn í gagnið og snúran sem fylgir er svo stutt að netnotkun verður öll að fara fram við símaborðið. En það er allt í lagi þegar enginn, sem gæti dottið um allar snúrurnar, er að flækjast í kring um mann.

En fyrir utan nettengingar og netleysi snýst lífið ekkert um annað þessa dagana en að vinna borða og sofa - og það á bara eftir að versna í nóvember. Ég held að pabbi hans Elíasar hafi verið mikill spekingur þegar hann sagði að lífið væri vinna borða sofa x 5 og borða sofa x 2, en eins og unglinga er háttur tók Elías ekkert mark á honum (og hvar ætli hann sé í dag?)

föstudagur, september 24, 2004

Ég held að ég sé komin með fráhvarfseinkenni. Nettengingin heima hefur ekki virkað í tvær vikur, svo að ég fer eiginlega bara á netið í skólanum og þá til að gera eitthvað sem ég þarf að gera - ekkert svona síðuráp fram eftir öllu. Þangað til í nótt, mig dreymdi að ég væri glaðvakandi og hangandi á netinu í alla nótt og var dauðþreytt þegar ég vaknaði. Vona að þetta sé ekki neinn fyrirboði.

Og það er föstudagur í dag...


The Sun Card
You are the Sun card. The light of the Sun reveals
all. The Sun is joyful and bright, without fear
or reservation. The childish nature of the Sun
allows you to play and feel free. Exploration
can truly take place in the light of day when
nothing is hidden. The Sun's rays fill you with
energy so that you may live life to its
fullest, milking pleasure out of each day. Such
joy and energy can bring wealth and physical
pleasure. To shine in the light of day is to
have confidence, to soak up its rays is to feel
the freedom of a child. Image from: Stevee
Postman. http://www.stevee.com/


Which Tarot Card Are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, september 21, 2004

Heimurinn er lítill. Ég sit í tölvustofunni í Árnagarði núna og hef á síðusta hálftímanum hitt held ég nánast alla sem ég þekki vel hérna í Háskólanum. Sem er kannski ekki svo erfitt þar sem það eru nú ekkert voðalega margir núorðið, flestir eru hættir námi til að fara að vinna. En sumsé þá er greinilega vænlegra til spjalls að hanga hér heldur en niðri á kaffistofu - verst hvað fólkið í kring lítur mann illu auga við þá iðju, þykist vera að vinna eitthvað merkilegt þegar ég veit að það er bara að leika sér á netinu.

Annars var ég dugleg í þágu vísindanna í dag, tók þátt í einhverri rannsókn hjá Erfðagreiningu á erfðum líkamsfitu og til þess þurfti ég að útfylla spurningalista og gefa þeim margar flöskur af blóði og leyfa þeim að skera smá burt af fitunni minni. Deyfingin var vond en ég fann ekkert fyrir skurðinum sjálfum, það er þangað til að ég ákvað að vera fyndin og segja að það mætti alveg taka meira - ég ætti sko nóg. Þá skar læknirinn niður fyrir deyfinguna eða gerði eitthvað sem var alveg ólýsanlega sárt og ég, litli auminginn, öskraði næstum (eða meira en næstum) af sársauka. En svo var ég saumuð saman og voðalega fyndið að finna fyrir þræðinum, án þess að finna nálina stingast í húðina. En svo fæ ég borgað fyrir fituna, eða til að vera nákvæm - ég gef fituna, en fæ borgað fyrir vinnutap og óþægindi. Og svo fékk ég líka bol :o) Vildi óska að ég gæti losnað við afganginn af líkamsfitunni á sama hátt.

Gunnhildur fór líka og það trúði því í fyrsta lagi enginn að við værum systur og í öðru lagi að ég væri sex árum eldri (héldu að ég væri líka í MR) - en samt vildi enginn fá að sjá nein persónuskilríki. Henni fannst þetta miklu skemmtilegra en mér og fékk að sjá fituna sem var dregin úr henni, en hún græddi líka tveggja vikna veikindavottorð fyrir leikfimi (bað reyndar um tvo mánuði, en því var hafnað - en það kostar ekkert að reyna)

Annars eru hér afmæliskveðjur til afmælisbarna dagsins (sem ég veit að lesa þetta bæði og því passaði ég mig á að fara ekki út í blóðugar lýsingar hér að ofan, svo að einhverjar líkur séu á því að þau komist svona langt niður).
En Hemmi er 26 ára og Hekla 25 ára í dag og þar með eru þau búin að jafna aldursbilið við mig upp á nýtt og fá hamingjuóskir í tilefni þess.

Svo á Hreinn Ingi afmæli á morgun og verður 11 ára og afi á föstudaginn og nær þá þeim virðingaraldri að verða 84 ára.
Svo það er algjör afmælissprengja þessa dagana :o)

miðvikudagur, september 15, 2004

Þá er lífið farið að ganga sinn vanagang aftur - skólinn byrjaður með tilheyrandi haustveðri. Ég er orðin blogglöt. Bæði vegna þess að það gerist ekki jafnmikið sögulegt núna og í sumar og vegna þess að mér finnst ekki nærri því jafngaman að skrifa um fólk sem ég veit að getur lesið það sem ég skrifa. Allt í lagi að níðast á og gera grín að saklausum útlendingum, en ef ég geri svoleiðis við fólkið sem ég umgengst daglega þá kannski vill það ekkert umgangast mig lengur.

Franskan gengur vel - eða kennararnir halda að það gangi vel, við vorum í dag látin lesa hluta úr litla prinsinum og áttum svo að skrifa smá framhald tvö og tvö saman - ekkert mál að skrifa framhald, en á frönsku ... þar sem við höfðum enga orðabók, vantaði nokkur orð og svona.

Annars er ég að fara heim og læra, eftir að ég komst að því að ég á nokkra dvd diska þar sem hægt er að velja um franska undirtexta (og í nokkrum tilfellum franskt tal) þá finnst mér það vera að læra heima að horfa á sjónvarp, hlusta á enska talið og lesa það franska - eini gallinn er sá að ég er ekki nógu fljót að lesa öll frönsku orðin þannig að gagnsemin er vafamál.

Afmælisbarn dagsins er svo Agatha Christie, eina virkilega fræga manneskjan sem á afmæli sama dag og ég. En ég er greinilega ekki ein af hennar snjöllustu spæjurum, frekar einn sá hlægilegasti...


You are Ariadne Oliver. A writer of mystery
novels, you solve the crime as a way of
avoiding attending book club dinners. Your
method is to pick the person you most dislike,
and then set about proving their guilt. You
often forget where you've left clues, and you
are easy to track because you leave a trail of
half-eaten apples behind you. You might be
good at disguise, since you change your
hairstyle so often, but your cluttered bungling
style is sure to give you away.


Which Agatha Christie detective are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, september 06, 2004

Ég var að lesa Moggann í dag og sá grein um netfíkn og er orðin skíthrædd um að vera haldin henni. Til dæmis eins og núna, í stað þess að fara að sofa þá skoða ég allar mögulegar og ómögulegar vefsíður og les hluti sem ég myndi ekki nenna að lesa ef þeir væru á öðru formi. Ég er meira að segja farin að hugsa um að fara í netbindindi (en held að ég yrði mjög fljót að brjóta það)

Annars byrjar skólinn á morgun og í einhverju bjartsýniskasti í vor ákvað ég að skrá mig í byrjendaáfanga í frönsku - svona til að geta sagt meira en þrjár setningar með hryllilegum framburði. En ég ætla bara að vera bjartsýn og vona að ég læri einhverja frönsku - eiginlega til skammar að geta ekki talað neitt rómanskt mál (hefði kannski frekar átt að byrja á spænsku, er sagt að hún sé léttari).

Svo er ég reyndar farin að hugsa um hvort ég eigi ekki bara að hætta þessu námi og fara að vinna - reyndar virðist það vera í undirmeðvitundinni, því ég er alltaf að skoða atvinnuauglýsingar þrátt fyrir að vera komin með vinnu með skóla fram að áramótum. Síðan var ég að tala við hana systur mína og hún var að segja mér hvað verslunarstjórarnir hjá Dominos eru með í laun og það er eitthvað yfir 300.000 á mánuði auk bónusa - og það tekur víst bara 2-4 ár að komast í þá tign. Þetta eru hærri laun heldur en ég á nokkurn tíma möguleika á að fá með þessa fínu háskólamenntun mína, svo ég spyr bara hvort ég sé ekki að eyða tímanum í algjöra vitleysu. Svarið verður, neinei - miklu betra að vera í vinnu sem er illa borguð en maður fær að gera það sem manni finnst gaman heldur en að fá hátt kaup fyrir eitthvað sem er leiðinlegt. Segið svo að ég sé ekki dugleg við að ljúga að sjálfri mér :o)

föstudagur, september 03, 2004

Ég er löt í dag og nenni varla að gera neitt - er reyndar orðin góð í því :o) En á mánudag hefst alvara lífsins aftur og núna ætti ég að vera að undirbúa hana - til dæmis með því að ákveða um hvað ritgerðin mín á að vera, en hugmyndaflugið er í verkfalli svo allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.

Annars hef ég verið dugleg við að hitta fólk í vikunni. Hitti Sigrúnu á sunnudaginn og auðvitað töluðum við mikið um Þýskaland og tímann þar (hvað annað - báðar með fráhvarfseinkenni, eini munurinn er sá að hún fer aftur en ekki ég). Á mánudaginn fór ég að heimsækja hina nýorðnu frú Heklu, ég hafði nefnilega ekki séð íbúð þeirra hjóna fyrr en hún reyndist vera á tveimur hæðum og með frábæru útsýni (þrátt að vera í Breiðholti - veit að ég er fordómafull út í það annars örugglega ágæta hverfi). En þau eru búin að hreiðra vel um sig þarna og breyta og bæta húsnæðið reglulega :o)

Að þeirri heimsókn lokinni kíkti ég svo við hjá Örnu til að sækja rauðvínsslysið mitt - blettirnir hafa reyndar dofnað mikið með þvottum, en vilja samt ekki hverfa, svo ef einhver veit gott ráð til að losna við bletti úr fötum, þá er viðkomandi vinsamlegast beðin/n um að deila þeim upplýsingum. Á miðvikudaginn kom Una svo í heimsókn og við þurftum að tala alveg fullt og um kvöldið fór ég til afa og ömmu. Í gærkvöldi fékk ég svo að hitta kærastann hennar Gunnhildar í fyrsta skipti, en mistókst alveg að leika vondu lögguna og hræða hann jafnmikið og ég var beðin um fyrirfram.

Og þar sem þetta er farið að vera svona persónuleg upptalning á hverjir voru hvar - eða réttara sagt hvar ég var! þá ætla ég að ljúka þessu á prófi - held enn einu sinni að niðurstöðurnar passi ekki (og ég svindlaði ekki einu sinni með því að velja allt þetta holla) en kannski endurspeglar þetta það að mér líkar ekkert svo vel við hina valkostina heldur

HASH(0x8851a80)
Broccoli- Your a healthy person which is not a bad
thing it's very good it's nice to see that your
taking care of your body and thinking of
yourself in the right ways...but...this is a
junk food test what are you doing here?


JUNK FOOD QUIZ! What junk best decribes you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ég hef horft töluvert á Ólympíuleikana í sjónvarpinu og dáðist svo að afrekunum þar að ég keypti mér líkamsræktarkort og er búin að fara einu sinni. Það eina sem fer í taugarnar á mér í sambandi við leikana, fyrir utan öskur lýsandanna sem ég ætla ekki að minnast á, þá er það hvernig alltaf er klippt á frjálsíþróttakeppnina á kvöldin til að koma fréttum að. Oft er eini möguleikinn til að sjá úrslitin að horfa á samantektir, en það er ekkert spennandi að sjá síðasta hálfa hringinn í hlaupunum, því það er ekki hann sem byggir upp spennu. Þetta finnst mér vera svipað og ef áhugafólki um formúlana yrði boðið upp á það að sjá fyrstu tuttugu hringina og svo væri útsendingunni hætt og hægt að sjá síðasta hringinn í fréttunum um kvöldið. Ég er líka hundfúl yfir því að maraþonhlaupin skuli ekki hafa verið sýnd (hins vegar var alltaf nógur tími fyrir strandblak og svoleiðis vitleysu).

En þar sem leikarnir eru núna í Aþenu hef ég líka reynt að vera svolítið heimspekileg og fór að hugsa um allt sem hefur gerst síðan á síðustu ólympíuleikum – og þar sem ég er dulítið sjálfhverf þá hef ég bara horft til hvað hefur breyst hjá mér. Þegar ólympíuleikarnir í Sydney voru, var ég nýútskrifuð úr Menntaskólanum og nýbyrjuð í Háskólanum, þekkti engan og var alveg viss um að þetta væru stór og mikil mistök. Fjórum árum seinna er ég enn í Háskólanum, þekki fullt af fólki sem ég hef kynnst þar, en flest af því er reyndar hætt námi í bili, svo ég er að mestu ein og held nú bara í þá von að þetta nám hafi ekki verið nein mistök. Svo kannski hefur ekkert breyst nema hvað ég hef elst og þroskast um fjögur ár (og það er kannski bara heilmikið).

En aftur til raunveruleikans, ég skemmti mér vel í gærkvöldi – fór fyrst til Örnu, þar sem ég hitti Úllu, Dóru og Regínu og síðan fórum við til Hebu, sem var að halda upp á afmælið sitt (sem er í dag) og þar var fullt af gestum, þar á meðal Inga Þóra. Þessar samkomur voru stórskemmtilegar (þrátt fyrir smá rauðvínsslys) og frábært að hitta alla aftur og ég hef það á tilfinningunni að ég hafi kannski talað aðeins of mikið. Skemmtilegheitin dvínuðu hins vegar fljótt þegar við fórum niður í bæ því þar var allt troðfullt og stappað og sást ekki á fólki að þetta væri síðasta helgi mánaðarins, leit frekar út fyrir að allir væru nýbúnir að fá útborgað. Ég og Úlla gáfumst fljótlega upp á troðningnum og flúðum heim.

En í tilefni þess að ég hef ekki tekið próf lengi tók ég þetta próf (veit ekki af hverju ég þarf alltaf tilefni) og þetta er niðurstaðan ...

You're Red
You're Red!
Rate a 5 to see a picture of a hot
guy... Send me a message!


What is your color? (girls only... great anime pics)
brought to you by Quizilla

mánudagur, ágúst 23, 2004

Þá virkar þetta aftur - ég hef ekkert getað skrifað hérna lengi vegna þess að blogspot tók aðgangsorðið mitt ekki gilt. En núna virkar þetta og eins og athugulir taka kannski eftir þá eru íslensku stafirnir komnir aftur svo að þar af leiðir að ég hlýt að vera komin heim (og að nota lyklaborðið og muna eftir þ&ð er virkilega erfitt eftir að hafa vanið mig á annað).

En ég kom á fimmtudagskvöldið, eftir að hafa burðast með 40 kíló af farangri inn og út úr lestum og strætóum og flugvélum, fyrst yfir Danmörku á landi og þaðan til Íslands í loftinu. Ég var reyndar hálfgrenjandi mest alla leiðina, því mig langaði ekkert að fara og saknaði allra sem ég hef kynnst þarna - en það er víst hluti af lífinu og ekkert við því að gera.

En ég hef alveg haft nóg að gera - Hekla frænka mín og Níls giftu sig nefnilega á laugardaginn og það var svo fallegt því þau skinu af hamingju allan daginn. Athöfnin fór fram í Krossinum og var mjög persónuleg og þrír vinir þeirra sungu lög á meðan athöfninni stóð. Síðan var veislan sjálf í Aratungu og allt fullt af kökum og góðgæti og fólki og frábært að hitta flesta ættingja mína á einu bretti. Ef ég væri nógu klár í þessum netheimi kæmi hérna mynd af brúðhjónunum. Til hamingju bæði tvö (og Hekla, þetta er alveg nóg til að komast á frænka mín er fræg skalann)

Svo hitti ég Úllu í gær og það var æðislegt, ég held að við höfum talað hátt í tíu klukkutíma - enda þurftum við að vinna upp langan hljóðlausan tíma. Ég á örugglega eftir að tala alveg helling næstu daga enda þarf ég að vinna upp mikinn tíma - vona samt að það endi ekki eins og þegar ég kom heim frá Englandi um árið, þegar ég talaði svo mikið að ég varð þegjandi hás í þrjá daga og reyndi samt að tala allan tímann.

En það sem ég gerði síðustu vikurnar í Þýskalandi var: Mamma kom í heimsókn og það var frábært að sýna henni alla staðina í Kiel og svo fórum við til Slésvíkur (gamall víkingabær) og Lübeck. Þegar hún kom ákvað veðrið að breytast, svo hún þyrfti ekki að nota regnfötin sem ég ráðlagði henni að koma með. Hitinn fór upp yfir 30 gráður og hélst svoleiðis eftir að hún fór og líf mitt varð þannig hlaup á milli skugga og þrá eftir rigningu sem ég hélt að myndi nú aldrei sakna (aldrei ánægð).

Svo fór ég til Rostock, sem er gamall háskólabær, þar sem fjöldamargir Íslendingar stunduðu nám fyrr á öldum, með Catharinu, fór í finnska veislu hjá henni og í kveðjugrillpartí með Tékkunum. Kvaddi Cristínu og hitti kærastann hennar sem var í heimsókn. Ég kvaddi líka sambýlingana mína og þær gáfu mér tösku sem þær höfðu skrifað á kveðjur frá Kiel. Ég reddaði svo öllum pappírum og fékk miklu fleiri einingar en ég bjóst við. (Og þetta er saga síðustu vikna í alveg örstysta máli).

En þrátt fyrir heimkomu og líklegt atburðaleysi, þá ætla ég að halda áfram að blogga, því að ég held að ég sé orðin fíkill. Svo ef einhverjir eru að lesa þetta (veit varla hvort það er, því ég fæ svo fá komment), þá heldur þetta bull eitthvað áfram fram eftir vetri, þar til ég finn mér eitthvað annað að gera sem er meira vanabindandi.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Loksins maett aftur á bloggid, reyndar hefur svo margt gerst sídan ég skrifadi sídast ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja og hverju ég á ad sleppa - skipti líklega frásögninni í tvennt. En kannski er best ad byrja á tví ad óska Ármanni innlega til hamingju med 13 ára afmaelid tann 27. júlí og ég vona ad afmaelisdagurinn hafi verid ánaegjulegur.

En svo ég byrji á byrjuninni, tá fórum ég og Cristína (frá Chile) ad leita ad Ölpunum í sídustu viku. Vid byrjudum ad fara til Hamborgar sem er naeststaersta borg Týskalands og ekki svo langt frá Kiel - tar skodudum vid borgina og til ad sjá hana almennilega ákvádum vid ad klifra upp í kirkjuturn med 544 tröppum. Til tess ad fá ad fara upp turftum vid ad skrifa undir ad vid faerum á eigin ábyrgd og áttum svo ad krossa vid nöfnin okkar ef vid kaemum nidur. Okkur brá svolítid vid tessa skilmála en ákvádum samt ad fara upp og sáum ekki eftir tví tví útsýnid var stórfenglegt en hins vegar vard nidurferdin ekki alveg jafnánaegjuleg. Kannski var tar um ad kenna ad vid vorum bádar svolítid lofthraeddar og tegar vid vorum hálfnadar nidur sló kirkjuklukkan svo allur turninn lék á reidiskjálfi. Reyndar tókst okkur ad komast ad klukkunum og horfa á taer slá.

Naest skodudum vid fleiri kirkjur og fórum svo á safn um sögu Hamborgar. Tar var feikimargt ad sjá og eiginlega meira en vid komumst yfir á tveimur tímum. Sídan fórum vid ad skoda spillinguna á Reeperbahn - reyndar held ég ad spillingin sjáist ekkert vodavel í dagsbirtu svo vid röltum bara um svaedid og átum ís. Sídan skodudum vid hafnarsvaedid og lékum okkur smá í lestunum en komumst svo ad teirri nidurstödu ad tad vaeri sorglega fátt ad sjá í borginni og ad tar vaeru engir Alpar, í raun varla nokkur mishaed. Svo vid fórum á lestarstödina og tókum naeturlest yfir endilangt Týskaland og vöknudum um morguninn í München (sem er tridja staersta borgin).

Í München tók Andrea, vinkona Cristínu, á móti okkur, en hún var svo almennileg ad leyfa okkur ad gista hjá sér. Hún dreif okkur fyrst heim í morgunmat og lánadi okkur svo kort til ad villast um borgina og merkti inn áhugaverda stadi fyrir okkur. Sjálf komst hún ekki med tví hún var ad laera undir próf. Vid reyndum ad nota kortid, en tad gekk ekkert alltof vel, en vid laerdum taeknina fljótt, bara ad draga upp kortid og vera voda rádvilltar á svipinn og tá kom alltaf einhver heimamadur og spurdi hvort hann gaeti hjálpad okkur eitthvad.

Med teirri adferd fundum vid midbaeinn og hér med útnefni ég München sem fallegustu borg sem ég hef séd. Byggingarstíllinn er allt ödruvísi en í nordrinu og á medan vid röltum um midbaeinn sáum vid alltaf ae fallegri byggingar og vorum uppnumdar af teim og öfugt vid Berlín tá var ekki búid ad byggja háar og ljótar glerbyggingar út um allt. Vid aetludum ad fara upp í kirkjuturn tar líka, en í teim sem okkur leist best á turfti bara ad príla 50 tröppur og taka svo lyftu og tad fannst okkur fyrir nedan okkar virdingu eftir trekraunina í Hamborg.

Reyndar var eini gallinn sá ad hitinn var yfir 30 grádum og vid sem komum úr tveggja mánada rigningatímabili toldum tad ekki svo vel, tannig ad vid fórum á eitthvad vísindasafn. Sem var mjög skemmtilegt, en alveg risastórt - vid vorum tarna í tvo tíma og nádum ad fara lauslega í gegnum tvaer deildir af tuttugu. Starfsfólkid var hins vegar frekar ókurteist, tegar kom tilkynning í kallkerfinu um ad nú vaeru fimmtán mínútur til lokunar, tá slökkti starfsfólkid öll ljós og byrjadi ad laesa öllum útgöngum, sama hvort fólk var inni eda ekki.

Vid fórum svo heim til Andreu og tadan í búd til ad kaupa nesti fyrir morgundaginn - sátum svo og smurdum nesti og kjöftudum. Vid töludum mikid um löndin okkar og vorum med tölfraedibók yfir lönd heimsins og teim tótti frábaert ad einungis 110 Íslendingar vaeru í fangelsi. Svo tegar taer sáu lífslíkurnar og ad laesi er 99% og ad faedingartídnin er miklu haerri en í Týskalandi og ég sagdi teim ad heima gaetu konur baedi átt börn og frama en tyrftu ekki ad velja, tá ákvádu taer ad Ísland vaeri draumaland. Tegar sólin var gengin undir, fórum vid aftur út og endudum á mexíkanskri krá med eldgleypum.

Daginn eftir raettust loks draumar okkar tví tá fengum vid ad sjá Alpana. Andrea hafdi skipulagt ferdalag tangad med nokkrum vinum sínum. Eftir klukkutíma lestarferd komum vid ad Tegernsee, sem er risastórt vatn og Alparnir voru allt í kring. Ég get ekki lýst tví hvernig tad var ad sjá loksins fjöll eftir rúma fjóra mánudi í flatlendi. En vid komum okkur fyrir á strönd vatnsins og dóludum tar allan daginn, lásum, spiludum, kjöftudum og átum. Tarna var allt svo fallegt og jafnvel húsin í litla baenum voru skreytt med rósum ad utan. Tegernsee er eins og paradís - trjáum taktir Alpar og vatn sem er haegt ad synda í í hitanum. Ég naut tessa dags svo sannarlega tó svo ad ég sólbrynni trátt fyrir ad hafa makad á mig sólarvörn númer 40 fimm sinnum yfir daginn.

Morguninn eftir fór ég snemma á faetur til ad fara á lestarstödina, tví til tess ad komast ódýrt til baka, turfti ég ad eyda 14 tímum í átta mistrodnum lestum í steikjandi hita. Cristína vard eftir tví ad kaerastinn hennar kom tveimur dögum seinna í heimsókn og hún vildi taka á móti honum í Frankfurt. En ég lifdi ferdina af og tar sem ég sá alltaf sama fólkid aftur og aftur tá var ég ekki sú eina sem var nógu vitlaus til ad ferdast á tennan hátt.

En mamma kom í heimsókn daginn eftir og um tad skrifa ég naest, tví tessi póstur er ordinn frekar langur.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Tá er ég komin aftur úr einu fyndnasta ferdalagi sem ég hef farid í, vid Catarina vissum stundum ekki hvort vid aettum ad hlaeja eda gráta yfir skipulagi ferdaskrifstofunnar sem baud upp á tessa ódýru pakkaferd til Berlínar (sem samkvaemt auglýsingu innihélt baedi fjöggurra stjörnu rútu og fjögurra stjörnu hótel), svo vid ákvádum ad hlaeja bara ad öllu saman.

Í fyrsta lagi, tá turftum vid ad maeta á rútubílastödina klukkan fimm ad morgni - sem er ádur en straetó byrjar ad ganga, tannig ad ég turfti ad ganga um midja nótt í gegnum illa upplýsta borgina (alltaf verid ad spara rafmagn, meira ad segja slökkt á háskólagosbrunninum klukkan sjö á hverju kvöldi). Vid héldum ad tessi asi týddi ad vid yrdum komnar til Berlínar rúmlega níu - en nei, tad turfti ad gera fjögur kaffistopp á leidinni, hvert um sig í hálftíma. Bílstjórinn byrjadi líka alltaf ad tala um eitthvad ómerkilegt í talkerfid í hvert skipti sem ég festi blund og ákvad svo klukkan hálfsjö ad kveikja á sjónvarpinu í rútunni og stilla á haesta svo öruggt vaeri ad enginn gaeti sofid. Öll kaffistoppin og sjónvarpid var samkvaemt bakrúdu rútunnar innifalid í fjögurra stjörnu rútu - tad er innbyggt eldhús, sem var alltaf tekid út og svo kökubox úr farangursrýminu og svo stód fólk upp vid rútuna og drakk kaffid sitt og reykti.

Til Berlínar komum vid rúmlega ellefu, en tar sem vid komumst ekki inn á hótelid fyrr en klukkan tvö, fengum vid nádarsamlegast trjá klukkutíma ad eigin vild. Vid skodudum Gedächtniskirkjuna (fallegustu byggingu í Berlín, tó ad lítid sé eftir af henni), skodudum Kaufhaus des Westens, sem er verslunarhús á sex haedum og á efstu haedinni er matvörubúd og innan í henni eru veitingastadir - ég held ad allt fáist í tessari búd, meira ad segja haegt ad kaupa svo ferskan fisk ad hann er svamlandi í búrum, svo úrvalid tarna var skemmtileg tilbreyting frá Aldi. Reyndar held ég ad fáir kaupi eitthvad tarna, tetta er meira svona eins og matarsafn (held ad pabbinn í Elíasarbókunum myndi ekki fást aftur út). Sídan röltum vid smá um adalverslunargötuna Kufurstendamm - en ákvádum ad tetta vaeri ekki verslunarferd, tar sem sömu búdir og sama verd er í Kiel.

Svo komumst vid inn á hótelid og á herberginu okkar blasti vid okkur daemi um leti ferdaskrifstofunnar okkar - Catarina skrádi okkur og hún kann nafnid mitt, en teir neitudu ad reyna ad skrifa eftirnafnid mitt og settu hennar eftirnafn á okkur bádar, en gátu ekki einu sinni skrifad tad rétt trátt fyrir ítarlega stöfun - svo á skjánum á sjónvarpinu stód velkomin á hótelid herra og frú Mattira. Tetta hótel var voda flott og fínt, en herbergisternurnar voru byrjadar ad ryksuga klukkan hálfsjö morguninn eftir og ómögulegt ad sofa eftir tad.

Vid drifum okkur út til ad nota tímann sem best, byrjudum á bátsferd um borgina - sem var yndisleg tótt vid skildum lítid af tví sem leidsögumadurinn sagdi tví tad var svo óskýrt. En útsýnid var fallegt og ekki versnadi tad í Berlínardómkirkjunni, sem var svo falleg ad ord fá tví ekki lýst. Tar vorum vid á réttum tíma til ad taka tátt í andakt og ad heyra orgelspil í tessu húsi var virkilega hátídlegt, sídan fórum vid upp á topp og gengum á útsýnispallinum í kringum kirkjuhvolftakid og sáum tar yfir alla borgina.

Naest fórum vid ad Checkpoint Charlie, sem er vardstöd Bandaríkjamanna frá veru teirra í borginni og tar er stórt skilti á fjórum tungumálum med vidvörun um ad nú fari madur úr bandarískri lögsögu yfir í rússneska. Tadan röltum vid ad múrnum og fórum svo ad Brandenburger Tor - tá var farid ad skyggja, en hlidid er vel upplýst. Ad lokum ákvádum vid ad labba í kringum tinghúsid og sáum tá ad enn var verid ad hleypa fólki inn, svo vid skelltum okkur í bidrödina trátt fyrir vidvaranir um ad tad vaeri ekki víst ad vid kaemumst inn - en vid komumst inn eftir kortersbid (venjulegur bidtími er tveir til trír klukkutímar). Eftir ad hafa komist klakklaust í gegnum öryggisgaesluna fórum vid upp á tak, tar sem gott útsýni er yfir borgina og horfdum yfir borgina í myrkrinu og tad var eitthvad töfratrungid vid tad ad standa í nidamyrkri undir blaktandi fánum og horfa á ljósin í borginni. Vid fórum líka upp í kúpulinn sem er gerdur úr gleri, en tar voru of margir speglar til ad haegt vaeri ad njóta útsýnisins.

Berlín er yndisleg borg og margt ad sjá, en núna tók ég sérstaklega eftir tví ad tad er undantekning á söfnum ef eitthvad lesefni er á ödru máli en týsku og greinilega gert rád fyrir tví ad allir sem skodi safnid séu annadhvort laesir á týsku eda hafi voda gódar ferdahandbaekur. Í útsýnisferdum sá ég heldur ekkert fyrirtaeki sem baud upp á ferdalög á ensku eda ödrum málum.

Daginn eftir var samkvaemt dagskrá bodid upp á útsýnisferd um borgina og svo matarstopp og frítíma ádur en haldid yrdi heim. Vid aetludum ad sleppa útsýnisferdinni og fara frekar ad skoda Charlottenburg, en bílstjórinn neitadi ad segja okkur hvar vid gaetum hitt rútuna aftur og sagdi ad matarstoppid yrdi fyrir utan borgina og frítíminn ekki neinn. Vid fórum tess vegna í útsýnisferdina, sem var reyndar áhugaverd tví leidsögumadurinn var midaldra Berlínarbúi sem sagdi skemmtilega frá. Matarstoppid var svo í Berlín, tví ad einhverjir turftu ad skipta einhverju sem teir höfdu keypt daginn ádur (og tad vissi bílstjórinn ádur en vid töludum vid hann). En vid ákvádum ad syrgja ekki, heldur fengum okkur Berliner Weisse, baedi raudu og graenu sortina, og kvöddum Gedächtniskirkjuna og dýragardinn.

Sídan héldum vid heim klukkan tvö (alltof snemmt) og eins og bílstjórinn ordadi tad, til ad allir yrdu komnir nógu snemma heim fyrir sjónvarpsdagskrána. Pásurnar á heimferdinni voru bara tvaer, en tví midur minnkadi kjaftaedid í bílstjóranum ekki neitt. Vid skildum ekkert í tví af hverju turfti ad leggja svona snemma af stad til Berlínar og svona snemma heim.

Nidurstada: Fjórar stjörnur eru slaemar og miklu betra ad skipuleggja hlutina sjálfur, en ferdin var í heildina skemmtileg og ég nádi ad sjá heilmargt sem ég missti af í fyrri ferdinni - auk tess sem vid vorum furdanlega samstilltar á hvad vid vildum sjá. Aud tess var Catarina mjög dugleg ad nota kort, eitthvad sem mér dettur sjaldnast i hug ad gera - óskiljanlegt hvad mér tókst tó ad sjá margt kortlaus í fyrri ferdinni minni :o)

laugardagur, júlí 24, 2004

Vedrid hérna í gaer var furdulegt - um midjan daginn kom svakaleg skúr med tilheyrandi trumum og eldingum og eftir hana var baerinn á floti. Á adalverslunargötunni nádi vatnshaedin 40 sentímetrum - en baerinn er byggdur med tilliti til tessa, til daemis er verslunargatan dýpst í midjunni svo ad vatn fari ekki jafnmikid inn í búdirnar. Nidurföllin eru líka kröftug og kortéri eftir ad stytti upp var allt vatn horfid.

Ég fór í bíó í gaer - aetladi ad sjá Shrek, en villtist - tad er ad segja bíómidinn minn laug eda ég misskildi hann svolítid. Ég fékk mida sem á stód 1 og hélt tví ad ég aetti ad fara í sal 1 (virkadi allaveganna sídast í tessu bíói), fann mér saeti og sat ósköp popplaus og róleg. En viti menn, tegar korter var lidid frá tví ad myndin átti ad hefjast, hófst sýningin loksins, en tad var bara allt önnur mynd - (T)raumschiff Surprise, týsk grínútgáfa af Star Trek og Star Wars - hún var reyndar mjög fyndin, svo ég vard ekki fyrir miklum vonbrigdum. Sídan tegar ég kom út sá ég ad skipanin í tessu bíói fer fram med hvada plakat er vid salardyrnar, en ég var ekkert ad paela í tví, horfdi bara á númerid á midanum mínum.

Eyddi öllum deginum í dag med Ann, tetta er líklega í sídasta skipti sem ég sé hana og af tví tilefni klárudum vid safnahringinn okkar og erum nú í áföngum búnar ad fara á öll tau trjú söfn sem fyrirfinnast í Kiel. Sorglegt ad skilja vid hana á krossgötunum tar sem ég beygi alltaf upp til ad fara heim - en soddan er lívet.

Naesta trekraun hjá mér er mánudagsmorguninn, ég er ad fara til Berlínar í tveggja daga ferd og rútan fer klukkan 5 ad morgni frá járnbrautarstödinni - straetó byrjar ekki ad ganga fyrr en 6, svo annadhvort tarf ég ad leggja af stad heiman frá mér klukkan 4 eda sofa á járnbrautarstödinni.

föstudagur, júlí 23, 2004

Fór til Lübeck í gaer med Catharinu og Ann og loksins, í fyrsta skipti var alvöru sumarvedur. Vid fórum um alla borgina og skodudum um tad bil sjö kirkjur - ég veit ekki hversu margar kirkjur eru í Lübeck í heildina en tad er stutt á milli teirra og taer eru flestar byggdar á midöldum. Lübeck er nefnilega mjög fallegur baer, ástaedan líklega sú, ad tar sem Raudi krossinn hafdi tar adsetur á strídsárunum var mjög lítid um loftárásir tar. Svona liti Kíl örugglega út, hefdi ekki verid kafbátaverksmidja hér og tví talin naudsyn ad sprengja alla borgina.

En nóg um stríd - vid eyddum saman stórskemmtilegum degi og tad eina sem skyggdi á ad tetta var í sídasta skipti sem vid hittumst allar trjár saman, Ann fer nefnilega heim á midvikudaginn og pabbi hennar kemur eftir helgi til ad hjálpa henni med farangurinn heim. Reyndar er mjög gaman ad sjá hvernig fólk kemst heim - sumir fara med ferju, adrir med flugi, enn adrir med lestum og rútum. Best tótti mér samt tegar ég var ad tala vid eina af dönsku stelpunum, hvernig hún faeri heim - pabbi hennar og mamma koma keyrandi ad saekja hana, enda tekur tad ferdalag bara tvo tíma hvora leid.

Skodadi mbl.is og verd ad segja ad Davíd faer aldrei tessu vant alla mína samúd - ég veit alveg hvad tad er vont ad fá svona gallblödrukast. En tad sem mér fannst merkilegast var ad hann turfti ekki ad bída neitt. Laeknarnir svindludu mér inn, en ég turfti samt ad bída í tvo sólarhringa á spítalanum ádur en haegt var ad gera nokkud og eilífar tafir á öllu - en teir tóku ljótu, ótekku gallblödruna í burtu. En amma mín lenti í tví sama og turfti ad bída heillengi á bidlista eftir ad komast í adgerd. En Davíd maetir veikur á svaedid og er skorinn upp samdaegurs. Tad er greinilega ekki tad sama ad vera Jón eda séra Jón.

mánudagur, júlí 19, 2004

Fór ádan á opnunarhátíd ólympíuleikanna í edlisfraedi. Ég gafst reyndar upp á ad vera tarna eftir ad búid var ad kynna löndin, tví hitinn var kaefandi. Um tad bil sextíu lönd eru skrád til keppni og var búid ad leggja mikla vinnu í kynningarnar, til daemis búid ad taka upp "velkomin til Kiel" á öllum tungumálunum - taer kvedjur heyrdust samt ekki fyrir lófataki tegar keppendum hvers lands var fagnad. Tannig ad sú vinna var hálfgagnslaus. En ég klappadi voda mikid fyrir Íslandi sem sárabót fyrir ad tau heyrdu ekkert í upptökunni af íslenskunni minni.

Medan á kynningunni stód skemmti ég mér vid ad skoda kynjahlutföllin, flestar tjódirnar sendu fjóra keppendur og oft voru teir allir karlkyns, mörg lönd höfdu eina stelpu, nokkur tvaer (tar á medal Kúvaet), en Portúgal var eina landid tar sem stelpurnar voru trjár og bara einn strákur.

En talandi um kynjahlutföll tá fór ég med Sigrúnu ad sjá Köngulóarmanninn II í gaer. Mjög skemmtileg mynd - alveg jafnfyndin og sú fyrri. En tad sem fór svolítid mikid í taugarnar á mér, var hvad konurnar í tessari mynd voru mikil fórnarlömb og alltaf turfti einhver karlmadur ad hjálpa teim. Gat alveg skilid tad ad Köngulóarmadurinn tyrfti ad bjarga konunni sem hann var hrifinn af, en ad í öllum atridum tar sem eitthvad slaemt gerdist sáust oft karlmenn toga í konur eda ýta teim frá haettu sem taer tóku ekki eftir, en aldrei öfugt. Annars var vondi kallinn bara fyndinn og mér tykir alltaf jafnmerkilegt ad ég tek ekki eftir tví ad myndir séu döbbadar - tad er tad vel gert.

Annars leid helgin í hálfgerdri leti - gerdi fátt, en tad er barasta allt í lagi. Naesta verk á dagskrá er ad taka til í herberginu mínu og finna eitthvad aetilegt - er búin ad gefast upp á múslístöngunum sem ég hef lifad á undanfarid og er daudfegin ad tad er mánudagur, tví tá get ég farid í mensuna. Alltaf tegar ég kvarta yfir matnum hérna og ad ég finni ekki neitt til ad borda spyr fólk mig hvad ég bordi tá heima hjá mér - ég er búin ad hugsa og hugsa en man ekki hvad ég borda venjulega heima.

Og eitt kvart í lokin, tad er haett ad rigna en hins vegar ordid alltof heitt allsstadar - fjórir dagar af tví og ég sakna rigningarinnar. Eins og sést tá er ég aldrei ánaegd :o)

laugardagur, júlí 17, 2004

However, the Teutonic reputation for brutality is well-founded. Their operas last three or four days. They have no word for 'fluffy.' (Blackadder)

Ég sá óperu í gaer, sem betur fer var hún bara trír til fjórir tímar á lengd - ég hefdi ekki enst lengur. Tildrögin voru sú ad tad var bodid upp á vettvangsferd til Austur-Holstein sem endadi med sýningu á Töfraflautunni undir berum himni í hallargardinum í Eutin (sem er einn allra fallegasti baer sem ég hef á aevinni séd). Í fyrsta skipti í manna minnum rigndi ekki neitt og óperan var brádskemmtileg, ég nádi alveg tví sem var ad gerast en fannst hins vegar ad hefdi alveg mátt sleppa prinsinum og prinsessunni og hafa bara Papagenó allan tímann á svidinu, tví hann var óborganlegur. Tad var líka yndislegt ad sjá tessa óperu utandyra, tví tótt ad undir lokin vaeri ordid dálítid kalt og hljómburdurinn vaeri ekki mjög gódur, tá var aedislegt ad hefja sýninguna í björtu og enda í myrkri og syngjandi fuglar í kapp vid söngvarana.

Tessi vettvangsferd var vel heppnud ad öllu leyti nema einu, tad vantadi meirihlutann af fólkinu. 30 manns höfdu skrád sig og borgad fyrir ferdina en vid vorum bara sjö sem maettum á tilsettum tíma. Eftir smá umraedur um tad kom í ljós ad dagskráin sem madur faer vid skráningu hafdi verid göllud í fyrstu og tar hafdi stadid -laugardagur, 16. júlí- en tegar ég skrádi mig fyrir tveimur mánudum var búid ad breyta henni og ég var líklega sú fyrsta sem fékk rétta dagskrá. En tar sem fólkid sem sér um svona ferdir fattadi vitleysuna fyrir tveimur mánudum og allir verda ad skrá netföng sín á listann, skil ég ekki af hverju ekki var sendur tölvupóstur á línuna til tess ad leidrétta tetta. Í dag verdur örugglega hópur af fólki sem bídur bálreitt eftir tví ad komast í ferd sem er tegar farinn. En afleidingin var sú ad vid vorum sjö, auk leidsögumanns og bílstjóra, í tveggja haeda rútu, vorum med 20 aukamida á sýninguna og gátum tví valid hvar vid vildum sitja.

En í gaer var líka sídasti skóladagurinn, sem gekk snurdulaust fyrir sig og nú hef ég ekkert skólalegt ad gera fyrr en eftir mánud og tá saeki ég sídustu stadfestingar á námskeidum og fer med taer í ýmis möt (get ekki gert tad fyrr, tví einn kennaranna er ad fara í frí og getur ekki látid okkur hafa tessi blöd fyrr en hann kemur til baka - en ég er búin ad athuga med skrifstofurnar og allt verdur opid tá). Furdulegt ad vera komin í sumarfrí án tess ad taka próf/skrifa ritgerdir og vera ekki í ódaönn ad leita mér ad vinnu.

Útlendingarnir eru tegar farnir ad tínast í burtu, Anja hin rússneska fór í gaer og tad tók alveg tvö kvöld ad kvedja hana. Fyrst á midvikudagskvöldinu tar sem ég kom í heimsókn til ad segja bless, en tá var svona lítid eldhúspartý tar - og fyrir utan okkur tvaer var stelpa sem bjó med henni og strákur sem hún tekkti, hann taladi mikid um ad konur aettu ad elda en karlar ekki og notadi sem rök ad konur hefdu töfra í höndunum sem karlar hefdu ekki. Vid mótmaeltum hardlega og sögdum ad hendur okkar dygdu ágaetlega til ad kaupa frosin mat í Aldi og henda í ofninn og ad karlar gaetu alveg gert tad sama.

Daginn eftir hitti ég taer stöllur á leid heim úr búd og taer budu mér ad koma og elda pítsu med teim. Tad var mikid fjör og trátt fyrir ad allt faeri úrskeidis sem gat bragdadist pítsan vel og fékk okkur til ad endurmeta kenninguna um töframátt kvenmannshanda, tar sem ad eldhúsáhöldin dugdu skammt og mest var gert med berum höndum.


Tók próf um hvada rokkstjarna ég vaeri og fékk Marilyn Manson, ég var ósammála tví svo ég tók annad próf og er miklu ánaegdari :o)

Take the quiz: "WHAT BUFFY CHARACTER ARE YOU?(girls only)"

Willow
You're loving, caring, and sweet! You're very smart, and have a lot of friends that care about you!

föstudagur, júlí 16, 2004

Verdur madur ekki ad monta sig tegar einhver sem madur tekkir er í blödunum? Opnadi mbl.is svona til ad athuga hvada vitleysur landar mínir vaeru nú ad gera. Fyrir tilviljun tá sá ég tvaer fréttir tar sem skyldmenni mín komu vid sögu og tar sem mbl skrifar ekkert um mig (skil ekki af hverju) tá ákvad ég ad bada mig bara í sól teirra og segi til hamingju ;o)


Korni var sáð í um 3.000 hektara í vor og hefur aldrei áður verið sáð jafnmiklu hér á landi. Í fyrra var sáð í um 2.600 hektara. ... Að sögn Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, er ekki vitað annað en að sáning hafi gengið vel. Hann segir þó of snemmt að segja til um uppskeru því síðari hluti sumars ráði úrslitum um vöxt og þroska kornsins. Í fyrra varð algjör metuppskera á korni, en heildaruppskera 2003 er samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins áætluð um 11 þúsund tonn. Jónatan sagði að þá hefði farið saman mjög gott sumar og aukin sáning, en hún hefði aukist um 10% að jafnaði síðustu ár.


Keppni hófst i morgun á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Portúgal, en þar keppa fimm íslenskir sundmenn. Þau kepptu öll í undanrásum í morgun og tókst tveimur þeirra að bæta sinn fyrri árangur. ... Oddur Örnólfsson, Ægi, synti 400 m fjórsund á tímanum 4.44,75 mín., átti áður 4.50,68 og þar með stórbætti hann sinn fyrri árangur. Þetta nægði Oddi til 16. sætis.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Mér daudbrá í morgun tegar ég vaknadi - tad var eitthvad ödruvísi en venjulega. Tad tók mig smástund ad átta mig á hvad hefdi breyst. Herbergid leit alveg eins út og í gaer, nema tad ad inn um gluggana skein sól. Sólin er loksins komin aftur, ég hef varla séd hana í rúman mánud og hún er komin aftur, tó svo ad skýin bídi út vid sjóndeildarhringinn og hóti rigningu seinna í dag - en den tid den sorg.


Take the quiz: "What American High-School steriotype are you ?"

Normal Person
You are normal in every single way. You don't seem to stand-out in the crowd. Your motto would be something normal like ' Have Fun'.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég er í neikvaedu skapi í augnablikinu, enda ekki audvelt ad vera mjög jákvaed med stíflad nef og hósta, en hef hinsvegar ákvedid ad skrifa um tau leidindi. Hins vegar las ég í gaer bók, eda réttara sagt hluta af henni sem mér fannst mjög furduleg.

Bókin heitir Goddess of the North og er framan og aftan á kápu skilgreind sem fraedibók um norraena godafraedi. Tad fór svolítid um mig tegar ég las tileinkunn höfundar fremst í bókinni: Til teirra triggja afla sem styrkja mig mest, mannsins míns, sonar míns og hinar eilífu gydju.

En ég ákvad ad gefa bókinni séns (tótt textinn vaeri langt frá tví ad vera hlutlaegur), alveg tangad til ad ég kom ad teim stad sem hún lýsti ákvördun sinni um ad skrifa bókina - tá sat hún nýbökud módirin med barnid sitt í fanginu og fann hvernig kraftur hinnar miklu gydju umvafdi hana.

Eftir tad ákvad ég ad fletta lauslega í gegnum bókina til ad sjá hvort ad hún skánadi ekki - sem hún gerdi ekki, sérstaklega tegar hún var ad lýsa norraenni godafraedi og vitnadi í Snorra-Eddu, tó svo ad helmingurinn af tví sem hún skrifadi standi ekki í teirri bók, heldur eru greinilega hennar hugmyndir um ad túlka texta Snorra - og búid ad baeta inn persónum sem voru ekki tar en henni finnast ad hafi átt ad vera tar.

Svo ég lagdi tessa bók frá mér og hélt áfram ad lesa Bródur minn Ljónshjarta sem ég fann á saensku á bókasafninu - miklu meira vit í henni.

mánudagur, júlí 12, 2004

Nú er ég traurig. Öllum áföngunum mínum lokid nema tveimur, ég var í dag í sídust tímum í tremur fögum og fékk teilnehmerscheine í teim öllum - hér tarf madur víst ekki ad taka próf, fatta tetta ekki alveg. Ég fékk bara einkunnir fyrir týskutímana og fékk tad haesta mögulega í skriflegri týsku og málfraedi (midad vid allar villurnar sem ég gerdi í prófunum fatta ég tad ekki) en ekki jafngott fyrir taltímana, enda kannski vid tví ad búast tegar ég opnadi munninn fyrst tegar trjár vikur voru eftir af önninni. Ég er daudfegin ad hafa ekki verid í týskum grunn- og menntaskóla tví tar eru einkunnir gefnar eftir tví hve mikid og gáfulega madur talar í tímum - ég hefdi svoleidis skítfallid. Ég held ad tad megi telja tau skipti á fingrum sér sem ég opnadi munninn ótilneydd á teim árum. En tetta skýrir hve allir eru tilbúnir ad tjá sig í tímum.

En svo ég haldi áfram med upphaflega efnid, tá barasta langar mig ekkert til ad fara heim. Audvitad hef ég smá heimtrá og mig langar ad hitta alla aftur, en sú vitneskja ad meirihlutann af tví fólki sem ég hef kynnst hérna mun ég aldrei sjá aftur og ekkert vita um hvad tad verdur. Svo var verid ad hengja upp námskeidalista naestu annar og mig langar til ad taka mörg námskeidanna, ég er ordinn gjörsmitud af frísneskunni. Hugga sjálfa mig med tví ad ég geti komid hingad aftur einhverntíma seinna og verid tá í alvöru námi, en veit innst inni ad tad er ólíklegt.

En svo ég verdi svolítid jákvaed, tá á ég rúmar fimm vikur eftir hérna og aetla ad reyna ad gera eitthvad skemmtilegt eda eitthvad gagnlegt á teim tíma. Gagnlegt = ég aetla ad byrja á MA ritgerdinni, skemmtilegt = ég aetla ad nýta hvert taekifaeri til ad svíkjast um ad gera tad gagnlega :o)

Svo kemur mamma í heimsókn og ég fer líklega til Münchenar ad leita ad Ölpunum og á föstudaginn fer ég í vettvangsferd sem endar í einhverjum gardi ad hlusta á Töfraflautuna eftir Mozart. Tegar ég skrádi mig í tá ferd fyrir tveimur mánudum, sá ég fyrir mér sól og svo hlýtt myrkur á medan flutningi óperunnar staedi. Núna aetla ég ad taka regnúlpuna med - annars er ég alveg hryllilega kvefud núna og ekkert gaman ad tví (ég er í útlöndum í júlí).

Annars tók ég tetta próf á netinu...ég eda ekki ég?

Take the quiz: "Which Student from Harry Potter are you?"

Hermione Granger
Yea! You are Hermione Granger! You are the intelligent one out of all your friend and you always strive for perfection. You prefer to think things through before acting, and you are determined to impress everyone. While you're brain power does get you out of allot of things, you should try to relax a little bit. Perfection is unattainable, you know.

föstudagur, júlí 09, 2004

Og tad tókst :o)
Búin ad halda fyrirlesturinn og ég held ad ég hafi unnid keppnina, allaveganna taladi ég jafnmikid og hinar tvaer til samans. Reyndar var allt í óreidu og rugli med dreifiblödin og vantadi sídasta fjórdunginn aftan á hvert tungumál. En ég er allaveganna búin og tókst ad tala líklega í heildina í rúmar 20 mínútur (villurnar hafa örugglega verid milljón, en tad er smávaegilegt aukaatridi)

Tannig ad núna aetla ég ad fara ad njóta tess ad tad er ekki rigning (ótrúlegt en satt), samt er ekki sól, en trúgandi hiti sem stefnir í trumuvedur í kvöld. En ég aetla ad njóta dagsins langt frá bókasafninu og á morgun aetla ég ad eiga mér eitthvert líf, svo ad ég hafi um eitthvad annad en skólann ad skrifa :o)

Sá adra stjörnuspá í dag fyrir daginn í dag, en hún er alveg jafnjákvaed og tessi á hotmail, er ad hugsa um ad fara kannski ad trúa tessari vitleysu:
MEYJA 23. ágúst - 22. september
Hinn heppni júpiter verður í merkinu þínu fram í október og því ætti flest að ganga þér í haginn á þessu tímabili. Reyndu að nýta þér forskotið sem þetta veitir þér til að koma ár þinni sem best fyrir borð.

Ef tad rignir ekki í kvöld fer ég kannski á útibíósýningu á Leitin ad Nemó - hef aldrei séd tá ágaetu mynd, en verd ad sjá hana eftir ad quizilla benti mér á ad ég er í henni (eda tví sem naest)

You are MARLIN!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Núna langar mig mest ad öskra. Ég fékk ádan póst frá stelpunni sem aetladi ad setja fyrirlestrana saman og ljósrita tá - hinum stelpunum leist ekki á tad, nádi ekki alveg ástaedunni. En tad var ekki haegt ad skrifa tölvupóst og segja mér tad, nei, núna verd ég ad redda tessu í fyrramálid og tíminn er klukkan 10:00. Tad aetti samt alveg ad sleppa, en til ad baeta gráu ofan á svart tá er ein stelpan veik, sem týdir ad vid verdum med fyrirlestur um 3/4 af hverju máli og svo aetlar hún ad halda sinn hluta naesta föstudag. Ég veit ekki hvada hluta hún er med en gaeti tetta ordid eitthvad vandraedalegra? (7, 9, 13)

Vid erum ad tala um sjö mál, hver og einn er med sínar úthendur, tannig ad í fyrsta lagi er ekkert samhengi í úthendunum, í ödru lagi vantar 1/4 af hverju máli, í tridja lagi tá hefdi tetta aldrei ordid svona slaemt ef vid hefdum skipt málunum á milli okkar eins og ég vildi, svo núna veit ég ekki hvort ég á ad öskra eda segja "hvad sagdi ég?". Af hverju turfti ég endilega ad lenda í eina hópnum sem langadi virkilega til ad klúdra öllu?

Og til ad baeta gráu ofan á svart er ég med mikinn hausverk og á engar verkjatöflur :o(
Á morgun eigum vid ad halda fyrirlestur um minnihlutamálin. Tess vegna turfti ég í dag ad skila texta fyrir dreifiblöd - taer sem eru med mér í tessu aetludu fyrst ad prenta tetta hver fyrir sig, hver med 1/4 af fyrirlestri um sjö tungumál svo tad yrdi laglegur hraerigrautur, en loksins var hlustad á mig og allt verdur sett saman í eina heild. Annars er ég handviss um ad einhver skörun er á milli efnisflokka og líka tad um hugtakanotkun. Ég kvídi svolítid fyrir tví.

Tad gekk baerilega ad semja tessa útdraetti eftir ad ég haetti vid upphaflegu adferdina: enska (heimildirnar) - íslenska - týska, og tók ad nýta mér ensk-týsku ordabókina mína af miklum mód. En vegna skorts á Word í tessum tölvum, lenti ég í tví sama og med ritgerdina um daginn ad skrifa bara á blogspot - sem er ágaetis ritvinnsluforrit svoleidis. En ef einhvern langar til ad skoda texta á týsku sem er morandi í allskonar villum tá er slódin indexia.blogspot.com (takid sérstaklega eftir fyrstu málsgreininni í Walisisch (velska) - ég er virkilega stolt af henni).

En tad sem ég laerdi annars af tessum fyrirlestri, tar sem minn hlutur var ad skoda sögu tungumálsins, bókmenntir og ordabaekur, er ad tad tarf vodalítid til tess ad tungumál deyi út. Um leid og foreldrar sjá ad teirra eigid módurmál er hálfgagnslaust tá byrja teir ad tala "betra" tungumál vid börnin sín, svo ad börnin verdi altalandi á tad mál. Núna er ég farin ad hafa verulegar áhyggjur af íslensku - hraedd um ad enskan gaeti gleypt hana líka. Annars erum vid tungumálsins vegna svo heppin ad búa á eyju langt frá öllum, tví annars vaeri íslenskan örugglega löngu dáin.

Ég kíkti á mbl.is og sá tar tvaer fréttir sem vöktu áhuga minn. Sú fyrri er um ad enginn hafi verid stunginn á hol í árlega nautahlaupinu en margir verid tradkadir nidur - mig langar ad vita hvers konar vitleysingum dettur yfirhöfud í hug ad hlaupa á undan bandbrjáludum nautum, tad er haettulegt og madur gaeti meitt sig.

Hin fréttin er um gagnvirka legsteina, nú er haegt ad hafa samband vid hinn látna í gegnum legsteininn hans - tad er teir fá ad sjá og hlusta á efni sem hinn látni hefur tekid upp syrgjendum sínum til huggunar. Veit ekki alveg um ágaeti tessarar hugmyndar en allaveganna yrdi legsteinunum fljótt stolid eda teir skemmdir - miklu snidugra ad skrifa bara bréf eda taka upp á myndband (og örugglega miklu ódýrara líka)


Take the quiz: "Which famous actress are you?"

Charlie Chaplin
Wow, I'm not a famous actress at all! I'm Charlie Chaplin! How the Hell did I get this?

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Ég rakst á alveg stórskemmtilega stjörnuspá á hotmail. Hérna kemur útdráttur úr meyjunni

Frá upphafi ársins fram í september á ég eftir ad kynnast fullt af nýju og spennandi fólki en verd ad passa mig ad eyda líka tíma í eitthvad gagnlegt. Ég á hvorki ad neita né játa nýjum taekifaerum en láta allt standa opid, tví tad gaeti gagnast mér eitthvad.
Frá midjum ágúst og fram í september er taekifaerid til ad gera eitthvad sem hefur stadid til lengi. Ad auki er sá tími upplagdur fyrir hvers kyns atvinnustarfsemi og ég haetti ad vera hraedd um ad gera hlutina ekki á fullkominn hátt og reyni tess vegna eitthvad nýtt.
Sídustu trjá mánudi ársins tá mun ég eyda meiri tíma med faerra fólki og í desember og fyrstu mánudi 2005 tá mun eitthvad gerast sem gaeti breytt lífi mínu og audveldad mér ad láta staersta draum minn raetast.

Mér líst vel á tessa stjörnuspá, bara eitthvad fallegt í henni og tar sem fyrri hluti ársins passar (tetta med allt nýja fólkid) gaeti tá seinni hlutinn ekki átt vid líka :o)

En hér er hlekkurinn ef fólk vill sjá hvad stjörnurnar segja um framtídina: http://www.msn.handbag.com/horoscopes/

Svo er nýja athugasemdakerfid ótarflega flókid vid fyrstu sýn, en tad eina sem tarf ad gera er ad:
1. smella á comments
2. post comment
3. post anonymously
4. skrifa nafnid sitt undir athugasemdina

(og sko bara hvad ég er dugleg, hvorki próf né kvart yfir rigningu í tessari faerslu)

mánudagur, júlí 05, 2004

Tar sem mér leiddist svo mikid á laugardaginn tegar ég var ad byrja á verkefninu um minnihlutamál Bretlands ákvad ég ad breyta útlitinu á bloggsídunni minni. Núna er hún ordin voda bleik og saet, en öll kommentin mín (allar athugasemdir mínar) hurfu og mér er tjád ad tau (taer) komi barasta ekkert aftur :o( Tess vegna vara ég alla vid sem aetla ad breyta sídunum sínum og vista kommentin ádur. Annars eru lesendur mér til huggunar bednir ad athuga tad ad eftir breytinguna er athugasemdatakkinn nedst í haegra horninu.

Grikkir urdu Evrópumeistarar í gaer og Tjódverjarnir fagna tví, tar sem tjálfarinn er týskur. Ekki hefdi mér dottid í hug fyrir keppnina ad Grikkir ynnu, tví teir hafa venjulega verid á getu vid Íslendinga - fleiri hafa verid svartsýnir á gengi teirra tví líkurnar í vedbönkum voru 1 á móti 80. Tannig ad hefdi ég vedjad túsundkalli á ad Grikkir ynnu, tá aetti ég núna 80.000, en tar sem ég hefdi aldrei vedjad á Grikki tá týdir ekki ad sýta tad.

Ég var í taltíma ádan og vid töludum annars vegar um Berlínarmúrinn og hins vegar um hinn hörmulega skilnad Ken og Barbie, sem voru búin ad vera saman í 43 ár ádur en hún ákvad ad naela sér í nýjan. Í tilefni af tví tá tók ég próf á Quizillu (reyndar er leitarvélin tar bilud og alltaf sömu prófin uppi) og hér eru nidurstödurnar, ef ég vaeri barbie, tá vaeri ég ekki framleidd :o)

Gangsta Bitch!
You're Gangsta Bitch Barbie. You're tough and you
like it rough, and of course you like to pop a
cap in any wiggers ass.


If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla

laugardagur, júlí 03, 2004

Gunnhildur, Lóa og Fífa komu í heimsókn í gaer, sama dag og taer hófu interrailaevintýri sitt. Taer sögdu mér ad konan sem taer keyptu midana af í Kaupmannahöfn hefdi horft á taer eins og tad vaeri eitthvad ad teim, tegar taer spurdu hvernig vaeri best ad komast til Kiel. Greinilega ekki fyrsti stadurinn sem flestir í svona ferdalögum fara til - enda ekkert hér ad sjá. En tad var virkilega gaman ad sjá taer en samt svolítid furdulegt, tví ad taer voru fyrstu kunnuglegu andlitin sem ég hef séd í mínu daglega umhverfi hérna. Ég vona ad ferdalagid teirra verdi skemmtilegt og öfunda taer í leidinni af tví ad vera trjár, ad geta sagt sídar "manstu tegar tetta gerdist". Ég get tad ekki, verd ad segja allar sögur frá upphafi.

Núna er ég ad reyna ad ná mér eftir heimtrárkastid sídan í gaer og er ad vinna ad fyrirlestri sem ég á ad halda med tremur ödrum stelpum í naestu viku. Vid eigum ad tala um minnihlutatungumál á Bretlandseyjum sem vaeri allt í lagi, fyrir utan tad ad taer vilja endilega skipta efninu tannig á milli okkar ad tad verdi sem flóknast ad leysa úr tví. Kennarinn okkar lét okkur hafa blad med 12 atridum sem eiga ad koma fram um hvert tungumál og í stad tess ad skipta med okkur tungumálum, vilja taer skipta atridunum nidur "tví tad er til mismikid efni um tungumálin og vid verdum allar ad tala í 15 mínútur". Sumsé adferdin sem allir hinir nota er ekki nógu gód fyrir okkur og í stad tess ad taka eitt eda tvö tungumál fyrir tá tarf ég núna ad skoda heimildir um sjö tungumál og tína út úr teim tad sem er nothaeft. Ég reyndi ad koma mínu sjónarmidi á framfaeri og sannfaera taer, en tad er nefnilega tad slaema vid hópvinnu, ad ef madur lendir í minnihluta verdur madur ad gera eins og hinir vilja - sama tó hinir viti ekkert í sinn haus. Og ad auki virkar ekki 15 mínútna reglan tannig ad atridin séu öll jafnstór og veigamikil, heldur lendi ég med jafnmikla eda meiri vinnu en ef ég taeki stakt tungumál fyrir miklu faerri mínútur. Barnaleg eins og ég er, var ég tad reid ad ég skrifadi út um allt á bladid mitt - heimskar stelpur, vitlausar stelpur - kosturinn vid tad ad enginn skilur tad sem ég skrifa.

Og svo til ad baeta gráu ofan á svart tá aetlar veiki kennarinn ad vera veikur út önnina, en til ad baeta fyrir tessi veikindi svo ad fólk fái námskeidid metid, aetlar hún ad kenna fullt af aukatímum sídustu tvaer vikurnar ádur en naesta önn hefst (sumsé sídustu tvaer vikurnar í september). Sem týdir ad ég fae tetta námskeid örugglega ekki metid og tar med snarfaekkar einingunum sem ég kem med heim. Ég aetla ad tala vid Erasmusfulltrúann hérna eftir helgi og fá ad vita hvad ég á ad gera.

Enn og aftur gerist tad sama, ég geri ekkert hérna nema ad kvarta og kveina - en til ad baeta úr tví aetla ég ekkert ad minnast á tá miklu rigningu sem var hér í dag og gaer og taka bara eitthvad skemmtilegt próf í stadinn.

Take the quiz: "Which 'Queer Eye' Guy Are You?"

Kyan
You are Kyan! Always conscious of how you look, you don't consider your face ready for the day without moisturizing. Your bathroom is probably spotless. You could navigate a hair salon blindfolded. Keep stylin' away, and don't forget, cleanse, then moisturize!

Jahá er ekki sammála tessu (vildi fá Thom), en naesta próf minnir mig á ad Tjódverjum finnst tad furdulegt ad Rammstein skuli vera fraegir á Íslandi, mér finnst tad hins vegar furdulegt med Tjódverja ad ég hef engan hitt sem hefur horft á Derrick.

Take the quiz: "Which Rammstein song are you?"

Eifersucht
You are most like "Eifersucht" (Jelousy)

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ég er haett, ég er farin, ég vil ekki vera med í svona asnalegu leikriti. Tad er sumar og ég er í útlöndum en trátt fyrir tad er vedrid ekki gott. Úti eru núna trumur og eldingar og grenjandi rigning - rétt svo haegt ad skjótast á milli húsa án tess ad drukkna í pollum. Alveg greinilegt ad vedrid er sammála tví ad júlí eigi ad vera adalrigningamánudurinn - rétt stytt upp eftir Kílarvikuna og tá kemur fyrsti júlí og ekki ad sökum ad spyrja tad rignir og rignir og rignir. Allir hérna virdast gera rád fyrir ad vedrid sé alltaf svona á Íslandi og öllum finnst voda snidugt ad benda mér á ad mér hljóti ad lída eins og ég sé heima hjá mér - en hérna rignir helmingi meira en heima.

Ég held ad tessi stöduga rigning sé farin ad hafa slaem áhrif á sálartetrid mitt. Ég fór í svona baejarrölt í gaer og í teim búdum sá ég bara litríku fötin, tegar ég var í alvöru farin ad velta fyrir mér ad kaupa skaerbleikar buxur tá fannst mér nóg komid og fordadi mér inn í naestu búd sem reyndist vera skóbúd. Önnur hver búd hérna er skóbúd en samt hef ég aldrei séd skó tar sem mér líkar, tar til í gaer, tá sá ég tessa líka flottu strigaskó sem passa held ég vid öll föt sem ég á - tad er teir eru í öllum regnbogans litum og til ad kóróna allt saman tá er endurskinsmerki á tánum. Ég ákvad ad geyma adeins ad kaupa tá tar til vedrid er ordid gott aftur og ég get aftur metid hluti raunsaett.

Annars er ég farin ad tora ad fara í bíó og ég skil meira ad segja nánast allt sem fer fram, trátt fyrir allt týskt tal og ótrúlegt en satt tá pirrar talsetningin mig ekkert. En hér eru sýndar myndir frá öllum heimshornum, ekki bara tessi daemigerda hollívúddvitleysa - og mér finnst ad íslensk bíó aettu ad taka tad upp.

En afmaeliskvedjur dagsins í dag fara til hjónakornanna Erlu og Tryggva, Erla átti afmaeli í gaer og vard 31 árs og Tryggvi á afmaeli eftir nokkra daga og verdur tá fertugur. Til hamingju :-)

Og svo ad lokum prófsnidurstödur sem ég er stolt af, sérstaklega tar sem ordafordi minn í frönsku midast vid setningarnar trjár sem Hekla kenndi mér fyrir nokkrum árum og sagdi mér ad vaeru tad eina sem madur tyrfti ad kunna í frönsku til ad bjarga sér - hún virdist hafa haft rétt fyrir sér.
Take the quiz: "French Quiz"

Vous etes hyper-chouettes.
Wow you know your French! Or maybe you were cheating. Ca m'est egal! You are an awesome French speaker! Let's go to France together OK? Ok I'll see you there.

mánudagur, júní 28, 2004

Tá er níu daga Kílarvikan á enda og eins og ég hafdi ádur heyrt tá rigndi allan tímann og rignir enn. Ég var farin ad hlakka til ad fá ad sjá sólina í júlí tar til Linda sagdi mér ad júlí vaeri adalrigningamánudurinn hérna og ég sem var hraedd um ad tad yrdi of heitt fyrir mig hérna.

Tad er reyndar ekkert mikid ad frétta, ég fór á naestum alla daga Kílarvikunnar, svona til ad upplifa stemmninguna - sem var oftast gód - en mikid verdur tómlegt ad sjá baeinn audan núna eftir helgina. Tad var oftast gaman og ég med skemmtilegu fólki - gaerdagurinn og kvöldid var virkilega skemmtilegt og tá var ég med Catharinu, Sigrúnu og Jürgen. Vid ráfudum um allan baeinn tví tetta var nú sídasti dagurinn - gerdum bragdprufur á Carlsberg og týskum bjórum - tar sem danski bjórinn vann, miklu betri en tetta týska sull ;-) Sídan horfdum vid á flugeldasýninguna klukkan ellefu sem var risastór og vid sáum fullt (meira ad segja broskallaflugelda) tótt vid vaerum illa stadsett - tad var nefnilega risastórt tré ad tvaelast í sjónlínunni.

Á laugardaginn fór ég med Catharinu ad Schilksee ad horfa á skrúdgöngu stóru skútnanna (Windjammerparade) og tad var mikilfenglegt ad sjá öll tessi risastóru og mörg hver eldgömlu seglskip sigla töndum seglum. Reyndar vard tad leidigjarnt til lengdar enda 115 skútur í skrúdgöngunni. Og á tessum degi sást til sólar í fyrsta sinn í taepa viku. Annars var alltaf nóg ad gera og sjá, tó ekki vaeri nema mannlífid og láta berast med straumnum.

Á skemmtilegheitunum var tó ein undantekning - og vegna rigningarinnar er ég emma öfugsnúna í dag og skrifa bara um tad leidinlega. En svo bar til ad ég hitti stelpu á fimmtudaginn sem ég kannast ágaetlega vid og hún var ad tala um ad hún faeri á alla vidburdina med félögum sínum og ad tau nenntu aldrei ad gera neitt sem hún vildi og spurdi hvort ég vaeri til í ad koma med sér daginn eftir ad skoda tad sem um vaeri ad vera. Ég baud henni ad koma med mér og Catharinu naesta kvöld ad flaekjast, en tad tótti henni of seint, tví tá yrdi hún örugglega of treytt, tannig ad vid sammaeltumst um ad hittast klukkan hálftvö um daginn. Ekki vorum vid fyrr komnar í baeinn en hun tilkynnti mér ad hana vantadi buxur og tyrfti ad leita sér ad buxum - ég hugsadi sem svo ad tad vaeri alveg haegt ad gera svona inn á milli og samtykkti tad. Tad endadi med einum og hálfum tíma í rápi um búdir tar sem allt var annadhvort of dýrt eda of litríkt (hana vantadi óvenjulegar buxur sem áttu ad vera brúnar eda gráar og án alls óvenjulegs).

Tá turfti hún ad fara ad kvedja vinkonu sína á járnbrautarstödinni - sem var allt í lagi, en ad tví loknu sagdist hún vera svo treytt ad hún vaeri ad hugsa um ad fara heim. Ég vard daudfeginn tví vid vorum ekki ad gera neitt skemmtilegt og samtykkti tví ad koma med henni í matvörubúd, tví hún var svöng og átti ekkert heima hjá sér til ad borda. Stoppid í matvörubúdinni var klukkutími og ég held ad hún hafi handleikid hverja vöru í búdinni til ad reyna ad ákveda hvad hún aetladi ad kaupa. Eftir klukkutíma gafst ég upp og fór ad kassanum og borgadi tad sem ég aetladi ad fá - hún elti ófús tví tá átti hún nefnilega eftir ad velja sér nammi.

Út komumst vid og ég var alveg uppgefin og sagdist vilja fara heim, en tá var hún ordin hin hressasta og langadi til ad skoda altjódlega markadinn og tar sem ég hafdi bara séd hann í mannmergd féllst ég á ad koma med. En fyrst turfti hún ad kaupa sér eitthvad ad borda, tví hún hafdi víst bara keypt hráefni í kökubakstur í búdinni, svo vid keyptum okkur pizzusneidar og bordudum. Og loks komumst vid á markadinn, en hún hafdi engan áhuga á básunum med fallegu hlutunum frá öllum löndunum - bara matnum og ég fékk ekki ad skoda neitt í fridi fyrir spurningum um hvernig tetta og hitt skyldi nú bragdast. Hún fékk sér trisvar í vidbót ad borda og endadi svo med tegar ég sagdi ad nú faerum vid heim, med tví ad vinda sér inn á kaffihús tví hana vantadi eitthvad saett og tar hesthúsadi hún tveimur kökum. Tannig ad tó ég hafi ekki nád ad skoda allt fallega handverkid á markadnum veit ég hvad var í bodi í öllum matartjöldunum. Tetta var virkileg martröd og ég skil ekki af hverju ég fór bara ekki heim, en ég reyndi ad tala vid hana og hún var alltaf ´ó fyrirgefdu´ og tar sem ég átti erfitt med ad labba bara í burtu og skilja hana eftir dróst ég alltaf med - ég held ég turfi á námskeidi ad halda í tví ad laera ad segja nei og haetta ad láta vada svona yfir mig.

En núna er ég búin ad röfla nóg í bili og aetla ad koma mér í tíma - trátt fyrir allt nöldrid tá lídur mér býsna vel hérna og hef tad gott - tarf bara ad laera ad fordast sumt fólk :-)

fimmtudagur, júní 24, 2004

Nú veit ég barasta ekki hvad ég á ad gera. Ég maetti í tíma ádan hjá kennaranum sem var veik í sex vikur bara til ad finna út ad nú er hún komin á sjúkrahús og verdur tar naestu tvaer vikurnar. Eftir tann tíma eru svo bara tvaer vikur eftir af önninni tannig ad ég sé ekki ad tetta námskeid verdi tekid gilt, tad bara getur ekki verid. Ég vorkenni henni virkilega, tad er ekkert gaman ad vera veik og turfa á sjúkrahús (og ef sagan um hundsbitid er sönn, tá faer hún enn meiri samúd frá mér), en tetta var bara tad námskeid sem hafdi mest einingavaegi og tar sem einingarnar mínar voru bara 10 (á íslenskan maelikvarda - fyrir utan týskukúrsa sem telja ekki neitt) í upphafi tá er tetta ekki alveg tad sem ég turfti. En tad verdur tá bara ad hafa tad.

Svo er ég í fýlu út í tölvurnar hérna, fyrst tarf ég alltaf ad slá lykilordid inn minnst fjórum sinnum ádur en ég kemst á netid og svo slökkva taer alltaf á tengingunni alveg óforvarindis tegar ég er í midri setningu og verd ad hefja allt ferlid upp á nýtt.

Annars svona í gledilegri fréttum, mitt í allri rigningu, tölvuvandraedum og veikindum, tá er einhver strákur búinn ad hengja upp auglýsingar í öllum straetóskýlum í nágrenninu ad lýsa eftir stelpu sem hann hitti á laugardaginn og vill hitta aftur. Ekki nóg med ad hann sé med útlitslýsingu á henni, heldur hefur hann skrifad upp samtal teirra tetta kvöld (sem var reyndar frekar stutt). Mér finnst tetta virkilega saett, en veit ad ef ég vaeri tessi stelpa myndi ég örugglega ekki svara til baka.

Og meira af fótbolta, tá horfdi ég á Tjódverja tapa fyrir Tékkum á stóru tjaldi í baenum. Teir voru miklu betri meiri hlutann af leiknum og sídari hálfleik finnst mér ad teir hefdu átt ad fá verdlaun fyrir ad skora ekki - midad vid faerin var tad erfidara en ad skora. Og Sonja, velkomin heim og fótbolti er víst skemmtilegur (tó ad sýningin í lokin sé oft gód líka) :-) Ég spillti til daemis Catharinu, hún var med mér í baenum og hafdi engan áhuga á fótbolta en fannst tilhlýdlegt ad horfa á Tjódverja spila fyrst hun vaeri skiptinemi hérna. Eftir ad leikurinn var búinn lýsti hún tví yfir ad hana hefdi aldrei grunad ad tad vaeri svona gaman ad horfa á fótbolta og tad sé eitthvad sem hún turfi ad fara ad gera af alvöru.

Svo fá pabbi og mamma audvitad hamingjuóskir med tad ad í dag eru komin 27 ár sídan tau giftu sig (hugsa sér hvad tíminn lídur hratt).

Og ég lofa tví ad ég haetti brádum ad taka svona próf ...
apathy
Apathy, well I can say your lucky, in some ways.
You see Apathy is no emotion, basically you
don't care. But that does not make you a bad
person. Some of my friends are apathetic and I
love them, but it wouldn't hurt to care a
little more. Trust me life hurts, most people
who are apathetic do it cause they were hurt.
But don't worry, life is pain, its also
pleasure. Good luck. (please vote)


What Emotion Dominates you?
brought to you by Quizilla

... eda ekki, verd reyndar ad vidurkenna ad ég tók tetta tvísvar eftir ad hafa séd ad tetta var eina saedkikkid (mig vantar íslenskt ord yfir tetta - hlidarsparkid?) sem ég kannadist vid.

Who's Your Movie Sidekick? Find out @ She's Crafty

miðvikudagur, júní 23, 2004

Og tad rignir og tad rignir og tad rignir. Reyndar kemur stundum sól á milli, adallega tegar ég er ad gá til vedurs, bara til ad plata mig til ad skilja regnúlpuna eftir heima og verda svo holdvot í baenum. Núna er hér svonefnd Kielarvika (svona 17. júní hátídahöld í eina viku), sem er víst siglingarhátíd en tad er alveg haegt ad komast hjá tví ad taka eftir siglingunum tví taer fara fram í töluverdri fjarlaegd frá midbaenum. En baerinn hefur alveg breytt um svip, er ekki lengur pínkulítil borgarómynd heldur lítur út eins og skemmtanasjúk stórborg - enda koma trjár milljónir túrista hingad í tessari viku. Ég er búin ad vera vodadugleg ad leita ad tessum tremur milljónum en tar sem trodningurinn er mun minni en á 17. júní heima tá er ég ekki alveg viss um tessa tölfraedi.

En í tilefni siglingarhátídarinnar (og tess ad ég er í adalsiglingabae Týskalands) tá fór ég í sex klukkustunda siglingu á sunnudaginn á pínkulítilli seglskútu - vid vorum sjö um bord. Skólinn á trjár seglskútur og útlendingamidstödin býdur upp á siglingar. Vid vorum bara rétt komin út úr höfninni tegar ég var viss um ad vid vaerum ad fara ad sökkva, enda lá báturinn á hlidinni, en tá hrópadi einhver ´venda´ og allt í einu vorum vid komin á hina hlidina. Ég hélt mér daudahaldi, skíthraedd um ad detta útbyrdis. Eftir tvo tíma var ég búin ad fatta og venjast tví ad skipid var alltaf á annarri hvorri hlidinni og tá fór virkilega ad verda gaman, ekki síst tegar byrjadi ad hellirigna og öldurnar urdu stórar - tad fannst mér gaman (öfugt vid hina)

En vid sigldum svo út úr óvedrinu og sólin tók ad skína og turrka okkur og skyndilega var bara allur vindurinn farinn - svo vid dóludum í smátíma og drukkum kaffi. Vegna Kílarvikunnar var mikid um önnur seglskip út um allt og var einkarflott ad sjá eldgamlar stórar skútur med töndum seglum, sem litu út fyrir ad vera klipptar beint út úr bíómynd. En vid endudum med ad sigla ad mörkum Schilksee og Ostsee og svo til baka ad höfninni, en allt í einu vorum vid í midri siglingakeppni á tveggja manna skútum, föttudum tad tegar allt tetta fólk fór ad öskra á okkur ad vid vaerum fyrir. Tannig ad vid beygdum frá og horfdum á keppnina - tetta fólk hangir lárétt út frá skútunum til ad nota tyngdaraflid gegn vindinum.
Mér til mikillar furdu vard ég ekkert sjóveik, einu eftirköstin voru hardsperrur og um kvöldid tegar ég var ad sofna vaggadi rúmid og ég fattadi afhverju krakkar sofa í vöggum - ótrúlega taegilegt ad sofna tannig.

En hátídahöldin hérna eru ótrúleg, alls stadar eru svid og eitthvad ad gerast á teim - út um allt eru básar sem selja mat og minjagripi frá öllum mögulegum og ómögulegum löndum og alls stadar er fólk. Hérna er líka mikid um eftirhermuhljómsveitir, ég er búin ad sjá Bon Jovi, Queen, U2, Rolling Stones, Abba og svo er Elvis alveg sprelllifandi. Tessar hljómsveitir leggja mismikla vinnu í útlitid, en Queenbandid leit alveg eins út og fyrirmyndin. Tad sem ergir mig samt er ad allir tala týsku á milli laganna og tar med eydileggst blekkingin - ég veit ad tid erud plat en ég aetla ad tykjast - tví hver vill heyra Elvis tala týsku?

Ég hef alltaf félagsskap í tessu skodi og hlusti, laugardag og mánudag med Cristinu, sem kemur frá Chile og er sessunautur minn í týskutímunum. Sunnudag med Sigrúnu (og vid sáum nordurtýska ekta hljómsveit sem var helvíti skemmtileg) og í gaer var ég med Catharinu frá Finnlandi (hittumst á tangókvöldinu, Finnland og Argentína maetast). Og í kvöld aetla ég ad byrja á tví ad hitta Finnana og hlusta á einhverja finnska hljómsveit, svo aetla ég ad horfa á leikinn Týskaland - Tékkland og svo aetla ég ad hlusta á einhverja fraegustu popphljómsveit Tjódverja, die Prinzen, spila med sinfóníuhljómsveit Kielar. Og ég aetla bara rétt ad vona ad tad fari ad stytta upp.

Vona ad tetta skeljadót virki í kvöld...
Xuan Wu ~ Turtle
You are Xuan Wu!

Mythological background: Because the turtle has a
thick, solid shell that serves as protection -
this animal is associated with stability. You
enjoy intellectual pursuits.
Also, in Feng Shui (the Chinese myths behind
choosing a house), the black turtle's solidity
is used to protect from cold northern winds.


Which Chinese Mythological Being Are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, júní 21, 2004

17. júní hátídahöldin fóru vel fram midad vid adstaedur og adstaedurnar voru taer ad vid hittumst fjögur (viss um ad fleirum var bodid og myndi álíta tad módgun vid lýdveldid ad taer manneskjur maettu ekki, ef ég myndi bara hverjum vid budum) tveir Íslendingar, einn Tjódverji og einn Kani (sem baedi eru ad laera íslensku) klukkan níu ad kvöldi. Drykkjarföng voru brennivín, raudvín og bjór og hátídarkvöldverdur snittubraud og ferskjuhlaup. Hátídahöldin hófust án raeduhalda en vidstaddir voru teim mun raednari og ekki leid á löngu tar til ad sagt var skilid vid talmálid og söngur upphófst med teim lögum sem rás 2 tóknadist ad spila - alveg tangad til ad takid tauk nánast af húsinu tegar 17. júnílagid var spilad. Sídan upphófust leiktaettir upp úr Med allt á hreinu (sem er sýnt í íslenskutímum hér og nemendur elska og eiga allir diskinn med tónlistinni) og lög úr myndinni sungin. Svo eftir meira spjall hófst landakeppni í pakki, tar sem Ísland vann glaestan sigur á sameinudu lidi Tjódverja og Bandaríkjamanna (en leikmenn sídarnefnda lidsins reyndu meira en gódu hófi gegnir hvor vid annan og vildu örugglega miklu frekar vera í fatapóker en pakki). Eftir meira spjall og íhuganir um allt mögulegt fóru gestir heim nokkru fyrir dagmál og var fagnad med fuglasöng og sól.

18. júní hátídahöldin hófust med feiknarokktónleikum í bakgardinum klukkan trjú um dag og stód sá hluti hátídahaldanna til klukkan 10 um kvöldid - reyndar held ég ad meira hafi verid um hljódprufur en alvöru tónlist - en sídustu tveir tímarnir voru tess virdi ad koma sér út í gard í stad tess ad hlusta á herlegheitin ad innan. Ad tónleiknunum loknum var svo haldid í Sportler Paady (Tjódverjar eru ekkert svaka gódir í enskri stafsetningunni), en tannig partý eru staerstu skemmtanir skólaársins og haldin trisvar á ári. Í tetta sinn var tad úti og allt hófst vel, flugeldasýning og skemmtileg tónlist - á midnaetti rann hins vegar upp fyrsti dagur Kielarvikunnar en tar sem sú vika er tekkt fyrir mikla rigningu tá leid ekki á löngu tar til fór ad hellirigna. Eftir tvo tíma af ofankomu og regnvotum bjór tá nennti ég tessu ekki lengur og fór heim (alla tessa 100 metra).

En tar sem ég verd ad maeta í tíma verda aevintýri helgarinnar ad bída betri tíma.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Hae hó jibbý jei og jibbýi jei, tad er kominn sautjándi júní.

Furdulegt ad turfa ad maeta í skólann á 17. júní, finnst ad ég aetti ad fá undantágu ;-)
En ég verd nú ad maeta tar sem kennarinn aetlar loksins ad haetta ad vera veik í dag - sídasti tíminn í tessu fagi var í lok apríl og ég frétti í gaer ad ástaeda veikindanna vaeri sú ad hundur hefdi bitid hana. Ég vissi ad tessar skepnur vaeru stórhaettulegar.

Annars nádi ég ad horfa á Týskaland - Holland á tridjudaginn, haetti ad reyna ad gefa sambýlingum mínum í skyn ad ég hefdi mikinn áhuga á fótbolta og hefdi ekkert sjónvarp og spurdi strákinn sem býr vid hlidina á mér hvort hann tyrfti ekki hjálp vid ad horfa og hann tordi ekki ad segja nei. Tetta reyndist vera hin besta skemmtun, leikurinn var brádskemmtilegur tó ad 81. mínútan hafi verid svolítid sorgleg. En í hálfleik skemmtum vid okkur vid ad telja upp heimsmeistarlid Tjódverja frá 1990 og vid gátum talid upp 11. En tad var mjög gaman hvad Stuttgartguttarnir stódu sig vel og augljóst ad madur graedir heilmikid á tví ad horfa á týska boltann á ríkinu.

Eftir leikinn var u.t.b. klukkutíma langar vidraedur og vidtöl um leikinn. Allir sammála ad Tjódverjar hefdu verid betri og langt vaeri sídan teir hefdu spilad svona vel. Hins vegar var farid vel yfir öll vafaatridi leiksins og skv. reglugerdinni hefdi átt ad daema víti fyrir haettuspil tegar Jap Stam sparkadi í hausinn á Kevin Kuranyi inn í vítateig. En flestir eru bara býsna ánaegdir med úrslitin.

Um helgina hefst hin vídfraega Kílarvika og tá verdur öll borgin undirlögd, nú tegar hafa sprottid upp óteljandi sölubásar um allan bae sem eiga ad selja teim tremur milljónum gesta sem maeta eitthvad ad éta. En út af teirri viku, hélt norraenudeildin upp á Jónsmessu í gaer. Tad var vodafjör fullt af fólki milli hálfátta og trjú. Tad var dansad í kringum skreyttan kross og kveiktur vardeldur. Ég fór med Catharinu og Önnu og tad var sérstaklega gaman ad fylgjast med teirri sídarnefndu, hún skildi ekki ord, en lifdi sig svo inn í allt saman og heimtadi týdingu á öllum söngvum. En tarna hitti ég svo Íslendinga, lektorinn og stelpuna sem býr naestum vid hlidina á mér, og bara til ad sýna hvad heimurinn er lítill tá vann hún lengi í Hagkaup á Eidistorgi - vid eyddum svo kvöldinu í ad tala íslensku og tad var furdulegt ad fá ad tjá sig á málinu sem ég hugsa á.

Í kvöld aetlum vid svo ad halda upp á 17. júní, teas vid tvaer, bandarískur strákur sem er ad laera íslensku og vonandi eitthvad af tví fólki sem vid budum í veisluna í gaer (sem ég held ad hafi verid nánast allir sem vid könnudumst vid á svaedinu).

En hvad um tad, gledilegan 17. júní og tar sem hér er sól býst ég vid ad tad rigni heima en tad tilheyrir víst.

laugardagur, júní 12, 2004

Samkvaemt tessu tá hafdi afgreidslumadurinn á McDonalds rétt fyrir sér :-p

My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

föstudagur, júní 11, 2004

Midvikudagurinn hófst med trumum og eldingum og tess vegna vaknadi ég tveimur tímum fyrr en ég aetladi. Úti var hellirigning og leit út fyrir ad geta verid tannig allan daginn. En ég setti upp bjartsýnissvipinn minn og fór ekki í regnúlpunni minni á brautarstödina. Lestarferdin tók bara 4 tíma og á leidinni sá ég nokkur tré sem eldingum hafdi lostid nidur í og frétti um hús í Hamborg sem brann. Ég var svo komin til Horsens um hálftvö og rölti um baeinn, fann fyrir allri stemmningunni sem lá í loftinu og gladdist vid ad hlusta á dönskuna, sem mér tykir ólíkt fallegra mál en týskan.

Hlidin áttu ad opna klukkan 18, svo rúmlega fjögur ákvad ég ad tími vaeri kominn til ad leita ad rétta stadnum. Ég spurdi afgreidslukonu í búd til vegar og hún sagdi ad ég tyrfti einfaldlega ad ganga upp naestu götu ad verslunarskólanum og beygja tar til vinstri og tá gaeti ég ekki misst af svaedinu. Ég gekk tá götu en fann engan verslunarskóla heldur fullt af skiltum med pílum sem bentu á bílastaedi fyrir tónleikana en taer pílur lágu allar til haegri. Ég ákvad nú samt ad treysta teim frekar en búdarkonunni og rambadi á rétta stadinn. Fullt af fólki var maett og stód í rödum vid hlidin, ég var í midri röd vid hlid númer trjú. Inni á leikvanginum voru hljódprufur í gangi og alveg til sex, eftirvaentingin jókst med hverju lagi (flest gömul rokklög) sem barst yfir girdinguna og tegar lagid Lady Madonna var spilad voru flestir í rödinni farnir ad dansa.

Ég var ekki bjartsýn med ad lenda á gódum stad, tví tarna voru 20.000 manns og ég hélt ad búid vaeri ad afmarka svaedid tannig ad hlid númer eitt fengi besta svaedid og svo framvegis. Mér til mikillar furdu gat ég gengid beint ad svidinu og var fyrir midju fjóra metra frá fremstu rödinni, u.t.b. 10-15 metra frá hljómsveitinni. Tessum stad hélt ég svo til loka tónleikanna. Fyrst skildi ég ekkert í tví hvar allt fólkid sem var á undan mér í rödinni og í hinum rödunum var, en svo sá ég ad flestir höfdu farid beint ad matsölubásunum og keypt sér eitthvad ad borda og bjór ad drekka. Furdulegt hversu mikid Danir eru fyrir ad borda, fólkid á undan mér í rödinni var étandi nesti allan tíma og inni á leikvanginum voru allir étandi og mamman í fjölskyldu sem var í nágrenni vid mig, var alltaf ad draga eitthvad nýtt upp úr töskunni sinni og passa ad allir bordudu.

Ég hafdi nógan tíma til ad virda allt hitt fólkid fyrir mér og tad var á öllum aldri, mátti meira ad segja sjá trjár kynslódir sömu fjölskyldunnar og mátti ekki á milli sjá hver teirra var spenntust. Vid hlidina á mér stódu fedgar sem settust á malbikid í mestu makindum og skiptu med sér appelsínu án tess ad skeyta nokkud um trodninginn í kring. Pabbinn stód samt fljótlega upp en sonurinn, u.t.b. 15 ára sat grafkyrr og hóf jógaaefingar en vard sífellt fyrir truflunum af umgangi annarra og dró tá upp úr taupoka Hinn guddómlega gledileik Dantes. Ekki fallega og netta kiljuútgáfu, heldur einhverja vidamikla útgáfu í hördu bandi, sem var u.t.b. 10 sentímetrar á tykkt, sem reyndist gagnlegt tegar tónleikarnir hófust, tví tá pakkadi hann bókinni inn í pokann og stód á henni til ad baeta útsýnid. Brádsnidugt. Einnig var tarna fullt af Íslendingum, ég heyrdi í teim í rödinni og sá íslenska fánanum bregda fyrir tegar ég leit aftur fyrir mig.

Hálfátta byrjadi svo allt í einu ad rigna og tad ekkert smá, en vedurgudirnir höfdu tó vit á ad láta stytta upp fimm mínútum fyrir tónleikabyrjun. En taeknimennirnir reyndust ekki hafa nándar tví naerri eins mikid vit, tví í ljós kom ad takdúkurinn lak og til einskis ad hamast vid ad turrka upp og skúra gólfid, tví trátt fyrir ad stytt vaeri upp lak alltaf úr takinu. Á endanum var madur látinn klifra upp í rjáfur og líma fyrir verstu stadina med límbandi, tegar tví var lokid og hann kominn heilu og höldnu nidur tá gátu taeknimennirnir skúrad almennilega og gert allt fínt (mér fannst hins vegar brádsnidugt ad einn teirra var í Rolling Stones jakka).

Tá eftir hálftíma seinkun gátu tónleikarnir loks hafist. Reyndar hófust tónleikarnir ekki, heldur var nokkurs konar sirkussýning fyrst - menn á stultum og loftfimleikakonur, voda flott og litríkt en ekki ástaedan fyrir veru minni tarna svo ég var fegin ad tad tók bara korter og tá gátu tónleikarnir sjálfir hafist. Litríkt tjald var dregid frá og tá stód hljómsveitin á svidinu og hóf ad spila, allir svartklaeddir, nema Paul sem var í raudri og hvítri peysu. Ekki nóg med ad hann vaeri í dönsku fánalitunum heldur reyndi hann í sífellu ad tala dönsku vid mikinn fögnud áhorfenda. Hann var med fjöldamargar setningar skrifadar og las taer upp, kalladi hljómsveitamedlimina medal annars seje drenge og áhorfendur dejligt publikum og sagdi óteljandi sinnum tak, tak, mange tak. Hljómsveitarmedlimirnir fjórir voru svo kynntir einn og einn í einu og fékk hver ad segja nokkrar setningar og allir reyndu teir ad tala dönsku (einn teirra sagdist tví midur ekki kunna dönsku, en hann var med segulband og spiladi upptöku af danskri konu sem sagdi: Verid velkomin á tónleikana og skemmtid ykkur vel í kvöld og munid ad tad er bannad ad klína tyggjói undir saetin). Samsetningin er reyndar soldid skondin, hljómbordsleikarinn minnir á Ted (úr Queer Eye), trommuleikarinn er stór og mikill med ofbodslega flotta rödd (og átti fullt af addáendum í tvögunni) og gítarleikararnir tveir voru flottir ungir strákar.

Lagavalid var mér í hag, tad er ad segja litid um Wings lög, en teim mun meira um bítlalög og mörg hver lög sem hann er ad spila í fyrsta sinn á tónleikum í sumar (flest af Revolver, Rubber Soul og Hvíta albúminu - ég gafst upp á ad telja hversu mörg lögin voru en las tad ad tau hefdu verid meira en 30 í allt). Vid hvert lag voru svo myndskreytingar á skjáum bak vid hljómsveitina - oft mjög flott, eins og í lögunum Back in the USSR og I saw her standing there, í raun og veru vid öll lögin, og í Live and Let Die (James Bond laginu) tá gaus upp eldur baedi fremst og aftast á svidinu og smáflugeldar til hlidar.

Tónleikarnir sjálfir voru tveir og hálfur tími og var Paul á fullu allan tímann (mig langar til ad hafa svona mikla orku tegar ég verd 62) tó ad hljómsveitin fengi smá hvíld um midbikid, en tá stód hann einn med kassagítar og spiladi nokkur lög, tar á medal In Spite of All the Danger (sem fyrir forvitna er fyrsta lagid sem Bítlarnir hljódritudu - 1957/8, tegar teir voru bara strákar og er eina vardveitta lagid sem er eftir Harrison/McCartney). Tessa sólósyrpu endadi hann med ad spila lag sem hann samdi um John eftir ad hann dó og eftir ad hljómsveitin kom inn spiludu teir All Things Must Pass fyrir George (eina ekki frumsamda lagid á tónleikunum) og tar sem allir voru komnir med tárin í augun var létt á andrúmsloftinu med tví ad minnast á ad ekki maetti gleyma Ringo og Yellow Submarine spilad honum til heidurs. (Madurinn er skemmtikraftur fram i fingurgóma, aetti audvitad ad hafa aefinguna, tví hann hefur komid reglulega fram í rúm 45 ár)

Sídan voru náttúrulega klassísku lögin, eins og Long and Winding Road, Yesterday og Hey Jude, tar sem allir sungu nanana kaflann med (líka med kun kvinder og kun maender). Vid sídasta uppklapp kom svo Helter Skelter og svo Sgt. Peppers/The End. Ég leit stundum í kringum mig og tad ad sjá fólk á öllum aldri, af fjöldamörgum tjódernum standa saman í hóp, dáleitt af tónlistinni og syngjandi med - er alveg ótrúleg sjón og yljar ad inn ad hjartarótum. Tad ad fara á tessa tónleika var fullkomlega tess virdi tví ég á aldrei eftir ad gleyma tessari upplifun og ekki skemmdi fyrir ad ég var á mjög gódum stad, tetta er eitthvad sem ég maeli med ad allir geri.

Sídan ad tónleikunum loknum tá villtist ég smá í Horsens ádur en ég fann brautarstödina og hitti Hanne tar. Hún var svo almennileg ad leyfa mér ad gista og kom tví svo fyrir ad morguninn eftir fór ég med vinkonu hennar sem var á leid til Flensborgar og sparadi mér tar med heilmikinn tíma. Sídan kom ég til Kielar um hádegisbil og var ekki alveg viss um hvort ad tetta ferdalag mitt hefdi verid gódur draumur eda blákaldur veruleiki en hallast ad tví ad tad hafi verid eitthvad tar á milli.