mánudagur, júlí 31, 2006

laugardagur, júlí 22, 2006

pæling

Eitt sem ég hef verið að pæla í. Ef að ekki ætti að sökkva Kárahnjúkasvæðinu, hefði eitthvað af þessu vina Íslands fólki nokkurn tíma farið þangað? Eða allir hinir sem fara nú í gönguferðir þar og dásama fegurðina - er þetta ekki fegurð sem 90% þeirra hefðu að öðrum kosti aldrei séð? Ef maður hugsar þetta þannig má ímynda sér að þessar virkjunarframkvæmdir hafi orðið til þess að fleiri hafa notið fegurðarinnar þar en ella. Ég hafði til dæmis aldrei heyrt um að til væri staður sem héti Kárahnjúkar áður en ákveðið var að virkja þar.

mánudagur, júlí 10, 2006

heykall



Ég tók þessa mynd um daginn þegar ég fór með mömmu til Ísafjarðar. Þessi myndarlegi maður býr nálægt Bolungarvík og ef þið rýnið vandlega í myndina þá getið þið séð blómin sem hann er búinn að tína og setja í mjólkurbrúsa.

Annars fór ég á ættarmót núna um helgina til Hóla, mjög fallegur staður og mín fyrsta reynsla af Norðurlandi, reyndar sá ég ekki mikið þar sem að það var þoka og rigning mest allan tíma. Þessi ætt er reyndar ekki mjög veðursæl, fyrir 16 árum var ættarmót á Eiðum og þá snjóaði og varð ófært á Norðurlandi um Jónsmessu.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Illkvittni

Í vinnunni ríkir illkvittin gleði yfir því að það eru þrjár stafsetningarvillur á forsíðu Séðs og heyrðs. Stundum þarf ekki mikið til að lífga upp á andrúmsloftið.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

:o(

Er ekkert súperglöð. Þjóðverjar duttu úr keppni og flestir sem ég þekki héldu með Ítalíu eða á móti Þýskalandi og eru búnir að segja mér hvað þeim þyki það nú æðislegt að þeir séu dottnir úr keppni :o(