miðvikudagur, júlí 28, 2004

Tá er ég komin aftur úr einu fyndnasta ferdalagi sem ég hef farid í, vid Catarina vissum stundum ekki hvort vid aettum ad hlaeja eda gráta yfir skipulagi ferdaskrifstofunnar sem baud upp á tessa ódýru pakkaferd til Berlínar (sem samkvaemt auglýsingu innihélt baedi fjöggurra stjörnu rútu og fjögurra stjörnu hótel), svo vid ákvádum ad hlaeja bara ad öllu saman.

Í fyrsta lagi, tá turftum vid ad maeta á rútubílastödina klukkan fimm ad morgni - sem er ádur en straetó byrjar ad ganga, tannig ad ég turfti ad ganga um midja nótt í gegnum illa upplýsta borgina (alltaf verid ad spara rafmagn, meira ad segja slökkt á háskólagosbrunninum klukkan sjö á hverju kvöldi). Vid héldum ad tessi asi týddi ad vid yrdum komnar til Berlínar rúmlega níu - en nei, tad turfti ad gera fjögur kaffistopp á leidinni, hvert um sig í hálftíma. Bílstjórinn byrjadi líka alltaf ad tala um eitthvad ómerkilegt í talkerfid í hvert skipti sem ég festi blund og ákvad svo klukkan hálfsjö ad kveikja á sjónvarpinu í rútunni og stilla á haesta svo öruggt vaeri ad enginn gaeti sofid. Öll kaffistoppin og sjónvarpid var samkvaemt bakrúdu rútunnar innifalid í fjögurra stjörnu rútu - tad er innbyggt eldhús, sem var alltaf tekid út og svo kökubox úr farangursrýminu og svo stód fólk upp vid rútuna og drakk kaffid sitt og reykti.

Til Berlínar komum vid rúmlega ellefu, en tar sem vid komumst ekki inn á hótelid fyrr en klukkan tvö, fengum vid nádarsamlegast trjá klukkutíma ad eigin vild. Vid skodudum Gedächtniskirkjuna (fallegustu byggingu í Berlín, tó ad lítid sé eftir af henni), skodudum Kaufhaus des Westens, sem er verslunarhús á sex haedum og á efstu haedinni er matvörubúd og innan í henni eru veitingastadir - ég held ad allt fáist í tessari búd, meira ad segja haegt ad kaupa svo ferskan fisk ad hann er svamlandi í búrum, svo úrvalid tarna var skemmtileg tilbreyting frá Aldi. Reyndar held ég ad fáir kaupi eitthvad tarna, tetta er meira svona eins og matarsafn (held ad pabbinn í Elíasarbókunum myndi ekki fást aftur út). Sídan röltum vid smá um adalverslunargötuna Kufurstendamm - en ákvádum ad tetta vaeri ekki verslunarferd, tar sem sömu búdir og sama verd er í Kiel.

Svo komumst vid inn á hótelid og á herberginu okkar blasti vid okkur daemi um leti ferdaskrifstofunnar okkar - Catarina skrádi okkur og hún kann nafnid mitt, en teir neitudu ad reyna ad skrifa eftirnafnid mitt og settu hennar eftirnafn á okkur bádar, en gátu ekki einu sinni skrifad tad rétt trátt fyrir ítarlega stöfun - svo á skjánum á sjónvarpinu stód velkomin á hótelid herra og frú Mattira. Tetta hótel var voda flott og fínt, en herbergisternurnar voru byrjadar ad ryksuga klukkan hálfsjö morguninn eftir og ómögulegt ad sofa eftir tad.

Vid drifum okkur út til ad nota tímann sem best, byrjudum á bátsferd um borgina - sem var yndisleg tótt vid skildum lítid af tví sem leidsögumadurinn sagdi tví tad var svo óskýrt. En útsýnid var fallegt og ekki versnadi tad í Berlínardómkirkjunni, sem var svo falleg ad ord fá tví ekki lýst. Tar vorum vid á réttum tíma til ad taka tátt í andakt og ad heyra orgelspil í tessu húsi var virkilega hátídlegt, sídan fórum vid upp á topp og gengum á útsýnispallinum í kringum kirkjuhvolftakid og sáum tar yfir alla borgina.

Naest fórum vid ad Checkpoint Charlie, sem er vardstöd Bandaríkjamanna frá veru teirra í borginni og tar er stórt skilti á fjórum tungumálum med vidvörun um ad nú fari madur úr bandarískri lögsögu yfir í rússneska. Tadan röltum vid ad múrnum og fórum svo ad Brandenburger Tor - tá var farid ad skyggja, en hlidid er vel upplýst. Ad lokum ákvádum vid ad labba í kringum tinghúsid og sáum tá ad enn var verid ad hleypa fólki inn, svo vid skelltum okkur í bidrödina trátt fyrir vidvaranir um ad tad vaeri ekki víst ad vid kaemumst inn - en vid komumst inn eftir kortersbid (venjulegur bidtími er tveir til trír klukkutímar). Eftir ad hafa komist klakklaust í gegnum öryggisgaesluna fórum vid upp á tak, tar sem gott útsýni er yfir borgina og horfdum yfir borgina í myrkrinu og tad var eitthvad töfratrungid vid tad ad standa í nidamyrkri undir blaktandi fánum og horfa á ljósin í borginni. Vid fórum líka upp í kúpulinn sem er gerdur úr gleri, en tar voru of margir speglar til ad haegt vaeri ad njóta útsýnisins.

Berlín er yndisleg borg og margt ad sjá, en núna tók ég sérstaklega eftir tví ad tad er undantekning á söfnum ef eitthvad lesefni er á ödru máli en týsku og greinilega gert rád fyrir tví ad allir sem skodi safnid séu annadhvort laesir á týsku eda hafi voda gódar ferdahandbaekur. Í útsýnisferdum sá ég heldur ekkert fyrirtaeki sem baud upp á ferdalög á ensku eda ödrum málum.

Daginn eftir var samkvaemt dagskrá bodid upp á útsýnisferd um borgina og svo matarstopp og frítíma ádur en haldid yrdi heim. Vid aetludum ad sleppa útsýnisferdinni og fara frekar ad skoda Charlottenburg, en bílstjórinn neitadi ad segja okkur hvar vid gaetum hitt rútuna aftur og sagdi ad matarstoppid yrdi fyrir utan borgina og frítíminn ekki neinn. Vid fórum tess vegna í útsýnisferdina, sem var reyndar áhugaverd tví leidsögumadurinn var midaldra Berlínarbúi sem sagdi skemmtilega frá. Matarstoppid var svo í Berlín, tví ad einhverjir turftu ad skipta einhverju sem teir höfdu keypt daginn ádur (og tad vissi bílstjórinn ádur en vid töludum vid hann). En vid ákvádum ad syrgja ekki, heldur fengum okkur Berliner Weisse, baedi raudu og graenu sortina, og kvöddum Gedächtniskirkjuna og dýragardinn.

Sídan héldum vid heim klukkan tvö (alltof snemmt) og eins og bílstjórinn ordadi tad, til ad allir yrdu komnir nógu snemma heim fyrir sjónvarpsdagskrána. Pásurnar á heimferdinni voru bara tvaer, en tví midur minnkadi kjaftaedid í bílstjóranum ekki neitt. Vid skildum ekkert í tví af hverju turfti ad leggja svona snemma af stad til Berlínar og svona snemma heim.

Nidurstada: Fjórar stjörnur eru slaemar og miklu betra ad skipuleggja hlutina sjálfur, en ferdin var í heildina skemmtileg og ég nádi ad sjá heilmargt sem ég missti af í fyrri ferdinni - auk tess sem vid vorum furdanlega samstilltar á hvad vid vildum sjá. Aud tess var Catarina mjög dugleg ad nota kort, eitthvad sem mér dettur sjaldnast i hug ad gera - óskiljanlegt hvad mér tókst tó ad sjá margt kortlaus í fyrri ferdinni minni :o)

laugardagur, júlí 24, 2004

Vedrid hérna í gaer var furdulegt - um midjan daginn kom svakaleg skúr med tilheyrandi trumum og eldingum og eftir hana var baerinn á floti. Á adalverslunargötunni nádi vatnshaedin 40 sentímetrum - en baerinn er byggdur med tilliti til tessa, til daemis er verslunargatan dýpst í midjunni svo ad vatn fari ekki jafnmikid inn í búdirnar. Nidurföllin eru líka kröftug og kortéri eftir ad stytti upp var allt vatn horfid.

Ég fór í bíó í gaer - aetladi ad sjá Shrek, en villtist - tad er ad segja bíómidinn minn laug eda ég misskildi hann svolítid. Ég fékk mida sem á stód 1 og hélt tví ad ég aetti ad fara í sal 1 (virkadi allaveganna sídast í tessu bíói), fann mér saeti og sat ósköp popplaus og róleg. En viti menn, tegar korter var lidid frá tví ad myndin átti ad hefjast, hófst sýningin loksins, en tad var bara allt önnur mynd - (T)raumschiff Surprise, týsk grínútgáfa af Star Trek og Star Wars - hún var reyndar mjög fyndin, svo ég vard ekki fyrir miklum vonbrigdum. Sídan tegar ég kom út sá ég ad skipanin í tessu bíói fer fram med hvada plakat er vid salardyrnar, en ég var ekkert ad paela í tví, horfdi bara á númerid á midanum mínum.

Eyddi öllum deginum í dag med Ann, tetta er líklega í sídasta skipti sem ég sé hana og af tví tilefni klárudum vid safnahringinn okkar og erum nú í áföngum búnar ad fara á öll tau trjú söfn sem fyrirfinnast í Kiel. Sorglegt ad skilja vid hana á krossgötunum tar sem ég beygi alltaf upp til ad fara heim - en soddan er lívet.

Naesta trekraun hjá mér er mánudagsmorguninn, ég er ad fara til Berlínar í tveggja daga ferd og rútan fer klukkan 5 ad morgni frá járnbrautarstödinni - straetó byrjar ekki ad ganga fyrr en 6, svo annadhvort tarf ég ad leggja af stad heiman frá mér klukkan 4 eda sofa á járnbrautarstödinni.

föstudagur, júlí 23, 2004

Fór til Lübeck í gaer med Catharinu og Ann og loksins, í fyrsta skipti var alvöru sumarvedur. Vid fórum um alla borgina og skodudum um tad bil sjö kirkjur - ég veit ekki hversu margar kirkjur eru í Lübeck í heildina en tad er stutt á milli teirra og taer eru flestar byggdar á midöldum. Lübeck er nefnilega mjög fallegur baer, ástaedan líklega sú, ad tar sem Raudi krossinn hafdi tar adsetur á strídsárunum var mjög lítid um loftárásir tar. Svona liti Kíl örugglega út, hefdi ekki verid kafbátaverksmidja hér og tví talin naudsyn ad sprengja alla borgina.

En nóg um stríd - vid eyddum saman stórskemmtilegum degi og tad eina sem skyggdi á ad tetta var í sídasta skipti sem vid hittumst allar trjár saman, Ann fer nefnilega heim á midvikudaginn og pabbi hennar kemur eftir helgi til ad hjálpa henni med farangurinn heim. Reyndar er mjög gaman ad sjá hvernig fólk kemst heim - sumir fara med ferju, adrir med flugi, enn adrir med lestum og rútum. Best tótti mér samt tegar ég var ad tala vid eina af dönsku stelpunum, hvernig hún faeri heim - pabbi hennar og mamma koma keyrandi ad saekja hana, enda tekur tad ferdalag bara tvo tíma hvora leid.

Skodadi mbl.is og verd ad segja ad Davíd faer aldrei tessu vant alla mína samúd - ég veit alveg hvad tad er vont ad fá svona gallblödrukast. En tad sem mér fannst merkilegast var ad hann turfti ekki ad bída neitt. Laeknarnir svindludu mér inn, en ég turfti samt ad bída í tvo sólarhringa á spítalanum ádur en haegt var ad gera nokkud og eilífar tafir á öllu - en teir tóku ljótu, ótekku gallblödruna í burtu. En amma mín lenti í tví sama og turfti ad bída heillengi á bidlista eftir ad komast í adgerd. En Davíd maetir veikur á svaedid og er skorinn upp samdaegurs. Tad er greinilega ekki tad sama ad vera Jón eda séra Jón.

mánudagur, júlí 19, 2004

Fór ádan á opnunarhátíd ólympíuleikanna í edlisfraedi. Ég gafst reyndar upp á ad vera tarna eftir ad búid var ad kynna löndin, tví hitinn var kaefandi. Um tad bil sextíu lönd eru skrád til keppni og var búid ad leggja mikla vinnu í kynningarnar, til daemis búid ad taka upp "velkomin til Kiel" á öllum tungumálunum - taer kvedjur heyrdust samt ekki fyrir lófataki tegar keppendum hvers lands var fagnad. Tannig ad sú vinna var hálfgagnslaus. En ég klappadi voda mikid fyrir Íslandi sem sárabót fyrir ad tau heyrdu ekkert í upptökunni af íslenskunni minni.

Medan á kynningunni stód skemmti ég mér vid ad skoda kynjahlutföllin, flestar tjódirnar sendu fjóra keppendur og oft voru teir allir karlkyns, mörg lönd höfdu eina stelpu, nokkur tvaer (tar á medal Kúvaet), en Portúgal var eina landid tar sem stelpurnar voru trjár og bara einn strákur.

En talandi um kynjahlutföll tá fór ég med Sigrúnu ad sjá Köngulóarmanninn II í gaer. Mjög skemmtileg mynd - alveg jafnfyndin og sú fyrri. En tad sem fór svolítid mikid í taugarnar á mér, var hvad konurnar í tessari mynd voru mikil fórnarlömb og alltaf turfti einhver karlmadur ad hjálpa teim. Gat alveg skilid tad ad Köngulóarmadurinn tyrfti ad bjarga konunni sem hann var hrifinn af, en ad í öllum atridum tar sem eitthvad slaemt gerdist sáust oft karlmenn toga í konur eda ýta teim frá haettu sem taer tóku ekki eftir, en aldrei öfugt. Annars var vondi kallinn bara fyndinn og mér tykir alltaf jafnmerkilegt ad ég tek ekki eftir tví ad myndir séu döbbadar - tad er tad vel gert.

Annars leid helgin í hálfgerdri leti - gerdi fátt, en tad er barasta allt í lagi. Naesta verk á dagskrá er ad taka til í herberginu mínu og finna eitthvad aetilegt - er búin ad gefast upp á múslístöngunum sem ég hef lifad á undanfarid og er daudfegin ad tad er mánudagur, tví tá get ég farid í mensuna. Alltaf tegar ég kvarta yfir matnum hérna og ad ég finni ekki neitt til ad borda spyr fólk mig hvad ég bordi tá heima hjá mér - ég er búin ad hugsa og hugsa en man ekki hvad ég borda venjulega heima.

Og eitt kvart í lokin, tad er haett ad rigna en hins vegar ordid alltof heitt allsstadar - fjórir dagar af tví og ég sakna rigningarinnar. Eins og sést tá er ég aldrei ánaegd :o)

laugardagur, júlí 17, 2004

However, the Teutonic reputation for brutality is well-founded. Their operas last three or four days. They have no word for 'fluffy.' (Blackadder)

Ég sá óperu í gaer, sem betur fer var hún bara trír til fjórir tímar á lengd - ég hefdi ekki enst lengur. Tildrögin voru sú ad tad var bodid upp á vettvangsferd til Austur-Holstein sem endadi med sýningu á Töfraflautunni undir berum himni í hallargardinum í Eutin (sem er einn allra fallegasti baer sem ég hef á aevinni séd). Í fyrsta skipti í manna minnum rigndi ekki neitt og óperan var brádskemmtileg, ég nádi alveg tví sem var ad gerast en fannst hins vegar ad hefdi alveg mátt sleppa prinsinum og prinsessunni og hafa bara Papagenó allan tímann á svidinu, tví hann var óborganlegur. Tad var líka yndislegt ad sjá tessa óperu utandyra, tví tótt ad undir lokin vaeri ordid dálítid kalt og hljómburdurinn vaeri ekki mjög gódur, tá var aedislegt ad hefja sýninguna í björtu og enda í myrkri og syngjandi fuglar í kapp vid söngvarana.

Tessi vettvangsferd var vel heppnud ad öllu leyti nema einu, tad vantadi meirihlutann af fólkinu. 30 manns höfdu skrád sig og borgad fyrir ferdina en vid vorum bara sjö sem maettum á tilsettum tíma. Eftir smá umraedur um tad kom í ljós ad dagskráin sem madur faer vid skráningu hafdi verid göllud í fyrstu og tar hafdi stadid -laugardagur, 16. júlí- en tegar ég skrádi mig fyrir tveimur mánudum var búid ad breyta henni og ég var líklega sú fyrsta sem fékk rétta dagskrá. En tar sem fólkid sem sér um svona ferdir fattadi vitleysuna fyrir tveimur mánudum og allir verda ad skrá netföng sín á listann, skil ég ekki af hverju ekki var sendur tölvupóstur á línuna til tess ad leidrétta tetta. Í dag verdur örugglega hópur af fólki sem bídur bálreitt eftir tví ad komast í ferd sem er tegar farinn. En afleidingin var sú ad vid vorum sjö, auk leidsögumanns og bílstjóra, í tveggja haeda rútu, vorum med 20 aukamida á sýninguna og gátum tví valid hvar vid vildum sitja.

En í gaer var líka sídasti skóladagurinn, sem gekk snurdulaust fyrir sig og nú hef ég ekkert skólalegt ad gera fyrr en eftir mánud og tá saeki ég sídustu stadfestingar á námskeidum og fer med taer í ýmis möt (get ekki gert tad fyrr, tví einn kennaranna er ad fara í frí og getur ekki látid okkur hafa tessi blöd fyrr en hann kemur til baka - en ég er búin ad athuga med skrifstofurnar og allt verdur opid tá). Furdulegt ad vera komin í sumarfrí án tess ad taka próf/skrifa ritgerdir og vera ekki í ódaönn ad leita mér ad vinnu.

Útlendingarnir eru tegar farnir ad tínast í burtu, Anja hin rússneska fór í gaer og tad tók alveg tvö kvöld ad kvedja hana. Fyrst á midvikudagskvöldinu tar sem ég kom í heimsókn til ad segja bless, en tá var svona lítid eldhúspartý tar - og fyrir utan okkur tvaer var stelpa sem bjó med henni og strákur sem hún tekkti, hann taladi mikid um ad konur aettu ad elda en karlar ekki og notadi sem rök ad konur hefdu töfra í höndunum sem karlar hefdu ekki. Vid mótmaeltum hardlega og sögdum ad hendur okkar dygdu ágaetlega til ad kaupa frosin mat í Aldi og henda í ofninn og ad karlar gaetu alveg gert tad sama.

Daginn eftir hitti ég taer stöllur á leid heim úr búd og taer budu mér ad koma og elda pítsu med teim. Tad var mikid fjör og trátt fyrir ad allt faeri úrskeidis sem gat bragdadist pítsan vel og fékk okkur til ad endurmeta kenninguna um töframátt kvenmannshanda, tar sem ad eldhúsáhöldin dugdu skammt og mest var gert med berum höndum.


Tók próf um hvada rokkstjarna ég vaeri og fékk Marilyn Manson, ég var ósammála tví svo ég tók annad próf og er miklu ánaegdari :o)

Take the quiz: "WHAT BUFFY CHARACTER ARE YOU?(girls only)"

Willow
You're loving, caring, and sweet! You're very smart, and have a lot of friends that care about you!

föstudagur, júlí 16, 2004

Verdur madur ekki ad monta sig tegar einhver sem madur tekkir er í blödunum? Opnadi mbl.is svona til ad athuga hvada vitleysur landar mínir vaeru nú ad gera. Fyrir tilviljun tá sá ég tvaer fréttir tar sem skyldmenni mín komu vid sögu og tar sem mbl skrifar ekkert um mig (skil ekki af hverju) tá ákvad ég ad bada mig bara í sól teirra og segi til hamingju ;o)


Korni var sáð í um 3.000 hektara í vor og hefur aldrei áður verið sáð jafnmiklu hér á landi. Í fyrra var sáð í um 2.600 hektara. ... Að sögn Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, er ekki vitað annað en að sáning hafi gengið vel. Hann segir þó of snemmt að segja til um uppskeru því síðari hluti sumars ráði úrslitum um vöxt og þroska kornsins. Í fyrra varð algjör metuppskera á korni, en heildaruppskera 2003 er samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins áætluð um 11 þúsund tonn. Jónatan sagði að þá hefði farið saman mjög gott sumar og aukin sáning, en hún hefði aukist um 10% að jafnaði síðustu ár.


Keppni hófst i morgun á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Portúgal, en þar keppa fimm íslenskir sundmenn. Þau kepptu öll í undanrásum í morgun og tókst tveimur þeirra að bæta sinn fyrri árangur. ... Oddur Örnólfsson, Ægi, synti 400 m fjórsund á tímanum 4.44,75 mín., átti áður 4.50,68 og þar með stórbætti hann sinn fyrri árangur. Þetta nægði Oddi til 16. sætis.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Mér daudbrá í morgun tegar ég vaknadi - tad var eitthvad ödruvísi en venjulega. Tad tók mig smástund ad átta mig á hvad hefdi breyst. Herbergid leit alveg eins út og í gaer, nema tad ad inn um gluggana skein sól. Sólin er loksins komin aftur, ég hef varla séd hana í rúman mánud og hún er komin aftur, tó svo ad skýin bídi út vid sjóndeildarhringinn og hóti rigningu seinna í dag - en den tid den sorg.


Take the quiz: "What American High-School steriotype are you ?"

Normal Person
You are normal in every single way. You don't seem to stand-out in the crowd. Your motto would be something normal like ' Have Fun'.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég er í neikvaedu skapi í augnablikinu, enda ekki audvelt ad vera mjög jákvaed med stíflad nef og hósta, en hef hinsvegar ákvedid ad skrifa um tau leidindi. Hins vegar las ég í gaer bók, eda réttara sagt hluta af henni sem mér fannst mjög furduleg.

Bókin heitir Goddess of the North og er framan og aftan á kápu skilgreind sem fraedibók um norraena godafraedi. Tad fór svolítid um mig tegar ég las tileinkunn höfundar fremst í bókinni: Til teirra triggja afla sem styrkja mig mest, mannsins míns, sonar míns og hinar eilífu gydju.

En ég ákvad ad gefa bókinni séns (tótt textinn vaeri langt frá tví ad vera hlutlaegur), alveg tangad til ad ég kom ad teim stad sem hún lýsti ákvördun sinni um ad skrifa bókina - tá sat hún nýbökud módirin med barnid sitt í fanginu og fann hvernig kraftur hinnar miklu gydju umvafdi hana.

Eftir tad ákvad ég ad fletta lauslega í gegnum bókina til ad sjá hvort ad hún skánadi ekki - sem hún gerdi ekki, sérstaklega tegar hún var ad lýsa norraenni godafraedi og vitnadi í Snorra-Eddu, tó svo ad helmingurinn af tví sem hún skrifadi standi ekki í teirri bók, heldur eru greinilega hennar hugmyndir um ad túlka texta Snorra - og búid ad baeta inn persónum sem voru ekki tar en henni finnast ad hafi átt ad vera tar.

Svo ég lagdi tessa bók frá mér og hélt áfram ad lesa Bródur minn Ljónshjarta sem ég fann á saensku á bókasafninu - miklu meira vit í henni.

mánudagur, júlí 12, 2004

Nú er ég traurig. Öllum áföngunum mínum lokid nema tveimur, ég var í dag í sídust tímum í tremur fögum og fékk teilnehmerscheine í teim öllum - hér tarf madur víst ekki ad taka próf, fatta tetta ekki alveg. Ég fékk bara einkunnir fyrir týskutímana og fékk tad haesta mögulega í skriflegri týsku og málfraedi (midad vid allar villurnar sem ég gerdi í prófunum fatta ég tad ekki) en ekki jafngott fyrir taltímana, enda kannski vid tví ad búast tegar ég opnadi munninn fyrst tegar trjár vikur voru eftir af önninni. Ég er daudfegin ad hafa ekki verid í týskum grunn- og menntaskóla tví tar eru einkunnir gefnar eftir tví hve mikid og gáfulega madur talar í tímum - ég hefdi svoleidis skítfallid. Ég held ad tad megi telja tau skipti á fingrum sér sem ég opnadi munninn ótilneydd á teim árum. En tetta skýrir hve allir eru tilbúnir ad tjá sig í tímum.

En svo ég haldi áfram med upphaflega efnid, tá barasta langar mig ekkert til ad fara heim. Audvitad hef ég smá heimtrá og mig langar ad hitta alla aftur, en sú vitneskja ad meirihlutann af tví fólki sem ég hef kynnst hérna mun ég aldrei sjá aftur og ekkert vita um hvad tad verdur. Svo var verid ad hengja upp námskeidalista naestu annar og mig langar til ad taka mörg námskeidanna, ég er ordinn gjörsmitud af frísneskunni. Hugga sjálfa mig med tví ad ég geti komid hingad aftur einhverntíma seinna og verid tá í alvöru námi, en veit innst inni ad tad er ólíklegt.

En svo ég verdi svolítid jákvaed, tá á ég rúmar fimm vikur eftir hérna og aetla ad reyna ad gera eitthvad skemmtilegt eda eitthvad gagnlegt á teim tíma. Gagnlegt = ég aetla ad byrja á MA ritgerdinni, skemmtilegt = ég aetla ad nýta hvert taekifaeri til ad svíkjast um ad gera tad gagnlega :o)

Svo kemur mamma í heimsókn og ég fer líklega til Münchenar ad leita ad Ölpunum og á föstudaginn fer ég í vettvangsferd sem endar í einhverjum gardi ad hlusta á Töfraflautuna eftir Mozart. Tegar ég skrádi mig í tá ferd fyrir tveimur mánudum, sá ég fyrir mér sól og svo hlýtt myrkur á medan flutningi óperunnar staedi. Núna aetla ég ad taka regnúlpuna med - annars er ég alveg hryllilega kvefud núna og ekkert gaman ad tví (ég er í útlöndum í júlí).

Annars tók ég tetta próf á netinu...ég eda ekki ég?

Take the quiz: "Which Student from Harry Potter are you?"

Hermione Granger
Yea! You are Hermione Granger! You are the intelligent one out of all your friend and you always strive for perfection. You prefer to think things through before acting, and you are determined to impress everyone. While you're brain power does get you out of allot of things, you should try to relax a little bit. Perfection is unattainable, you know.

föstudagur, júlí 09, 2004

Og tad tókst :o)
Búin ad halda fyrirlesturinn og ég held ad ég hafi unnid keppnina, allaveganna taladi ég jafnmikid og hinar tvaer til samans. Reyndar var allt í óreidu og rugli med dreifiblödin og vantadi sídasta fjórdunginn aftan á hvert tungumál. En ég er allaveganna búin og tókst ad tala líklega í heildina í rúmar 20 mínútur (villurnar hafa örugglega verid milljón, en tad er smávaegilegt aukaatridi)

Tannig ad núna aetla ég ad fara ad njóta tess ad tad er ekki rigning (ótrúlegt en satt), samt er ekki sól, en trúgandi hiti sem stefnir í trumuvedur í kvöld. En ég aetla ad njóta dagsins langt frá bókasafninu og á morgun aetla ég ad eiga mér eitthvert líf, svo ad ég hafi um eitthvad annad en skólann ad skrifa :o)

Sá adra stjörnuspá í dag fyrir daginn í dag, en hún er alveg jafnjákvaed og tessi á hotmail, er ad hugsa um ad fara kannski ad trúa tessari vitleysu:
MEYJA 23. ágúst - 22. september
Hinn heppni júpiter verður í merkinu þínu fram í október og því ætti flest að ganga þér í haginn á þessu tímabili. Reyndu að nýta þér forskotið sem þetta veitir þér til að koma ár þinni sem best fyrir borð.

Ef tad rignir ekki í kvöld fer ég kannski á útibíósýningu á Leitin ad Nemó - hef aldrei séd tá ágaetu mynd, en verd ad sjá hana eftir ad quizilla benti mér á ad ég er í henni (eda tví sem naest)

You are MARLIN!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Núna langar mig mest ad öskra. Ég fékk ádan póst frá stelpunni sem aetladi ad setja fyrirlestrana saman og ljósrita tá - hinum stelpunum leist ekki á tad, nádi ekki alveg ástaedunni. En tad var ekki haegt ad skrifa tölvupóst og segja mér tad, nei, núna verd ég ad redda tessu í fyrramálid og tíminn er klukkan 10:00. Tad aetti samt alveg ad sleppa, en til ad baeta gráu ofan á svart tá er ein stelpan veik, sem týdir ad vid verdum med fyrirlestur um 3/4 af hverju máli og svo aetlar hún ad halda sinn hluta naesta föstudag. Ég veit ekki hvada hluta hún er med en gaeti tetta ordid eitthvad vandraedalegra? (7, 9, 13)

Vid erum ad tala um sjö mál, hver og einn er med sínar úthendur, tannig ad í fyrsta lagi er ekkert samhengi í úthendunum, í ödru lagi vantar 1/4 af hverju máli, í tridja lagi tá hefdi tetta aldrei ordid svona slaemt ef vid hefdum skipt málunum á milli okkar eins og ég vildi, svo núna veit ég ekki hvort ég á ad öskra eda segja "hvad sagdi ég?". Af hverju turfti ég endilega ad lenda í eina hópnum sem langadi virkilega til ad klúdra öllu?

Og til ad baeta gráu ofan á svart er ég med mikinn hausverk og á engar verkjatöflur :o(
Á morgun eigum vid ad halda fyrirlestur um minnihlutamálin. Tess vegna turfti ég í dag ad skila texta fyrir dreifiblöd - taer sem eru med mér í tessu aetludu fyrst ad prenta tetta hver fyrir sig, hver med 1/4 af fyrirlestri um sjö tungumál svo tad yrdi laglegur hraerigrautur, en loksins var hlustad á mig og allt verdur sett saman í eina heild. Annars er ég handviss um ad einhver skörun er á milli efnisflokka og líka tad um hugtakanotkun. Ég kvídi svolítid fyrir tví.

Tad gekk baerilega ad semja tessa útdraetti eftir ad ég haetti vid upphaflegu adferdina: enska (heimildirnar) - íslenska - týska, og tók ad nýta mér ensk-týsku ordabókina mína af miklum mód. En vegna skorts á Word í tessum tölvum, lenti ég í tví sama og med ritgerdina um daginn ad skrifa bara á blogspot - sem er ágaetis ritvinnsluforrit svoleidis. En ef einhvern langar til ad skoda texta á týsku sem er morandi í allskonar villum tá er slódin indexia.blogspot.com (takid sérstaklega eftir fyrstu málsgreininni í Walisisch (velska) - ég er virkilega stolt af henni).

En tad sem ég laerdi annars af tessum fyrirlestri, tar sem minn hlutur var ad skoda sögu tungumálsins, bókmenntir og ordabaekur, er ad tad tarf vodalítid til tess ad tungumál deyi út. Um leid og foreldrar sjá ad teirra eigid módurmál er hálfgagnslaust tá byrja teir ad tala "betra" tungumál vid börnin sín, svo ad börnin verdi altalandi á tad mál. Núna er ég farin ad hafa verulegar áhyggjur af íslensku - hraedd um ad enskan gaeti gleypt hana líka. Annars erum vid tungumálsins vegna svo heppin ad búa á eyju langt frá öllum, tví annars vaeri íslenskan örugglega löngu dáin.

Ég kíkti á mbl.is og sá tar tvaer fréttir sem vöktu áhuga minn. Sú fyrri er um ad enginn hafi verid stunginn á hol í árlega nautahlaupinu en margir verid tradkadir nidur - mig langar ad vita hvers konar vitleysingum dettur yfirhöfud í hug ad hlaupa á undan bandbrjáludum nautum, tad er haettulegt og madur gaeti meitt sig.

Hin fréttin er um gagnvirka legsteina, nú er haegt ad hafa samband vid hinn látna í gegnum legsteininn hans - tad er teir fá ad sjá og hlusta á efni sem hinn látni hefur tekid upp syrgjendum sínum til huggunar. Veit ekki alveg um ágaeti tessarar hugmyndar en allaveganna yrdi legsteinunum fljótt stolid eda teir skemmdir - miklu snidugra ad skrifa bara bréf eda taka upp á myndband (og örugglega miklu ódýrara líka)


Take the quiz: "Which famous actress are you?"

Charlie Chaplin
Wow, I'm not a famous actress at all! I'm Charlie Chaplin! How the Hell did I get this?

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Ég rakst á alveg stórskemmtilega stjörnuspá á hotmail. Hérna kemur útdráttur úr meyjunni

Frá upphafi ársins fram í september á ég eftir ad kynnast fullt af nýju og spennandi fólki en verd ad passa mig ad eyda líka tíma í eitthvad gagnlegt. Ég á hvorki ad neita né játa nýjum taekifaerum en láta allt standa opid, tví tad gaeti gagnast mér eitthvad.
Frá midjum ágúst og fram í september er taekifaerid til ad gera eitthvad sem hefur stadid til lengi. Ad auki er sá tími upplagdur fyrir hvers kyns atvinnustarfsemi og ég haetti ad vera hraedd um ad gera hlutina ekki á fullkominn hátt og reyni tess vegna eitthvad nýtt.
Sídustu trjá mánudi ársins tá mun ég eyda meiri tíma med faerra fólki og í desember og fyrstu mánudi 2005 tá mun eitthvad gerast sem gaeti breytt lífi mínu og audveldad mér ad láta staersta draum minn raetast.

Mér líst vel á tessa stjörnuspá, bara eitthvad fallegt í henni og tar sem fyrri hluti ársins passar (tetta med allt nýja fólkid) gaeti tá seinni hlutinn ekki átt vid líka :o)

En hér er hlekkurinn ef fólk vill sjá hvad stjörnurnar segja um framtídina: http://www.msn.handbag.com/horoscopes/

Svo er nýja athugasemdakerfid ótarflega flókid vid fyrstu sýn, en tad eina sem tarf ad gera er ad:
1. smella á comments
2. post comment
3. post anonymously
4. skrifa nafnid sitt undir athugasemdina

(og sko bara hvad ég er dugleg, hvorki próf né kvart yfir rigningu í tessari faerslu)

mánudagur, júlí 05, 2004

Tar sem mér leiddist svo mikid á laugardaginn tegar ég var ad byrja á verkefninu um minnihlutamál Bretlands ákvad ég ad breyta útlitinu á bloggsídunni minni. Núna er hún ordin voda bleik og saet, en öll kommentin mín (allar athugasemdir mínar) hurfu og mér er tjád ad tau (taer) komi barasta ekkert aftur :o( Tess vegna vara ég alla vid sem aetla ad breyta sídunum sínum og vista kommentin ádur. Annars eru lesendur mér til huggunar bednir ad athuga tad ad eftir breytinguna er athugasemdatakkinn nedst í haegra horninu.

Grikkir urdu Evrópumeistarar í gaer og Tjódverjarnir fagna tví, tar sem tjálfarinn er týskur. Ekki hefdi mér dottid í hug fyrir keppnina ad Grikkir ynnu, tví teir hafa venjulega verid á getu vid Íslendinga - fleiri hafa verid svartsýnir á gengi teirra tví líkurnar í vedbönkum voru 1 á móti 80. Tannig ad hefdi ég vedjad túsundkalli á ad Grikkir ynnu, tá aetti ég núna 80.000, en tar sem ég hefdi aldrei vedjad á Grikki tá týdir ekki ad sýta tad.

Ég var í taltíma ádan og vid töludum annars vegar um Berlínarmúrinn og hins vegar um hinn hörmulega skilnad Ken og Barbie, sem voru búin ad vera saman í 43 ár ádur en hún ákvad ad naela sér í nýjan. Í tilefni af tví tá tók ég próf á Quizillu (reyndar er leitarvélin tar bilud og alltaf sömu prófin uppi) og hér eru nidurstödurnar, ef ég vaeri barbie, tá vaeri ég ekki framleidd :o)

Gangsta Bitch!
You're Gangsta Bitch Barbie. You're tough and you
like it rough, and of course you like to pop a
cap in any wiggers ass.


If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla

laugardagur, júlí 03, 2004

Gunnhildur, Lóa og Fífa komu í heimsókn í gaer, sama dag og taer hófu interrailaevintýri sitt. Taer sögdu mér ad konan sem taer keyptu midana af í Kaupmannahöfn hefdi horft á taer eins og tad vaeri eitthvad ad teim, tegar taer spurdu hvernig vaeri best ad komast til Kiel. Greinilega ekki fyrsti stadurinn sem flestir í svona ferdalögum fara til - enda ekkert hér ad sjá. En tad var virkilega gaman ad sjá taer en samt svolítid furdulegt, tví ad taer voru fyrstu kunnuglegu andlitin sem ég hef séd í mínu daglega umhverfi hérna. Ég vona ad ferdalagid teirra verdi skemmtilegt og öfunda taer í leidinni af tví ad vera trjár, ad geta sagt sídar "manstu tegar tetta gerdist". Ég get tad ekki, verd ad segja allar sögur frá upphafi.

Núna er ég ad reyna ad ná mér eftir heimtrárkastid sídan í gaer og er ad vinna ad fyrirlestri sem ég á ad halda med tremur ödrum stelpum í naestu viku. Vid eigum ad tala um minnihlutatungumál á Bretlandseyjum sem vaeri allt í lagi, fyrir utan tad ad taer vilja endilega skipta efninu tannig á milli okkar ad tad verdi sem flóknast ad leysa úr tví. Kennarinn okkar lét okkur hafa blad med 12 atridum sem eiga ad koma fram um hvert tungumál og í stad tess ad skipta med okkur tungumálum, vilja taer skipta atridunum nidur "tví tad er til mismikid efni um tungumálin og vid verdum allar ad tala í 15 mínútur". Sumsé adferdin sem allir hinir nota er ekki nógu gód fyrir okkur og í stad tess ad taka eitt eda tvö tungumál fyrir tá tarf ég núna ad skoda heimildir um sjö tungumál og tína út úr teim tad sem er nothaeft. Ég reyndi ad koma mínu sjónarmidi á framfaeri og sannfaera taer, en tad er nefnilega tad slaema vid hópvinnu, ad ef madur lendir í minnihluta verdur madur ad gera eins og hinir vilja - sama tó hinir viti ekkert í sinn haus. Og ad auki virkar ekki 15 mínútna reglan tannig ad atridin séu öll jafnstór og veigamikil, heldur lendi ég med jafnmikla eda meiri vinnu en ef ég taeki stakt tungumál fyrir miklu faerri mínútur. Barnaleg eins og ég er, var ég tad reid ad ég skrifadi út um allt á bladid mitt - heimskar stelpur, vitlausar stelpur - kosturinn vid tad ad enginn skilur tad sem ég skrifa.

Og svo til ad baeta gráu ofan á svart tá aetlar veiki kennarinn ad vera veikur út önnina, en til ad baeta fyrir tessi veikindi svo ad fólk fái námskeidid metid, aetlar hún ad kenna fullt af aukatímum sídustu tvaer vikurnar ádur en naesta önn hefst (sumsé sídustu tvaer vikurnar í september). Sem týdir ad ég fae tetta námskeid örugglega ekki metid og tar med snarfaekkar einingunum sem ég kem med heim. Ég aetla ad tala vid Erasmusfulltrúann hérna eftir helgi og fá ad vita hvad ég á ad gera.

Enn og aftur gerist tad sama, ég geri ekkert hérna nema ad kvarta og kveina - en til ad baeta úr tví aetla ég ekkert ad minnast á tá miklu rigningu sem var hér í dag og gaer og taka bara eitthvad skemmtilegt próf í stadinn.

Take the quiz: "Which 'Queer Eye' Guy Are You?"

Kyan
You are Kyan! Always conscious of how you look, you don't consider your face ready for the day without moisturizing. Your bathroom is probably spotless. You could navigate a hair salon blindfolded. Keep stylin' away, and don't forget, cleanse, then moisturize!

Jahá er ekki sammála tessu (vildi fá Thom), en naesta próf minnir mig á ad Tjódverjum finnst tad furdulegt ad Rammstein skuli vera fraegir á Íslandi, mér finnst tad hins vegar furdulegt med Tjódverja ad ég hef engan hitt sem hefur horft á Derrick.

Take the quiz: "Which Rammstein song are you?"

Eifersucht
You are most like "Eifersucht" (Jelousy)

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ég er haett, ég er farin, ég vil ekki vera med í svona asnalegu leikriti. Tad er sumar og ég er í útlöndum en trátt fyrir tad er vedrid ekki gott. Úti eru núna trumur og eldingar og grenjandi rigning - rétt svo haegt ad skjótast á milli húsa án tess ad drukkna í pollum. Alveg greinilegt ad vedrid er sammála tví ad júlí eigi ad vera adalrigningamánudurinn - rétt stytt upp eftir Kílarvikuna og tá kemur fyrsti júlí og ekki ad sökum ad spyrja tad rignir og rignir og rignir. Allir hérna virdast gera rád fyrir ad vedrid sé alltaf svona á Íslandi og öllum finnst voda snidugt ad benda mér á ad mér hljóti ad lída eins og ég sé heima hjá mér - en hérna rignir helmingi meira en heima.

Ég held ad tessi stöduga rigning sé farin ad hafa slaem áhrif á sálartetrid mitt. Ég fór í svona baejarrölt í gaer og í teim búdum sá ég bara litríku fötin, tegar ég var í alvöru farin ad velta fyrir mér ad kaupa skaerbleikar buxur tá fannst mér nóg komid og fordadi mér inn í naestu búd sem reyndist vera skóbúd. Önnur hver búd hérna er skóbúd en samt hef ég aldrei séd skó tar sem mér líkar, tar til í gaer, tá sá ég tessa líka flottu strigaskó sem passa held ég vid öll föt sem ég á - tad er teir eru í öllum regnbogans litum og til ad kóróna allt saman tá er endurskinsmerki á tánum. Ég ákvad ad geyma adeins ad kaupa tá tar til vedrid er ordid gott aftur og ég get aftur metid hluti raunsaett.

Annars er ég farin ad tora ad fara í bíó og ég skil meira ad segja nánast allt sem fer fram, trátt fyrir allt týskt tal og ótrúlegt en satt tá pirrar talsetningin mig ekkert. En hér eru sýndar myndir frá öllum heimshornum, ekki bara tessi daemigerda hollívúddvitleysa - og mér finnst ad íslensk bíó aettu ad taka tad upp.

En afmaeliskvedjur dagsins í dag fara til hjónakornanna Erlu og Tryggva, Erla átti afmaeli í gaer og vard 31 árs og Tryggvi á afmaeli eftir nokkra daga og verdur tá fertugur. Til hamingju :-)

Og svo ad lokum prófsnidurstödur sem ég er stolt af, sérstaklega tar sem ordafordi minn í frönsku midast vid setningarnar trjár sem Hekla kenndi mér fyrir nokkrum árum og sagdi mér ad vaeru tad eina sem madur tyrfti ad kunna í frönsku til ad bjarga sér - hún virdist hafa haft rétt fyrir sér.
Take the quiz: "French Quiz"

Vous etes hyper-chouettes.
Wow you know your French! Or maybe you were cheating. Ca m'est egal! You are an awesome French speaker! Let's go to France together OK? Ok I'll see you there.