mánudagur, júní 28, 2004

Tá er níu daga Kílarvikan á enda og eins og ég hafdi ádur heyrt tá rigndi allan tímann og rignir enn. Ég var farin ad hlakka til ad fá ad sjá sólina í júlí tar til Linda sagdi mér ad júlí vaeri adalrigningamánudurinn hérna og ég sem var hraedd um ad tad yrdi of heitt fyrir mig hérna.

Tad er reyndar ekkert mikid ad frétta, ég fór á naestum alla daga Kílarvikunnar, svona til ad upplifa stemmninguna - sem var oftast gód - en mikid verdur tómlegt ad sjá baeinn audan núna eftir helgina. Tad var oftast gaman og ég med skemmtilegu fólki - gaerdagurinn og kvöldid var virkilega skemmtilegt og tá var ég med Catharinu, Sigrúnu og Jürgen. Vid ráfudum um allan baeinn tví tetta var nú sídasti dagurinn - gerdum bragdprufur á Carlsberg og týskum bjórum - tar sem danski bjórinn vann, miklu betri en tetta týska sull ;-) Sídan horfdum vid á flugeldasýninguna klukkan ellefu sem var risastór og vid sáum fullt (meira ad segja broskallaflugelda) tótt vid vaerum illa stadsett - tad var nefnilega risastórt tré ad tvaelast í sjónlínunni.

Á laugardaginn fór ég med Catharinu ad Schilksee ad horfa á skrúdgöngu stóru skútnanna (Windjammerparade) og tad var mikilfenglegt ad sjá öll tessi risastóru og mörg hver eldgömlu seglskip sigla töndum seglum. Reyndar vard tad leidigjarnt til lengdar enda 115 skútur í skrúdgöngunni. Og á tessum degi sást til sólar í fyrsta sinn í taepa viku. Annars var alltaf nóg ad gera og sjá, tó ekki vaeri nema mannlífid og láta berast med straumnum.

Á skemmtilegheitunum var tó ein undantekning - og vegna rigningarinnar er ég emma öfugsnúna í dag og skrifa bara um tad leidinlega. En svo bar til ad ég hitti stelpu á fimmtudaginn sem ég kannast ágaetlega vid og hún var ad tala um ad hún faeri á alla vidburdina med félögum sínum og ad tau nenntu aldrei ad gera neitt sem hún vildi og spurdi hvort ég vaeri til í ad koma med sér daginn eftir ad skoda tad sem um vaeri ad vera. Ég baud henni ad koma med mér og Catharinu naesta kvöld ad flaekjast, en tad tótti henni of seint, tví tá yrdi hún örugglega of treytt, tannig ad vid sammaeltumst um ad hittast klukkan hálftvö um daginn. Ekki vorum vid fyrr komnar í baeinn en hun tilkynnti mér ad hana vantadi buxur og tyrfti ad leita sér ad buxum - ég hugsadi sem svo ad tad vaeri alveg haegt ad gera svona inn á milli og samtykkti tad. Tad endadi med einum og hálfum tíma í rápi um búdir tar sem allt var annadhvort of dýrt eda of litríkt (hana vantadi óvenjulegar buxur sem áttu ad vera brúnar eda gráar og án alls óvenjulegs).

Tá turfti hún ad fara ad kvedja vinkonu sína á járnbrautarstödinni - sem var allt í lagi, en ad tví loknu sagdist hún vera svo treytt ad hún vaeri ad hugsa um ad fara heim. Ég vard daudfeginn tví vid vorum ekki ad gera neitt skemmtilegt og samtykkti tví ad koma med henni í matvörubúd, tví hún var svöng og átti ekkert heima hjá sér til ad borda. Stoppid í matvörubúdinni var klukkutími og ég held ad hún hafi handleikid hverja vöru í búdinni til ad reyna ad ákveda hvad hún aetladi ad kaupa. Eftir klukkutíma gafst ég upp og fór ad kassanum og borgadi tad sem ég aetladi ad fá - hún elti ófús tví tá átti hún nefnilega eftir ad velja sér nammi.

Út komumst vid og ég var alveg uppgefin og sagdist vilja fara heim, en tá var hún ordin hin hressasta og langadi til ad skoda altjódlega markadinn og tar sem ég hafdi bara séd hann í mannmergd féllst ég á ad koma med. En fyrst turfti hún ad kaupa sér eitthvad ad borda, tví hún hafdi víst bara keypt hráefni í kökubakstur í búdinni, svo vid keyptum okkur pizzusneidar og bordudum. Og loks komumst vid á markadinn, en hún hafdi engan áhuga á básunum med fallegu hlutunum frá öllum löndunum - bara matnum og ég fékk ekki ad skoda neitt í fridi fyrir spurningum um hvernig tetta og hitt skyldi nú bragdast. Hún fékk sér trisvar í vidbót ad borda og endadi svo med tegar ég sagdi ad nú faerum vid heim, med tví ad vinda sér inn á kaffihús tví hana vantadi eitthvad saett og tar hesthúsadi hún tveimur kökum. Tannig ad tó ég hafi ekki nád ad skoda allt fallega handverkid á markadnum veit ég hvad var í bodi í öllum matartjöldunum. Tetta var virkileg martröd og ég skil ekki af hverju ég fór bara ekki heim, en ég reyndi ad tala vid hana og hún var alltaf ´ó fyrirgefdu´ og tar sem ég átti erfitt med ad labba bara í burtu og skilja hana eftir dróst ég alltaf med - ég held ég turfi á námskeidi ad halda í tví ad laera ad segja nei og haetta ad láta vada svona yfir mig.

En núna er ég búin ad röfla nóg í bili og aetla ad koma mér í tíma - trátt fyrir allt nöldrid tá lídur mér býsna vel hérna og hef tad gott - tarf bara ad laera ad fordast sumt fólk :-)

fimmtudagur, júní 24, 2004

Nú veit ég barasta ekki hvad ég á ad gera. Ég maetti í tíma ádan hjá kennaranum sem var veik í sex vikur bara til ad finna út ad nú er hún komin á sjúkrahús og verdur tar naestu tvaer vikurnar. Eftir tann tíma eru svo bara tvaer vikur eftir af önninni tannig ad ég sé ekki ad tetta námskeid verdi tekid gilt, tad bara getur ekki verid. Ég vorkenni henni virkilega, tad er ekkert gaman ad vera veik og turfa á sjúkrahús (og ef sagan um hundsbitid er sönn, tá faer hún enn meiri samúd frá mér), en tetta var bara tad námskeid sem hafdi mest einingavaegi og tar sem einingarnar mínar voru bara 10 (á íslenskan maelikvarda - fyrir utan týskukúrsa sem telja ekki neitt) í upphafi tá er tetta ekki alveg tad sem ég turfti. En tad verdur tá bara ad hafa tad.

Svo er ég í fýlu út í tölvurnar hérna, fyrst tarf ég alltaf ad slá lykilordid inn minnst fjórum sinnum ádur en ég kemst á netid og svo slökkva taer alltaf á tengingunni alveg óforvarindis tegar ég er í midri setningu og verd ad hefja allt ferlid upp á nýtt.

Annars svona í gledilegri fréttum, mitt í allri rigningu, tölvuvandraedum og veikindum, tá er einhver strákur búinn ad hengja upp auglýsingar í öllum straetóskýlum í nágrenninu ad lýsa eftir stelpu sem hann hitti á laugardaginn og vill hitta aftur. Ekki nóg med ad hann sé med útlitslýsingu á henni, heldur hefur hann skrifad upp samtal teirra tetta kvöld (sem var reyndar frekar stutt). Mér finnst tetta virkilega saett, en veit ad ef ég vaeri tessi stelpa myndi ég örugglega ekki svara til baka.

Og meira af fótbolta, tá horfdi ég á Tjódverja tapa fyrir Tékkum á stóru tjaldi í baenum. Teir voru miklu betri meiri hlutann af leiknum og sídari hálfleik finnst mér ad teir hefdu átt ad fá verdlaun fyrir ad skora ekki - midad vid faerin var tad erfidara en ad skora. Og Sonja, velkomin heim og fótbolti er víst skemmtilegur (tó ad sýningin í lokin sé oft gód líka) :-) Ég spillti til daemis Catharinu, hún var med mér í baenum og hafdi engan áhuga á fótbolta en fannst tilhlýdlegt ad horfa á Tjódverja spila fyrst hun vaeri skiptinemi hérna. Eftir ad leikurinn var búinn lýsti hún tví yfir ad hana hefdi aldrei grunad ad tad vaeri svona gaman ad horfa á fótbolta og tad sé eitthvad sem hún turfi ad fara ad gera af alvöru.

Svo fá pabbi og mamma audvitad hamingjuóskir med tad ad í dag eru komin 27 ár sídan tau giftu sig (hugsa sér hvad tíminn lídur hratt).

Og ég lofa tví ad ég haetti brádum ad taka svona próf ...
apathy
Apathy, well I can say your lucky, in some ways.
You see Apathy is no emotion, basically you
don't care. But that does not make you a bad
person. Some of my friends are apathetic and I
love them, but it wouldn't hurt to care a
little more. Trust me life hurts, most people
who are apathetic do it cause they were hurt.
But don't worry, life is pain, its also
pleasure. Good luck. (please vote)


What Emotion Dominates you?
brought to you by Quizilla

... eda ekki, verd reyndar ad vidurkenna ad ég tók tetta tvísvar eftir ad hafa séd ad tetta var eina saedkikkid (mig vantar íslenskt ord yfir tetta - hlidarsparkid?) sem ég kannadist vid.

Who's Your Movie Sidekick? Find out @ She's Crafty

miðvikudagur, júní 23, 2004

Og tad rignir og tad rignir og tad rignir. Reyndar kemur stundum sól á milli, adallega tegar ég er ad gá til vedurs, bara til ad plata mig til ad skilja regnúlpuna eftir heima og verda svo holdvot í baenum. Núna er hér svonefnd Kielarvika (svona 17. júní hátídahöld í eina viku), sem er víst siglingarhátíd en tad er alveg haegt ad komast hjá tví ad taka eftir siglingunum tví taer fara fram í töluverdri fjarlaegd frá midbaenum. En baerinn hefur alveg breytt um svip, er ekki lengur pínkulítil borgarómynd heldur lítur út eins og skemmtanasjúk stórborg - enda koma trjár milljónir túrista hingad í tessari viku. Ég er búin ad vera vodadugleg ad leita ad tessum tremur milljónum en tar sem trodningurinn er mun minni en á 17. júní heima tá er ég ekki alveg viss um tessa tölfraedi.

En í tilefni siglingarhátídarinnar (og tess ad ég er í adalsiglingabae Týskalands) tá fór ég í sex klukkustunda siglingu á sunnudaginn á pínkulítilli seglskútu - vid vorum sjö um bord. Skólinn á trjár seglskútur og útlendingamidstödin býdur upp á siglingar. Vid vorum bara rétt komin út úr höfninni tegar ég var viss um ad vid vaerum ad fara ad sökkva, enda lá báturinn á hlidinni, en tá hrópadi einhver ´venda´ og allt í einu vorum vid komin á hina hlidina. Ég hélt mér daudahaldi, skíthraedd um ad detta útbyrdis. Eftir tvo tíma var ég búin ad fatta og venjast tví ad skipid var alltaf á annarri hvorri hlidinni og tá fór virkilega ad verda gaman, ekki síst tegar byrjadi ad hellirigna og öldurnar urdu stórar - tad fannst mér gaman (öfugt vid hina)

En vid sigldum svo út úr óvedrinu og sólin tók ad skína og turrka okkur og skyndilega var bara allur vindurinn farinn - svo vid dóludum í smátíma og drukkum kaffi. Vegna Kílarvikunnar var mikid um önnur seglskip út um allt og var einkarflott ad sjá eldgamlar stórar skútur med töndum seglum, sem litu út fyrir ad vera klipptar beint út úr bíómynd. En vid endudum med ad sigla ad mörkum Schilksee og Ostsee og svo til baka ad höfninni, en allt í einu vorum vid í midri siglingakeppni á tveggja manna skútum, föttudum tad tegar allt tetta fólk fór ad öskra á okkur ad vid vaerum fyrir. Tannig ad vid beygdum frá og horfdum á keppnina - tetta fólk hangir lárétt út frá skútunum til ad nota tyngdaraflid gegn vindinum.
Mér til mikillar furdu vard ég ekkert sjóveik, einu eftirköstin voru hardsperrur og um kvöldid tegar ég var ad sofna vaggadi rúmid og ég fattadi afhverju krakkar sofa í vöggum - ótrúlega taegilegt ad sofna tannig.

En hátídahöldin hérna eru ótrúleg, alls stadar eru svid og eitthvad ad gerast á teim - út um allt eru básar sem selja mat og minjagripi frá öllum mögulegum og ómögulegum löndum og alls stadar er fólk. Hérna er líka mikid um eftirhermuhljómsveitir, ég er búin ad sjá Bon Jovi, Queen, U2, Rolling Stones, Abba og svo er Elvis alveg sprelllifandi. Tessar hljómsveitir leggja mismikla vinnu í útlitid, en Queenbandid leit alveg eins út og fyrirmyndin. Tad sem ergir mig samt er ad allir tala týsku á milli laganna og tar med eydileggst blekkingin - ég veit ad tid erud plat en ég aetla ad tykjast - tví hver vill heyra Elvis tala týsku?

Ég hef alltaf félagsskap í tessu skodi og hlusti, laugardag og mánudag med Cristinu, sem kemur frá Chile og er sessunautur minn í týskutímunum. Sunnudag med Sigrúnu (og vid sáum nordurtýska ekta hljómsveit sem var helvíti skemmtileg) og í gaer var ég med Catharinu frá Finnlandi (hittumst á tangókvöldinu, Finnland og Argentína maetast). Og í kvöld aetla ég ad byrja á tví ad hitta Finnana og hlusta á einhverja finnska hljómsveit, svo aetla ég ad horfa á leikinn Týskaland - Tékkland og svo aetla ég ad hlusta á einhverja fraegustu popphljómsveit Tjódverja, die Prinzen, spila med sinfóníuhljómsveit Kielar. Og ég aetla bara rétt ad vona ad tad fari ad stytta upp.

Vona ad tetta skeljadót virki í kvöld...
Xuan Wu ~ Turtle
You are Xuan Wu!

Mythological background: Because the turtle has a
thick, solid shell that serves as protection -
this animal is associated with stability. You
enjoy intellectual pursuits.
Also, in Feng Shui (the Chinese myths behind
choosing a house), the black turtle's solidity
is used to protect from cold northern winds.


Which Chinese Mythological Being Are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, júní 21, 2004

17. júní hátídahöldin fóru vel fram midad vid adstaedur og adstaedurnar voru taer ad vid hittumst fjögur (viss um ad fleirum var bodid og myndi álíta tad módgun vid lýdveldid ad taer manneskjur maettu ekki, ef ég myndi bara hverjum vid budum) tveir Íslendingar, einn Tjódverji og einn Kani (sem baedi eru ad laera íslensku) klukkan níu ad kvöldi. Drykkjarföng voru brennivín, raudvín og bjór og hátídarkvöldverdur snittubraud og ferskjuhlaup. Hátídahöldin hófust án raeduhalda en vidstaddir voru teim mun raednari og ekki leid á löngu tar til ad sagt var skilid vid talmálid og söngur upphófst med teim lögum sem rás 2 tóknadist ad spila - alveg tangad til ad takid tauk nánast af húsinu tegar 17. júnílagid var spilad. Sídan upphófust leiktaettir upp úr Med allt á hreinu (sem er sýnt í íslenskutímum hér og nemendur elska og eiga allir diskinn med tónlistinni) og lög úr myndinni sungin. Svo eftir meira spjall hófst landakeppni í pakki, tar sem Ísland vann glaestan sigur á sameinudu lidi Tjódverja og Bandaríkjamanna (en leikmenn sídarnefnda lidsins reyndu meira en gódu hófi gegnir hvor vid annan og vildu örugglega miklu frekar vera í fatapóker en pakki). Eftir meira spjall og íhuganir um allt mögulegt fóru gestir heim nokkru fyrir dagmál og var fagnad med fuglasöng og sól.

18. júní hátídahöldin hófust med feiknarokktónleikum í bakgardinum klukkan trjú um dag og stód sá hluti hátídahaldanna til klukkan 10 um kvöldid - reyndar held ég ad meira hafi verid um hljódprufur en alvöru tónlist - en sídustu tveir tímarnir voru tess virdi ad koma sér út í gard í stad tess ad hlusta á herlegheitin ad innan. Ad tónleiknunum loknum var svo haldid í Sportler Paady (Tjódverjar eru ekkert svaka gódir í enskri stafsetningunni), en tannig partý eru staerstu skemmtanir skólaársins og haldin trisvar á ári. Í tetta sinn var tad úti og allt hófst vel, flugeldasýning og skemmtileg tónlist - á midnaetti rann hins vegar upp fyrsti dagur Kielarvikunnar en tar sem sú vika er tekkt fyrir mikla rigningu tá leid ekki á löngu tar til fór ad hellirigna. Eftir tvo tíma af ofankomu og regnvotum bjór tá nennti ég tessu ekki lengur og fór heim (alla tessa 100 metra).

En tar sem ég verd ad maeta í tíma verda aevintýri helgarinnar ad bída betri tíma.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Hae hó jibbý jei og jibbýi jei, tad er kominn sautjándi júní.

Furdulegt ad turfa ad maeta í skólann á 17. júní, finnst ad ég aetti ad fá undantágu ;-)
En ég verd nú ad maeta tar sem kennarinn aetlar loksins ad haetta ad vera veik í dag - sídasti tíminn í tessu fagi var í lok apríl og ég frétti í gaer ad ástaeda veikindanna vaeri sú ad hundur hefdi bitid hana. Ég vissi ad tessar skepnur vaeru stórhaettulegar.

Annars nádi ég ad horfa á Týskaland - Holland á tridjudaginn, haetti ad reyna ad gefa sambýlingum mínum í skyn ad ég hefdi mikinn áhuga á fótbolta og hefdi ekkert sjónvarp og spurdi strákinn sem býr vid hlidina á mér hvort hann tyrfti ekki hjálp vid ad horfa og hann tordi ekki ad segja nei. Tetta reyndist vera hin besta skemmtun, leikurinn var brádskemmtilegur tó ad 81. mínútan hafi verid svolítid sorgleg. En í hálfleik skemmtum vid okkur vid ad telja upp heimsmeistarlid Tjódverja frá 1990 og vid gátum talid upp 11. En tad var mjög gaman hvad Stuttgartguttarnir stódu sig vel og augljóst ad madur graedir heilmikid á tví ad horfa á týska boltann á ríkinu.

Eftir leikinn var u.t.b. klukkutíma langar vidraedur og vidtöl um leikinn. Allir sammála ad Tjódverjar hefdu verid betri og langt vaeri sídan teir hefdu spilad svona vel. Hins vegar var farid vel yfir öll vafaatridi leiksins og skv. reglugerdinni hefdi átt ad daema víti fyrir haettuspil tegar Jap Stam sparkadi í hausinn á Kevin Kuranyi inn í vítateig. En flestir eru bara býsna ánaegdir med úrslitin.

Um helgina hefst hin vídfraega Kílarvika og tá verdur öll borgin undirlögd, nú tegar hafa sprottid upp óteljandi sölubásar um allan bae sem eiga ad selja teim tremur milljónum gesta sem maeta eitthvad ad éta. En út af teirri viku, hélt norraenudeildin upp á Jónsmessu í gaer. Tad var vodafjör fullt af fólki milli hálfátta og trjú. Tad var dansad í kringum skreyttan kross og kveiktur vardeldur. Ég fór med Catharinu og Önnu og tad var sérstaklega gaman ad fylgjast med teirri sídarnefndu, hún skildi ekki ord, en lifdi sig svo inn í allt saman og heimtadi týdingu á öllum söngvum. En tarna hitti ég svo Íslendinga, lektorinn og stelpuna sem býr naestum vid hlidina á mér, og bara til ad sýna hvad heimurinn er lítill tá vann hún lengi í Hagkaup á Eidistorgi - vid eyddum svo kvöldinu í ad tala íslensku og tad var furdulegt ad fá ad tjá sig á málinu sem ég hugsa á.

Í kvöld aetlum vid svo ad halda upp á 17. júní, teas vid tvaer, bandarískur strákur sem er ad laera íslensku og vonandi eitthvad af tví fólki sem vid budum í veisluna í gaer (sem ég held ad hafi verid nánast allir sem vid könnudumst vid á svaedinu).

En hvad um tad, gledilegan 17. júní og tar sem hér er sól býst ég vid ad tad rigni heima en tad tilheyrir víst.

laugardagur, júní 12, 2004

Samkvaemt tessu tá hafdi afgreidslumadurinn á McDonalds rétt fyrir sér :-p

My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

föstudagur, júní 11, 2004

Midvikudagurinn hófst med trumum og eldingum og tess vegna vaknadi ég tveimur tímum fyrr en ég aetladi. Úti var hellirigning og leit út fyrir ad geta verid tannig allan daginn. En ég setti upp bjartsýnissvipinn minn og fór ekki í regnúlpunni minni á brautarstödina. Lestarferdin tók bara 4 tíma og á leidinni sá ég nokkur tré sem eldingum hafdi lostid nidur í og frétti um hús í Hamborg sem brann. Ég var svo komin til Horsens um hálftvö og rölti um baeinn, fann fyrir allri stemmningunni sem lá í loftinu og gladdist vid ad hlusta á dönskuna, sem mér tykir ólíkt fallegra mál en týskan.

Hlidin áttu ad opna klukkan 18, svo rúmlega fjögur ákvad ég ad tími vaeri kominn til ad leita ad rétta stadnum. Ég spurdi afgreidslukonu í búd til vegar og hún sagdi ad ég tyrfti einfaldlega ad ganga upp naestu götu ad verslunarskólanum og beygja tar til vinstri og tá gaeti ég ekki misst af svaedinu. Ég gekk tá götu en fann engan verslunarskóla heldur fullt af skiltum med pílum sem bentu á bílastaedi fyrir tónleikana en taer pílur lágu allar til haegri. Ég ákvad nú samt ad treysta teim frekar en búdarkonunni og rambadi á rétta stadinn. Fullt af fólki var maett og stód í rödum vid hlidin, ég var í midri röd vid hlid númer trjú. Inni á leikvanginum voru hljódprufur í gangi og alveg til sex, eftirvaentingin jókst med hverju lagi (flest gömul rokklög) sem barst yfir girdinguna og tegar lagid Lady Madonna var spilad voru flestir í rödinni farnir ad dansa.

Ég var ekki bjartsýn med ad lenda á gódum stad, tví tarna voru 20.000 manns og ég hélt ad búid vaeri ad afmarka svaedid tannig ad hlid númer eitt fengi besta svaedid og svo framvegis. Mér til mikillar furdu gat ég gengid beint ad svidinu og var fyrir midju fjóra metra frá fremstu rödinni, u.t.b. 10-15 metra frá hljómsveitinni. Tessum stad hélt ég svo til loka tónleikanna. Fyrst skildi ég ekkert í tví hvar allt fólkid sem var á undan mér í rödinni og í hinum rödunum var, en svo sá ég ad flestir höfdu farid beint ad matsölubásunum og keypt sér eitthvad ad borda og bjór ad drekka. Furdulegt hversu mikid Danir eru fyrir ad borda, fólkid á undan mér í rödinni var étandi nesti allan tíma og inni á leikvanginum voru allir étandi og mamman í fjölskyldu sem var í nágrenni vid mig, var alltaf ad draga eitthvad nýtt upp úr töskunni sinni og passa ad allir bordudu.

Ég hafdi nógan tíma til ad virda allt hitt fólkid fyrir mér og tad var á öllum aldri, mátti meira ad segja sjá trjár kynslódir sömu fjölskyldunnar og mátti ekki á milli sjá hver teirra var spenntust. Vid hlidina á mér stódu fedgar sem settust á malbikid í mestu makindum og skiptu med sér appelsínu án tess ad skeyta nokkud um trodninginn í kring. Pabbinn stód samt fljótlega upp en sonurinn, u.t.b. 15 ára sat grafkyrr og hóf jógaaefingar en vard sífellt fyrir truflunum af umgangi annarra og dró tá upp úr taupoka Hinn guddómlega gledileik Dantes. Ekki fallega og netta kiljuútgáfu, heldur einhverja vidamikla útgáfu í hördu bandi, sem var u.t.b. 10 sentímetrar á tykkt, sem reyndist gagnlegt tegar tónleikarnir hófust, tví tá pakkadi hann bókinni inn í pokann og stód á henni til ad baeta útsýnid. Brádsnidugt. Einnig var tarna fullt af Íslendingum, ég heyrdi í teim í rödinni og sá íslenska fánanum bregda fyrir tegar ég leit aftur fyrir mig.

Hálfátta byrjadi svo allt í einu ad rigna og tad ekkert smá, en vedurgudirnir höfdu tó vit á ad láta stytta upp fimm mínútum fyrir tónleikabyrjun. En taeknimennirnir reyndust ekki hafa nándar tví naerri eins mikid vit, tví í ljós kom ad takdúkurinn lak og til einskis ad hamast vid ad turrka upp og skúra gólfid, tví trátt fyrir ad stytt vaeri upp lak alltaf úr takinu. Á endanum var madur látinn klifra upp í rjáfur og líma fyrir verstu stadina med límbandi, tegar tví var lokid og hann kominn heilu og höldnu nidur tá gátu taeknimennirnir skúrad almennilega og gert allt fínt (mér fannst hins vegar brádsnidugt ad einn teirra var í Rolling Stones jakka).

Tá eftir hálftíma seinkun gátu tónleikarnir loks hafist. Reyndar hófust tónleikarnir ekki, heldur var nokkurs konar sirkussýning fyrst - menn á stultum og loftfimleikakonur, voda flott og litríkt en ekki ástaedan fyrir veru minni tarna svo ég var fegin ad tad tók bara korter og tá gátu tónleikarnir sjálfir hafist. Litríkt tjald var dregid frá og tá stód hljómsveitin á svidinu og hóf ad spila, allir svartklaeddir, nema Paul sem var í raudri og hvítri peysu. Ekki nóg med ad hann vaeri í dönsku fánalitunum heldur reyndi hann í sífellu ad tala dönsku vid mikinn fögnud áhorfenda. Hann var med fjöldamargar setningar skrifadar og las taer upp, kalladi hljómsveitamedlimina medal annars seje drenge og áhorfendur dejligt publikum og sagdi óteljandi sinnum tak, tak, mange tak. Hljómsveitarmedlimirnir fjórir voru svo kynntir einn og einn í einu og fékk hver ad segja nokkrar setningar og allir reyndu teir ad tala dönsku (einn teirra sagdist tví midur ekki kunna dönsku, en hann var med segulband og spiladi upptöku af danskri konu sem sagdi: Verid velkomin á tónleikana og skemmtid ykkur vel í kvöld og munid ad tad er bannad ad klína tyggjói undir saetin). Samsetningin er reyndar soldid skondin, hljómbordsleikarinn minnir á Ted (úr Queer Eye), trommuleikarinn er stór og mikill med ofbodslega flotta rödd (og átti fullt af addáendum í tvögunni) og gítarleikararnir tveir voru flottir ungir strákar.

Lagavalid var mér í hag, tad er ad segja litid um Wings lög, en teim mun meira um bítlalög og mörg hver lög sem hann er ad spila í fyrsta sinn á tónleikum í sumar (flest af Revolver, Rubber Soul og Hvíta albúminu - ég gafst upp á ad telja hversu mörg lögin voru en las tad ad tau hefdu verid meira en 30 í allt). Vid hvert lag voru svo myndskreytingar á skjáum bak vid hljómsveitina - oft mjög flott, eins og í lögunum Back in the USSR og I saw her standing there, í raun og veru vid öll lögin, og í Live and Let Die (James Bond laginu) tá gaus upp eldur baedi fremst og aftast á svidinu og smáflugeldar til hlidar.

Tónleikarnir sjálfir voru tveir og hálfur tími og var Paul á fullu allan tímann (mig langar til ad hafa svona mikla orku tegar ég verd 62) tó ad hljómsveitin fengi smá hvíld um midbikid, en tá stód hann einn med kassagítar og spiladi nokkur lög, tar á medal In Spite of All the Danger (sem fyrir forvitna er fyrsta lagid sem Bítlarnir hljódritudu - 1957/8, tegar teir voru bara strákar og er eina vardveitta lagid sem er eftir Harrison/McCartney). Tessa sólósyrpu endadi hann med ad spila lag sem hann samdi um John eftir ad hann dó og eftir ad hljómsveitin kom inn spiludu teir All Things Must Pass fyrir George (eina ekki frumsamda lagid á tónleikunum) og tar sem allir voru komnir med tárin í augun var létt á andrúmsloftinu med tví ad minnast á ad ekki maetti gleyma Ringo og Yellow Submarine spilad honum til heidurs. (Madurinn er skemmtikraftur fram i fingurgóma, aetti audvitad ad hafa aefinguna, tví hann hefur komid reglulega fram í rúm 45 ár)

Sídan voru náttúrulega klassísku lögin, eins og Long and Winding Road, Yesterday og Hey Jude, tar sem allir sungu nanana kaflann med (líka med kun kvinder og kun maender). Vid sídasta uppklapp kom svo Helter Skelter og svo Sgt. Peppers/The End. Ég leit stundum í kringum mig og tad ad sjá fólk á öllum aldri, af fjöldamörgum tjódernum standa saman í hóp, dáleitt af tónlistinni og syngjandi med - er alveg ótrúleg sjón og yljar ad inn ad hjartarótum. Tad ad fara á tessa tónleika var fullkomlega tess virdi tví ég á aldrei eftir ad gleyma tessari upplifun og ekki skemmdi fyrir ad ég var á mjög gódum stad, tetta er eitthvad sem ég maeli med ad allir geri.

Sídan ad tónleikunum loknum tá villtist ég smá í Horsens ádur en ég fann brautarstödina og hitti Hanne tar. Hún var svo almennileg ad leyfa mér ad gista og kom tví svo fyrir ad morguninn eftir fór ég med vinkonu hennar sem var á leid til Flensborgar og sparadi mér tar med heilmikinn tíma. Sídan kom ég til Kielar um hádegisbil og var ekki alveg viss um hvort ad tetta ferdalag mitt hefdi verid gódur draumur eda blákaldur veruleiki en hallast ad tví ad tad hafi verid eitthvad tar á milli.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég stódst ekki mátid og verd ad blogga adeins. Ég er nebbla komin yfir landamaerin og er í Danmørku, nánar tiltekid Horsens og ætla ad láta gamlan draum rætast, ég er ad fara á tónleika med Paul McCartney í kvøld. Ég er ordin svo ofurstundvís í ferdaløgum ad ég var komin hingad klukkan hálfeitt og tad verdur ekki búid ad hleypa inn fyrr en klukkan 18 og eftir tæpa tvo tíma er ég búin ad skoda mestallan bæinn - svo ad ég gladdist heilmikid ad finna netkaffi (sem líka er svo miklu ódýrara en búllan sem ég fer alltaf á fyrir msn í Kiel). En tad er heilmikil stemmning hérna, plakøt út um allt og gøtuhljómsveit búin ad vera á fullu ad spila bítlaløg (teir urdu svolítid hvumsa tegar fyrirmyndin keyrdi framhjá ádan og veifadi teim) og í øllum búdum eru einhver tónleika-/bítla-/Paultilbod, kannski ekki skrýtid tar sem hér er fullt af fólki sem er ad koma hingad bara vegna tónleikanna. Helmingurinn af fólkinu á gøtunni er í tónleikabolum og ég býst vid ad hinn helmingurinn kaupi sér svoleidis í kvøld (tad voru nefnilega adrir tónleikar í gaer). Ég er ordin virkilega spennt en samt svolítid smeyk um ad tetta standist ekki væntingar, en tad verdur tá bara ad hafa tad. Vinkona mømmu ætlar svo ad sækja mig eftir tónleikana og leyfa mér ad gista.

Ég nýtti reyndar tækifærid og fékk mér pulsu ádan (tad er eitthvad sem madur verdur ad gera í Danmørku) og mér til furdu var hún gód. Týskar pulsur eru nefnilega óæti, líkt og flestur týskur matur, eins og ég hef líklega komid inn á fyrr :p

En ætli ég láti tetta ekki nægja í bili, hér er annars eitt próf ad lokum og já ég held ad ég sé pínku svona.

sirrobin
When danger reared its ugly head, he bravely turned
his tail and fled!


What Monty Python Character are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, júní 07, 2004

Helgin var alveg yndisleg. Ég fór í svona skólaferdalag til Föhr og Amrum, sem eru tvaer eyjar vid vesturströndina, á móts vid landamaeri Danmerkur og Týskalands. Vid vorum 18 í allt og fórum í tveimur 9 manna rútum (skólinn hérna á nokkrar svoleidis aetladar til svona ferda). Ádur en vid lögdum af stad tekkti ég bara tvaer stelpur meira en kinka kolli til og segja halló, en kynntist öllum hinum mjög vel tessa daga. Enda engin furda, tar sem vid vorum saman allan daginn - ég var aldrei meira en fimm mínútur ein og tad var mjög skrýtid ad koma heim í gaerkvöldi.

Vid lögdum í hann á fimmtudegi klukkan hálffimm og tar sem ég er alltaf svo skipulögd (eda tannig) tá var ég ad pakka korteri ádur en ég turfti ad taka straetó, ég mundi reyndar eftir öllu sem fór ofan í töskur en steingleymdi peysunni sem ég aetladi ad binda utan um mig (kannski ekki skrýtid tar sem úti var 20 stiga hiti) og var tví bara med stuttermaboli og regnjakka. En vid skiptum okkur í rúturnar og ég var ekki í teirri sem kennarinn keyrdi, heldur hét bílstjórinn okkar Meike (og var köllud nr. 3, tar sem tvaer adrar voru med í ferdinni). Fólkid úr okkar rútu hélt svo hópinn tegar var frjáls tími (ég var reyndar í herbergi med tremur stelpum úr hinni rútunni, en taer nenntu aldrei ad gera neitt á kvöldin). Fyrst keyrdum vid í tvo tíma ad ferjustadnum tar sem vid tókum ferjuna til Amrum, reyndar stoppadi hún fyrst á Föhr svo tad var tveggja tíma ferd. Fljótlega komst ég ad tví ad ef ég héldi mig nedan tilja vaeri tad ávísun á sjóveiki, svo ég sat uppi á dekki í stuttermabol og sandölum, löngu eftir ad allir sem voru betur klaeddir voru flúnir nidur.

Tegar vid höfdum komid okkur fyrir í herbergjunum (ég var med Meike 1 og 2 og Janniku) tá fórum vid út ad skoda okkur um. Ég lenti fljótlega í slagtogi med teim úr rútunni minni og vid fórum ad leita ad eina skemmtistad eyjunnar, Bláu músinni (Blaue Maus) sem reyndist vera opinn alla daga nema fimmtudaga, en á leidinni tangad villtumst vid um allt og skodudum útsýnispalla og fleira. En svo stoppudum vid á Káta selnum (Lustige Seehund) sem er minnsta krá sem ég hef komid inn á (u.t.b. 20 fm) og tar voru nokkrir innfaeddir, teim sem kunnu frísnesku til mikillar gledi og hófust tar miklar aefingar. En tar sem allir voru daudtreyttir eftir ferdalagid fórum vid fljótlega aftur á farfuglaherbergid.

Daginn eftir rigndi stanslaust og var kalt - regnúlpan mín reyndist enn og aftur vera tarfating. Vid fórum í heimsókn í leikskóla og í grunnskóla til ad sjá hvernig frísneskukennslan er tar. Tad var mjög gaman og ég komst ad tví ad tad er ekki mikill vandi ad skilja frísnesku ef hún er tölud nógu haegt (ég skildi jafnmikid í henni tarna og ég skildi í týsku tegar ég kom fyrst til Týskalands). Í grunnskólanum áttum vid svo ad tala vid krakkana á frísnesku, allir med blöd med algengum spurningum, svo sem hvad heitirdu hvad ertu gömul o.s.frv. Stelpan sem ég taladi vid nádi engan veginn nafninu og ákvad ad lokum ad ég héti konfetti - sem vakti mikla kátínu hjá hinum í ferdinni. Tad var reyndar ekki svo slaemt en ég hef oft velt tví fyrir mér hérna ad skipta um nafn - tví allir mistyrma tví.

Tegar vid höfdum skodad kirkjugardinn (tar eru nefnilega aevisögulegir legsteinar) og kirkjuna og Ömrang húsid tá baud vinur kennarans okkar í smá partý. Upphaflega átti tad ad vera úti á ströndinni í svona strandkörfum, en tar sem tad var hellirigning, tá sátum vid í strandkörfunum inni í risastórri geymslu. Vinurinn er frísneskur og konan hans er saensk, og tau hafa sitt eigid tjáskiptamál sem er blanda af ömrang og saensku og er mjög skemmtilegt áheyrnar. Tar heyrdum vid margar sögur um fólk á eyjunum og margt fleira. Ég er viss um ad ég hefdi ordid veik tennan dag af kulda, hefdu tau ekki komid med teppi og hlýjar peysur handa okkur og annad sem bjargadi mér var koníaksstaup sem tjónninn á veitingastadnum sem vid fórum á gaf okkur - hann vard svo gladur ad fá allt í einu 18 kúnna upp úr turru.

Á laugardagsmorgninum var sem betur fer sól og hlýtt, tví tá löbbudum vid á milli eyjanna. Tad er svo mikill sandgrunnur á milli ad tegar er fjara er haegt ad labba á milli. Vid vorum öll berfaett og í stuttbuxum og röltum med leidsögumanni tarna yfir og tók ferdin trjá tíma. Tetta var alveg aedislegt, ledjuparturinn í upphafi var reyndar ekkert spes, en eftir gengum vid á sandi og ódum volga sjávarpolla og einu sinni turftum vid ad vada yfir talsvert dýpi. Annars var tetta eins og draumur. Reyndar sólbrunnu margir illa á fótum og fótleggjum út af samspili vatns og sólar - ég slapp alveg, sem ég skil ekki tví ég gleymdi ad setja sólarvörn á faeturnar og ég brann á tveimur blettum á handleggnum tar sem ég hafdi ekki borid nóg á. Sídan skodudum vid safn og var svo bodid í kaffi hjá Fering félaginu og hlustudum á fyrirlestur um vandkvaedi tess ad koma frísneskunami inn í stundatöflur skólanna og svo framvegis (Haerra hlutfall talar samt frísnesku á Föhr en Amrum, auk tess sem fleiri búa tar). Um kvöldid var frítími og tá fórum vid átta í málvísindalegt mínigolf, málvísindin gengu út á tad ad telja slögin á sem flestum tungumálum, einu máli á hverri braut. Eftir tad gengum vid um baeinn og sáum unglingavandamálid fyrir utan einu sjoppuna í baenum.

Í gaer fórum vid svo í hringferd um eyjuna med leidsögumanni, byrjudum á safni sem virtist vera í fyrrverandi fjósi og eldgamall og hress karl sagdi frá öllu tar (miklu skemmtilegri en konan sem leiddi okkur um annad safn degi ádur) og lék heimilisfólk á daemigerdum bóndabae. Og tar sem tetta var sídasta safnid sem vid fórum á verd ég ad minnast á stolt eyjarskeggja, en tad er hátídarbúningur kvenna sem kallast Tracht - mjög flottur og flókid ad klaedast honum, tekur tvo tíma og tarf hjálparmanneskju med.
Sídan sáum vid fuglakojur, sem eru búr sem villiendur voru lokkadar inn í og teim svo slátrad, stóran hringlaga gard, sem er byggdur upp af grjóti og enginn veit hvada hlutverki hann gegndi og ad lokum fórum vid í frísnesku dómkirkjuna - kirkju heilags Jóhannesar í Nieblum. Svo tókum vid ferjuna til lands og núna tók ferdin bara hálftíma og keyrdum svo heim í mesta blídvidri.

Tessi ferd var yndisleg ad öllu leyti nema einu - tad var alltof mikid um braud og rúnnstykki í henni. Tad var braud í morgunmat og svo smurdum vid okkur matarpakka sem samanstódu af braudi. Ég endadi med ad borda ekkert af matarpakkanum mínum í gaer, tar sem ég kom ekki meira braudi nidur. En tad fyrsta sem Tjódverjarnir gerdu tegar til lands var komid var ad stoppa vid skúr sem seldi sjávarfang í rúnstykkjum og fá sér ad borda, ég sagdi bara pass.

Og svo má ég ekki gleyma tví ad ég hitti mömmu á midvikudaginn. Hún var hjá Hönnu í Horsens (eftir ad hafa verid í Póllandi og Köben med kennarahjördinni) og vid ákvádum ad hittast vid landamaerin. Ég var alltof snemma á ferdinni og komst ad tví ad Padborg í Danmörku er líklega svipud helvíti - ekkert haegt ad gera tar. Reyndar komst ég ad tví í leidinni ad Andrés önd er miklu fyndnari á dönsku en týsku.
En vid fórum til Flensborgar (tar sem er pínkulítid meira ad sjá) og spjölludum saman í rúma fjóra tíma. Tad var alveg aedislegt ad hitta mömmu aftur (ég fékk svoleidis heimtráarkast í lestinni á leidinni heim) - og fá ad tala rétt tungumál. Reyndar sá ég hvad íslenskan mín er illa farin, tar sem ég turfti fyrst í stad ad hugsa alveg fullt til ad koma einni óbrengladri setningu út úr mér, en tad lagadist fljótt.