föstudagur, maí 28, 2004

Ég aetla ad nota taekifaerid, fyrst ad minnisstödvar heilans eru ekki í algerum lamasessi í augnablikinu og opna smá afmaelisdagbók fyrir allt tad fólk sem á afmaeli nú í lok maí - sem er fjöldamargt.

Magga móda vard fimmtug tann 24. maí
Öddi vard 48 ára tann 26. maí
Bára verdur 39 (eda 18-21) tann 30. maí
Ingi verdur 59 tann 31. maí
og sama dag verdur Sonja flaekingur 26 ára

Öll afmaelisbörn vikunnar fá fullt af afmaelisknúsum og heillaóskum hédan frá Tjódverjalandi og ég vona ad tid látid aldurinn ekkert á ykkur fá heldur verdid alltaf jafnung í anda.

Ég vona bara ad ég hafi engum gleymt og ad ég hafi ekki farid vitlaust med aldur - ef svo er má alveg skamma mig :-)

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ég er ordinn alltof tjódernislega sinnud upp a sídkastid, enda ekki furda tegar ég fae ad vera í svidsljósinu bara af tví ad ég kann íslensku, sem öllum finnst voda merkilegt, og undanfarna daga hef ég talad meira en gódu hófi gegnir um Ísland og íslensku og allt svoleidis - er ad hugsa um ad fara í tagnarbindindi ádur en fólk verdur virkilega leitt á mér.

Tad hófst allt á tridjudaginn, tad verda ólympíuleikar í efnafraedi hér í júlí og til ad hafa allt voda flott, tá er núna verid ad safna upptökum og uppskrifudum kvedjuordum á málum allra tátttökutjódanna til ad haegt sé ad bjóda alla velkomna á sínu módurmáli. Mér leid eins og asna tegar sá sem stjórnar tessu kom inn í týskutíma og taladi vid mig fyrir framan allan bekkinn um ad sjá um íslenskuna (tví ég held nefnilega ad hinum í bekknum finnist íslenskuathygli mín ekki skemmtileg - sérstaklega tar sem tau geta flest talad vid fjölda manns á sínum módurmálum hér). En ég fór og týddi trjár setningar á íslensku og lenti audvitad í vandraedum, hvort betra vaeri ad segja innilega velkomin eda hjartanlega velkomin og notadi tad svo bara til skiptis. Sídan átti ég ad lesa tetta inn á band og tad tók langan tíma tví teim sem tóku tetta upp fannst ég tala of lágt og svo tóku vid allskonar aefingar, tar sem vid vorum öll látin geispa og syngja meistara jakob á okkar málum.

Í gaer fór ég á kaffihúsakvöld fyrir útlendinga, vid vorum reyndar bara fimm, tar af tveir tjódverjar, en einhvern veginn aexladist tad svo ad adalgestatraut kvöldsins var ad ég skrifadi setningar á íslensku og hinir reyndu ad finna út hvad staedi tar. Ekki skánadi ástandid tegar ítalskur strákur skrifadi nafnid á Snorra Sturlusyni á blad og spurdi mig hvort ég kannadist vid hann. Audvitad gerdi ég tad og tegar í ljós kom ad hann hafdi lesid baedi Snorra Eddu og ljódaeddu, tá vard ég alveg óstödvandi, enda í fyrsta skipti sem ég hitti einhvern hérna sem veit eitthvad um norraena godafraedi (hún er nefnilega hálfbönnud hérna vegna tess ad nasistar höfdu mikinn áhuga á henni). En út frá godafraedinni spunnust umraedur um Hroll hinn ógurlega og litla víkingastrákinn Vikka (?) - alltaf gaman ad sjá hversu lítill heimurinn er. (og bara svona aukreitis, tá heitir hundurinn í Gretti Odin á týsku og Tjódverjarnir voru sannfaerdir um ad tad vaeri eftir gudinum Ódni)

Tegar ég var á leidinni heim, hitti ég fullt af fólki sem ég tekkti í straetóskýlinu fyrir framan húsid mitt og var tar kynnt fyrir bandarískum strák sem ég hafdi heyrt um allan daginn - tví hann kann nefnilega íslensku og hefur verid á Íslandi. Vid endudum svo á ad sitja vid tridja mann heillengi í straetóskýlinu og tala um Ísland og aldrei hefdi ég getad trúad tví ad tad vaeri svona gaman ad rifja upp Thule auglýsingar og bara allt sem tengist heimahögunum.

En svo ég haetti ad tala um íslensku í smástund, tá var ég í tvöföldum týskum málfraeditíma á tridjudaginn (=3 klukkutímar) og ég hélt ad kennarinn myndi drepa okkur - en mér til furdu fór bara helmingurinn af tímanum í málfraedi en seinni hlutann horfdum vid á týska stuttmynd sem heitir Schwarzfahrer (sá sem ferdast án tess ad vera med mida). Í henni sitja gömul kona og svertingi hlid vid hlid í sporvagni og hún fer ad tala um alla tessa helvítis útlendinga og er mjög neikvaed í gard allra og skammast út í tilvist teirra. Enginn svarar henni, en tegar vördurinn kemur og vill fá ad sjá farmidana, tá grípur svertinginn midann hennar og gleypir hann og audvitad trúir vördurinn teirri sögu ekki.


Og talandi um godafraedi, tá tók ég tetta próf á quizillu og ég er ekki sátt vid nidurstöduna - tetta er ekki ég (vona ég).
demicerberus
Demi-Cerberus:
A demi Cerberus is very similar to Cerberus in
appearence but the difference is that a
Demi-Cerberus only has two heads. You are
cruel and inhumane. You lack the food
intentions and sense of being that Cerberus
has. You like to play with peoples emotions
and torture them to the last. You have few
friends because many are scared of you and you
are also prone to violence.


What Mythological Creature Are You (Many Results and Beautiful Pics)
brought to you by Quizilla

Tar sem ég er frekar ósátt vid tessa nidurstödu, prófadi ég annad próf - held reyndar ad tetta sé ekki heldur ég - verd greinilega ad leita ad sjálfri mér annarsstadar en í svona prófum.


Which My So-Called Life Character Are You? Find out @ She's Crafty

föstudagur, maí 21, 2004

Tá er ég búin med ritgerdina mína, tralalala. Eini gallinn er ad ég veit varla hvad ég á ad gera af mér núna, allar mínar hugsanlegu frístundir hafa farid í hana (eda hugsa um ad ég aetti ad vera ad skrifa hana). En tá er bara ad einbeita sér ad ödru, fann til daemis hérna á bókasafninu ófáa hillumetra af íslenskum skáldsögum og er samsetningin alveg kostuleg á köflum, en litla tjódarhjartad mitt sló ögn hradar tegar ég sá ad hér er íslensku rithöfundunum radad eftir fyrra nafni en ekki tví seinna.

Ádan tegar ég kom heim af bókasafninu brá mér rosalega tegar ég heyrdi umgang á efri haedinni. Fyrst hélt ég ad einhver hefdi brotist inn, tví allir sambýlingarnir fóru heim í langt helgarfrí, en tá var tad bara Isi sem var komin aftur til ad laera undir eitthvad próf. Ég er eiginlega fegin, betra ad hafa einhvern annan tarna heldur en ad vera alveg ein. Vid sammaeltumst um ad ef ad vedrid verdur tolanlegt á morgun tá aetlum vid ad fara í laeriferd á ströndina - tad verdur allaveganna ný lífsreynsla, ad laera á ströndinni :p

Ég var ad hugsa um ad fara í bíó í kvöld ad sjá hina margumraeddu Tróju, sem midad vid umtal er frekar hraedileg (og örugglega enn verri á týsku) en eftir ad ég skodadi heimasídu bíósins finnst mér tetta fullflókid - tví bara verdskráin naer til 12 mismunandi flokka, fer eftir dögum og svo framvegis. En ég skelli mér kannski bara á morgun í stadinn.

Laugardaginn sídastlidinn fór ég í vettvangsferd til Lübeck, sem er stórfalleg borg hérna rétt hjá - hún var nefnilega ekki sprengd í strídinu út af tví ad Raudi krossinn hafdi adsetur tar. Vid vorum um tad bil 40 í hóp og höfdum leidsögumann í upphafi, sem sagdi okkur sögu stadarins og sýndi okkur tvaer staerstu kirkjurnar, eftir tad höfdum vid frjálsan tíma. Ég eyddi mínum í Búddenbrúkkshúsinu, tar sem Tómas Mann og fjölskylda áttu reyndar ekki heima, en afi hans og amma. Tad var mjög fródlegt og nú veit ég allt um tessa ágaetu fjölskyldu. Ég fór líka á markadinn sem er haldinn á Rádhústorginu, sem er pínkulítill ferhyrningur. Tar voru allir klaeddir í midaldabúninga og einn madurinn var meira ad segja í brynju. Tarna var haegt ad kaupa midaldaföt og midaldaskartgripi, horfa á járnsmid ad störfum og svo framvegis. Til minningar keypti ég mér tréblokkflautu, virkilega fallega, en ég er ekki alveg viss um ad sambýlingarnir kunni ad meta tad - en tá kannski haetta teir ad stilla útvarpid í eldhúsinu í botn tegar ég er ad reyna ad hugsa. Vid endudum svo daginn á eins og hálfs tíma leidangri um eitthvad sögufraegt hús med leidsögumanni sem taladi og taladi med tilbreytingarlausri röddu, mjög flott hús, en ég hefdi dvalid tarna í mesta lagi hálftíma hefdi ég verid ein. Eftir tessa ferd var ég mjög ánaegd ad hafa farid ein til Berlínar, tví ég sé alveg fyrir mér hvernig vaeri ad vera tar med hóp - frjáls tími í klukkutíma, svo allir saman ad skoda eitthvad sem kannski helmingurinn hefur áhuga á og alltaf stress ad vera á réttum tíma.

En um kvöldid hitti ég Jaz, eina af amerísku stelpunum, af tilviljun og vid endudum heima hjá Söru, sem er frá sama landi. Pólskur sambýlingur hennar var ad horfa á Júróvisjón og ég fékk ad horfa med - ameríkanarnir kunnu ekki ad meta tad. Mikid skammadist ég min fyrir íslenska lagid, tad var alveg hryllilegt og hverjum datt í hug ad láta söngvarann klaedast hvítum fötum (hvítt fer sárafáum karlmönnum vel), sérstaklega tegar allir virtust vita ad hann vaeri í hljómsveit sem héti í svörtum fötum. Danssporin voru líka mjög misheppnud. Mér til mikils léttis var útgangurinn á pólsku söngkonunni enn verri. Stigagjöfin var svo allt allt of langdregin - 36 lönd, verdur örugglega breytt á naesta ári. Annad sem maetti breyt er tungumálid sem sungid er á, keppnin hefur misst stóran hluta af sínum upprunalega sjarma eftir ad allir fóru ad syngja á ensku og nú heyrir madur hvad textarnir eru slaemir. Mér finnst ad á naesta ári eigi Íslendingar ad vera ödrum Evróputjódum gód fyrirmynd og syngja á íslensku - tannig myndu teir skera sig úr og fá fyrir vikid fleiri stig.

og próf ad lokum.... er ég tá Jane??? Hef ekki einu sinni séd tessa mynd svo ég veit ekki hvort fleiri kvenpersónur fyrirfinnast í henni. Eda kannski er ég bara Tarzan sjálfur, efast samt um tad, var aldrei neitt spes í Tarzanleikjum í leikfimi
CWINDOWSDesktoptarzan.jpg
Tarzan!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, maí 18, 2004

Af hverju er tad alltaf svoleidis ad tegar madur á ad vera ad skrifa ritgerd er allt sem leynist á netinu svo ótrúlega spennandi? Og tá meina ég allt, í gaer var ég tad djúpt sokkin ad ég var farin ad lesa innlegg á femin um hvad vaeri til ráda tegar ungabarnid manns er med hardlífi - og sídast tegar ég vissi var ég alveg barnlaus.

En tad ad ritgerdavinnan gangi haegt er ekki furda tegar litid er til tess ad:
1) alltaf tegar ég er komin í stud, tá tarf ég ad maeta í tíma - stundataflan mín er einkum ósamfelld og med tilliti til tess ad ég tarf um tad bil klukkutíma af rápi á netinu eda kapli (í netlausum tölvum) til ad koma heilanum í skrifgír, tá verda öll tessi tveggja tíma göt mín fremur ódrjúg.
2) ég kemst bara í tölvur á bókasafninu og tölvuherberginu er lokad klukkan 21:30
3) tessar "yndislegu" tölvur hafa ekki ritvinnsluforrit - fyrst vissi ég ekkert hvad ég aetti ad gera en tar sem neydin kennir naktri konu ad spinna tá er ég núna ad skrifa ritgerdina á bloggsídu (tví tar er haegt ad hafa kaflaskiptingar) og tad gengur haegt
4) tessar "yndislegu" tölvur slökkva á sér án vidvörunar ef madur er á sömu sídunni í meira en 10 mínútur án tess ad klikka á eitthvad
5) íslenskustödvarnar í heilanum tjást af rydgun, á í erfidleikum med ad búa til fallegar og skiljanlegar setningar sem eru ekki fimm til átta línur á lengd (en tar sem tessi ritgerd er fyrir latínudeildina er tad kannski í lagi)

Annars er ég farin ad halda ad ég líti óhemju unglega út tessa dagana, hélt ad ég vaeri ordin fullordin tví sídasta árid hefur enginn spurt mig um skilríki til ad komast ad aldri mínum. En hér gegnir sko ödru máli, ég fór til daemis á McDonalds um daginn og pantadi mér tad sama og ég geri venjulega, nema hvad madurinn sem afgreiddi mig byrjadi ad röfla eitthvad um matsedla og vildi endilega kalla máltídina mína barnamatsedil. Tar sem tad skiptir mig engu hvort maturinn minn er barna eda fullordins kinkadi ég bara kolli svo hann yrdi ánaegdur. Ég veit ekki hvort hann gladdist mikid en tegar ég tók bakkann minn og aetladi ad ganga í burtu sagdi hann mér ad bída og nádi svo í dótid sem fylgir víst med svona barnamatsedlum. Ég var adeins of hissa til ad heimta litríku umbúdirnar sem krakkar fá. Svo nú á ég ofsaflotta dúkku sem er algjör gella í magabol og gallapilsi (stórefast um ad tetta sé hollt fyrir vidkvaemar sálir) og alles og er svona ad furda mig á tví hvort tad sé skylda hjá tessum stödum ad láta dót fylgja barnamatsedli eda hvort ég líti bara svona unglega út eda hvort hann hefur haldid ad mér myndi leidast ad borda ein.

Annad daemi um aesku mína og sakleysi, ég frétti tad hjá einni af amerísku stelpunum ad tegar runnid var af blótstráknum hafi hann verid alveg í rusli yfir ad hafa kennt mér öll tessi ljótu ord. Ekki baetti úr skák ad taer hundskömmudu hann fyrir ad reyna ad spilla mér. Ekki tad ad ég aetli ad gera mjög lítid úr blótinu hans (sem var eiginlega bara eitt ord í mismunandi útsetningum) en tetta ord hef ég heyrt ad medal tali tíu sinnum á dag (ef ekki oftar) sídan ég byrjadi í 6 ára bekk og hef aldrei skilid hvad vaeri svona svakalega slaemt vid tad. Ég held ad tarna sé gráupplagt atvinnutaekifaeri fyrir Sonju, tegar ritgerdinni tinni er lokid geturdu ferdast um heiminn og kennt fólki ad blóta almennilega.
Tjódverjarnir eru nebbla ekkert skárri, ef eitthvad er slaemt er tad Scheiße - en ef tad er virkilega slaemt er tad Doppelscheiße og tar med er teirri upptalningu lokid.

En fyrst ég er ad lýsa unglegheitum mínum yfir er ekki úr vegi ad minnast úr atvik úr ökuskólanum í fyrra. Tar sat ég og var svo algjörlega langelst og fannst ég vera svo áberandi og hélt ad allir saeju eins og skot hvad ég vaeri gömul og langadi eiginlega bara ad sökkva ofan í jördina. Í einum frímínútum fór ég eitthvad ad tala vid eina stelpuna tarna og hún spurdi mig hvenaer ég aetti afmaeli - ég sagdi eins og satt var ad ég aetti afmaeli í september, hún horfdi á mig og sagdi svo, "vodalega ertu dugleg ad vera ad taka ökuskólann svona snemma tegar er svona langt tangad til ad tú átt afmaeli". Mér fannst ég nú ekkert vodadugleg, sérstaklega tar sem ég var ad verda 23 en ekki 17 en fannst tetta samt ad sumu leyti vera hrós.

Og smá Remus ad lokum og bara fyrir tá sem hafa áhuga á Harry Potter, tá er J.K. Rowling búin ad opna virkilega flotta heimasídu - jkrowling.com

FlawedHero!Remus
How do you define Remus Lupin?

brought to you by Quizilla

föstudagur, maí 14, 2004

Og tad tókst núna. Ég held ad ég sé ordinn bloggsjúklingur - ég komst ekki inn á bloggid í gaer og vard alveg midur mín. Samt var tad ósköp fátt sem ég hafdi ad segja, eiginlega ekki neitt - tetta er alveg stórhaettulegt.

Á midvikudagskvöldid fór ég á svona Sprackspielabend, sem er fyrir útlendinga og tá Tjódverja sem nenna. Sídast var fullt af fólki en núna maettu bara átta. Leikirnir voru skemmtilegir - en fullerfidir fyrir fólk sem hafdi ekki týsku ad módurmáli, en ég er viss um ad ég mun pína einhverja í tessa leiki á íslensku tegar ég kem heim, bídid bara ;-)
Annar fólst í tví ad tad var skipt í tvö lid, og svo dró einn leikmadur spjald med fjórum ordum og átti ad tala í tvaer mínútur og koma öllum ordunum ad - hitt lidid átti svo ad giska (í fjórum giskum) hvada ord tad hefdu verid sem stódu á spjaldinu og fékk stig fyrir hvert rétt svar en lid sögumanns stig fyrir hvert vitlaust svar. Ég var alveg svakalega gód í tessu og lidid mitt fékk fjögur stig fyrir söguna sem ég sagdi, reyndar held ég ad adalástaedan fyrir tví hafi verid sú ad hitt lidid skildi ekki ord af tví sem ég sagdi - enda á skelfilegri týsku - ég held ad tau hafi giskad á öll tau fjögur ord sem tau heyrdu skýrt og greinilega. Sagan mín átti ad innihalda ordin: Stúdentagardsherbergi, elskendur, taka afsökun til greina og vedurfréttir.

Seinna um kvöldid datt Issí og Lindu í hug ad fara á ströndina og budu mér med. Vid fórum ad Olympíustadnum og ströndin er alveg pínkulítil eiginlega ekki neitt (álíka og í Nauthólsvík). Tarna vorum vid nánast í svarta myrkri og fórum svo ad skoda seglskúturnar sem lágu tarna rétt hjá. Tessi strandferd hafdi tau áhrif á okkur allar ad heim komnar fórum vid beint í rúmid og sváfum allt of vaert og vorum ad deyja úr treytu í gaer - heilnaemi sjávarloftsins.

Mig dreymdi reyndar furdulegan draum, örugglega undir áhrifum frá Berlínarferdinni, en ég var í týska hernum og var áhorfandi á skemmtun tar sem allir aedstu embaettismenn seinni heimsstyrjaldarinnar voru. Allt í einu fór Eva Braun upp á svid og leit út eins og Marlene Dietrich og söng lag med Britney Spears og Hitler vard svo gladur ad hann fór ad dansa og var tá í skátastuttbuxum og tíglóttum, marglitum sokkabuxum undir.

Og bara svona ad lokum smá próf, tar sem leitarvélin á quizillu er komin í lag og ég get tekid skrýtin próf.

You are a TRUE blackadder fan....right, thankyou, now sod off
You are a TRUE Blackadder fan...well done, now sod
off :D


How much of a Blackadder fan are you?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, maí 12, 2004

GIRLY GIRL - Clever Kitty
A GIRLY-GIRL. You dont have a lot of self-esteem
and people are always bringing you down for
being sad. What do they know, anyway? You feel
like youre too mature for your age and are
frustrated by the trend-followers who refuse to
accept you because youre not like them.
Your virtues: Intelligence, understanding nature,
modesty.
Your flaws: Lack of social life, inferiority
complex, timidity..




What kind of girl are you?
brought to you by Quizilla


Ég held ad tetta sé ekki ég ... samt passar lýsingin nokkurn veginn, en ég er ekki girly girl - tar sem tad er ad mínu mati stelpur sem eru stelpulegar, klaeda sig í bleikt og eitthvad. Veit ekki alveg hvad ég aetladi ad segja en tad er allt í lagi :-)

þriðjudagur, maí 11, 2004

Tá er fyrstu námslegu trekrauninni minni lokid. Ég hélt fyrirlestur á týsku - en trátt fyrir ad hafa aeft mig ad lesa tann teksta sem mér var úthlutad, tá gekk tad ekki alltof vel. Tad eina sem mér gekk vel ad lesa var ljód (sem ég kalladi ekki Dicht heldur Lied, sem er lag en hverjum er svosem ekki sama), sem var endapunktur fyrirlestrarins. Mér fannst tad ad láta mig lesa ljód vera út í hött, en tad lukkadist engu ad sídur betur en lausamálstextinn. Hinir nemendurnir fengu útprent af fyrirlestrinum svo tad skemmdi ekkert fyrir teim ad hafa málhaltan útlending í tessu. Nokkrar stelpur flissudu, en taer gera slíkt hid sama tegar kennarinn talar af tvi ad hann er skoskur - talar samt mjög góda týsku (held ég).

Í gaerkvöldi aetladi ég rétt adeins ad skreppa á skólaskemmtun, en tar sem ég tafdist heima vid ad tala vid sturtustrákinn um áhrif sameiningar austur og vestur týskalands tá var ég ekki komin tangad fyrr en um hálftólf. Samtalid var virkilega fyndid, tar sem vid skiptumst á ad tala á ensku og týsku og enskan hans er álíka léleg og týskan mín.
En skemmtunin, sem var haldin í tjaldi vid hlidina á skólabyggingunni, reyndist mun skemmtilegri en ég bjóst vid og langflestir af hinum útlendingunum voru tar og plómusnafsamadurinn líka, tónlistin skemmtileg og allir dönsudu og skemmtu sér vel, tangad til klukkan var ordin trjú, tá fór fólk ad tínast heim. Ég átti mjög athyglisvert samtal vid einn af bandarísku strákunum, tar sem hann var ad útskýra fyrir mér hin ýmsu málfraedilegu gildi ordsins fuck og tók daemi af öllum ordflokkum - sídan aetladi hann ad kenna mér ad blóta á ensku og sagdi ad í tví vaeri málfraedin adalatridi - ég er ekki alveg viss um ad allir séu sammála tví, en mikid óskaplega var blótordafordin fátaeklegur hjá honum. Ég held ad tetta sé reyndar eitthvad fyrir Sonju ad rannsaka :)

En tessir ameríkanar eru svo yndislega fyndnir, ég skil ekki alveg tankaganginn hjá teim - sem gerir tetta enn fyndnara, tví tau meina allt sem tau segja. Ein stelpan vill ekki drekka áfengi, sem mér finnst fínt hjá henni tar sem hún skemmtir sér med ödrum án predikana, en hin eru alltaf ad agnúast út í hana og skilja tetta ekki alveg - tvaer stelpnanna voru alveg: -Aetlardu aldrei ad drekka? -Nei -En aetlardu ekki einu sinni ad drekka kampavín tegar tú giftir tig? -Nei -En tá geturdu ekki gifst.
Svo var tad strákurinn sem aetladi ad vera sídastur eftir inni í tjaldinu -fyrir Ameríku, og hélt áfram ad tala um tad sem madur gaeti nú gert fyrir födurlandid. Tad ad vera sídasti uppistandandi madurinn á svaedinu er sumsé eitthvad sem haegt er ad gera fyrir födurlandid.
Nú er ég virkilega ad hugsa hvad ég geti gert til ad heidra födurland mitt í sama anda, en dettur barasta ekkert í hug ;)

En ástin blómstrar alls stadar tessa dagana enda vor og á einhvern óútskýranlegan hátt er ég ordinn helsti ástarrádgjafinn á svaedinu - hvad í ósköpunum vard til tess veit ég ekki, en núna koma margir til mín og bera sig aumlega yfir tví hvad teir/taer séu nú skotnar í tessari/tessum og hvad sé mögulegt ad gera í stödunni og hvad hinn adilinn hafi nú gert eda sagt sídast og hvernig megi túlka tad.

mánudagur, maí 10, 2004

Mér hefnist fyrir ad fara ekki beint heim eftir tíma. Núna sit ég föst á bókasafninu og tad eru trumur og eldingar og hellirigning. Rétt ádan var mjög hlýtt og sól og fínerí og ég er bara í stuttermabol og á sandölum. Tad er samt eitthvad mjög heillandi vid trumvedur, kannski tad ad tau eru mjög mjög sjaldan á Íslandi, en tad er samt fremur ógnvekjandi hversu nálaegt tessar eldingar eru. En fyrst ég er hvort ed er föst hérna get er best ad byrja á ferdasögunni.

Ég fór hédan á föstudagsmorgni, tók fyrst lest og sídan rútu og var komin til Berlínar um tvöleytid. Ég var búin ad panta gistingu á ódýrasta hótelinu sem ég fann á netinu - heitir Gastinger Hof - en hafdi ekki hugmynd um hvar tad var. Allaveganna ekki í ferdahandbókinni minni. Tannig ad tegar ég kom til Berlinar, elti ég bara hitt fólkid sem hafdi verid í rútunni - hugsadi sem svo ad tad hlyti ad vera ad fara eitthvad. Og mikid rétt, allir fóru ad naestu nedanjardarlestarstöd - tar hékk meira ad segja risastórt kort af Berlín med öllum götum og öllum nedanjardarstödvum, svo ég fann hótelgötuna á kortinu og hvar naest stopp vaeri. Sídan keypti ég mér kort og lagdi af stad. Reyndar fannst mér furdulegt ad tad var engin gaesla med tví hvort fólk vaeri med kort eda ekki og engar hótanir um alvarleg vidurlög ef fólk vaeri ekki med kort. Ég tordi samt ekki ödru en ad kaupa mér kort, en hefdi getad sleppt tví tví enginn stödvadi mig alla helgina.

Ég komst á rétta lestarstöd, en ad finna réttu götuna var smá hausverkur tví ég var ekki med kort af tessu svaedi og audvitad beygdi ég í vitlausa átt og fékk 20 mínútna gönguferd í kaupbaeti - en tar sem ég var bara med bakpoka var tad ekkert mál. Hótelid reyndist fínt, eldgamalt hús og tad brakadi í öllu og lofthaedin var fimm til sex metrar - innifaldni morgunmaturinn reyndist aetur svo ég hef ekki yfir neinu tadan ad kvarta.

Ad farangrinum eftirskildum fór ég ad rápa um borgina, fór fyrst á Kufürstendamm, sem ferdahandbókin mín sagdi ad vaeri eitthvad sem madur tyrfti ad gera. Tar voru bara búdir og enn fleiri búdir - og tar sem ég aetladi ekkert ad versla, rölti adallega um og skodadi fólkid. Reyndar lenti ég í tví tá sem og hina dagana ad finnast nöfnin á lestarstödvunum hljóma svo spennandi ad ég bara vard ad fara út tar og skoda heiminn - reyndar leyndist enginn höll vid Schloßstraße og svo framvegis, tannig ad ég held ad forvitni mín hafi ekki alveg verid til góds tar.

Laugardagurinn vard miklu meira spennandi og túristalegur, tá hóf ég daginn á Parísartorgi, en vid tad standa Brandenburgarhlidid og Reichstagen. Hvort tveggja stórfenglegar byggingar, vid Reichstagen mátti sjá línu tar sem Berlínarmúrinn hafdi stadid og vída mátti sjá hvíta krossa til minningar um tá sem voru drepnir í tilraunum sínum vid ad komast yfir múrinn. Alls stadar í Berlín má finna eitthvad til minningar um strídid, eitthvad sem laetur koma svona kuldahroll nidur bakid á mér. Fyrst skildi ég ekkert í tví, strídinu lauk fyrir 60 árum og vaeri best ad gleyma tví, en svo fattadi ég ad teir vilja koma í veg fyrir ad svona gerist aftur. Med tví ad minna alla á hörmungarnar tá er spornad vid tví ad slíkt og tvílíkt geti endurtekid sig - enginn furda ad Tjódverjar skuli hafa verid á móti Íraksstrídinu. Alls stadar mátti svo sjá í borginni fána evrópubandalagsins og borda sem budu nýju tjódirnar velkomnar tangad. Rétt hjá Reichstagen er svo minnismerki Sovétmanna um tá sem létust í bardögum um Berlín.

En tarna rétt hjá er hin stórkostlega breidgata, 17. júní straeti - og sem sannur Íslendingur vard ég eiginlega ad ganga hana. Ég er ordin svo tjódraekin í seinni tíd, sá íslenska fánann á vegg í skólastofu (tad er A4 blad litad sem íslenski fáninn) og hlýnadi alveg um hjartaraeturnar. Tetta straeti var oft notad undir skrúdgöngur og fleira enda vel til tess fallid. Á hinum enda tess var sigursúlan, stórglaesilegt minnismerki um strídin trjú sem Tjódverjar unnu 1861-1870, innan í henni var safn og haegt ad fara upp 285 trep alveg upp á topp og horfa yfir borgina - sem ég og ákvad ad gera. Fyrst var tad ekkert mál og eftir svona 50 trep var fyrri útsýnispallurinn og tar var á veggjunum risastórt mósaíkverk med myndum af bardögum gegn Frökkum - adalatridi myndarinnar var tar sem Germania, týska baráttuvalkyrjan, sendi stóran fálka gegn minni fálka frönsku baráttukonunnar. Svo hófst tad slaema - allt í lagi ad tramma upp tröppurnar, eda hringstigann - en ad líta nidur á midri leid og sjá hvad var langt nidur og ekkert á milli nema eitt lítid handrid, sérstaklega tegar ég maetti fólki á nidurleid - tví tad var einhver haegri regla gildandi tarna. Ekki tók svo betra vid tegar út kom, tví pallurinn var bara um tad bil hálfur metri á breidd og tar sem ég treysti ekki grindverkinu, halladi ég mér ad húsinu og passadi mig ad detta ekki nidur - eftir smá stund gat ég skodad útsýnid, sem var stórbrotid, nema hvad hvergi var fjöll né sjó ad sjá - skil ekki hvernig fólk getur lifad án tessa tvenns.

Sídan fór ég á nokkur söfn og rölti um baeinn og sá merkar byggingar, tar á medal minningarkirkju Vilhjálms fyrsta. Í strídinu vard hún fyrir sprengju og stendur nú bara hálf, furdulegt fyrst ad sjá hana tilsýndar, tví tad vantar ofan á turninn og á bakhlid kirkjunnar má sjá inn í hana, tad eina sem er óskemmt er andyrid og tar mátti koma inn. En einhverjum snillingi datt í hug ad byggja nýja kirkju vid hlidina á teirri gömlu, sem vaeri sosum í lagi, ef nýja kirkjan vaeri ekki forljótur steinkumbaldi sem skemmdi algjörlega útsýnid á gömlu flottu kirkjuna. Sídan rölti ég lengra áfram og rammvilltist, en fattadi tó ad ég hlyti ad vera í austur-berlín, tar sem allsstadar voru risastórar Sovjétblokkir og nokkur saet eldgömul minnismerki inn á milli. Um kvöldid fór ég svo á tónleika, tókst ad fá mida eftir ad ég ákvad ferdina, og skemmti mér bara býsna vel.

Adalminjagripirnir í Berlín eru allskonar útgáfa af böngsum (Berliner Bär) - en út um alla borg má sjá styttur af böngsum í öllum regnbogans litum, og brot úr múrnum - sem ég trúi alveg fyllilega ad séu úr múrnum (eda tannig).
Tad er ágaett ad ferdast ein ad tví leyti ad tá fae ég ad frekjast og gera tad sem ég vil án tess ad nokkur verdi fúll og ég get villst í fridi - tad neikvaeda er ad ég gat ekki deilt upplifuninni med neinum.
Svona betlisöngvarar voru mjög duglegir ad hoppa inn í lestarvagna og spila milli tveggja stödva, safna peningum og fara svo í naesta vagn. Tad var mjög hressandi fyrst - sérstaklega í fyrsta skiptid tar sem hálfgalin dönsk fjölskylda sem var í vagninum fór ad syngja med - en vard fljótt leidigjarnt.
Hertha Berlin spiladi vid Dortmund og vann á laugardeginum - en Dortmundarmenn settu heilmikinn svip á annars fremur túristafátaeka borg, allir í gulum og svörtum peysum og voru margir hverjir ad vaeflast á svipudum stödum og ég.

Á sunnudeginum kom sér vel ad hafa bara bakpokann med, tví ég hélt áfram ad túristast eftir ad hafa tékkad mig út af hótelinu. Ég fór í listasafnid, dómkirkjuna og á flóamarkad og sídan ákvad ég ad ég gaeti ekki farid farid frá Berlín, án tess ad sjá múrinn - eda einhverjar leifar hans. Audvitad gekk brösulega ad finna hann, tó svo ad ferdahandbókin segdi mér á hvada stöd aetti ad fara út, beygdi ég einfaldlega í vitlausa átt og tók langan tíma ad finna réttan veg aftur en sá margt skondid, medal annars kvikmyndasafn og staersta bíó í Berlín - í rútunni á leidinni heim las ég svo ad um tad bil hálftíma eftir ad ég var ad villast tarna tá var Trója frumsýnd og flestir leikararnir maettu á svaedid til ad ganga rauda dregilinn, svo ég rétt missti af tví.

En ég hélt bara áfram ad villast smá og í grenjandi rigningu - sem er tad sem madur faer tegar madur pakkar nidur sólarvörninni en skilur regnkápuna eftir heima - og ad lokum fann ég múrinn. Kom mér á óvart hvad hann var tunnur, ekki nema svona 10 sentimetrar, og ekkert svo hár - ég ímyndadi mér alltaf eitthvad ókleift, en ef tad voru fullt af vördum tarna tá skil ég tad betur (hinum megin vid götuna var eitthvad merkilegt hús, sem einn hermadur gaetti og ég vard alveg skíthraedd). Tessi hluti múrsins stendur vid Niederkirchenstraße, sem ég komst fljótlega ad ad hefdi ádur fyrr heitid Prinz Albrechtsstraße (og hafandi lesid Sven Hazel og Jack Higgins frá tví ég var 10 ára, vissi ég alveg hvad tad týddi). Vid tessa götu voru höfudstödvar nasista og Gestapó á sínum tíma - eftir strídid voru húsin rifin og jöfnud vid jördu, en nú er búid ad grafa nidur fyrir grunninn og setja upp spjaldasafn sem hangir á nedsta hluta veggja tess húss sem ádur var Prinz Albrechtsstraße 8 - sem gerdi tad enn sögulegra. En á tessum spjöldum var saga strídsins rakin út frá tessum stad.

Tad sem ég sá mest af í tessari ferd voru annarsvegar minnismerki um strídin 1863-1870 og leifar hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar og kannski ekki úr vegi ad himinninn graeti smá á medan ég skodadi tetta. En tegar rútan keyrdi af stad frá Berlín stytti upp og sólin fór ad skína.
Í Hamborg reyndist hryllilegt vesen ad fá lestarmida heim, midasalan var til daemis eins langt frá brautarpöllunum og mögulegt var og reyndist lokud tegar til kom og ég hafdi bara smá stund til ad fatta hvernig sjálfsalarnir virka, en eftir smá hlaup og vesen nádi ég lestinni heim. Furdulegt en satt, Kiel er ordin heim fyrir mér, veit ekki alveg hvernig tad verdur ad fara hédan en tad eru enn rúmir trír mánudir tangad til.

Hérna aetla ég svo ad setja punkt, hef örugglega gleymt einhverju en meira kemst ekki fyrir í bili. Ef pósturinn reynist of langur má alltaf lesa hann í bútum ;-)
kermit.jpeg
You are Kermit the Frog.
You are reliable, responsible and caring. And you
have a habit of waving your arms about
maniacally.


Tad var gaman í Berlín. Ótrúlegt hvad mér tókst ad sjá á tremur dögum og hvad mér tókst ad villast mikid. Fattadi tad á endanum ad til ad komast leidar sinnar í nedanjardarlestarkerfi Berlínar, tá má madur ekki hugsa neitt, heldur fylgja pílum. Tar sem mér finnst gaman ad hugsa og var oft alltof upptekin af tví ad horfa á fólk, tá villtist ég nokkrum sinnum nedanjardar, fór í vitlausa átt og svona - en tad vard bara til góds, tví tá sá ég óvaenta stadi.

En tar sem ég verd ad fara í skólann núna (já, ótrúlegt en satt tá er ég líka í skóla hér og er einmitt ad fara í frísneska ordsifjafraedi núna) tá kemur ferdasagan sídar.

Svo vard ég bara ad taka tetta próf, eftir ad ég sá tad á sídunni hennar Úllu - og audvitad er ég Kermit, K er besti stafurinn

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Hi ho!" "Yaaay!" and
"Sheesh!"
FAVORITE MOVIE:
"How Green Was My Mother"

LAST BOOK READ:
"Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the
Internet"

HOBBIES:
Sitting in the swamp playing banjo.

QUOTE:
"Hmm, my banjo is wet."


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, maí 06, 2004

Fékk tölvupóst ad heiman, tar sem mamma sagdi mér ad fyrsti vísareikningurinn vaeri kominn. Tetta er ákvedin manndómsvígsla - nú er ég komin med alla fullordinspunktana mína - á gemsa, er komin med bílpróf og á vísakort. Mér finnst ég samt ekki hafa fullordnast mikid, enda tók ég tessa áfanga í haenuskrefum. En fyrsti vísareikningurinn var 35.882 krónur, ef einhver hefur áhuga á ad vita tad og staersti hlutinn innritunargjöld í HÍ. Sumsé ekkert spennandi, en ég held ad naesti reikningur verdi stórum athyglisverdari - ótrúlega gaman ad eiga svona kort, eini gallinn sá ad ég veit ekki hvad ég á mikinn pening, alltaf búin ad eyda hluta fyrirfram. Hef tad á tilfinningunni ad ég muni laesa tad inni í skáp tegar ég kem heim, en tad eru alveg trír mánudir tangad til ;-)

Líka mjög gaman ad geta pantad allt mögulegt á netinu, svo gaman ad á morgun er ég ad fara í algerlega netpantada ferd til Berlínar yfir helgina. Veit reyndar ekki hvad ég aetla ad gera tar - en er búin ad útvega mér ferdahandbók og sirka út athyglisverd söfn og svo aetla ég ad skoda mannlífid og villast smá. Gaman ad vera túristi ádur en túristavertídin byrjar.

I´ve got nothing to say but it´s OK (gaman ad vita hvort einhver kannast vid tessa tilvitnun)
Hef eiginlega ekkert meira ad segja, en ég skrifadi svo mikid í gaer ad tad gerir ekkert til. Tók próf á Quizillu sem sýnir mér hvers kyns rithöfundur ég er - veit ekki hvernig tetta passar vid tad sem ég skrifa (sem er nú ósköp lítid nema á tessa blessudu bloggsídu - en hef tad á tilfinningunni ad plott séu ekki mín sterkasta hlid, samanber alla útúrdúrana sem ég tek hér), en tetta er allaveganna tad sem mér tykir skemmtilegast ad lesa.

Plot
You're a Plot writer!


What kind of writer are you?
brought to you by Quizilla


Og tar sem ég byrjud ad taka próf, kemur annad adeins fjörugra. Mér finnst tessi nidurstada passa mér ágaetlega. Ég er sandali, ég er sandali .... (hljómar samt ekki neitt voda vel)

sandals
Sandals- peaceful, daydreamy, and thoughtful, you
often find yourself staring into space. When
you aren't out volunteering you are often just
dreaming away. You enjoy the company of
friends sometimes but enjoy peace and quiet.
[please vote! thank you! :)]


What Kind of Shoe Are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég er aftur ordin ad aumingjans litla, vitlausa útlendingnum hérna. Aetti á tessu augnabliki ad vera ad búa til fyrirlestur med tveimur ödrum stelpum, en taer tilkynntu mér mjög vinalega í dag ad taer vaeru fljótari ad gera tetta tvaer og aetli ad gera minn hluta líka. Ég á ad maeta til teirra á morgun og fá útprent af tví sem ég á ad segja. Taer meina tetta á besta veg og ég veit ad ég er ekki mikil hjálp tegar ég skil ekki alveg allt sem taer segja og tad tefur eiginlega bara fyrir ad hafa litla vitlausa útlendinginn med, en gátu taer ekki fattad tad ádur en ég las 400 bladsídna bók fulla af tölfraedi?

Tegar ég var ad koma frá teim, hitti ég Önju frá Rússlandi og hún baud mér í heimsókn og vildi endilega gefa mér eitthvad ad borda. Ef ég aetti ekki spegil myndi ég halda ad ég liti einkar sultarlega út tar sem allir vilja gefa mér ad borda hérna - fólk má varla sjá mig án tess ad bjóda mér í mat. En ég taladi lengi vid hana, henni leidist og mér skilst ad hún sé alveg haett ad maeta í tíma hérna og er bara heima allan daginn - audvitad leidist henni, en ég taldi hana á ad koma med í vettvangsferd til Lübeck á Júróvísjóndaginn. Veit annars ekki alveg hvernig ég á ad snúa mér í teim málum - bíóid á svaedinu sýnir keppnina á stóru tjaldi, en tad er ekkert gaman ad fara tangad ein og allir sem ég hef spurt útí Júróvísjón segjast aldrei horfa á keppnina og ad teirra land sé hvort ed er alltaf nedst. Hvernig er annars íslenska lagid? Ég hef bara heyrt tad einu sinni og er búin ad gleyma hvernig tad hljómar.

En svo ég snúi mér aftur ad framhaldssögunni um síldaraevintýri helgarinnar (sem er árviss atburdur og var í ár skipulagt af fjórum finnskum stelpum). Sídasta kapítula lauk tar sem ég fékk loksins leyfi til ad snúa aftur til míns heima um sexleytid á laugardagsmorgni - og tar sem tad tekur um tad bil 40-50 mínútur ad ganga heim, var ég tar um sjö. Skellti mér í sturtu og svaf svo Nick Knatterton svefni til klukkan hálfellefu og vaknadi tá hress og endurnaerd. Kom á réttum tíma á svaedid (skil ekki af hverju ég var svona stundvís) og tá var búid ad hengja upp borda og blödrur og ad rada bordum í stóran ferhyrningshring og pláss fyrir 120 manns (íbúa hússins og utanadkomandi, sem flestir voru Finnar)- mjög ljósmyndavaent, en ég var audvitad ekki med myndavél (einn ótalmargra hluta sem ég aetladi ad taka med en gleymdi). Ég skar mig soldid úr hópnum tví ad tad var skylda ad vera med asnalegan hatt og tar sem ég er ekki med neinn hatt hér og hafdi ekki hugmyndaflug til ad búa til einn úr pappír var ég berhöfdud, en tad var allt í lagi. Reyndar er tetta tilefni nýtt til ad nota stúdentshúfurnar - og allir Finnar bera taer á fyrsta maí, sem mér finnst snidugt, mín hefur bara rykfallid uppi í skáp undanfarin fjögur ár.

Ég sat hjá Svíunum og Dönunum og tetta byrjadi allt saman mjög vel, allir höfdu diska med kartöflusalati, gúrku, tómati og eggi og svo gengu diskar med kjötbollum og síld. Flöskur af vodka, sterkur víni sem er eins á bragdid og hot´n´sweet, raudvíni og sérfinnskri áfengisblöndu sem heitir siimo (á saensku mjöd). Svo var líka nóg af bjór (reyndar dönskum, sem var töluvert stílbrot). Allt var mjög fridsamt til ad byrja med, allir bordudu og töludu saman og svo hófst hópsöngur á finnskum og saenskum drykkjuvísum. Sídan stódust sumir ekki mátid og urdu ad prófa ad henda tómatnum sínum og allt í einu logadi allt í matarslag, allir hentu tví sem handbaert var og tad var svona snjókaststemmning. Tetta gekk sem betur fer fljótt yfir, allt í lagi med graenmetid, en einhver hefdi getad slasast med hardsodnu eggjunum. Tá var komid ad eftirmatnum sem voru sérstakar saenskfinnskar bollur - minntu soldid á vínarbraud - sem stelpurnar fjórar höfdu eytt heilum degi í ad baka - og kaffi. Sídan hélt veislan áfram og fólk rabbadi saman í litlum hópum og drakk meira áfengi - tetta minnti mig soldid á vor- og haustferdir, tar sem madur byrjar ad drekka um hádegi og allt voda gaman, allir tala saman og enginn fer neitt. Vedrid var líka frekar gott - tad gott ad ég sólbrann smá, enda ekki furda, ekki nóg ad kaupa sólarvörn og gleyma alltaf ad bera á sig.

En um hálffjögur var komid ad hápunktinum, ad synda í skipaskurdinum. Tetta er sundstadur á sumrin, en vatnid var frekar kalt svona í byrjun maí. Ein finnska stelpan leiddi hópinn og fór út í og fullyrti ad tad vaeri ekkert kalt - eftir smá hik var saenski strákurinn (tungur hnífur) naestur út í til ad sanna tad ad hann vaeri meira karlmenni en finnsku karlmennirnir. Og eftir tad var allt fullt af fólki sem hoppadi út í og sumir fóru í kapp, hverjir gaetu hoppad oftast út í. Fullt af fólki sem var í laugardagsgöngurferd stoppadi til ad furda sig á tessum vitleysingum. Katharina sem er Finnlandssvíi, var á tímabili ad hugsa um ad skipta um tjóderni, tví ad allir voru med finnska fánann um hálsinn (adgöngumidinn var lítid finnskt flagg med graenum borda sem var hengdur um hálsinn). Ég vona ad ég turfi ekki ad taka tad fram ad sem eini fulltrúi Íslands á svaedinu, gaetti ég tess til fullnustu ad vera landi og tjód til sóma og hélt mér turri á bakkanum.

Eftir badid hélt veislan áfram med söng, dansi og hljódfaeraleik - sumsé, tad var diskótek í gardinum og mikid dansad, adallega uppi á bordum - tegar áfengid sem hafdi verid keypt fyrir veisluna var búid og klukkan farin ad ganga tíu, var veislan faerd inn, tar sem barinn var.

Morguninn eftir vaknadi ég hress og kát og fór nidur í bae til ad fara á msn og hitti tar afmaelisbarndi Úllu og ýmsa fleiri. Tegar ég kom út af kaffihúsinu gekk ég eftir adalverslunargötunni, eins og ég geri vanalega á sunnudögum og venjulega er tad eins og draugabaer. En nú bar svo vid ad allsstadar var fólk, tetta var eins og Laugarvegurinn á Torláksmessu - og ástaedan var sú ad tarna er víst alltaf flóamarkadur fyrsta sunnudag í mánudi. Ég stódst tá freistingu ad kaupa nokkud, enda var ekki svo margt tarna kaupvaenlegt (sem hefur nú ekki alltaf stoppad mig í Kolaportinu) og skundadi sem leid lá til Johönnu, en hún hafdi einmitt bodid mér í strandferd (en ekki í mat, ótrúlegt en satt). Vid keyrdum til teirrar strandar sem fjaer liggur og tar hittum vid vinkonu hennar, sem er mjög almennileg. En loksins fékk ég ad sjá alvöru sjó, skipaskurdurinn telst ekki sjór tar sem tad vantar öldur, og tarna var fullt af fólki á seglbrettum og svo teim sem stunda nýjasta aedid, tad er ad vera á brimbretti og halda í bönd sem tengjast í risastóran flugdreka og láta stjórnast af vindinum. Vid settumst á kaffihús og fengum okkur kaffi og kökur og horfdum út á sjóinn. Á leidinni til baka fórum vid ýmsar krókaleidir og taer sýndu mér fullt af stödum sem ég hef aldrei séd - mjög gaman. En annad sem var ekki svo gaman var ad ég vard frekar veik af kaffinu - mér finnst tetta reyndar býsna kátbroslegt, ég get drukkid áfengi eins og mig lystir án tess ad finna fyrir nokkrum aukaverkunum (nema ég tala stundum fullmikid), en ég get ekki drukkid meira en einn bolla af kaffi í einu, án tess ad verda virkilega illt og flökurt og allt sem mér skilst ad fólk gangi í gegnum tegar tad er tunnt.

Ég held reyndar ad tetta kaffiástand mitt sé soldid sálraent - tengist örugglega vísu sem vid vorum látin syngja í tónmennt í tíma og ótíma (hef ekki hugmynd um hver er höfundur, en ef ég vaeri bandarísk myndi ég kaera hann fyrir ad hafa valdid mér verulegu tjóni - allt er haegt í Bandaríkjunum, var ekki einhver kona sem fékk baetur eftir ad hafa brennt sig á heitu kaffi á McDonalds?):
K-A-F-F-I
haett´ad tamba kaffi
taugar veiklar tyrkjadrykkur sá
heilsu spillir gerir börnin grá
slíkt herjans eitursvall
tad hentar börnum vart.

Tegar ég kom svo heim á sunnudagskvöldi, hitti ég sturtustrákinn og hann var eitthvad ad kvarta gódlátlega yfir tví ad ég vaeri lítid heima. Fyrst hélt ég ad hann hefdi nú ekkert getad farid í sturtu né snyrt sig tví ég var ekki hinum megin vid vegginn til ad ergja mig. En svo fattadi ég tad - stelpurnar voru ekkert heima tessa helgi og hann er verr staddur en ég. Hann er hálfgerdur útlendingur hérna (frá Baejaralandi) og tar sem tetta er fyrsta önnin hans tá tekkir hann líklega fáa - og engin skipulögd dagskrá hérna svo ad Tjódverjar geti kynnst. Ég aetti kannski ad fara ad tala meira vid hann (svona meira en hae og bae).

mánudagur, maí 03, 2004

Ég veit varla hvar ég á ad byrja - eda hvar ég endadi sídast, en aetla samt ad taka tad fram, svona til ad fyrirbyggja misskilning ad mér líkar vel vid sambýlingana mína og ef sturtuferdir teirra eru tad eina sem ég get fundid athugavert vid tá, tá getur ekki mikid verid ad :-)
En annars hef ég undanfarna daga verid eins og ferdaskrifstofa á fótum, tví ég er med svaka landkynningu hvert sem ég fer og ég er virkilega farin ad velta fyrir mér hvort ég sé ekki bara ad ljúga ad öllu veslings fólkinu sem sér Ísland í hillingum. En ég er ordin ágaet í týsku, tví midur fyrir fólkid sem neydist til ad hlusta á mig, ég er nefnilega búin ad vera hér soldinn tíma án tess ad ná ad tjá mig ad gagni og tad safnadist allt upp svo nú samkjafta ég ekki.

Á fimmtudaginn fór ég í tessa matarveislu en fékk ekki ad taka brennivínid mitt med - tad voru bara 70 manns tarna svo tad hefdi dugad - en Ute sem skipulagdi tetta er mjög forvitin um tad og vill endilega fá ad smakka. Hver yrdi svo sem ekki spenntur tegar talad er um drykk sem heitir Svarti daudi? En tetta var fínt, gódur matur (t.e. tad af honum sem ég tordi ad smakka, sem var ekki mjög mikid - týskur matur hefur kennt mér ad hugsa tvisvar ádur en ég borda eitthvad sem ég hef aldrei séd ádur - ein mikilvaeg lexía komin tar). Svona til ad fá alla til ad kynnast og tala saman, tá var svona spurningaleikur, allir fengu blad med einni spurningu frá hverri tjód sem tarna var stödd og svo átti fólk ad tala saman og fá svörin hvert frá ödru og sá vann sem hafdi flest rétt. Ég var mjög heppin, tví ég gat svarad íslensku spurningunni (svarid mitt var allaveganna rétt tó ég hafi ekki verid alveg viss um ad ég hafi skilid spurninguna) en hún var um hvenaer vid fengum sjálfstaedi og frá hverjum. Margir hinna höfdu ekki hugmynd um svarid hjá sínu landi, eins og hversu mörg prósent Finnlands eru vatn, hvad heitir gamli baejarhlutinn í Stokkhólmi og svo eitthvad fleira sem ég man ekki. En tessi leikur vard tó til tess ad allir voru komnir í hrókasamraedur og blöndudust vel saman - tví tarna voru baedi útlendingar og samlaerieitthvad (Mig vantar íslenskt ord hérna en tetta fyrirbaeri er kallad Study Buddies) teirra. Tad eina sem skemmdi fyrir var ad tónlistin var oftast of há - svo tad var erfitt ad tala saman.

Ég las leigusamninginn minn í dag tar sem ég turfti ad taka hann med mér til ad geta borgad leiguna. Mér fannst sídasta klásúlann tar mjög athyglisverd, tar stendur ad ég búi í herbergi sem er aetlad fyrir fatladan einstakling og ef svoleidis manneskja finnst er ég skuldbundinn til ad flytja út í annad herbergi (sem teir redda) innan tveggja mánada. Ég er ekkert hraedd um ad mér verdi fleygt út, veit alveg hvert ég myndi vilja flytja í stadinn, en mér finnst tetta bara fyndid. Ef herbergid mitt er aetlad fyrir fatladan einstakling tá skil ég afhverju tad eru engir tröskuldar tar - audveldara ad rúlla hjólastól og svona, tó ad manneskja í hjólastól eda á haekjum myndi aldrei komast inn á klósettid eda sturtuna nidri og til ad fara upp tarf madur ad nota stiga. Og eldhúsid er ekki gert fyrir fólk sem er ekki í standi til ad príla smávegis. Svo ekki sé minnst á tá oggulitlu stadreynd ad vid búum á tridju haed í lyftulausu húsi eins langt frá adalinnganginum og haegt er. Svo enn einu sinni stend ég rádtrota gagnvart skipulagi Tjódverja, ég fatta tad barasta ekki neitt.

En svo vid snúum okkur ad tví hvar ég myndi vilja búa í stadinn, tá er tad húsid med barnum. Tad er hús sem stendur vid skipaskurdinn og tar búa Tjódverjar, Nordurlandabúar og Eystrasaltslendingar í fridi og spekt, alls 88 stykki. Malin, sem er saensk, baud mér í mat á föstudagskvöldid og tetta er svona ekta stúdentagardur. Herbergin eru mátulega stór (og hvorki grá né hvít), u.t.b. tíu manns eru um hvert eldhús, sem verdur til tess ad matartímar eru oft sameiginlegir og fjörugir. Nidri er stór setustofa med billjardbordi, fótboltaspili, fullt af spilum sófum , bókasafn - tar sem er haegt ad laera, risastór gardur med gardhúsgögnum og svo í kjallaranum er krá tar sem allt er hraeódýrt. (og til ad kóróna allt saman er leigan ódýrari en hjá mér)
Kvöldid sem ég fór tangad var einmitt svona partý út um allt hús, tar sem tad voru ad koma mánadamót og Eystrasaltslöndin voru ad ganga í Evrópusambandid.

Ég tekkti marga tarna - tví eftir útlendingadagana tekki ég flesta útlendingana sem voru ad koma hingad, en annad fólk sem tarna býr er einfaldlega kostulegt. Fyrst má nefna tann saenskast Svía sem ég hef nokkurn tíma hitt, tad fyrsta sem hann sagdi tegar ég sagdist vera íslensk: "Björk, Tungur knivur - körpen flygor" Ég sprakk úr hlátri yfir tessari sídustu tilvísun, var búin ad gleyma tví ad tetta er eitthvad sem allir Svíar virdast kannast vid. Ég gerdi smá könnun á stadnum og tad kom í ljós ad allir Svíarnir tarna tekktu tessa línu, en enginn annar. Komst reyndar ad tví í leidinni hvad annar saenskur strákur átti vid tegar hann sagdist skilja talada forníslensku en ekki nútímaíslensku - ég fattadi aldrei hvad hann átti vid - skyldi ekki hvar hann hefdi heyrt talada forníslensku. En tá er orsökin sú ad tad er talad haegar í víkingamyndum heldur en vid gerum venjulega.

En talandi um forníslensku, tá var tarna týskur strákur sem hafdi laert eitthvad í forníslensku og bar sig aumlega undan tví hvad tetta vaeri nú erfitt mál. Ég hló bara ad tví, tangad til ad hann nádi í glósurnar sínar og sýndi mér - tá fattadi ég ad hann kunni ekki íslensku og ad aetla ad laera málfraedikerfi forníslensku án tess ad hafa máltilfinningu nútímaíslensku er bara fjandi erfitt. Ég er reyndar ad gerast kennari fyrir fólk sem hefur laert íslensku hérna, er alltaf ad hitta fólk sem hefur laert eitthvad í íslensku og segir mér hvad tad sé nú flókid mál og ég svara tví til ad tad sé ekkert mál ad laera tad. Á tennan Pollyönnulega hátt er ég búin ad lofa einum af týskukennurunum mínum ad aefa hana í íslensku gegn aukatímum í týsku.

En svo ég snúi mér aftur ad partýinu - tetta blogg verdur ae meira eins og gönguferdirnar mínar, ég ákved ad fara einhverja ákvedna leid, en svo sé ég einhverja krókaleid sem lítur betur út. En tad var virkilega gaman tar og ég var tar til 6 um morguninn, tví fólk er svo hraett vid ljóta karla í myrkrinu og vildi ekki leyfa mér ad fara, sem var í fínu lagi. En ádur en ég fór heim baudst mér ad kaupa mida á alfinnska fyrsta maí hátíd sem kallast Sillis (síld) og tangad turfti ég a maeta á hádegi (sem ég og gerdi). Finnar eru aldeilis yndislega bandbrjálud tjód (eda teir teirra sem eru í útlegd hér í Kiel) - en meira um tad sídar (tetta er ordid of langt í bili)