föstudagur, september 24, 2004

Ég held að ég sé komin með fráhvarfseinkenni. Nettengingin heima hefur ekki virkað í tvær vikur, svo að ég fer eiginlega bara á netið í skólanum og þá til að gera eitthvað sem ég þarf að gera - ekkert svona síðuráp fram eftir öllu. Þangað til í nótt, mig dreymdi að ég væri glaðvakandi og hangandi á netinu í alla nótt og var dauðþreytt þegar ég vaknaði. Vona að þetta sé ekki neinn fyrirboði.

Og það er föstudagur í dag...


The Sun Card
You are the Sun card. The light of the Sun reveals
all. The Sun is joyful and bright, without fear
or reservation. The childish nature of the Sun
allows you to play and feel free. Exploration
can truly take place in the light of day when
nothing is hidden. The Sun's rays fill you with
energy so that you may live life to its
fullest, milking pleasure out of each day. Such
joy and energy can bring wealth and physical
pleasure. To shine in the light of day is to
have confidence, to soak up its rays is to feel
the freedom of a child. Image from: Stevee
Postman. http://www.stevee.com/


Which Tarot Card Are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, september 21, 2004

Heimurinn er lítill. Ég sit í tölvustofunni í Árnagarði núna og hef á síðusta hálftímanum hitt held ég nánast alla sem ég þekki vel hérna í Háskólanum. Sem er kannski ekki svo erfitt þar sem það eru nú ekkert voðalega margir núorðið, flestir eru hættir námi til að fara að vinna. En sumsé þá er greinilega vænlegra til spjalls að hanga hér heldur en niðri á kaffistofu - verst hvað fólkið í kring lítur mann illu auga við þá iðju, þykist vera að vinna eitthvað merkilegt þegar ég veit að það er bara að leika sér á netinu.

Annars var ég dugleg í þágu vísindanna í dag, tók þátt í einhverri rannsókn hjá Erfðagreiningu á erfðum líkamsfitu og til þess þurfti ég að útfylla spurningalista og gefa þeim margar flöskur af blóði og leyfa þeim að skera smá burt af fitunni minni. Deyfingin var vond en ég fann ekkert fyrir skurðinum sjálfum, það er þangað til að ég ákvað að vera fyndin og segja að það mætti alveg taka meira - ég ætti sko nóg. Þá skar læknirinn niður fyrir deyfinguna eða gerði eitthvað sem var alveg ólýsanlega sárt og ég, litli auminginn, öskraði næstum (eða meira en næstum) af sársauka. En svo var ég saumuð saman og voðalega fyndið að finna fyrir þræðinum, án þess að finna nálina stingast í húðina. En svo fæ ég borgað fyrir fituna, eða til að vera nákvæm - ég gef fituna, en fæ borgað fyrir vinnutap og óþægindi. Og svo fékk ég líka bol :o) Vildi óska að ég gæti losnað við afganginn af líkamsfitunni á sama hátt.

Gunnhildur fór líka og það trúði því í fyrsta lagi enginn að við værum systur og í öðru lagi að ég væri sex árum eldri (héldu að ég væri líka í MR) - en samt vildi enginn fá að sjá nein persónuskilríki. Henni fannst þetta miklu skemmtilegra en mér og fékk að sjá fituna sem var dregin úr henni, en hún græddi líka tveggja vikna veikindavottorð fyrir leikfimi (bað reyndar um tvo mánuði, en því var hafnað - en það kostar ekkert að reyna)

Annars eru hér afmæliskveðjur til afmælisbarna dagsins (sem ég veit að lesa þetta bæði og því passaði ég mig á að fara ekki út í blóðugar lýsingar hér að ofan, svo að einhverjar líkur séu á því að þau komist svona langt niður).
En Hemmi er 26 ára og Hekla 25 ára í dag og þar með eru þau búin að jafna aldursbilið við mig upp á nýtt og fá hamingjuóskir í tilefni þess.

Svo á Hreinn Ingi afmæli á morgun og verður 11 ára og afi á föstudaginn og nær þá þeim virðingaraldri að verða 84 ára.
Svo það er algjör afmælissprengja þessa dagana :o)

miðvikudagur, september 15, 2004

Þá er lífið farið að ganga sinn vanagang aftur - skólinn byrjaður með tilheyrandi haustveðri. Ég er orðin blogglöt. Bæði vegna þess að það gerist ekki jafnmikið sögulegt núna og í sumar og vegna þess að mér finnst ekki nærri því jafngaman að skrifa um fólk sem ég veit að getur lesið það sem ég skrifa. Allt í lagi að níðast á og gera grín að saklausum útlendingum, en ef ég geri svoleiðis við fólkið sem ég umgengst daglega þá kannski vill það ekkert umgangast mig lengur.

Franskan gengur vel - eða kennararnir halda að það gangi vel, við vorum í dag látin lesa hluta úr litla prinsinum og áttum svo að skrifa smá framhald tvö og tvö saman - ekkert mál að skrifa framhald, en á frönsku ... þar sem við höfðum enga orðabók, vantaði nokkur orð og svona.

Annars er ég að fara heim og læra, eftir að ég komst að því að ég á nokkra dvd diska þar sem hægt er að velja um franska undirtexta (og í nokkrum tilfellum franskt tal) þá finnst mér það vera að læra heima að horfa á sjónvarp, hlusta á enska talið og lesa það franska - eini gallinn er sá að ég er ekki nógu fljót að lesa öll frönsku orðin þannig að gagnsemin er vafamál.

Afmælisbarn dagsins er svo Agatha Christie, eina virkilega fræga manneskjan sem á afmæli sama dag og ég. En ég er greinilega ekki ein af hennar snjöllustu spæjurum, frekar einn sá hlægilegasti...


You are Ariadne Oliver. A writer of mystery
novels, you solve the crime as a way of
avoiding attending book club dinners. Your
method is to pick the person you most dislike,
and then set about proving their guilt. You
often forget where you've left clues, and you
are easy to track because you leave a trail of
half-eaten apples behind you. You might be
good at disguise, since you change your
hairstyle so often, but your cluttered bungling
style is sure to give you away.


Which Agatha Christie detective are you?
brought to you by Quizilla

mánudagur, september 06, 2004

Ég var að lesa Moggann í dag og sá grein um netfíkn og er orðin skíthrædd um að vera haldin henni. Til dæmis eins og núna, í stað þess að fara að sofa þá skoða ég allar mögulegar og ómögulegar vefsíður og les hluti sem ég myndi ekki nenna að lesa ef þeir væru á öðru formi. Ég er meira að segja farin að hugsa um að fara í netbindindi (en held að ég yrði mjög fljót að brjóta það)

Annars byrjar skólinn á morgun og í einhverju bjartsýniskasti í vor ákvað ég að skrá mig í byrjendaáfanga í frönsku - svona til að geta sagt meira en þrjár setningar með hryllilegum framburði. En ég ætla bara að vera bjartsýn og vona að ég læri einhverja frönsku - eiginlega til skammar að geta ekki talað neitt rómanskt mál (hefði kannski frekar átt að byrja á spænsku, er sagt að hún sé léttari).

Svo er ég reyndar farin að hugsa um hvort ég eigi ekki bara að hætta þessu námi og fara að vinna - reyndar virðist það vera í undirmeðvitundinni, því ég er alltaf að skoða atvinnuauglýsingar þrátt fyrir að vera komin með vinnu með skóla fram að áramótum. Síðan var ég að tala við hana systur mína og hún var að segja mér hvað verslunarstjórarnir hjá Dominos eru með í laun og það er eitthvað yfir 300.000 á mánuði auk bónusa - og það tekur víst bara 2-4 ár að komast í þá tign. Þetta eru hærri laun heldur en ég á nokkurn tíma möguleika á að fá með þessa fínu háskólamenntun mína, svo ég spyr bara hvort ég sé ekki að eyða tímanum í algjöra vitleysu. Svarið verður, neinei - miklu betra að vera í vinnu sem er illa borguð en maður fær að gera það sem manni finnst gaman heldur en að fá hátt kaup fyrir eitthvað sem er leiðinlegt. Segið svo að ég sé ekki dugleg við að ljúga að sjálfri mér :o)

föstudagur, september 03, 2004

Ég er löt í dag og nenni varla að gera neitt - er reyndar orðin góð í því :o) En á mánudag hefst alvara lífsins aftur og núna ætti ég að vera að undirbúa hana - til dæmis með því að ákveða um hvað ritgerðin mín á að vera, en hugmyndaflugið er í verkfalli svo allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.

Annars hef ég verið dugleg við að hitta fólk í vikunni. Hitti Sigrúnu á sunnudaginn og auðvitað töluðum við mikið um Þýskaland og tímann þar (hvað annað - báðar með fráhvarfseinkenni, eini munurinn er sá að hún fer aftur en ekki ég). Á mánudaginn fór ég að heimsækja hina nýorðnu frú Heklu, ég hafði nefnilega ekki séð íbúð þeirra hjóna fyrr en hún reyndist vera á tveimur hæðum og með frábæru útsýni (þrátt að vera í Breiðholti - veit að ég er fordómafull út í það annars örugglega ágæta hverfi). En þau eru búin að hreiðra vel um sig þarna og breyta og bæta húsnæðið reglulega :o)

Að þeirri heimsókn lokinni kíkti ég svo við hjá Örnu til að sækja rauðvínsslysið mitt - blettirnir hafa reyndar dofnað mikið með þvottum, en vilja samt ekki hverfa, svo ef einhver veit gott ráð til að losna við bletti úr fötum, þá er viðkomandi vinsamlegast beðin/n um að deila þeim upplýsingum. Á miðvikudaginn kom Una svo í heimsókn og við þurftum að tala alveg fullt og um kvöldið fór ég til afa og ömmu. Í gærkvöldi fékk ég svo að hitta kærastann hennar Gunnhildar í fyrsta skipti, en mistókst alveg að leika vondu lögguna og hræða hann jafnmikið og ég var beðin um fyrirfram.

Og þar sem þetta er farið að vera svona persónuleg upptalning á hverjir voru hvar - eða réttara sagt hvar ég var! þá ætla ég að ljúka þessu á prófi - held enn einu sinni að niðurstöðurnar passi ekki (og ég svindlaði ekki einu sinni með því að velja allt þetta holla) en kannski endurspeglar þetta það að mér líkar ekkert svo vel við hina valkostina heldur

HASH(0x8851a80)
Broccoli- Your a healthy person which is not a bad
thing it's very good it's nice to see that your
taking care of your body and thinking of
yourself in the right ways...but...this is a
junk food test what are you doing here?


JUNK FOOD QUIZ! What junk best decribes you?
brought to you by Quizilla