laugardagur, ágúst 07, 2004

Loksins maett aftur á bloggid, reyndar hefur svo margt gerst sídan ég skrifadi sídast ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja og hverju ég á ad sleppa - skipti líklega frásögninni í tvennt. En kannski er best ad byrja á tví ad óska Ármanni innlega til hamingju med 13 ára afmaelid tann 27. júlí og ég vona ad afmaelisdagurinn hafi verid ánaegjulegur.

En svo ég byrji á byrjuninni, tá fórum ég og Cristína (frá Chile) ad leita ad Ölpunum í sídustu viku. Vid byrjudum ad fara til Hamborgar sem er naeststaersta borg Týskalands og ekki svo langt frá Kiel - tar skodudum vid borgina og til ad sjá hana almennilega ákvádum vid ad klifra upp í kirkjuturn med 544 tröppum. Til tess ad fá ad fara upp turftum vid ad skrifa undir ad vid faerum á eigin ábyrgd og áttum svo ad krossa vid nöfnin okkar ef vid kaemum nidur. Okkur brá svolítid vid tessa skilmála en ákvádum samt ad fara upp og sáum ekki eftir tví tví útsýnid var stórfenglegt en hins vegar vard nidurferdin ekki alveg jafnánaegjuleg. Kannski var tar um ad kenna ad vid vorum bádar svolítid lofthraeddar og tegar vid vorum hálfnadar nidur sló kirkjuklukkan svo allur turninn lék á reidiskjálfi. Reyndar tókst okkur ad komast ad klukkunum og horfa á taer slá.

Naest skodudum vid fleiri kirkjur og fórum svo á safn um sögu Hamborgar. Tar var feikimargt ad sjá og eiginlega meira en vid komumst yfir á tveimur tímum. Sídan fórum vid ad skoda spillinguna á Reeperbahn - reyndar held ég ad spillingin sjáist ekkert vodavel í dagsbirtu svo vid röltum bara um svaedid og átum ís. Sídan skodudum vid hafnarsvaedid og lékum okkur smá í lestunum en komumst svo ad teirri nidurstödu ad tad vaeri sorglega fátt ad sjá í borginni og ad tar vaeru engir Alpar, í raun varla nokkur mishaed. Svo vid fórum á lestarstödina og tókum naeturlest yfir endilangt Týskaland og vöknudum um morguninn í München (sem er tridja staersta borgin).

Í München tók Andrea, vinkona Cristínu, á móti okkur, en hún var svo almennileg ad leyfa okkur ad gista hjá sér. Hún dreif okkur fyrst heim í morgunmat og lánadi okkur svo kort til ad villast um borgina og merkti inn áhugaverda stadi fyrir okkur. Sjálf komst hún ekki med tví hún var ad laera undir próf. Vid reyndum ad nota kortid, en tad gekk ekkert alltof vel, en vid laerdum taeknina fljótt, bara ad draga upp kortid og vera voda rádvilltar á svipinn og tá kom alltaf einhver heimamadur og spurdi hvort hann gaeti hjálpad okkur eitthvad.

Med teirri adferd fundum vid midbaeinn og hér med útnefni ég München sem fallegustu borg sem ég hef séd. Byggingarstíllinn er allt ödruvísi en í nordrinu og á medan vid röltum um midbaeinn sáum vid alltaf ae fallegri byggingar og vorum uppnumdar af teim og öfugt vid Berlín tá var ekki búid ad byggja háar og ljótar glerbyggingar út um allt. Vid aetludum ad fara upp í kirkjuturn tar líka, en í teim sem okkur leist best á turfti bara ad príla 50 tröppur og taka svo lyftu og tad fannst okkur fyrir nedan okkar virdingu eftir trekraunina í Hamborg.

Reyndar var eini gallinn sá ad hitinn var yfir 30 grádum og vid sem komum úr tveggja mánada rigningatímabili toldum tad ekki svo vel, tannig ad vid fórum á eitthvad vísindasafn. Sem var mjög skemmtilegt, en alveg risastórt - vid vorum tarna í tvo tíma og nádum ad fara lauslega í gegnum tvaer deildir af tuttugu. Starfsfólkid var hins vegar frekar ókurteist, tegar kom tilkynning í kallkerfinu um ad nú vaeru fimmtán mínútur til lokunar, tá slökkti starfsfólkid öll ljós og byrjadi ad laesa öllum útgöngum, sama hvort fólk var inni eda ekki.

Vid fórum svo heim til Andreu og tadan í búd til ad kaupa nesti fyrir morgundaginn - sátum svo og smurdum nesti og kjöftudum. Vid töludum mikid um löndin okkar og vorum med tölfraedibók yfir lönd heimsins og teim tótti frábaert ad einungis 110 Íslendingar vaeru í fangelsi. Svo tegar taer sáu lífslíkurnar og ad laesi er 99% og ad faedingartídnin er miklu haerri en í Týskalandi og ég sagdi teim ad heima gaetu konur baedi átt börn og frama en tyrftu ekki ad velja, tá ákvádu taer ad Ísland vaeri draumaland. Tegar sólin var gengin undir, fórum vid aftur út og endudum á mexíkanskri krá med eldgleypum.

Daginn eftir raettust loks draumar okkar tví tá fengum vid ad sjá Alpana. Andrea hafdi skipulagt ferdalag tangad med nokkrum vinum sínum. Eftir klukkutíma lestarferd komum vid ad Tegernsee, sem er risastórt vatn og Alparnir voru allt í kring. Ég get ekki lýst tví hvernig tad var ad sjá loksins fjöll eftir rúma fjóra mánudi í flatlendi. En vid komum okkur fyrir á strönd vatnsins og dóludum tar allan daginn, lásum, spiludum, kjöftudum og átum. Tarna var allt svo fallegt og jafnvel húsin í litla baenum voru skreytt med rósum ad utan. Tegernsee er eins og paradís - trjáum taktir Alpar og vatn sem er haegt ad synda í í hitanum. Ég naut tessa dags svo sannarlega tó svo ad ég sólbrynni trátt fyrir ad hafa makad á mig sólarvörn númer 40 fimm sinnum yfir daginn.

Morguninn eftir fór ég snemma á faetur til ad fara á lestarstödina, tví til tess ad komast ódýrt til baka, turfti ég ad eyda 14 tímum í átta mistrodnum lestum í steikjandi hita. Cristína vard eftir tví ad kaerastinn hennar kom tveimur dögum seinna í heimsókn og hún vildi taka á móti honum í Frankfurt. En ég lifdi ferdina af og tar sem ég sá alltaf sama fólkid aftur og aftur tá var ég ekki sú eina sem var nógu vitlaus til ad ferdast á tennan hátt.

En mamma kom í heimsókn daginn eftir og um tad skrifa ég naest, tví tessi póstur er ordinn frekar langur.

Engin ummæli: