mánudagur, janúar 17, 2005

Nýtt ár

Jæja, þá er kannski við hæfi að óska öllum gleðilegs árs - segir kannski sitt um framtakssemi mína í upphafi nýs árs að það tók mig 17 daga að koma því í verk. Ég er byrjuð aftur í skólanum og önnin sem átti að fara bara í ritgerð er nú óðum að fyllast af kúrsum og öðrum verkefnum.

Ég held að ég geti ekki kennt bekkjarkerfinu lengur um, því nú er ég búin að vera í rúm fjögur ár í þessum skóla og ætti að vera búin að venja mig af þessum ósið. Reyndar er ég bara í fimmtán einingum í kúrsum og býst reyndar við að sleppa einum þessara áfanga. Svo að lífið brosir bara við ritgerðinni minni. Annars byrja ég þessa önn með áður óþekktu skipulagi og er búin að slá allar glósurnar mínar inn á tölvu - veit reyndar ekki hvaða gagni það á að þjóna en það lítur rosa vel út.

Annars gerist bara ekkert hjá mér sem mér finnst þess virði að blogga um - ég eldist reyndar með hverjum degi og fattaði það um daginn að í vor verð ég fimm ára júbilant, veit reyndar ekki hvort það er eitthvað til að halda upp á.

Engin ummæli: