miðvikudagur, mars 09, 2005

miðvikudagur til mæðu

Ég fór í Bónus í dag rétt fyrir lokun og það var frekar skrýtið umhorfs. Sumar vörutegundirnar voru bara alveg horfnar. Til dæmis var hvorki til kók né mjólk og einu merkin um að það hefði nokkurn tíma fyrirfundist voru verðmiðar með fáránlega lágum tölum og spjöld þar sem hömstrun var bönnuð.

Ég er að fara á námskeið á morgun sem fjallar um hvernig eigi að sækja um vinnu og fá hana. Örugglega gagnlegt þar sem ég ætla að verða vinnandi manneskja frá og með næsta hausti.

Annars sá ég dagskráauglýsingu á skjá einum frá rúv - til hvers þarf rúv að auglýsa sig á öðrum stöðvum? En það sem verið var að auglýsa var Örvæntingarfullar húsmæður - sem eru þættir sem ég hef heyrt að séu frábærir, enda virðast allir vera búnir að sjá þá á netinu nema ég sem er gamaldags og bíð eftir að horfa á þetta allt saman í hinum kassanum.

DHgabrielle
Congratulations! You are Gabrielle Solis, the
ex-model with everything she's every wanted a
rich husband, a big house and John, the
17-year-old gardener.


Which Desperate Housewife are you?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: