miðvikudagur, mars 30, 2005

eitt ár liðið

Nú er ég búin að vera að þessu bloggveseni í rúmt ár og var að skoða færslurnar áðan. Ég veit ekki alveg hvað þær eru margar því að sjálfvirki teljarinn er búinn að vera fastur í 76 lengi. En það kom mér á óvart hvað ég hef gert mikið á þessu ári og hvað ég er miklu eldri og þroskaðri en í fyrra - eða ætti allaveganna að vera það svona eftir að hafa lesið þetta allt saman yfir.

En samt var náttúrulega skemmtilegasta tímabilið aflestrar þegar ég var úti í Þýskalandi og alveg ótrúlegt hvað ég gerði margt þar. Núna líkist bara hver dagur öðrum og ekkert spennandi virðist gerast. En samt gerist örugglega eitthvað á hverjum degi, kannski virkar það svona mikið minna spennandi af því að ég skrifa ekki um það.

Annars er fátt að frétta núna, ég var veik mestalla páskana og er núna búin að ná því mesta úr mér en ætla ekki út úr húsi fyrr en á morgun. Betra að vera einum degi of lengi heima en að slá niður. Verst með allt sem ég ætlaði að gera um helgina.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey sæta!
Vonandi líður þér betur núna, ég er að verða veik as we speak... en allt í lagi. Vildi bara láta þig vita að ég er búin að fá fína vinnu þannig að ég þarf víst ekki að fá blöðin eftir allt saman. Þurfti ekki einu sinni að fara í viðtal, það var bara hringt og mér boðin vinna! Nokkuð gott! :)
kv. Hekla