laugardagur, júlí 22, 2006

pæling

Eitt sem ég hef verið að pæla í. Ef að ekki ætti að sökkva Kárahnjúkasvæðinu, hefði eitthvað af þessu vina Íslands fólki nokkurn tíma farið þangað? Eða allir hinir sem fara nú í gönguferðir þar og dásama fegurðina - er þetta ekki fegurð sem 90% þeirra hefðu að öðrum kosti aldrei séð? Ef maður hugsar þetta þannig má ímynda sér að þessar virkjunarframkvæmdir hafi orðið til þess að fleiri hafa notið fegurðarinnar þar en ella. Ég hafði til dæmis aldrei heyrt um að til væri staður sem héti Kárahnjúkar áður en ákveðið var að virkja þar.

1 ummæli:

Ragnheidur sagði...

Ég held þetta sé akkúrat rétt hjá þér, staðurinn hefði aldrei vakið svona mikla athygli nema vegna virkjunarinnar.