mánudagur, júlí 10, 2006

heykall



Ég tók þessa mynd um daginn þegar ég fór með mömmu til Ísafjarðar. Þessi myndarlegi maður býr nálægt Bolungarvík og ef þið rýnið vandlega í myndina þá getið þið séð blómin sem hann er búinn að tína og setja í mjólkurbrúsa.

Annars fór ég á ættarmót núna um helgina til Hóla, mjög fallegur staður og mín fyrsta reynsla af Norðurlandi, reyndar sá ég ekki mikið þar sem að það var þoka og rigning mest allan tíma. Þessi ætt er reyndar ekki mjög veðursæl, fyrir 16 árum var ættarmót á Eiðum og þá snjóaði og varð ófært á Norðurlandi um Jónsmessu.

Engin ummæli: