miðvikudagur, júlí 28, 2004

Tá er ég komin aftur úr einu fyndnasta ferdalagi sem ég hef farid í, vid Catarina vissum stundum ekki hvort vid aettum ad hlaeja eda gráta yfir skipulagi ferdaskrifstofunnar sem baud upp á tessa ódýru pakkaferd til Berlínar (sem samkvaemt auglýsingu innihélt baedi fjöggurra stjörnu rútu og fjögurra stjörnu hótel), svo vid ákvádum ad hlaeja bara ad öllu saman.

Í fyrsta lagi, tá turftum vid ad maeta á rútubílastödina klukkan fimm ad morgni - sem er ádur en straetó byrjar ad ganga, tannig ad ég turfti ad ganga um midja nótt í gegnum illa upplýsta borgina (alltaf verid ad spara rafmagn, meira ad segja slökkt á háskólagosbrunninum klukkan sjö á hverju kvöldi). Vid héldum ad tessi asi týddi ad vid yrdum komnar til Berlínar rúmlega níu - en nei, tad turfti ad gera fjögur kaffistopp á leidinni, hvert um sig í hálftíma. Bílstjórinn byrjadi líka alltaf ad tala um eitthvad ómerkilegt í talkerfid í hvert skipti sem ég festi blund og ákvad svo klukkan hálfsjö ad kveikja á sjónvarpinu í rútunni og stilla á haesta svo öruggt vaeri ad enginn gaeti sofid. Öll kaffistoppin og sjónvarpid var samkvaemt bakrúdu rútunnar innifalid í fjögurra stjörnu rútu - tad er innbyggt eldhús, sem var alltaf tekid út og svo kökubox úr farangursrýminu og svo stód fólk upp vid rútuna og drakk kaffid sitt og reykti.

Til Berlínar komum vid rúmlega ellefu, en tar sem vid komumst ekki inn á hótelid fyrr en klukkan tvö, fengum vid nádarsamlegast trjá klukkutíma ad eigin vild. Vid skodudum Gedächtniskirkjuna (fallegustu byggingu í Berlín, tó ad lítid sé eftir af henni), skodudum Kaufhaus des Westens, sem er verslunarhús á sex haedum og á efstu haedinni er matvörubúd og innan í henni eru veitingastadir - ég held ad allt fáist í tessari búd, meira ad segja haegt ad kaupa svo ferskan fisk ad hann er svamlandi í búrum, svo úrvalid tarna var skemmtileg tilbreyting frá Aldi. Reyndar held ég ad fáir kaupi eitthvad tarna, tetta er meira svona eins og matarsafn (held ad pabbinn í Elíasarbókunum myndi ekki fást aftur út). Sídan röltum vid smá um adalverslunargötuna Kufurstendamm - en ákvádum ad tetta vaeri ekki verslunarferd, tar sem sömu búdir og sama verd er í Kiel.

Svo komumst vid inn á hótelid og á herberginu okkar blasti vid okkur daemi um leti ferdaskrifstofunnar okkar - Catarina skrádi okkur og hún kann nafnid mitt, en teir neitudu ad reyna ad skrifa eftirnafnid mitt og settu hennar eftirnafn á okkur bádar, en gátu ekki einu sinni skrifad tad rétt trátt fyrir ítarlega stöfun - svo á skjánum á sjónvarpinu stód velkomin á hótelid herra og frú Mattira. Tetta hótel var voda flott og fínt, en herbergisternurnar voru byrjadar ad ryksuga klukkan hálfsjö morguninn eftir og ómögulegt ad sofa eftir tad.

Vid drifum okkur út til ad nota tímann sem best, byrjudum á bátsferd um borgina - sem var yndisleg tótt vid skildum lítid af tví sem leidsögumadurinn sagdi tví tad var svo óskýrt. En útsýnid var fallegt og ekki versnadi tad í Berlínardómkirkjunni, sem var svo falleg ad ord fá tví ekki lýst. Tar vorum vid á réttum tíma til ad taka tátt í andakt og ad heyra orgelspil í tessu húsi var virkilega hátídlegt, sídan fórum vid upp á topp og gengum á útsýnispallinum í kringum kirkjuhvolftakid og sáum tar yfir alla borgina.

Naest fórum vid ad Checkpoint Charlie, sem er vardstöd Bandaríkjamanna frá veru teirra í borginni og tar er stórt skilti á fjórum tungumálum med vidvörun um ad nú fari madur úr bandarískri lögsögu yfir í rússneska. Tadan röltum vid ad múrnum og fórum svo ad Brandenburger Tor - tá var farid ad skyggja, en hlidid er vel upplýst. Ad lokum ákvádum vid ad labba í kringum tinghúsid og sáum tá ad enn var verid ad hleypa fólki inn, svo vid skelltum okkur í bidrödina trátt fyrir vidvaranir um ad tad vaeri ekki víst ad vid kaemumst inn - en vid komumst inn eftir kortersbid (venjulegur bidtími er tveir til trír klukkutímar). Eftir ad hafa komist klakklaust í gegnum öryggisgaesluna fórum vid upp á tak, tar sem gott útsýni er yfir borgina og horfdum yfir borgina í myrkrinu og tad var eitthvad töfratrungid vid tad ad standa í nidamyrkri undir blaktandi fánum og horfa á ljósin í borginni. Vid fórum líka upp í kúpulinn sem er gerdur úr gleri, en tar voru of margir speglar til ad haegt vaeri ad njóta útsýnisins.

Berlín er yndisleg borg og margt ad sjá, en núna tók ég sérstaklega eftir tví ad tad er undantekning á söfnum ef eitthvad lesefni er á ödru máli en týsku og greinilega gert rád fyrir tví ad allir sem skodi safnid séu annadhvort laesir á týsku eda hafi voda gódar ferdahandbaekur. Í útsýnisferdum sá ég heldur ekkert fyrirtaeki sem baud upp á ferdalög á ensku eda ödrum málum.

Daginn eftir var samkvaemt dagskrá bodid upp á útsýnisferd um borgina og svo matarstopp og frítíma ádur en haldid yrdi heim. Vid aetludum ad sleppa útsýnisferdinni og fara frekar ad skoda Charlottenburg, en bílstjórinn neitadi ad segja okkur hvar vid gaetum hitt rútuna aftur og sagdi ad matarstoppid yrdi fyrir utan borgina og frítíminn ekki neinn. Vid fórum tess vegna í útsýnisferdina, sem var reyndar áhugaverd tví leidsögumadurinn var midaldra Berlínarbúi sem sagdi skemmtilega frá. Matarstoppid var svo í Berlín, tví ad einhverjir turftu ad skipta einhverju sem teir höfdu keypt daginn ádur (og tad vissi bílstjórinn ádur en vid töludum vid hann). En vid ákvádum ad syrgja ekki, heldur fengum okkur Berliner Weisse, baedi raudu og graenu sortina, og kvöddum Gedächtniskirkjuna og dýragardinn.

Sídan héldum vid heim klukkan tvö (alltof snemmt) og eins og bílstjórinn ordadi tad, til ad allir yrdu komnir nógu snemma heim fyrir sjónvarpsdagskrána. Pásurnar á heimferdinni voru bara tvaer, en tví midur minnkadi kjaftaedid í bílstjóranum ekki neitt. Vid skildum ekkert í tví af hverju turfti ad leggja svona snemma af stad til Berlínar og svona snemma heim.

Nidurstada: Fjórar stjörnur eru slaemar og miklu betra ad skipuleggja hlutina sjálfur, en ferdin var í heildina skemmtileg og ég nádi ad sjá heilmargt sem ég missti af í fyrri ferdinni - auk tess sem vid vorum furdanlega samstilltar á hvad vid vildum sjá. Aud tess var Catarina mjög dugleg ad nota kort, eitthvad sem mér dettur sjaldnast i hug ad gera - óskiljanlegt hvad mér tókst tó ad sjá margt kortlaus í fyrri ferdinni minni :o)

Engin ummæli: