miðvikudagur, september 15, 2004

Þá er lífið farið að ganga sinn vanagang aftur - skólinn byrjaður með tilheyrandi haustveðri. Ég er orðin blogglöt. Bæði vegna þess að það gerist ekki jafnmikið sögulegt núna og í sumar og vegna þess að mér finnst ekki nærri því jafngaman að skrifa um fólk sem ég veit að getur lesið það sem ég skrifa. Allt í lagi að níðast á og gera grín að saklausum útlendingum, en ef ég geri svoleiðis við fólkið sem ég umgengst daglega þá kannski vill það ekkert umgangast mig lengur.

Franskan gengur vel - eða kennararnir halda að það gangi vel, við vorum í dag látin lesa hluta úr litla prinsinum og áttum svo að skrifa smá framhald tvö og tvö saman - ekkert mál að skrifa framhald, en á frönsku ... þar sem við höfðum enga orðabók, vantaði nokkur orð og svona.

Annars er ég að fara heim og læra, eftir að ég komst að því að ég á nokkra dvd diska þar sem hægt er að velja um franska undirtexta (og í nokkrum tilfellum franskt tal) þá finnst mér það vera að læra heima að horfa á sjónvarp, hlusta á enska talið og lesa það franska - eini gallinn er sá að ég er ekki nógu fljót að lesa öll frönsku orðin þannig að gagnsemin er vafamál.

Afmælisbarn dagsins er svo Agatha Christie, eina virkilega fræga manneskjan sem á afmæli sama dag og ég. En ég er greinilega ekki ein af hennar snjöllustu spæjurum, frekar einn sá hlægilegasti...


You are Ariadne Oliver. A writer of mystery
novels, you solve the crime as a way of
avoiding attending book club dinners. Your
method is to pick the person you most dislike,
and then set about proving their guilt. You
often forget where you've left clues, and you
are easy to track because you leave a trail of
half-eaten apples behind you. You might be
good at disguise, since you change your
hairstyle so often, but your cluttered bungling
style is sure to give you away.


Which Agatha Christie detective are you?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: