laugardagur, febrúar 12, 2005

hausinn á mér er stundum ekki í lagi

Ég er að þykjast að vera að byrja að skrifa ritgerðina mína. Lenti reyndar í því í gær að fara að leita að dulmáli og vonaðist til að finna dulin skilaboð frá höfundi Snorra-Eddu. Held svona einhvern veginn að ég hafi lesið yfir mig af dulmálslyklabókum, fyrst Dan Brown og svo núna síðast Belladonnaskjalið, sem einmitt fjallar um skrif lokaritgerðar í háskóla - held að mín verði aldrei svona spennandi. Kannski hér sé komin hin fullkomna afsökun til að skrifa ritgerðina aldrei, engin von um að ég lendi í jafnmiklum ævintýrum við það og skáldsagnapersónur.

Annars sjá kúrsarnir sem ég er í alveg um það að blekkja mig til að hugsa að það sé nóg að gera hjá mér. Hélt fyrirlestur í öðrum þeirra á fimmtudaginn, sem var útdráttur úr kafla í kennslubókinni og átti að nota powerpointglærur með. Ég samdi þriggja blaðsíðna fyrirlesturinn fyrst og ætlaði svo að búa til glærur, einhvern veginn tókst mér að víxla fyrstu og annarri blaðsíðu áður en ég gerði glærurnar og þannig hélt ég svo fyrirlesturinn án þess að fatta neitt. Fannst reyndar skipulagið hjá bókarhöfundinum ekki alveg nógu gott, fattaði svo þegar ég kom heim og fór að laga útdráttinn sem ég átti að skila með að skipulagið hjá honum var bara býsna gott - það var bara ég sem var að ruglast.


hippies
You are a Hippie. Wow.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: