miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Má þetta?

Ég fékk bréf í morgun frá rannsóknastöð Erfðagreiningar, þar sem mér var tjáð að búið væri að fara yfir spurningalista sem ég svaraði síðast þegar ég var í úrtaki hjá þeim. Samkvæmt svörum mínum þar væru líkur á að ég væri með e-n leiðindasjúkdóm sem svo skemmtilega vill til að þeir eru einmitt að fara að rannsaka.

Ég varð alveg skíthrædd fyrst þegar ég last þetta en las svo framhaldið og samkvæmt því þá á í mesta lagi eitt einkenni af fimm við mig, sem er mér töluverður léttir. En ég á hins vegar ekki eftir að þora öðru en að fara í rannsóknina - kannski það sé nýja aðferðin til að fá fólk í rannsóknir, að hræða það upp úr skónum. Svona þar sem ég þekki mjög fáa sem hafa aldrei tekið þátt í rannsókn og marga sem hafa verið í fleiri en einni og nenna kannski núorðið ekki að fara í fleiri.

1 ummæli:

Bullukolla sagði...

Algjörlega siðlaust! Þeir ættu bara að skammast sín og hana nú! (hér á að koma reiður kall en kann ekki að teikna hann)