laugardagur, apríl 16, 2005

Blöð

Undanfarna viku hefur DV borist heim án nokkurra skýringa, líklega áskriftarátak hjá þeim eða eitthvað svoleiðis. Þannig að núna hef ég aðgang að öllum þremur dagblöðum landsins og auðvitað kemst ég ekki yfir að lesa þau öll. En það sorglega er að það sem ég les þessa dagana er DV og teiknimyndasögur og slúður í Fréttablaðinu og Mogganum. Þannig að í augnablikinu veit ég lítið sem ekkert hvað er að gerast í heimsmálunum en mun betur hvað er á seiði í Júróvisjónundirbúningi. Hvort ætli þetta sé dæmi um veruleikaflótta eða menningarleysi?

Engin ummæli: