mánudagur, júní 19, 2006

kreppa

Ég horfði á fréttirnar í gær og komst þá að því hvað er að plaga mig, af hverju ég er alltaf svona óákveðin og veit ekkert hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég er með þrítugsaldurskreppu (quarter-life-crisis) - sem lýsir sér einmitt svona og er víst stigvaxandi vandamál, eftir að fólk þurfti ekki að vera komið með fjölskyldu og í framtíðarvinnu um tvítugt. Hins vegar fylgdi ekki fréttinni hvort það sé til einhver lækning við þessari krísu eða hvort hún gengur nokkurn tíma yfir.

Engin ummæli: