laugardagur, febrúar 24, 2007

jæja

Ég var dauðfegin í gær þegar ég horfði á Gettu betur að hafa ekki verið á vakt á Fréttablaðinu þann 3. júlí í fyrra. Nú óttast ég bara að það komi svipuð spurning upp úr DV eða einhverju sem ég hef lesið yfir. Eftir að hafa horft á þennan þátt gerðist ég menningarleg í tilefni Safnanætur og fór með Unu og Fouad á listasafnið, ég held að það séu tæp 20 ár síðan ég steig þangað fæti síðast. Sem er mjög sorglegt þar sem að mér finnst gaman að horfa á málverk og er að hugsa um að fara að gera meira af því og kannski að fara að spekúlera í straumum og stefnum. Ég hef lært töluvert um listasögu fram til ársins 0, sem var víst ekki til, en þekking mín á næstu 2000 árum á eftir ristir ekki mjög djúpt.

Ef einhver sem lest þetta hefur enn áhuga á Baugsmálinu, þá finnst mér merkilegt hversu mikla athygli nafnlausa bréfið fær og hversu miklu uppnámi það hefur valdið - hlýtur að þýða að eitthvað sé til í þessu hjá bréfritara. Hans er nú leitað og telja margir að orðið "óekkí" sem kemur fyrir í lok bréfsins muni koma upp um hann.

Og svona ef einhver hefur áhuga á því, þá er bloggið mitt komið yfir á google-form. Eina breytingin sem ég hef orðið vör við er að núna þarf ég að nota gmail-fangið mitt til að logga mig inn. Engin komment virðast hafa týnst og enn koma stafir með kommum yfir ekki fram í fyrirsögnum (allavegana sé ég þá ekki).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leitin að höfundi nafnlausa bréfsins er gestaþraut dagsins í dag.

Hver og einn gengur með sínar grunsemdir, en enginn þorir að nefna nafnið.

Ég þori það ekki heldur.