mánudagur, febrúar 05, 2007

ellin færist yfir...

Ég var í bankanum áðan að tala við þjónustufulltrúa, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað hún þurfti að hringja og ráðfæra sig við einhvern og byrjaði símtalið á að segja: "Það er kona hérna hjá mér, sem þarf að fá upplýsingar um..."
Það tók mig óneitanlega svolitla stund að átta mig á því að þessi kona sem hún minntist á var ég, síaðist ekki almennilega inn fyrr en hún las upp kennitöluna mína.

Ég vil nefnilega ekkert kannast við það að vera kona, finnst það alltof fullorðinslegt orð, þó svo að ég verði eiginlega að viðurkenna að ég er orðin of gömul til að vera kölluð stelpa. Það vantar eitthvað svona millistigsorði fyrir "konur" eins og mig.

Ekki bætti það úr skák að ég fór svo strax á eftir í Ríkið og afgreiðslumanninum þar datt ekki í hug að biðja mig um skilríki. Og ég held að það séu komin tvö ár síðan ég var síðast beðin um slíkt. Þannig að það eru greinilega einhver ellimerki komin á mig :o(

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað varð eiginlega um hið fagra orð fröken? Mér finnst það einmitt gott millibilsástandsorð :)

Ertu annars farin að finna grá hár eins og sumir?

Er samt ekki betra að vera eldri en yngri? Ef þú værir bara stelpa hefði þjónustufulltrúinn ekki einu sinni athugað þig, bara sent þig á dyr samstundis!

Nafnlaus sagði...

Ungfrú er enn betra. Hæfilega virðulegt, en samt örlítið stelpulegt.
Það að þú skulir ekki vera beðin um skilríki í ríkinu getur nú stafað af öðru en ellimerkjum;-)

busuru

Nafnlaus sagði...

Já kannski ertu bara svo virðuleg og "treystandi" að þeir þora ekki öðru en að sleppa þér í gegn í ríkinu. Kannski var það stingandi augnaráðið - hefðirðu verið með sólgleraugu hefðirðu verið spurð um skilríki samstundis! ...núna veistu kannski hver ég er? :)

Kolfinna sagði...

Hehe, ég held ég viti hver þú ert. Gráu hárin og stingandi augnaráðið komu upp um þig, frú ;o)

En hins vegar veit ég ekki hver busuru er...

En mér líst virkilega vel á virðuleikaskýringuna, að ég sé svo traustvekjandi útlits að fólk þori ekki öðru en að kalla mig konu og afgreiða mig án múðurs í ríkinu.

Og ég verð nú að segja eins og er að ég er hrifnari af orðinu ungfrú en fröken, sé alltaf fyrir mér gamla konu með hornspangagleraugu og gráan hnút í hnakkanum þegar ég heyri orðið fröken ;o)

Nafnlaus sagði...

Já, orðið "piparjúnka" tengist líka "fröken" óneitanlega! Já best að útrýma því orði algjörlega! Hvað með madamousielle? Franskt og því óneitanlega með erótískum blæ! Þú getur reynt að leiðrétta fólk og beðið það um að kalla þig Madamousielle Kolfinna - hmmmm allt í einu datt mér þetta í hug: "Good afternoon, lady of the house speaking! No it is Buckeeeeee. not Bucket! :)

Kolfinna sagði...

lol, hvaðan er aftur þessi tilvitnun?

Ég yrði án vafa fyrirmyndar mademoiselle, bara spurning hvernig ég fæ fólk til að kalla mig það svona dags daglega ;o)