föstudagur, október 08, 2004

Góðu fréttirnar eru þær að nýja nettengingin er loksins komin í gang. Slæmu fréttirnar eru þær að þráðlausi hlutinn af þeirri tengingu er ekki kominn í gagnið og snúran sem fylgir er svo stutt að netnotkun verður öll að fara fram við símaborðið. En það er allt í lagi þegar enginn, sem gæti dottið um allar snúrurnar, er að flækjast í kring um mann.

En fyrir utan nettengingar og netleysi snýst lífið ekkert um annað þessa dagana en að vinna borða og sofa - og það á bara eftir að versna í nóvember. Ég held að pabbi hans Elíasar hafi verið mikill spekingur þegar hann sagði að lífið væri vinna borða sofa x 5 og borða sofa x 2, en eins og unglinga er háttur tók Elías ekkert mark á honum (og hvar ætli hann sé í dag?)

Engin ummæli: