sunnudagur, október 24, 2004

meira pláss

Sú stórskemmtilega breyting varð á hi-pósthólfinu mínu í síðustu viku að plássið í því jókst. Ég veit reyndar ekki alveg hvað gerðist, en á fimmtudagsmorguninn var pósthólfið mitt alveg stíflað svo ég henti öllum nýjum pósti og innihald pósthólfsins hrapaði niður í 44% og hefur haldið sér þar síðan. Ég hef ekki hugmynd um hvað gengur á en er bara ánægð, því venjulega er ég að berjast við að halda því undir 95%.

Annars hefur þessi helgi ekki staðið undir fögrum fyrirheitum um allt sem ég ætlaði að vera svo dugleg að gera :o( og sver sig þannig í ætt við aðrar helgar. Verkefnin sem ég ætla að fara yfir og þarf að skila á þriðjudaginn eru ekkert meira yfirfarin en á föstudaginn og verkefnið sem ég hefði eiginlega átt að skila á morgun (en fékk óvart frest með fram til 8. nóvember) jafnóskrifað.

En ég las þó Óvinafagnað og þó að bókin sé ágæt, hlýtur hún að vera martröð fyrir fólk sem veit ekkert um Sturlungaöldina - vona að fólkið sem ég ætla að pína í MS hafi lært eitthvað um Sturlunga, ef ekki þá erum við öll í djúpum skít (eða á betra máli, öll sokkin í svaðið). Er virkilega farin að hugsa um að mæta bara með Sturlungaspilið í tíma og láta alla spila smá, svona til að fá meiri tilfinningu fyrir persónum og staðarháttum.

Er reyndar í sjokki að vera að fara að þykjast vera kennari í tvo mánuði - en ég býst við að þetta sé bara að hrökkva eða stökkva, ágætt að prófa þetta í smá tíma áður en ég ákveð hvort ég eyði ári í kennslufræðina eður ei.

En á morgun er survivor fundur - og það er alltaf gaman að svoleiðis, ég held stundum að þetta fyrirtækjabrölt í okkur sé bara afsökun til að koma saman og horfa á Survivor :o) Ég vona að Rory verði rekinn burt næst og þá verður í mesta lagi ein stelpa rekin burt fyrir sameiningu og stelpurnar verða þá í meirihluta.

1 ummæli:

Ragnheidur sagði...

Bara nýtt útlit og fínerí!!!
Sjáumst í kvöld;)