miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Bull á miðvikudagskvöldi

Ég sá áðan lokin á landsleik Íslands og Noregs og þegar Íslendingar minnkuðu muninn í 6-2, sagði annar lýsandinn að núna væri staða Íslendinga að vænkast - og það var eins og hann meinti það. En leikurinn endaði svo 7-2, þannig að þetta tap var mun vænna en 14-2.

Annars langar mig að prófa svona brjótasamandót sem Hagkaup er að auglýsa - það er svo fyndið að sjá hversu hratt þetta gengur í auglýsingunni, ef ég væri að gera þetta myndi ég beygja þetta í vitlausri röð, því þótt þetta virki einfalt er þetta örugglega ekki aulahelt.

Svo sá ég Bráðarvaktarauglýsingu áðan og Carter virðist vera kominn aftur - jibbý og svo var Rory loksins rekinn úr Survivor, æðislegt að sjá hvað hinir kallarnir voru fúlir í atriðum næsta þáttar. Ég held með Twilu en í augnablikinu er Ami sigurstranglegust - en allt getur nú breyst og ég fylgist spennt með því :o)

Og svo er svo langt síðan ég hef tekið svona próf...

You are Marilyn Monroe!
You're Marilyn Monroe!


What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég get nú alveg sagt þér það að þeta brjótasamandótarí virkar fínt. Við fengum svona í brúðkaupsgjöf og Nils varð svo hrifinn af þessu að ég þarf aldrei að brjóta saman þvottinn! :)
Kv. Hekla