þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Er enn á lífi

Ég lifði fyrsta daginn minn sem kennari af (sem betur fer því ég verð að standa undir fínu nafngiftinni sem Ragnheiður gaf mér). Reyndar kenndi ég bara tvo tíma, en það var alveg nóg. Ég var búin að gleyma hversu leiðinlegir menntaskólanemar geta verið. Þarna var fólk að tala saman, hlusta á geislaspilara og reyna að trufla mig eins mikið og mögulegt er. Þau eru ekki þarna til að læra af sjálfsdáðun, það er alveg ljóst.

1. bekkurinn var allt í lagi - þau hlýddu öllu og dugði að vera svolítið leiðinleg við aðalkjaftaskana til að allt lagaðist. 2. bekkurinn var verri, þóttust aldrei hafa heyrt um bókina sem þau eiga að vera búin að lesa, nema kannski að kennarinn hafi sagt eitthvað um það í síðustu viku. Þegar ég benti þeim svo á að þau hefðu kennsluáætlun sem tæki það skýrt fram að þau ættu að vera búin að lesa þessa bók, hélt ein stelpan því fram að þau ættu ekki að þurfa að lesa kennsluáætlunina, kennarinn ætti að segja þeim allt sem þau þyrftu að vita!!!

Stjörnuspáin mín í mogganum fyrir laugardaginn var alveg furðulega rétt - í henni stóð eitthvað á þessa leið: Þú átt eftir að öðlast fjármuni í dag en þú verður að passa þig á eyðslunni. Og viti menn, áður en ég las stjörnuspána þá hafðí ég komist að því að ég var búin að fá útborgað fyrir október og af því tilefni pantað geisladiska með Travelling Wilburys í gegnum netið.

Ég held að ég ætti að fara að loka vísakortinu mínu - það er nefnilega alveg stórhættulegt að eiga svoleiðis og vera nettengd. Ég tók líka smá syrpu á Amazon fyrir helgi. Nú vona ég bara að ég lendi ekki í því að þurfa að borga mikla tolla af öllu nýja dótinu mínu og þá get ég bráðum farið að munda vísakortið aftur :o)

Engin ummæli: