mánudagur, nóvember 08, 2004

Ekki í góðu skapi

Núna er ég búin að kenna sex daga af 25 og ég er búin að ákveða að ég ætli ekki að fara í kennslufræðina - kemur ekki til mála að verða kennari.

Sex dagar og ég er búin að missa röddina gjörsamlega, krakkakvikindin geta ekki haldið sér saman nema í fimm mínútur í einu og skrópa svo í prófum og tímum og kenna misskilningi um og halda að þau eigi þá að fá mætingu - fífl!!!

Svo tekur þetta upp allan tímann að finna eitthvað til að láta þau gera, búa til verkefni og próf - og eru þau þakklát, ónei, þau reyna bara að sleppa eins auðveldlega frá öllu og mögulegt er. Ég er með einn bekk sem er í lagi en tvo sem eru hryllilegir, ef ég væri bara með bekki eins og þann fyrsta myndi ég íhuga kennarastarfið, en eftir hina tvo þá segi ég bara nei takk.

Nú sit ég með sáran háls, þreytt augu og búin að finna enn eitt starf sem mig langar ekki til að vinna við. Gott samt að hafa komist að því áður en ég fór í kennslufræðina. Bara 19 dagar eftir - get ekki beðið.

Engin ummæli: