laugardagur, janúar 20, 2007

hmmm

Ég horfði á handboltaleikinn í dag og komst að því að annaðhvort hefur sjóninni hrakað eða myndavélarnar verið of langt í burtu frá leikmönnum. Allavegana átti ég í mestu vandræðum með að sjá mun á leikmönnum í víðustu skotunum. Ég legg því til að fyrir næsta stórmót í handbolta liti þeir hárið hver í sínum (áberandi) lit. Einn getur verið með rautt hár, annar hvítt, þriðji blátt, fjórði grænt o.s.frv. Það yrði óneitanlega flott (og þægilegt) á að líta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varlega, varlega. Lesið ekki blogg landsliðsmanna á síðunni ibliduogstridu. Það gæti farið með álit okkar á hinu kæra landsliði.

Í stað karlmannlegra ummæla um baráttu og hetjuskap og viturlegra greininga á leiknum skrifa þeir um prump og skítalykt.

Eru þeir í fimmáraafmæli eða hvað?