mánudagur, júní 04, 2007

heilaþvottur?

Í nótt dreymdi mig að ég væri á leiðinni í atvinnuviðtal og bað því fyrrverandi yfirmann um meðmæli. Hann var upptekinn í símanum en rétti mér gulan post-it miða sem á stóð: „Ekki láta heilaþvo þig.“ Einhverra hluta vegna finn ég ekkert sem gæti skýrt viðvörun við heilaþvotti á draumráðningasíðum á netinu en að dreyma yfirmann táknar víst annaðhvort mikið sjálfstraust og trú á eigin getu eða takmörk og skort á frelsi og tækifærum til sköpunar.

Á föstudaginn fékk ég tvö gluggaumslög frá Reykjavíkurborg. Í því sem ég opnaði fyrst var launaseðill fyrir kosningarnar og í smástund gladdist ég og íhugaði hvernig ég ætti að eyða peningunum eða alveg þar til ég opnaði hitt umslagið. Í því var ég rukkuð um fasteignagjöld. Að frádregnum sköttum af laununum þá skiptum við borgin nánast á sléttu - hún heimtaði þó aukalega 236 krónur af mér.

Engin ummæli: