föstudagur, júní 01, 2007

oflof eða hreinræktað bull?

Ég bara verð að deila stjörnuspánni minni á mbl.is í dag með ykkur. Ég veit ekki hver semur þetta, en nú finnst mér bullið vera komið út í öfgar eða þá að einhver hefur ruglast rækilega í orðabókarþýðingunni. Í það minnsta hef ég aldrei fyrr heyrt talað um guðdómlega, stórkostlega djúpvitrar tilfinningar. Líka spurning hvort að tilfinningar geti verið vitrar, er ekki vitið til þess skapað að hafa hemil á tilfinningunum? En svo gæti þetta líka fallið undir flokkinn oflof er háð.

Meyja: Falleg saga, von og bjartsýni - klisja eða ekki - þú hefur mikið að gefa. Tilfinningarnar sem hrærast með þér eru guðdómlega, stórkostlega djúpvitrar.

Engin ummæli: