fimmtudagur, júlí 19, 2007

síðasti kaflinn

Mér finnst óneitanlega svolítið skrýtið að hugsa til þess að á morgun kemur síðasta Harry Potter bókin út. Það eru komin rúm átta ár síðan ég las fyrstu þrjár bækurnar í rykk eftir að hafa lesið umfjöllun um nýútkomna þriðju bókina í ensku dagblaði, þar fengu bækurnar svo mikið lof að ég fór út í næstu bókabúð og keypti fyrstu bókina til að afsanna það. En í staðinn féll ég fyrir þeim og þótt þetta séu í grunninn barnabækur þá er svo margt við þær, húmor, spenna (sérstaklega í síðustu bókunum), skemmtilegar persónur og alveg óendanlegir möguleikar til að pæla í hvað muni gerast næst og hvernig persónur muni þróast eða í hvaða nýju ljósi þær geta birst. En það sem að mér þykir best við bækurnar er að ég verð aftur lítil þegar ég les þær, því þá höfðu allar bækur (næstum sama hversu illa þær voru skrifaðar) ákveðinn ævintýraheim að geyma sem hægt var að gleyma sér fullkomlega í. Með aldrinum og (vonandi) sífellt gagnrýnni hugsun þá verður erfiðara að finna bækur sem hafa þennan sjarma.

Ég er reyndar ekki hrifin af þessu Potter æði, fannst miklu skemmtilegra að eiga bækurnar „ein“, en þegar ég kom heim með þær í farteskinu haustið 1999 hafði varla nokkur heyrt talað um þær. Samt ætla ég að kíkja á raðastemninguna annað kvöld (eða eiginlega í kvöld þar sem það er komið fram yfir miðnætti) og kannski lauma mér í eina klukkan ellefu og kaupa eintak. Það verður þó örugglega mjög skrýtið að lesa þessa síðustu bók en vegna meðfæddrar forvitni dettur mér ekki í hug að mér takist að treina mér lesturinn neitt.


Niðurstaðan úr þessu prófi hér að neðan er frekar jákvæð, en sjáum til hvernig ástandið verður eftir ár ;p

You Have Not Been Ruined by American Culture

You're nothing like the typical American. In fact, you may not be American at all.
You have a broad view of the world, and you're very well informed.
And while you certainly have been influenced by American culture (who hasn't?), it's not your primary influence.
You take a more global philosophy with your politics, taste, and life. And you're always expanding and revising what you believe.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott einkunn úr prófinu. Sá/sú, sem sett hefur prófið saman, hefur ekki haft mikið álit á amrískri menningu og setur hana upp sem andstæðu við víðsýni og þekkingu.

Æ, þetta með Harry Potter. Ég las fyrstu bókina á sínum tíma og mér fannst hún dæmigerð barnabók, það vantaði amk. í hana bæði kvennafarið og fótboltann. Ég hef ekki lesið hinar fimm (bráðum sex) bækurnar, en á ekki beinlínis von á að þær hafi tekið stakkaskiptum.

Nafnlaus sagði...

Hehe, það verður gaman að sjá hvað þú færð úr þessu prófi um jólin ...hvort kaninn nái að spilla þér.

En með Potter greyið, ég vona bara að hann deyji ekki. Er búin að vera að hlusta á bækurnar alltaf fyrir svefninn í vetur, og mikið óskaplega hef ég gaman af þeim. Harry er nánast orðinn einn af manns bestu vinum. Svona eins og Jacky, Robby og Stuart í Taggart hehe (sorglegt en satt)
En það er bannað að kjafta frá...