föstudagur, september 14, 2007

söfnunarárátta?

Stundum held ég að ég sé með vott af söfnunaráráttu. Það nýjasta sem ég hef tekið upp á að safna eru fjórðungsdollarar (veit ekki hvernig er best að þýða þetta yfir á íslensku en þeir heita quarters á ensku og eru verðmætasta myntin hér, ekki til neinn hálfdollar). Í tilefni af einhverju sem ég man ekki lengur hvað er var ákveðið að gefa þá mynt út með fimmtíu ólíkum myndum á bakhliðinni (einni fyrir hvert fylki) og G. Washington á framhliðinni. Ég ákvað að safna þeim þegar ég fór yfir hrúgu af klinki sem ég átti og komst að því að ég átti þá þegar myntir frá átta fylkjum. Núna er ég komin upp í tuttugu.

Með þessu móti er alltaf spennandi að fá skiptimynt og komast að hvort þar leynist mynt sem ég á ekki og ég læri hvað öll þessi ríki heita. Er samt nokkurn veginn viss um að flestir sem safni þessu séu mun yngri en ég - en hvað gerir maður ekki til að auka spennuna í gráum hversdagsleika hins daglega lífs?

6 ummæli:

Ragnheidur sagði...

Ég fór og kíkti á klinkið hérna heima og fann bara tvö fylki, Kentucky og Louisiana. Fann svo þrjá með erninum á bakhliðinni og einn þeirra hefur verið sleginn 1936 og er líka rosa slitinn. ;)

Nafnlaus sagði...

Hehe, eg a hvorki Kentucky eda Louisiana. Verd hins vegar alltaf ful tegar eg fae orninn, finnst tad vera eins og null a tombolu :p

Kolfinna

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MED AFMAELID !!!! var thad ekki orugglega i dag? Goda skemmtun i kvold og bestu kvedjur!

Una

Nafnlaus sagði...

sko 15. september! var ad uppgotva ad sidasta faersla er fra thvi i gaer

Nafnlaus sagði...

Kolfinna, til hamingju með afmaelid. Vonandi nytur tu dagsins. Bestu kvedjur ur Langagerdinu.BE

Arna B. sagði...

Hæ hæ Kolfinna mín! Til hamingju með afmælið í gær:) Vona að þú hafir notið dagsins. Kíki alltaf á síðuna þína við og við.
Knús og kram,
Arna