laugardagur, september 01, 2007

merkur áfangi

Í dag gerði ég svolítið sem ég hef aldrei gert áður og bjóst ekki við að ég myndi nokkurn tíma gera. Ég skrifaði ávísun. Ég varð steinhissa þegar ég sótti debetkortið mitt um daginn og komst að því að því fylgdi ávísanahefti, því ég hef aldrei átt svoleiðis og það eru örugglega hátt í tíu ár síðan ég sá síðast slíkan forngrip.

En hér borgar maður víst flestallan fastakostnað með ávísunum, til dæmis leiguna. Þannig að í morgun rölti ég með útfyllta ávísun til leigusalans og fannst ég vera komin óralangt aftur í tímann enda orðin mjög vön því að allt svona fari í gegnum heimabankann minn.

3 ummæli:

Ragnheidur sagði...

Hahaha! Kannast við þetta ;)

Nafnlaus sagði...

hey ekkert ad skrifa? eg fer a siduna morgum sinnum a dag!!! Hehehe...

Kv.
U

Nafnlaus sagði...

Hahaha, ávísun!!! hélt að þær væru ekki gefnar út lengur