laugardagur, mars 10, 2007

:o)

Mér líkar vel við stjörnuspána á mbl.is. Ýmist er þar eitthvað sem rætist/passar eða eitthvað uppörvandi :o)
(Þó stingur það í augun að stjörnuspá um Meyjuna er sett fram eingöngu í karlkyni - en það er kannski barasta aukaatriði)

Meyja: Hinir einstöku mannkostir þínir skína í gegn. Njóttu þess að vera einstakur, og hættu að reyna að vera einsog hinir. Aðrir munu dást að því hve öðruvísi og frumlegur þú ert.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig minnir, að lærimóðir/-faðir þín/þinn, Guðrún Þórhallsdóttir, hafi einhvern tímann sett fram þá kenningu og rökstutt, að karlkyn hafi frá upphafi verið notað sem samkyn um manneskjur.

Taktu nafnið með fyrirvara. Minnið er brigðult. Ef til vill fer ég þarna fræðikvenna/-manna-villt.

Nafnlaus sagði...

Hefur þér ekki tekist að vera öðruvísi og frumleg hingað til? Stjörnurnar fylgjast nú bara ekki nægilega vel með!

Erum við ekki ennþá vinkonur? Eiginmenn eru of tímafrekir! Ekki fá þér einn svoleiðis!

Kolfinna sagði...

hehe - það væri svo sem ekkert nýtt að upplýsingar þeirra væru úreltar - tekur það ekki mörg ár/áratugi fyrir birtu sumra að komast til jarðar.
Af hverju ættum við að hætta því svona á gamals aldri? ;p

Nafnlaus sagði...

Gott að vita það!

Vonandi getum við hist sem fyrst vinkona...