sunnudagur, febrúar 24, 2008

Vol, væl & léleg lög

Þessi vika hefur að mestu farið í slappleika og það að halda mér vakandi nógu lengi til að mæta í tíma. Ég fann svo í morgun að ég var komin með hita og hætti þá við allt sem ég hafði ákveðið að gera í dag og lagðist bara í rúmið til að reyna að ná þessu úr mér fyrir fullt og allt. Eftir að hafa sofið lungann úr deginum líður mér mun betur, en er samt enn slöpp. Núna ætla ég að reyna að halda mér vakandi í klukkutíma í viðbót og freista þess síðan að geta sofið til morguns, en gallinn er sá að mér hundleiðist, því að hitanum fylgja augnverkir og get ég því lítið sem ekkert lesið eða horft á sjónvarp/tölvu (en get skrifað með augun lokuð að mestu). Þannig að í kvöld hef ég að mestu húkt inni í herbergi með ljósin slökkt og hlustað á tónlist (og pirrast á mörgum þeim lélegu lögum sem eiga heima í tölvunni minni) í stað þess að hjálpa sambýlingnum við sjónvarpsgláp.

Og talandi um væl og léleg lög, þá heyrði ég áðan nýja júróvisjónlagið og finnst lítið til þess koma, en mun að sjálfsögðu halda með því í lokakeppninni. Enda komið upp í vana hjá mér að halda með lélegum íslenskum lögum - ég held að það séu rúm tíu ár síðan mér hefur þótt íslenska framlagið flott (og ég bíð enn eftir íslenskum keppanda sem þorir að syngja á íslensku í lokakeppninni). En ég reyni af bestu getu að smita fólkið hérna af þessum skrýtna áhuga á keppni milli „misvondra“ laga með svo góðum árangri að það stefnir allt í alvöru júróvisjónpartí í maí :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, sannsynligvis sa det er