þriðjudagur, mars 25, 2008

skrýtið

Ég var að skoða New York Times áðan. Þar var nokkurra síðna umfjöllun um þá síðustu þúsund hermenn sem hafa látist í Írak, svona í tilefni af því að nú er tala fallinna Bandaríkjamanna komin í fjögur þúsund. Andlitsmyndir af þessum þúsund hermönnum, ásamt nafni þeirra og aldri, fylltu tvær opnur og á þeirri þriðju voru brot úr bréfum og bloggum nokkurra þeirra. Uppsetningin var óneitanlega áhrifarík og minnti svolítið á Víetnamminnismerkið þar sem nöfn hinna látnu öskra á áhorfandann af svörtu granítinu.

Það skrýtna er að stríðinu lauk formlega fyrir löngu, en samt falla hermenn. Og enn skrýtnara er að sama hversu marga ég spyr þá virðist enginn vita fyrir hvaða málstað þeir hafa fallið, fólk ypptir bara öxlum, verður sorgmætt á svipinn og vill helst ekki tala um þetta. Og það sorglega er að þessi andlit í blaðinu eru bara hluti af öllum þeim sem hafa látist eða þjáðst vegna þessa "stríðs" sem enginn virðist vilja vita af hverju er háð né hvaða tilgangi það á að þjóna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held að fólk standi í þeirri trú að þetta sé ekki stríð.

ALdrei finnst mér talað um 'the iraq war' eins og gert var einmitt um stríðið í víetnam á sínum tíma.

bush sér víst ekki eftir neinu. líklega ekki bushistarnir heldur.

er nokkuð viss að íraska þjóðin sér eftir þessu öllu. Er ekki ein milljón hennar fallin?

Saddam fer að líta vel út, svona í retró.

u.

Unknown sagði...

thetta strid er bissness.

augljoslega.

usa er buid ad stela allri oliunni i irak.
og enginn gerir neitt.

ekki einu sinni talad um thennan gridarstora thjofnad.

eins og thetta hafi aldrei gerst bara.