föstudagur, júní 13, 2008

fimmtudagur

Dagurinn í dag var ansi notalegur, reyndar óar mig svolítið við því hvað er miklu auðveldara að njóta lífsins en að vinna í þessari blessuðu ritgerð minni. Ég og nokkrir aðrir slógum saman hádegismat og fótboltaáhorfi og sáum Þjóðverja tapa fyrir Króötum, umræðurnar við borðið voru hinar líflegustu á meðan á leiknum stóð og á milli gáfulegra athugasemda um framgang leiksins dæmdum við króatíska markvörðinn úr leik fyrir að hafa ekki passað upp á að hafa peysuna og sokkana í sama græna litnum (svo var hann líka aðeins of duglegur að þvælast fyrir boltanum), einnig veltum við fyrir okkur hvort þýski þjálfarinn væri með hárkollu, litað hár eða bara svona unglegur, sem og hvort einungis einn þýskur leikmaður mætti vera inn á í einu í rauðum skóm. En þrátt fyrir einlægan stuðning okkar og það að ein stelpan var með þýska fánann meðferðis gekk ekki rófan.

Eftir það fór ég og hitti kunningja minn sem er á leið á íslenskunámskeið á Íslandi í sumar og við sátum úti á svölum hjá honum, drukkum te og töluðum íslensku og ensku til skiptis. Meðal umræðuefna voru öll tungumálin sem okkur langar til að læra, sem og minnisaðferðir, tímastjórnun og hvernig væri best að skrifa ritgerðir (og ég ætla að prófa aðferðina hans, því mín gengur nákvæmlega ekkert þessa dagana - enda sjáið þið hvað ég er allt í einu dugleg að blogga ;p).

Um daginn var ég spurð að því hvað ég hlakkaði mest til að borða þegar ég kæmi heim og aldrei þessu vant vissi ég ekki hverju ég ætti að svara. Venjulega sakna ég nammis og pylsna mest en Gunnhildur kom með slatta af nammi og öðru góðgæti til mín um daginn (og mamma er væntanleg fljótlega) og ég fékk íslenskar pylsur í grillkveðjuveislunni hjá Elísabetu og Bjarna um daginn þannig að mér datt ekkert í hug. En ykkur til hrellings þá lifi ég þessa dagana að mestu á ritzkexi og kjúklingasalati (örugglega bráðóhollt en er þægilegt til að taka með sem nesti). Reyndar er ég hrædd um að matarræði mitt hérna sé alls ekki til fyrirmyndar, sérstaklega þar sem ég borða mikið af unnum mat sem ég veit lítið hvað er í - einn kunningja minn hér fór heim til sín í tvær vikur og fór meðal annars í sína árlegu læknisskoðun þar og þá kom í ljós að á því ári sem hann hefur verið hér hefur kólesterólmagnið í honum aukist allsvakalega og er alltof hátt fyrir mann á hans aldri (en hann borðar reyndar mun meira kjöt en ég).

En til að enda þetta á skemmtilegri nótum þá skoðaði ég áðan gömul blogg og sá að fyrir tæpu ári tók ég próf um hversu bandarísk ég væri í háttum og fékk þá niðurstöðu að ég væri gjörsamlega óspillt.

Að gamni tók ég sama prófið og eitthvað hefur breyst:



You've Been a Little Ruined by American Culture



Whether you live in the US or not, deep down you're a little American.

And there's nothing wrong with loving American culture, but it may have negative effects on your life.

Slow down and enjoy what you have. Reconnect with life's simple pleasures.

You don't need to be in a consumerist rat race. Life's too short to overwork yourself!

Engin ummæli: