mánudagur, júní 07, 2004

Helgin var alveg yndisleg. Ég fór í svona skólaferdalag til Föhr og Amrum, sem eru tvaer eyjar vid vesturströndina, á móts vid landamaeri Danmerkur og Týskalands. Vid vorum 18 í allt og fórum í tveimur 9 manna rútum (skólinn hérna á nokkrar svoleidis aetladar til svona ferda). Ádur en vid lögdum af stad tekkti ég bara tvaer stelpur meira en kinka kolli til og segja halló, en kynntist öllum hinum mjög vel tessa daga. Enda engin furda, tar sem vid vorum saman allan daginn - ég var aldrei meira en fimm mínútur ein og tad var mjög skrýtid ad koma heim í gaerkvöldi.

Vid lögdum í hann á fimmtudegi klukkan hálffimm og tar sem ég er alltaf svo skipulögd (eda tannig) tá var ég ad pakka korteri ádur en ég turfti ad taka straetó, ég mundi reyndar eftir öllu sem fór ofan í töskur en steingleymdi peysunni sem ég aetladi ad binda utan um mig (kannski ekki skrýtid tar sem úti var 20 stiga hiti) og var tví bara med stuttermaboli og regnjakka. En vid skiptum okkur í rúturnar og ég var ekki í teirri sem kennarinn keyrdi, heldur hét bílstjórinn okkar Meike (og var köllud nr. 3, tar sem tvaer adrar voru med í ferdinni). Fólkid úr okkar rútu hélt svo hópinn tegar var frjáls tími (ég var reyndar í herbergi med tremur stelpum úr hinni rútunni, en taer nenntu aldrei ad gera neitt á kvöldin). Fyrst keyrdum vid í tvo tíma ad ferjustadnum tar sem vid tókum ferjuna til Amrum, reyndar stoppadi hún fyrst á Föhr svo tad var tveggja tíma ferd. Fljótlega komst ég ad tví ad ef ég héldi mig nedan tilja vaeri tad ávísun á sjóveiki, svo ég sat uppi á dekki í stuttermabol og sandölum, löngu eftir ad allir sem voru betur klaeddir voru flúnir nidur.

Tegar vid höfdum komid okkur fyrir í herbergjunum (ég var med Meike 1 og 2 og Janniku) tá fórum vid út ad skoda okkur um. Ég lenti fljótlega í slagtogi med teim úr rútunni minni og vid fórum ad leita ad eina skemmtistad eyjunnar, Bláu músinni (Blaue Maus) sem reyndist vera opinn alla daga nema fimmtudaga, en á leidinni tangad villtumst vid um allt og skodudum útsýnispalla og fleira. En svo stoppudum vid á Káta selnum (Lustige Seehund) sem er minnsta krá sem ég hef komid inn á (u.t.b. 20 fm) og tar voru nokkrir innfaeddir, teim sem kunnu frísnesku til mikillar gledi og hófust tar miklar aefingar. En tar sem allir voru daudtreyttir eftir ferdalagid fórum vid fljótlega aftur á farfuglaherbergid.

Daginn eftir rigndi stanslaust og var kalt - regnúlpan mín reyndist enn og aftur vera tarfating. Vid fórum í heimsókn í leikskóla og í grunnskóla til ad sjá hvernig frísneskukennslan er tar. Tad var mjög gaman og ég komst ad tví ad tad er ekki mikill vandi ad skilja frísnesku ef hún er tölud nógu haegt (ég skildi jafnmikid í henni tarna og ég skildi í týsku tegar ég kom fyrst til Týskalands). Í grunnskólanum áttum vid svo ad tala vid krakkana á frísnesku, allir med blöd med algengum spurningum, svo sem hvad heitirdu hvad ertu gömul o.s.frv. Stelpan sem ég taladi vid nádi engan veginn nafninu og ákvad ad lokum ad ég héti konfetti - sem vakti mikla kátínu hjá hinum í ferdinni. Tad var reyndar ekki svo slaemt en ég hef oft velt tví fyrir mér hérna ad skipta um nafn - tví allir mistyrma tví.

Tegar vid höfdum skodad kirkjugardinn (tar eru nefnilega aevisögulegir legsteinar) og kirkjuna og Ömrang húsid tá baud vinur kennarans okkar í smá partý. Upphaflega átti tad ad vera úti á ströndinni í svona strandkörfum, en tar sem tad var hellirigning, tá sátum vid í strandkörfunum inni í risastórri geymslu. Vinurinn er frísneskur og konan hans er saensk, og tau hafa sitt eigid tjáskiptamál sem er blanda af ömrang og saensku og er mjög skemmtilegt áheyrnar. Tar heyrdum vid margar sögur um fólk á eyjunum og margt fleira. Ég er viss um ad ég hefdi ordid veik tennan dag af kulda, hefdu tau ekki komid med teppi og hlýjar peysur handa okkur og annad sem bjargadi mér var koníaksstaup sem tjónninn á veitingastadnum sem vid fórum á gaf okkur - hann vard svo gladur ad fá allt í einu 18 kúnna upp úr turru.

Á laugardagsmorgninum var sem betur fer sól og hlýtt, tví tá löbbudum vid á milli eyjanna. Tad er svo mikill sandgrunnur á milli ad tegar er fjara er haegt ad labba á milli. Vid vorum öll berfaett og í stuttbuxum og röltum med leidsögumanni tarna yfir og tók ferdin trjá tíma. Tetta var alveg aedislegt, ledjuparturinn í upphafi var reyndar ekkert spes, en eftir gengum vid á sandi og ódum volga sjávarpolla og einu sinni turftum vid ad vada yfir talsvert dýpi. Annars var tetta eins og draumur. Reyndar sólbrunnu margir illa á fótum og fótleggjum út af samspili vatns og sólar - ég slapp alveg, sem ég skil ekki tví ég gleymdi ad setja sólarvörn á faeturnar og ég brann á tveimur blettum á handleggnum tar sem ég hafdi ekki borid nóg á. Sídan skodudum vid safn og var svo bodid í kaffi hjá Fering félaginu og hlustudum á fyrirlestur um vandkvaedi tess ad koma frísneskunami inn í stundatöflur skólanna og svo framvegis (Haerra hlutfall talar samt frísnesku á Föhr en Amrum, auk tess sem fleiri búa tar). Um kvöldid var frítími og tá fórum vid átta í málvísindalegt mínigolf, málvísindin gengu út á tad ad telja slögin á sem flestum tungumálum, einu máli á hverri braut. Eftir tad gengum vid um baeinn og sáum unglingavandamálid fyrir utan einu sjoppuna í baenum.

Í gaer fórum vid svo í hringferd um eyjuna med leidsögumanni, byrjudum á safni sem virtist vera í fyrrverandi fjósi og eldgamall og hress karl sagdi frá öllu tar (miklu skemmtilegri en konan sem leiddi okkur um annad safn degi ádur) og lék heimilisfólk á daemigerdum bóndabae. Og tar sem tetta var sídasta safnid sem vid fórum á verd ég ad minnast á stolt eyjarskeggja, en tad er hátídarbúningur kvenna sem kallast Tracht - mjög flottur og flókid ad klaedast honum, tekur tvo tíma og tarf hjálparmanneskju med.
Sídan sáum vid fuglakojur, sem eru búr sem villiendur voru lokkadar inn í og teim svo slátrad, stóran hringlaga gard, sem er byggdur upp af grjóti og enginn veit hvada hlutverki hann gegndi og ad lokum fórum vid í frísnesku dómkirkjuna - kirkju heilags Jóhannesar í Nieblum. Svo tókum vid ferjuna til lands og núna tók ferdin bara hálftíma og keyrdum svo heim í mesta blídvidri.

Tessi ferd var yndisleg ad öllu leyti nema einu - tad var alltof mikid um braud og rúnnstykki í henni. Tad var braud í morgunmat og svo smurdum vid okkur matarpakka sem samanstódu af braudi. Ég endadi med ad borda ekkert af matarpakkanum mínum í gaer, tar sem ég kom ekki meira braudi nidur. En tad fyrsta sem Tjódverjarnir gerdu tegar til lands var komid var ad stoppa vid skúr sem seldi sjávarfang í rúnstykkjum og fá sér ad borda, ég sagdi bara pass.

Og svo má ég ekki gleyma tví ad ég hitti mömmu á midvikudaginn. Hún var hjá Hönnu í Horsens (eftir ad hafa verid í Póllandi og Köben med kennarahjördinni) og vid ákvádum ad hittast vid landamaerin. Ég var alltof snemma á ferdinni og komst ad tví ad Padborg í Danmörku er líklega svipud helvíti - ekkert haegt ad gera tar. Reyndar komst ég ad tví í leidinni ad Andrés önd er miklu fyndnari á dönsku en týsku.
En vid fórum til Flensborgar (tar sem er pínkulítid meira ad sjá) og spjölludum saman í rúma fjóra tíma. Tad var alveg aedislegt ad hitta mömmu aftur (ég fékk svoleidis heimtráarkast í lestinni á leidinni heim) - og fá ad tala rétt tungumál. Reyndar sá ég hvad íslenskan mín er illa farin, tar sem ég turfti fyrst í stad ad hugsa alveg fullt til ad koma einni óbrengladri setningu út úr mér, en tad lagadist fljótt.

Engin ummæli: