mánudagur, júní 21, 2004

17. júní hátídahöldin fóru vel fram midad vid adstaedur og adstaedurnar voru taer ad vid hittumst fjögur (viss um ad fleirum var bodid og myndi álíta tad módgun vid lýdveldid ad taer manneskjur maettu ekki, ef ég myndi bara hverjum vid budum) tveir Íslendingar, einn Tjódverji og einn Kani (sem baedi eru ad laera íslensku) klukkan níu ad kvöldi. Drykkjarföng voru brennivín, raudvín og bjór og hátídarkvöldverdur snittubraud og ferskjuhlaup. Hátídahöldin hófust án raeduhalda en vidstaddir voru teim mun raednari og ekki leid á löngu tar til ad sagt var skilid vid talmálid og söngur upphófst med teim lögum sem rás 2 tóknadist ad spila - alveg tangad til ad takid tauk nánast af húsinu tegar 17. júnílagid var spilad. Sídan upphófust leiktaettir upp úr Med allt á hreinu (sem er sýnt í íslenskutímum hér og nemendur elska og eiga allir diskinn med tónlistinni) og lög úr myndinni sungin. Svo eftir meira spjall hófst landakeppni í pakki, tar sem Ísland vann glaestan sigur á sameinudu lidi Tjódverja og Bandaríkjamanna (en leikmenn sídarnefnda lidsins reyndu meira en gódu hófi gegnir hvor vid annan og vildu örugglega miklu frekar vera í fatapóker en pakki). Eftir meira spjall og íhuganir um allt mögulegt fóru gestir heim nokkru fyrir dagmál og var fagnad med fuglasöng og sól.

18. júní hátídahöldin hófust med feiknarokktónleikum í bakgardinum klukkan trjú um dag og stód sá hluti hátídahaldanna til klukkan 10 um kvöldid - reyndar held ég ad meira hafi verid um hljódprufur en alvöru tónlist - en sídustu tveir tímarnir voru tess virdi ad koma sér út í gard í stad tess ad hlusta á herlegheitin ad innan. Ad tónleiknunum loknum var svo haldid í Sportler Paady (Tjódverjar eru ekkert svaka gódir í enskri stafsetningunni), en tannig partý eru staerstu skemmtanir skólaársins og haldin trisvar á ári. Í tetta sinn var tad úti og allt hófst vel, flugeldasýning og skemmtileg tónlist - á midnaetti rann hins vegar upp fyrsti dagur Kielarvikunnar en tar sem sú vika er tekkt fyrir mikla rigningu tá leid ekki á löngu tar til fór ad hellirigna. Eftir tvo tíma af ofankomu og regnvotum bjór tá nennti ég tessu ekki lengur og fór heim (alla tessa 100 metra).

En tar sem ég verd ad maeta í tíma verda aevintýri helgarinnar ad bída betri tíma.

Engin ummæli: