miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég stódst ekki mátid og verd ad blogga adeins. Ég er nebbla komin yfir landamaerin og er í Danmørku, nánar tiltekid Horsens og ætla ad láta gamlan draum rætast, ég er ad fara á tónleika med Paul McCartney í kvøld. Ég er ordin svo ofurstundvís í ferdaløgum ad ég var komin hingad klukkan hálfeitt og tad verdur ekki búid ad hleypa inn fyrr en klukkan 18 og eftir tæpa tvo tíma er ég búin ad skoda mestallan bæinn - svo ad ég gladdist heilmikid ad finna netkaffi (sem líka er svo miklu ódýrara en búllan sem ég fer alltaf á fyrir msn í Kiel). En tad er heilmikil stemmning hérna, plakøt út um allt og gøtuhljómsveit búin ad vera á fullu ad spila bítlaløg (teir urdu svolítid hvumsa tegar fyrirmyndin keyrdi framhjá ádan og veifadi teim) og í øllum búdum eru einhver tónleika-/bítla-/Paultilbod, kannski ekki skrýtid tar sem hér er fullt af fólki sem er ad koma hingad bara vegna tónleikanna. Helmingurinn af fólkinu á gøtunni er í tónleikabolum og ég býst vid ad hinn helmingurinn kaupi sér svoleidis í kvøld (tad voru nefnilega adrir tónleikar í gaer). Ég er ordin virkilega spennt en samt svolítid smeyk um ad tetta standist ekki væntingar, en tad verdur tá bara ad hafa tad. Vinkona mømmu ætlar svo ad sækja mig eftir tónleikana og leyfa mér ad gista.

Ég nýtti reyndar tækifærid og fékk mér pulsu ádan (tad er eitthvad sem madur verdur ad gera í Danmørku) og mér til furdu var hún gód. Týskar pulsur eru nefnilega óæti, líkt og flestur týskur matur, eins og ég hef líklega komid inn á fyrr :p

En ætli ég láti tetta ekki nægja í bili, hér er annars eitt próf ad lokum og já ég held ad ég sé pínku svona.

sirrobin
When danger reared its ugly head, he bravely turned
his tail and fled!


What Monty Python Character are you?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: